Jörð í Svartárdal sunnan við Hlíðará. Löngum verið eign Bólstaðarhlíðar og hjáleiga þaðan. Húsalaus
og ekki hefur verið búseta á jörðinni síðan 1956.
Botnastaðir – ábúendatal
0. -1699-1700- Þorgerður Eiríksdóttir, ekkja Hrómundar Bjarnasonar í Ketu í Skefilsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu. – Bjó síðar í Finnstungu. 0. -1701-1703- Þórður Þórðarson og Guðný Eiríksdóttir. – Þórður dó á árunum 1703-1708. Guðný bjó síðar á Steiná. …
Halldór Guðmundsson bóndi á Botnastöðum
Halldór Guðmundsson bóndi á Botnastöðum. F. 28 jan.1844 í Höskuldsstaðaseli í Hvammshlíðardal d. 30. maí 1898 á Botnastöðum í Svartárdal. Foreldrar Guðmundur Guðmundsson bóndi í Höskuldsstaðaseli og k.h. Þuríður Halldórsdóttir. Halldór missti föður sinn þegar …