Hallgrímur Hallgrímsson bóndi á Skeggsstöðim, f. 21.jan. 1835 í Miklagarði á Langholti, d. 15. okt. 1912 í Hallsonbyggð í N-Dakota.
Foreldrar hans voru Hallgrímur Jóhannsson bóndi á Skeggsstöðum í Svartárdal og síðar á Löngumýri í Hólmi og k.h. Hólmfríður Hallsdóttir
Hallgrímur ólst upp hjá foreldrum sínum og fermdist frá þeim með ágætum vitnisburði. Vinnumaður hjá foreldrum sínum 1850-1858.Bóndi á Löngumýri í Hólmi 1858-1859, á Skeggsstöðum 1859-1863, aftur á Löngumýri 1863-1864, Laugarbrekku 1864-1867,Vallanesi í Hólmi 1867-1868, húsmaður í Húsey í Hólmi 1868-1869, vinnum. á Húsabakka 1869-1870, bóndi í Laugarbrekku 1870-1872, húsmaður á Grófargili á Langholti 1872-1874, í Holtskoti í Seyluhreppi 1874-1876 en fluttist þá vestur um haf. Bjó fyrst á Gimli í Manitoba 1876-1878, var í Winnepeg 1878-1879, nam land í Hallsonbyggð N-Dakota og bjó þar 1879-1883, var eftir það hjá Kristrúnu dóttur sinni. Hallgrímur tók sér ættarnafnið Holm þegar vestur kom.
Hallgrímur bjó við þröngan hag hér á landi, fáar skeppnur og mikla ómegð, einkum voru búskaparárin í Laugarbrekku honum erfið. Eftir að vestur kom, vegnaði honum betur og var all vel settur. Hallgrímur var gestrisinn og greiðasamur þegar hann mátti efnahags vegna.
Kona hans 19.ág. 1854 Guðbjörg Jónsdóttir f. 15.júní 1833 í Geldingaholti d. 19.sept. 1914 í Hallsonbyggð í N-Dakota.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi í Vallanesi í Hólmi og Ásdís Þórðardóttir ógift vinnuk. í Geldingaholti.
Guðbjörg ólst upp með móður sinni fyrstu árin í Geldingaholti og á Miklahóli í Viðvíkursveit. Hún var fósturbarn á Hrafnhóli í Hjaltadal 1834-1840, tökubarn á Hofi í Hjaltadal 1840-1846, léttastúlka á Kálfsstöðum í Hjaltadal 1846-1847,í Húsey í Hólmi 1847-1849 og fermdist þaðan með góðum vitnisburði. Vinnukona á Völlum í Hólmi 1849-1852, Húsey 1852-1854, á Laungumýri eftir giftingu þeirra Hallgríms og fylgdi honum eftir það. Guðbjörg var mikil gæðakona, trúhneigð og samhent manni sínum í gestrisni og greiðasemi. Síðustu árin var hún í skjóli Kristrúnar dóttur sinnar í Hallsonbyggð. Þegar þau Hallgrímur og Guðbjörg áttu gullbrúðkaup var þeim haldið veglegt smasæti í Union Hall í Hallson.
Börn þeirra Hallgríms og guðbjargar voru:
Sigurður f. 1855 (fæðingar hans er ekki getið í kirkjubók) d. 1920 í Detroit í Michigan. Fluttist vestur 1887, settist að í Lundar en síðar í Detrot. K.h. Helga Kristjánsdóttir frá Klömbrum í Reykjadal
María f. 3.sept. 1856 á Löngumýri d. 1858 á sama stað
Hallgrímur f. 29.ág. 1857 á Löngumýri d. 1858 á sama stað.
Hólmfríður María f. 6. sept. 1859 á Skeggsstöðum d. 1882 Vinnukona á Stóru-Ökrum 1880, síðast í Hjaltastaðahvammi.
Ósk f. 1.nóv. 1860 á Skeggsstöðum d. 24.júlí 1934 í Mountain N-Dakota. M.h. Tryggvi Pálsson Polson í Mountain í N-Dakota.
Kristrún f. 4.des. 1861 á Skeggsstöðum d. 18.apríl 1932 í Elfros í Saskatchewan. M.h. Jón Jónsson Hörgdal bóndi í Hallson, síðar í Elfros.
Ólöf f. 10. Jan 1863 á Skeggsstöðum d. í Vesturheimi . Vinnuk á Nautabúi í Hjaltadal 1888 en fluttist þá vestur.
Guðbjörg f. 10.jan.1863 (tvíburi) d. 1872 var á sveitarframfæri á Völlum í Hólmi.
Hallgrímur f. 2.júní 1866 í Laugarbrekku d. sama ár
Rósa f. 4.júní 1868 , d. 1869
Jósef f. 21.júní 1870 í Laugabrekku, d. í Vesturheimi, var í fóstri hjá Sugurði Jónssyni í Marbæli á Óslandshlíð 1880 og fór með honum til Vesturheims 1883. Bóndi í Markerville í Alberta í Kanada.
Barnsmóðir Hallgríms var:
Valgerður Sveinsdóttir f. 1834 á Gilsbakka í Austurdal d. 16. Des. 1864 á Vöglum í Blönduhlíð.
Foreldar hennar voru Sveinn Guðmundsson vinnum. á Úlfsstöðum í Blönduhlíð og Anna Magnúsdóttir vinnuk. á Gilsbakka.
Barnið mun hafa fæðst í ársbyrjun 1854 en ekki er kunnugt um það meira.
Heimildir: Kirkjubækur og manntöl, Saga Íslendinga í N-Dakota, Skagfirskar æviskrár 1850-1890 5. bindi. Almanak Ólafs Thorgeirssonar.
(SigBj)