Landsnámsjörð Eyvindar sörkvis. Liggur norðan Bollastaða. Jörðin er vel gróin og tún samfelt og
ræktað upp af framræstu mýrlendi. Jörðinni fylgdi áður Eyvindarstaðaheiði og fékk
Eyvindarstaðabóndi upprekstrartoll af henni.
Eyvindarstaðir – ábúendatal
0. -nál. 1645- Jón Egilsson. 0. -1662-1672 Bjarni Jónsson og Guðrún Árnadóttir. – Bjarni dó 1672 á Eyvindarstöðum. Guðrún bjó áfram. 0. 1672-1675- Guðrún Árnadóttir, ekkja Bjarna Jónssonar á Eyvindarstöðum. Guðrún giftist Jóni Þorleifssyni. 0. -1676-1702- …