Ytra-Þverfell (Hlíðarsel)
0. 1842-1856 Ólöf Þorleifsdóttir. – Brá búi, fór í húsmennsku á sama stað. Ólöf var á Ytra-Þverfelli 1861.
0. 1849-1851 Eyjólfur Jónasson og ráðsk. Málhildur Gísladóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað, reistu bú á Syðra-Þverfelli 1852. Höfðu bú í Selhaga 1851-1852.
0. 1853-1863 Eyjólfur Jónasson og Sigþrúður Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Kálfárdal
0. 1863-1870 Ólafur Árnason og Rósa Halldórsdóttir. – Fóru búferlum að Skottastöðum.
0. 1870-1877 Björn Halldórsson og Súlíma Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Syðri-Leifsstöðum.
0. 1877-1881 Steinn Guðmundsson og Jórunn Guðmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku að Bólstaðarhlíð. Steinn dó 31. mars 1882 í Bólstaðarhlíð. Jórunn var síðar í húsmennsku í Skyttudal.
0. 1881-1883 Guðmundur Frímann Sigurðsson og Helga Gísladóttir. – Fóru búferlum að Ípishóli í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu.
0. 1883-1888 Árni Árnason og María Daníelsdóttir. – Árni dó 18. apríl 1888 á Ytra-Þverfelli. María brá búi, fór í vinnumennsku að Írafelli í Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu. Hún dó 25. maí 1895 í Sólheimum í Staðarhreppi, Skagafjarðarsýslu.
0. 1888-1890 Gísli Björnsson og ráðsk. Lilja Ásmundsdóttir. – Fóru búferlum að Hátúni í Seyluhreppi.
1890-1893 Í eyði.
0. 1893-1895 Árni Jónsson og Ingibjörg Björnsdóttir. – Árni dó 3. júní 1895 á Ytra-Þverfelli. Ingibjörg fór búferlum að Botnastöðum.
1895-1896 Í eyði.
0. 1896-1898 Andrés Jónsson og Sigurlaug Friðriksdóttir. – Fóru búferlum að Grundargerði í Akrahreppi, Skagafjarðarsýslu.
1898- Í eyði.