Bólstaðarhlíð

Stórbýli að fornu og kirkjustaður. Mikið landrými og landgæði. Tún harðlent enda ræktað upp á
skriðum úr Hlíðarfjalli og framburði Hlíðarár. Undir jörðina liggja eyðibýli á Laxárdal og í Skörðum.
Kirkju í Bólstaðarhlíð er fyrst getið í Auðunnarmáldaga 1318. Hún var helguð Mikael erkiengli.
Núverandi kirkja er byggð 1888.

Bólstaðarhlíð – ábúendatal
0. -nál. 1650- Benedikt Björnsson og Guðrún Þorsteinsdóttir. – Bjuggu síðar á Reynistað í Staðarhreppi, Skagafjarðarsýslu. 0. -1690-1697 Þorsteinn Benediktsson og Halldóra Erlendsdóttir. Þorsteinn dó 1. júní 1697 á Melstað í Torfustaðahreppi. Halldóra bjó áfram. …