V

Valgerður Jónsdóttir.

F. 4. mars 1803 á Egg í Hegranesi, d. 13. maí 1862 í Hring í Blönduhlíð. For.: Jón Ólafsson b. í Torfmýri í Blönduhlíð og k.h. Þuríður Jónsdóttir. Var hjá foreldrum sínum á Miðsitju í Blönduhlíð 1816 og fermdist í Miklabæjarsókn í Blönduhlíð 1822. Vinnukona í Djúpadal í Blönduhlíð 1824-1825, í Litladal í Blönduhlíð 1825-1826, í Djúpadal aftur 1826-1831, á Hellu í Blönduhlíð 1831-1832, á Völlum í Vallhólmi 1832-1833-, í Hornskarp í Blönduhlíð -1834-1835, í Hjaltastaðakoti í Blönduhlíð 1835-1836 og í Valadal á Skörðum 1836-1837. Bústýra í Eiríksstaðakoti 1837-1839. Vinnukona í Hjaltastaðahvammi í Blönduhlíð 1839-1840, í Litlabæ í Blönduhlíð 1840-1841- og -1849-1850, í Hjaltastaðahvammi aftur 1850-1851 og í Brekku hjá Víðimýri 1851-1853. Húskona í Borgarey í Vallhólmi -1855-1856-. Vinnukona á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð 1860-1861. Síðast húskona í Hring. – Barnsfaðir: Runólfur Oddsson, f. 28. ágúst 1806 í Litladal í Blönduhlíð, d. 28. jan. 1885 í Naustakoti á Vatnsleysuströnd, b. í Naustakoti. For.: Oddur Ormsson b. í Litladal og k.h. Hólmfríður Finnbogadóttir. Barn: Runólfur, f. 1831 í Djúpadal, d. 18. okt. 1831 á Hellu. Barnsfaðir: Daníel Kristjánsson, f. 13. maí 1794 í Utanverðunesi í Hegranesi, d. 20. sept. 1846 í Litlabæ, b. í Litlabæ. For.: Kristján Sveinsson b. á Steini á Reykjaströnd og barnsm.h. Jórunn Andrésdóttir vk. í Utanverðunesi, síðar g. Jóni Jónssyni vm. í Viðvík í Viðvíkursveit 1816. Börn: Guðmundur, f. 1835 í Hornskarp, d. 22. nóv. 1838 í Litlabæ. Helga, f. 1845 í Flugumýrarsókn í Skagafjarðarsýslu, d. 11. okt. 1865 á Reynistað í Staðarhreppi, síðast vk. á Reynistað. Barnsfaðir: Þórður Jónsson, f. 6. febr. 1809 á Hóli í Tungusveit, d. 23. maí 1878 í Glaumbæ í Langholti, vm. í Valadal 1835. For.: Jón Magnússon b. á Hóli og k.h. Guðrún Konráðsdóttir. Barn: Lárus, f. 3. sept. 1837 í Eiríksstaðakoti, d. 1. okt. 1837 á sama stað. Barnsfaðir: Kristján Marteinsson, f. 1779 (sk. 15. nóv. 1779) í Ketu í Hegranesi, d. 27. apríl 1862 á Gili, þurfam. í Ytra-Tungukoti 1840. For.: Marteinn Jónsson b. í Ketu og k.h. Kristín Björnsdóttir. Barn: Guðmundur, f. 26. maí 1839 í Litlabæ, b. í Hring, kv. Sigríði Helgadóttur, átti áður son með Lilju Sigríði Tómasdóttur.

Athugasemd: Valgerður var í dvöl í Litlabæ fyrri hluta sumars 1839.

(Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 VI, 60-62; Vestur-íslenzkar æviskrár IV, 79-81 og VI, 89-92 og 344-345; Sjómenn og sauðabændur, 271-272 og 274-279; Saga frá Skagfirðingum III, 91; Syrpa úr handritum Gísla Konráðssonar I, 157; Ævisaga Gísla Konráðssonar, 29; Skiptab. Skag. 9. des. 1833 og 17. des. 1847; Ættatölub. Bjarna Jóhannessonar, 666; Ættatölub. Jóns Espólíns, 1632-1633, 1850, 2136, 4546 og 4735; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 553 og 683; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 4057).

Vigfús Guðmundsson.

F. um 1783 á Krossi í Ölfusi, d. 25. des. 1838 á Bessastöðum í Sæmundarhlíð. For.: Guðmundur Jónsson b. á Grímarsstöðum í Andakíl og k.h. Þórunn Ásmundsdóttir. Fermdur í Hvanneyrarsókn í Borgarfjarðarsýslu 1797. Var hjá foreldrum sínum á Heggsstöðum í Andakíl 1801. Bóndi í Lækjarkoti í Borgarhreppi 1810-1812. Vinnumaður á Eiðsstöðum í Blöndudal -1816-1817-. Ráðsmaður á Brandsstöðum 1828-1830. Bóndi á Brandsstöðum 1830-1836. Ráðsmaður á Syðsta-Vatni á Efribyggð 1836-1837. Bóndi á Bessastöðum 1837 til æviloka. – Fyrri kona, g. 12. okt. 1810, Guðrún Böðvarsdóttir, f. um 1780, d. 23. febr. 1816 á Borg í Borgarhreppi, ekkja Bjarna Þorbjörnssonar b. í Lækjarkoti. For.: Böðvar Ólafsson b. á Þorgautsstöðum í Hvítársíðu og k.h. Guðrún Sæmundsdóttir. Guðrún var fóstruð af hjónunum Jóni Ólafssyni og Guðríði Sæmundsdóttur, sem var móðursystir hennar, og var hjá þeim á Guðnabakka í Stafholtstungum 1801. Hún bjó ekkja í Lækjarkoti 1809-1810. Við húsvitjun í Borgarsókn 1806 er Guðrún sögð siðlát. Börn: Ingibjörg, f. 28. nóv. 1811 í Lækjarkoti, d. 24. júní 1827 í Árnakoti í Borgarhreppi. Vigfús, f. 28. okt. 1813 í Síðumúla í Hvítársíðu, b. á Stóru-Mörk, kv. fyrr Maríu Jónsdóttur, síðar Steinunni Jóhannsdóttur. Seinni kona, g. 30. apríl 1830, Ólöf Jónsdóttir, f. um 1769 í Rugludal, d. 13. okt. 1834 á Brandsstöðum, ekkja Helga Þórðarsonar b. á Brandsstöðum. For.: Jón Jónsson b. í Rugludal og k.h. Helga Jónsdóttir. Barnlaus. – Fyrri maður Guðrúnar: Bjarni Þorbjörnsson, f. um 1773, d. 29. maí 1809 í Stafholti í Stafholtstungum, b. í Lækjarkoti -1806 til æviloka. For.: Þorbjörn Þorsteinsson b. og fálkafangari á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð og f.k.h. Guðrún Hjálmsdóttir. Bjarni fermdist í Hjarðarholtssókn í Mýrasýslu 1788. Hann var hjá foreldrum sínum á Arnbjargarlæk 1801. Við húsvitjun í Borgarsókn 1806 er Bjarni sagður ferðugur. Börn: stúlka, f. 24. ágúst 1806 í Lækjarkoti. Hún fæddist andvana. Þorbjörn, f. 19. mars 1808 í Lækjarkoti, d. 1842, vm. á Signýjarstöðum í Hálsasveit 1835, en síðast á Hurðarbaki í Reykholtsdal, ókv. og bl. Hann er sagður hafa dáið suður í Njarðvíkum. Bjarni, f. 30. júlí 1809 í Lækjarkoti, b. í Helgavatnsseli í Þverárhlíð, kv. Guðrúnu Eiríksdóttur.

(Borgfirzkar æviskrár I, 304-305, 383-384 og 507, III, 327 og XII, 44, 71-72, 164 og 192-193; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 I, 270-271; Ölfusingar, 193; Hrakhólar og höfuðból, 188-189; Húnavaka 1977, 79-81; Skiptab. Hún. 2. apríl 1836; Ábúendatal í Staðarhreppi – Handrit Jóns Sigurðssonar á Reynistað, 82; Brandsstaðaannáll, 130; Ættatölub. Jóns Espólíns, 1220-1221, 1277 og 3474-3475; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 116, 117, 434 og 574; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 451, 1013-1014 og 4571-4572).

Vigfús Sigurðsson.

F. um 1696, á lífi 1772. For.: Sigurður Þórðarson b. á Skottastöðum og k.h. Guðrún Pétursdóttir. Var hjá foreldrum sínum á Skottastöðum 1703. Bóndi í Brekkukoti á Efribyggð -1734-1738- og á Bollastöðum -1744-1763-. Hann varð hreppstjóri í Bólstaðarhlíðarhreppi 1747. Vigfús gaf vitnisburð um Hraunþúfuklaustur í Vesturdal árið 1729 og annan vitnisburð um Teigana í Svartárdal 30. mars 1771. Hann seldi Bollastaði Jóni Jónssyni bónda á sama stað fyrir 105 ríkisdali og lét hann jafnframt hafa hjáleiguna Selland í makaskiptum fyrir Saurbæ á Neðribyggð 20. júní 1772. – Kona: Guðríður Samsonsdóttir, f. um 1694, d. 31. ágúst 1766 í Blöndudalshólasókn. For.: Samson Vigfússon b. í Miklagarði á Langholti og k.h. Oddný Jónsdóttir. Guðríður var hjá foreldrum sínum í Elivogum á Langholti 1703. Ókunnugt um börn, en þau hjón arfleiddu Guðrúnu laundóttur Vigfúsar. Barnsmóðir: Guðrún Jónsdóttir, f. nál. 1730, vk. á Bollastöðum. Óvíst er um foreldra hennar, en hún var systir Ólafs Jónssonar. Barneign Vigfúsar með Guðrúnu var önnur hórdómssök hans. Barn: Guðrún, f. 1762 eða 1763 á Bollastöðum, d. 2. mars 1845 á Auðólfsstöðum, vk. í Króki á Skagaströnd 1801, þá sögð ekkja.

(Vorþeyr og vébönd, 227; Skagfirðingabók 1986, 33-34 og 37-38; Dómab. Hún. 27. apríl 1747, 30. apríl 1763, 4. maí 1765, 21. júní 1771 og 22. júní 1773; Dómab. Skag. 2. nóv. 1740).

Vigfús Þorkelsson.

F. um 1754, d. 16. júlí 1828 á Skinnastöðum á Ásum. For. ókunnir. Bóndi í Kárdalstungu í Vatnsdal 1789-1792. Vinnumaður í Stóradal í Svínavatnshreppi 1795-1797. Húsmaður á Syðri-Löngumýri í Blöndudal 1798-1800. Bóndi í Gafli í Svínadal 1800-1806. Húsmaður á Grund í Svínadal 1806-1808. Bóndi í Syðra-Tungukoti 1809-1810. Búlaus á Brún 1810-1811, á Ystagili í Langadal -1812-1813 og á Breiðavaði í Langadal 1813-1815. Síðast húsmaður á Skinnastöðum. – Kona, g. 11. febr. 1795, Þorbjörg Nikulásdóttir, f. um 1751, d. 21. júlí 1821 á Torfalæk á Ásum, ekkja. For. ókunnir. Þorbjörg var vinnukona í Undirfellssókn -1776-, en bústýra á Hurðarbaki á Ásum 1785-1789 og hjá Vigfúsi í Kárdalstungu 1789-1792. Hún var búlaus í Stóradal 1793-1794 og á Syðri-Löngumýri 1797-1798, en húskona á Húnsstöðum á Ásum 1817-1819 og á Torfalæk 1819 til æviloka. Við húsvitjun í Hjaltabakkasókn 1785 er Þorbjörg sögð vinnusöm, skýr og vel kunnandi. Barnlaus. – Ókunnugt er um fyrri mann Þorbjargar. Barnsfaðir Þorbjargar: Ólafur Eggertsson, f. um 1728, dr. 18. júlí 1794 í Vatnsdalsá, b. á Haukagili í Vatnsdal. For.: Eggert Sæmundsson pr. á Undirfelli í Vatnsdal og k.h. Sesselja Hallsdóttir. Barn: Kjartan, f. 1776 í Undirfellssókn, á lífi 1805, lausam. í Reykjavík, ókv., en átti börn. Ennfremur var sonur Þorbjargar: Jón Sveinsson, f. um 1782 í Koti í Vatnsdal, b. á Miðvöllum í Svartárdal, kv. Önnu Magnúsdóttur, átti áður son með Björgu Björnsdóttur.

Athugasemdir: 1) Ólafur Eggertsson er sagður fæddur 1731 í Ættatölub. Steingríms Jónssonar. 2) Hægt er að láta sér til hugar koma að Þorbjörg Nikulásdóttir kunni að hafa átt Jón Sveinsson með fyrri manni sínum.

(Íslenzkar æviskrár I, 326-327; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 VI, 66-67 og 249; Húnvetningasaga II, 379-380 og 457; Hrakfallabálkur, 83-84; Annálar 1400-1800 VI, 229 og 327; Dómab. Gullbr. og Kjós. 30. jan. 1805; Dómab. Skag. 2. nóv. 1818; Skiptab. Hún. 19. des. 1829; Ættatölub. Jóns Espólíns, 467-468; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 412; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 3988).

Vilhjálmur Ingimundarson.

F. 7. des. 1804 á Skeggsstöðum, d. 25. júní 1870 í Vatnahverfi í Refasveit. For.: Ingimundur Jónsson b. á Skeggsstöðum og k.h. Kristín Jónsdóttir. Var hjá foreldrum sínum í Glaumbæ í Langadal 1816 og fermdist í Holtastaðasókn 1819. Vinnumaður á Breiðavaði í Langadal 1835-1836-. Bóndi á Litla-Vatnsskarði á Laxárdal fremri 1837-1838, á Strjúgsstöðum 1838-1841, á Holtastöðum í Langadal 1841-1842, í Vatnahverfi 1842-1847, á Síðu í Refasveit 1847-1848 og í Vatnahverfi aftur 1848-1870 og hafði jafnframt bú á Breiðavaði 1856-1858. – Kona, g. 23. okt. 1835, Þórunn Eyvindsdóttir, f. 15. apríl 1796 í Kirkjuskógi í Miðdölum, d. 20. jan. 1859 í Vatnahverfi. For.: Eyvindur Bjarnason b. á Þorfinnsstöðum í Vesturhópi og k.h. Málfríður Benediktsdóttir. Þórunn var vinnukona í Snóksdal í Miðdölum -1817-1820, á Núpi í Haukadal 1820-1821, í Vesturhópshólum í Vesturhópi 1821-1823, á Vatnsenda í Vesturhópi 1823-1824, í Vesturhópshólum aftur 1824-1827, í Katadal á Vatnsnesi 1827-1830, í Köldukinn á Ásum 1830-1833 og í Þórormstungu í Vatnsdal 1833-1834. Hún var bústýra í Þórormstungu 1834-1835, en vinnukona á Breiðavaði 1835-1836-. Barn: Sigþrúður, f. 1835 í Holtastaðasókn, d. 18. sept. 1835 á Breiðavaði. – Barnsfaðir Þórunnar: Egill Sturlaugsson, f. 15. okt. 1788 á Kolsstöðum í Miðdölum, d. 21. júlí 1843 í Krossnesi í Álftaneshreppi, b. á Miðhrauni í Miklaholtshreppi. For.: Sturlaugur Atlason b. á Kolsstöðum og k.h. Kristín Halldórsdóttir. Barn: Níels, f. 12. sept. 1819 í Snóksdal, d. 30. apríl 1854 í Holtastaðasókn, vm. á Fremstagili í Langadal 1850, ókv. Barnsfaðir Þórunnar: Samson Jónsson, f. 2. maí 1795 í Hvarfi í Víðidal, dr. 6. júní 1851 í Hvítá í Þverárþingi, b. á Rauðsgili í Hálsasveit. For.: Jón Þorsteinsson b. í Öxnatungu í Víðudal og k.h. Guðrún Samsonsdóttir. Barn: Jason, f. 2. okt. 1823 á Vatnsenda, b. á Efri-Torfustöðum í Miðfirði, kv. Sigurfljóð Gísladóttur, bjó síðar með Guðrúnu Þorleifsdóttur, átti einnig börn með Guðfinnu Sigurðardóttur, Þorbjörgu Guðmundsdóttur og Gróu Gísladóttur, eitt með hverri. Barnsfaðir Þórunnar: Steinn Sigfússon, f. um 1792 á Arnarstöðum í Sléttuhlíð, d. 27. júní 1846 á Ægissíðu á Vatnsnesi, b. á Ægissíðu. For.: Sigfús Sigfússon Bergmann b. á Þorkelshóli í Víðidal og k.h. Guðrún Aradóttir. Barn: Steinunn, f. 4. sept. 1826 í Vesturhópshólum, d. 13. jan. 1828 á Þorfinnsstöðum í Vesturhópi. Steinn sór fyrir Steinunni. Barnsfaðir Þórunnar: Friðrik Sigurðsson, f. 6. maí 1810 í Katadal, d. 12. jan. 1830 hjá Þrístöpum í Vatnsdalshólum, vm. í Katadal. For.: Sigurður Ólafsson b. í Katadal og k.h. Þorbjörg Halldórsdóttir. Barn: Kristjana, f. 22. júní 1828 í Katadal, d. 3. júlí 1828 á sama stað. Barnsfaðir Þórunnar: Jóhann Guðmundsson, f. 6. okt. 1794 á Litlu-Giljá í Þingi, d. 25. jan. 1862 á Grund í Vesturhópi, b. í Katadal. For.: Guðmundur Jónsson b. á Hróarsstöðum á Skagaströnd og k.h. Steinunn Jónsdóttir. Jóhann var í fóstri í Spákonufellskoti á Skagaströnd 1801. Barn: Kristján, f. 30. júlí 1829 í Katadal, d. 3. ágúst 1830 í Breiðabólstaðarprestakalli.

(Íslenzkar æviskrár IV, 187; Borgfirzkar æviskrár II, 77 og IX, 277-278; Dalamenn I, 118, 206-207 og 223; Rímnatal II, 120-121; Húnvetningur 1981, 76-77 og 1995, 45-51 og 53-55; Hrakfallabálkur, 120; Annáll nítjándu aldar I, 423-425 og II, 319; Landsyfirréttardómar III, 260-279 og 399-400; Skiptab. Hún. 19. júlí 1804; Ættatölub. Jóns Espólíns, 5669; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 689; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 2285).

Vilhjálmur Símonsson.

F. um 1726, á lífi á Illugastöðum á Laxárdal fremri 1784. Faðir: Símon Árnason bóndi á Þverá í Hallárdal. Bóndi á Þverá í Hallárdal -1755-1756, í Syðra-Tungukoti 1756-1757, í Sólheimum í Svínavatnshreppi 1757-1773 og á Illugastöðum 1773-1784. Vilhjálmi var úthlutað gjafakorni 28. des. 1756. – Kona: Steinunn Árnadóttir, f. um 1724, d. 1782 (gr. 30. júní 1782) í Höskuldsstaðasókn. For. ókunnir. Ókunnugt um börn, en þau hjón arfleiddu Jón launson Vilhjálms. Barnsmóðir: Helga Sveinsdóttir, f. nál. 1735, vk. í Sólheimum. For. ókunnir. Á manntalsþingi á Svínavatni 1767 kom til umræðu að Helga hefði að yfirvarpi verið til heimilis í Finnstungu það ár, en þó ætíð öðru hverju í Sólheimum hjá barnsföður sínum, og var henni gert að víkja úr Húnavatnssýslu. Barneign Vilhjálms með Helgu mun hafa verið fyrsta hórdómssök hans. Barn: Jón, f. 1766 eða 1767 í Sólheimum, b. á Skeggjastöðum á Skagaströnd, kv. Sigríði Bjarnadóttur.

(Fortíð og fyrirburðir, 46; Dómab. Hún. 2. maí 1767 og 4. maí 1771).