Jörð í Svartárdal, næst sunan við Gil gengt Skeggsstöðum. Túnið var lítið en grasgefið. Fjósar áttu
einnig talsvert land á Svartárdalsfjalli. Jörðin fór í eyði 1970 og þá eignaðist Skógræktarsjóður Austur
Húnavatnssýslu hana og hóf þar skógrækt. Veiðifélag Blöndu og Svartár keypti spildu úr jörðinni og
byggði þar veiðihús.
Fjós – ábúendatal
0. -1699-1703- Tómas Eiríksson og móðir hans Valgerður Tómasdóttir. – Tómas var í Auðkúluprestakalli 1710. 0. 1708-1709- Halldóra Erlendsdóttir, ekkja Þorsteins Benediktssonar í Bólstaðarhlíð. – Búsett í Bólstaðarhlíð, nytjaði jörðina. 0. -1722-1723- Jón Bjarnason. – …