Fremsti bær í Svartárdal austan Svartár. Landmikil. Liggur að Kúfastöðum að norðan en Reykjaseli og Mælifelli í Skagafirði að austan og sunnan. Ræktunarland nokkuð samfellt, ræktað upp af
valllendismóum. Stafn á land vestan Svartár, það liggur að Fossum að sunan, Hóli að vestan og
Teigakoti að norðan.
Greinar:
Stafn – ábúendatal
0. -nál. 1665- Jón Bjarnason og Geirlaug Þorbjörnsdóttir. 0. -nál. 1690- Bjarni Jónsson og Kristín Eiríksdóttir. – Bjuggu síðar í Hvammi í Svartárdal. 0. -1699-1708- Jón Björnsson og Þóra Jónsdóttir. 0. -1729-1730- Bergur Brandsson og …
Eyjólfur Hansson bóndi í Stafni í Svartárdal
Eyjólfur Hansson bóndi í Stafni í Svartárdal, f. 8.feb. 1841 í Selhaga í Skörðum, d. 7.júní 1908 í Stafni í Svartárdal. Foreldrar hans voru Guðvarður Hallsson bóndi í Selhaga og sambýliskona hans Kristjana Ólafsdóttir. Eyjólfur …
Bjarni Ólafsson bóndi og smiður í Stafni
Bjarni Ólafsson. F. 26.sept. 1826 á Eiðsstöðum í Blöndudal. D. 19.okt 1897 á Torfustöðum í Svartárdal. Foreldrar Ólafur Jónsson bóndi á Eiðsstöðum og k.h Sigurbjörg Tómasdóttir. Bjarni ólst upp hjá foreldrum sínum á Eiðsstöðum og …