Stór jörð , með landrými á Svartárdalsfjalli . Tún samfellt, ræktað á þurrum vallendismóum.
Kirkjustaður. Prestsetur fram yfir 1920. Var í eyði um tíma, en byggð upp aftur 1974.Kirkju á
Bergsstöðum er fyrst getið í Auðunnarmáldaga 1318. Var hún helguð Ólafi helga Noregskonungi og
Þorláki Þórhallssyni biskup. Núverandi kirkja er byggð 1883.
Bergsstaðir – ábúendatal
0. 1680-1713 Magnús Sigurðsson og f.k. Steinunn Skúladóttir og s.k. Ólöf Jónsdóttir. – Steinunn dó á árunum 1693-1703. Magnús dó 1713 á Bergsstöðum. Ólöf bjó áfram. 0. 1713-1715 Markús Eiríksson og Steinunn Jónsdóttir. – Fóru …