Una Hinriksdóttir.
F. um 1811 í Flugumýrarsókn í Skagafjarðarsýslu, d. 25. júlí 1883 á Brún. For.: Hinrik Jónsson b. og hreppstj. í Réttarholti í Blönduhlíð og k.h. Sigríður Jónsdóttir. Vinnukona í Litladal í Saurbæjarhreppi 1829-1839, í Hleiðargarði í Saurbæjarhreppi 1839-1840, í Hrauni í Öxnadal 1840-1841-, á Ásláksstöðum í Hörgárdal 1843-1844, á Starrastöðum á Fremribyggð 1844-1848, á Tunguhálsi í Tungusveit 1848-1849, á Syðri-Leifsstöðum 1849-1851, á Kúfustöðum 1851-1852, í Hvammi í Svartárdal 1852-1855, á Syðri-Leifsstöðum aftur 1855-1857, á Skottastöðum 1857-1860, í Bergsstaðaseli 1860-1863, á Bergsstöðum 1863-1864, á Stóra-Búrfelli í Svínavatnshreppi 1864-1865 og á Eiríksstöðum 1865-1866. Húskona á Eiríksstöðum 1866-1868. Vinnukona í Syðri-Mjóadal 1868-1869. Húskona í Mjóadal 1869-1870. Vinnukona á Gunnsteinsstöðum 1870-1871. Húskona á Brún 1871-1872-. Bústýra í Teigakoti 1873-1876. Vinnukona á Brún 1876-1881. Þurfakona á sama stað 1881 til æviloka. Una var skýrleikskona. – Maður, g. 19. júlí 1840, Ásmundur Ásmundsson, f. 9. mars 1799 á Tjörnum í Saurbæjarhreppi, d. 1. okt. 1846 í Litladal, ráðsm. í Hrauni 1840-1841-, en vm. á Ásláksstöðum 1843-1844. For.: Ásmundur Sigurðsson b. í Hólakoti í Saurbæjarhreppi og k.h. Margrét Halldórsdóttir. Ásmundur var hjá foreldrum sínum á Strjúgsá í Saurbæjarhreppi 1816. Hann var bóndi á Æsustöðum í Saurbæjarhreppi 1820-1822. Húsmaður í Hólakoti 1822-1823. Bóndi á Æsustöðum aftur 1823-1824, í Hólum í Saurbæjarhreppi 1825-1826 og í Hólakoti 1826-1827. Vinnumaður á Æsustöðum 1827-1828. Bóndi í Hólakoti aftur 1828-1829 og á Æsustöðum enn 1829-1837. Vinnumaður á Kerhóli í Sölvadal 1837-1838 og í Litladal 1838-1840. Húsmaður í Litladal 1845 til æviloka. Ásmundur var sagður drykkfelldur. Börn: Jón, f. 26. jan. 1840 í Hleiðargarði, d. 16. jan. 1908 í Nesi í Saurbæjarhreppi, húsmaður á Björk í Sölvadal 1880 og á Grund í Hrafnagilshreppi 1890, en vm. í Melgerði í Saurbæjarhreppi 1901, kv. Guðrúnu Jónsdóttur. María, f. 9. apríl 1841 í Hrauni, d. 10. júní 1841 á Sílastöðum í Kræklingahlíð. María, f. 25. okt. 1843 á Ásláksstöðum, ráðsk. í Strjúgsstaðaseli, óg., en átti börn með Árna Einarssyni lausam. á Lýtingsstöðum í Tungusveit 1880 og Jóhanni Hannessyni b. í Fremri-Svartárdal í Svartárdal, þrjú með þeim fyrrnefnda og eitt með þeim síðarnefnda. Barnsfaðir: Sveinn Eiríksson, f. 8. des. 1805 á Halldórsstöðum í Saurbæjarhreppi, d. 16. jan. 1840 á Krónustöðum í Saurbæjarhreppi, vm. á Strjúgsá. For.: Eiríkur Jónsson vm. í Hvassafelli í Saurbæjarhreppi og barnsm.h. Herdís Ívarsdóttir vk. á Þormóðsstöðum í Sölvadal. Hann var kallaður Kvenna-Sveinn. Barn: Una, f. 18. ágúst 1833 í Litladal, d. 8. jan. 1868 á Gilsá í Saurbæjarhreppi, vk. á Sandhólum í Saurbæjarhreppi 1860, óg. Barnsfaðir: Sveinn Jónsson, f. 16. okt. 1825 á Mælifelli á Fremribyggð, d. 15. júlí 1896 á Skeggsstöðum, b. á Bergsstöðum. For.: Jón Pálsson b. í Breiðholti í Seltjarnarneshreppi 1835 og barnsm.h. Margrét Magnúsdóttir vk. í Húsey í Vallhólmi, síðar g. Hinrik Hinrikssyni pr. á Bergsstöðum. Barn: Sigríður, f. 21. jan. 1849 á Tunguhálsi, d. 1. des. 1851 á Þorbrandsstöðum í Langadal. – Fyrri kona Ásmundar, g. 2. okt. 1820, María Arnfinnsdóttir, f. 1780 (sk. 3. ágúst 1780) í Miðhúsum í Hrafnagilshreppi, d. 2. maí 1837 á Æsustöðum. For.: Arnfinnur Arason b. í Miðhúsum og k.h. Ásný Sigurðardóttir. María fermdist í Grundarþingum í Eyjafjarðarsýslu 1796. Hún var vinnukona á Finnastöðum í Hrafnagilshreppi 1796-1797, í Kristnesi í Hrafnagilshreppi -1800-1801, á Kroppi í Hrafnagilshreppi 1801-1804-, á Espihóli í Hrafnagilshreppi -1806-1807-, á Grund í Hrafnagilshreppi 1809-1815 og á Æsustöðum 1815-1820. Barnlaus. – Barnsfaðir Maríu: Jónas Jónsson, f. 1766 (sk. 17. ágúst 1766) í Brimnesi í Viðvíkursveit, d. 23. maí 1823 í Hrauni í Öxnadal, b. í Hrauni. For.: Jón Ólafsson b. í Gloppu í Öxnadal og s.k.h. Vigdís Jónsdóttir. Barn: Davíð, f. 30. júlí 1806 á Espihóli, d. 9. ágúst 1843 á Bakka í Öxnadal, vm. á Æsustöðum 1840, en síðast á Bakka, kv. Helgu Einarsdóttur.
(Íslenzkar æviskrár II, 348-349; Borgfirzkar æviskrár V, 45-46; Skagfirzkar æviskrár 1890-1910 I, 131-132; Saga frá Skagfirðingum II, 115 og 176; Ritsafn Eiðs Guðmundssonar á Þúfnavöllum I, 88-89 og II, 45; Húnavaka 1979, 112; Skiptab. Hún. 17. ágúst og 11. sept. 1856; Skiptab. Skag. 28. júlí 1828; Ábúendatal í Inn-Eyjafirði, 385-386, 647-650, 1442-1444, 1501-1502 og 1791-1794; Ættatölub. Bjarna Jóhannessonar, 1047-1048; Ættatölub. Jóns Espólíns, 2215 og 5267-5268; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 825 og 841; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 4932-4933).