0. -1699-1708- Eiríkur Þorsteinsson og Kristín Oddsdóttir.
0. -1734-1735- Eyjólfur Jónsson. – Bjó síðar á Kárastöðum í Svínavatnshreppi.
0. -1737-1739- Árni Árnason. – Bjó síðar á Blöndubakka í Engihlíðarhreppi.
0. -1740-1741- Sveinn Jónsson.
0. -1744-1746- Einar Guðmundsson og Guðný Egilsdóttir. – Reistu bú á Geithömrum í Svínavatnshreppi 1747.
0. -1751-1753 Sigurður Sveinsson. – Fór búferlum að Æsustöðum, bjó síðar í Ytra-Tungukoti.
0. 1753-1754- Einar Jónsson og Guðrún Sæmundsdóttir. – Einar dó 1754 eða 1755. Guðrún var í vinnumennsku í Blöndudalshólasókn 1755, en á Æsustöðum 1787.
0. -1755-1783 Sigurður Sveinsson og s.k. Sigríður Björnsdóttir. – Sigurður drukknaði í Svartá í febrúar eða í mars 1783. Sigríður bjó áfram.
0. 1783-1786 Sigríður Björnsdóttir, ekkja Sigurðar Sveinssonar í Ytra-Tungukoti. – Brá búi, var kyrr á sama stað. Sigríður var í Vatnshlíð 1799.
0. 1786-1798 Magnús Ásgrímsson og Hallfríður Gunnarsdóttir. – Fóru búferlum að Vatnshlíð.
0. 1798-1802 Guðmundur Jónsson og f.k. Katrín Sigurðardóttir. – Fóru búferlum að Illugastöðum í Engihlíðarhreppi.
0. 1802-1805 Magnús Ingimundarson og Þórdís Jónsdóttir. – Magnús dó 1804 eða 1805. Þórdís bjó áfram.
0. 1805-1807 Þórdís Jónsdóttir, ekkja Magnúsar Ingimundarsonar í Ytra-Tungukoti. – Brá búi, var í húsmennsku í Höfðahólum í Vindhælishreppi 1816. Þórdís dó 27. nóvember 1829 á Kárastöðum í Svínavatnshreppi.
0. 1807-1808 Hallgrímur [Guðmundsson?]
0. 1808-1823 Ólöf Jónsdóttir og ráðsm. Erlendur Runólfsson. – Erlendur dó 8. nóvember 1819 í Ytra-Tungukoti. Ólöf giftist Helga Þórðarsyni á Brandsstöðum.
0. 1823-1824 Eiríkur Jónsson og Guðrún Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Kirkjuskarði í Engihlíðarhreppi.
0. 1824-1846 Gísli Sigurðsson og Sigríður Guðmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað. Gísli dó 17. janúar 1852 í Ytra-Tungukoti. Sigríður dó 5. mars 1863 í Ytra-Tungukoti.
0. 1846-1860 Halldór Gíslason og Guðbjörg Gísladóttir. – Guðbjörg dó 13. september 1859 í Ytra-Tungukoti. Halldór brá búi, fór í vinnumennsku að Hamrakoti í Torfalækjarhreppi. Hann dó 20. ágúst 1898 á Guðlaugsstöðum í Svínavatnshreppi.
0. 1860-1864 Jakob Jónsson og f.k. Vilborg Bjarnadóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku að Sauðanesi í Torfalækjarhreppi. Vilborg dó 30. janúar 1866 í Sauðanesi. Jakob reisti bú á Brandsstöðum 1866.
0. 1864 Jóhann Gíslason og Kristín Guðmundsdóttir. – Jóhann dó 17. ágúst 1864 í Ytra-Tungukoti. Kristín bjó áfram.
0. 1864-1865 Kristín Guðmundsdóttir, ekkja Jóhanns Gíslasonar í Ytra-Tungukoti, og ráðsm. Guðmundur Árnason. – Brugðu búi. Kristín fór að Bollastöðum. Hún dó 24. október 1868 á Bollastöðum. Guðmundur fór í húsmennsku á sama stað, reisti bú í Syðra-Tungukoti 1871.
0. 1865-1867 Baldvin Einarsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Fjósum.
0. 1867-1874 Guðmundur Guðmundsson og Sigríður Guðmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru til Vesturheims, bjuggu í Marklandi í Nova Scotia, Kanada, síðar í Duluth í Minnesota, Bandaríkjunum.
0. 1874-1876 Sveinn Jónsson og Þuríður Ásmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku að Bólstaðarhlíð, reistu bú í Skyttudal 1880.
0. 1876-1886 Magnús Bjarnason og Guðrún Arnþórsdóttir. – Magnús dó 24. janúar 1886 í Ytra-Tungukoti. Guðrún bjó áfram.
0. 1886-1887 Guðrún Arnþórsdóttir, ekkja Magnúsar Bjarnasonar í Ytra-Tungukoti. – Fór búferlum að Hvammi á Laxárdal.
0. 1887-1888 Halldór Guðmundsson og Sigurbjörg Sölvadóttir. – Fóru búferlum að Botnastöðum.
0. 1888-1889 Sveinbjörn Benjamínsson og ráðsk. Guðrún Björg Sveinsdóttir. – Fóru búferlum að Bakkakoti í Engihlíðarhreppi.
0. 1889-1890 Sigurður Semingsson og systir hans Margrét Sigríður Hannesdóttir. – Brugðu búi. Sigurður fór í vinnumennsku að Æsustöðum árið eftir, reisti bú í Stóradalsseli í Svínavatnshreppi 1894 og á Steiná 1895. Margrét fór í vinnumennsku að Finnstungu, giftist síðar Guðmundi Þórarinssyni í Kolviðarnesi í Eyjahreppi, Hnappadalssýslu.
0. 1890-1895 Bjarni Björnsson og Guðrún Illugadóttir. – Fóru búferlum að Eyvindarstöðum.
0. 1895-1896 Sigurjón Jóhannsson og Ingibjörg Solveig Jónsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Finnstungu, reistu bú í Hvammi á Laxárdal 1898.
0. 1896-1898 Jón Magnús Jakobsson Espólín og Björg Jóhannsdóttir. – Fóru búferlum að Stóru-Mörk.
0. 1898-1901 Björn Björnsson og Ingibjörg Pétursdóttir. – Fóru búferlum að Gunnsteinsstöðum.
0. 1901-1907 Þorlákur Friðrik Oddsson og Ingigerður Ingibjörg Helgadóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað, reistu bú í Holtastaðareit í Svínavatnshreppi 1910.
0. 1907-1913 Benedikt Helgason og (Friðrikka) Guðrún Þorláksdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Skinnastöðum í Torfalækjarhreppi, reistu bú á Mosfelli í Svínavatnshreppi 1914.
0. 1913-1928 Skarphéðinn Einarsson og Halldóra Jónsdóttir. – Halldóra dó 1. ágúst 1925 í Ytra-Tungukoti. Skarphéðinn brá búi, var kyrr á sama stað. Skarphéðinn dó 14. apríl 1944 í Finnstungu.
0. 1928-1933 Guðmann Sigtryggur Hjálmarsson og s.k. Ósk Skarphéðinsdóttir. – Brugðu búi, fóru til Blönduóss. Guðmann dó 21. ágúst 1973 á Blönduósi. Ósk dó 22. ágúst 1989 á Blönduósi.
0. 1933-1934 Tryggvi Jónasson og Guðrún Jóhanna Jónsdóttir. – Búsett í Finnstungu, nytjuðu jörðina.
0. 1934-1941 Gunnar Bjarnason, skilinn við Jóhönnu Jóhannesdóttur. – Brá búi, fór í húsmennsku á sama stað.
0. 1940-1941 Guðmundur Tryggvason. – Búsettur í Finnstungu, nytjaði hluta af jörðinni.
0. 1941-1946 Guðmundur Tryggvason. – Búsettur í Finnstungu, nytjaði jörðina.
0. 1941-1942 Gunnar Bjarnason. – Í húsmennsku. – Fór í húsmennsku að Björnólfsstöðum í Engihlíðarhreppi. Gunnar dó 14. apríl 1957.
1946-1947 Í eyði.
0. 1947-1948 Jón Tryggvason og Sigríður Ólafsdóttir. – Búsett í Finnstungu, nytjuðu jörðina.
0. 1947-1948 Jónas Tryggvason og systir hans Anna Margrét Tryggvadóttir. – Búsett í Finnstungu, nytjuðu jörðina.
0. 1948-1976- Jón Tryggvason og Sigríður Ólafsdóttir. – Jón dó 7. mars 2007 á Blönduósi.
0. 1948-1955 Jónas Tryggvason og móðir hans Guðrún Jóhanna Jónsdóttir. – Brugðu búi, voru kyrr á sama stað. Guðrún dó 4. ágúst 1967 á Blönduósi. Jónas dó 17. ágúst 1983 á Blönduósi.
0. 1976-2012- Tryggvi Þór Jónsson og Jóhanna Magnúsdóttir.