Selhagi

Jörð á Skörðum. Liggur norðan Vatnshlíðar. Bærinn stóð á hól gengt mynni Vestra-Króksskarðs. Jörðin
hefur líklega verið upphaflega selstaða frá Gili eða Botnastöðum. Selhagi hefur verið í eyði frá 1930
og notað sem upprekstrarland Bólstaðarhlíðarhrepps.

Selhagi – ábúendatal
Selhagi 0. 1798-1813 Helga Þorleifsdóttir. – Helga dó 24. apríl 1813 í Selhaga. 0. 1813-1826 Sigfús Oddsson og ráðsk. Björg Þorkelsdóttir og Björg Jónasdóttir. – Sigfús og Björg Jónasdóttir höfðu jafnframt bú í Geitagerði í Staðarhreppi, Skagafjarðarsýslu 1817-1821 …
Danival Kristjánsson bóndi í Selhaga
Danival Kristjánsson bóndi í Selhaga f. 15. feb. 1845 á Strjúgsstöðum í Langadal , d. 25. ág. 1925 á Hafsteinsstöðum á Langholti. Foreldrar hans voru Kristján Guðmundsson bóndi á Strjúgsstöðum og k.h. María Guðmundsdóttir. Kristján faðir Danivals, drukknaði …