Þ

Þórarinn Þorsteinsson.

hét búandi í Bólstaðarhlíðarhreppi -1648-1649-. Hann hyllti konung í Bólstaðarhlíð 24. maí 1649.

(Hyllingarskjöl 1649, 48).

Þorbergur Árnason.

F. um 1746 á Leifsstöðum, d. 1. júlí 1833 á Fjósum. For.: Árni Halldórsson b. á Fjósum og s.k.h. Steinunn Illugadóttir. Var hjá Halldóri bróður sínum á Fjósum 1762. Búlaus á Fjósum -1773-1774. Bóndi á Fjósum 1774-1825, í Rugludal 1825-1828 og á Fjósum aftur 1828 til æviloka. Þorbergur var stefnuvottur í Bólstaðarhlíðarhreppi. Hann var lágur meðalmaður á vöxt, ærið fóthvatur, óhlífinn í orðum og lét ekki hlut sinn. Þorbergur átti Fjós. Hann skrifaði undir verslunarkærubréf í Bólstaðarhlíð 20. sept. 1797. – Kona: Valgerður Kristín Rafnsdóttir, f. um 1779 á Hjaltabakka á Ásum, d. 26. febr. 1839 á Fjósum. For.: Rafn Jónsson pr. á Hjaltabakka og k.h. Kristín Eggertsdóttir. Valgerður fermdist í Hjaltabakkasókn 1794. Hún var hjá foreldrum sínum á Hjaltabakka 1801. Hún bjó ekkja á Fjósum 1833 til æviloka. Valgerður tók ljósmóðurpróf í Nesi við Seltjörn 20. nóv. 1819 og var skipuð ljósmóðir í Húnavatnssýslu 8. júní 1820. Tók hún á móti mörgum börnum og virðist hafa verið farsæl í því starfi. Barn: Árni, f. 6. des. 1806 á Fjósum, b. á Fjósum, kv. Guðbjörgu Magnúsdóttur.

(Íslenzkar æviskrár IV, 173; Ljósmæður á Íslandi I, 633; Húnvetningasaga II, 413-418 og 423-424; Húnaþing I, 492-495; Blanda IV, 81-90; Skiptab. Hún. 7. maí 1833; Ættatölub. Jóns Espólíns, 605 og 3595; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 340 og 342; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 306, 4004 og 4655).

Þorbjörg Pétursdóttir,

f. 20. ágúst 1837 í Teigakoti í Tungusveit, á lífi í Stokkhólma í Vallhólmi 1882. For.: Pétur Ólafsson b. í Teigakoti í Tungusveit og k.h. Guðbjörg Markúsdóttir. Var hjá móður sinni og stjúpa í Teigakoti 1845 og fermdist í Mælifellssókn í Skagafjarðarsýslu 1852. Vinnukona í Goðdölum í Vesturdal 1856-1858, í Fremri-Svartárdal í Svartárdal 1859-1862, á Hofstöðum í Hofstaðabyggð 1862-1863, í Axlarhaga í Blönduhlíð 1863-1864, á Flugumýri í Blönduhlíð 1864-1865, í Blöndudalshólum 1865-1868, á Sveinsstöðum í Tungusveit 1868-1871, í Ytri-Svartárdal í Svartárdal 1871-1872, á Vindheimum í Tungusveit 1872-1874 og á Gunnfríðarstöðum á Bakásum 1874-1875. Bústýra í Grundarkoti 1875-1876. Vinnukona á Neðri-Mýrum í Refasveit 1876-1877. Lausakona á Balaskarði á Laxárdal fremri 1877-1881. Vinnukona í Neðra-Lýtingsstaðakoti í Tungusveit 1881-1882 og í Stokkhólma 1882-1883. Hún er talin hafa farið vestur um haf. – Barnsfaðir: Björn Björnsson, f. 26. sept. 1829 á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð, d. 30. júní 1874 í Ytri-Svartárdal í Svartárdal, b. í Ytri-Svartárdal. For.: Björn Sveinsson b. í Skyttudal og k.h. Sigríður Björnsdóttir. Barn: Pétur, f. 28. des. 1872 á Vindheimum, b. í Teigakoti í Tungusveit, ókv. og bl.

Athugasemd: Pétur Björnsson var af sumum talinn launsonur Eiríks Jónssonar b. í Héraðsdal í Tungusveit.

(Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 II, 12-14, 79-82 og 238-239; Skagfirzkar æviskrár 1890-1910 I, 240-241 og IV, 48; Sjómenn og sauðabændur, 265-266; Saga frá Skagfirðingum II, 114 og 175; Misskipt er manna láni I, 149-194; Sagnablöð hin nýju, 75-82; Húnvetningur – Ársrit Húnvetningafélagsins á Akureyri 1960, 19-26; Skiptab. Skag. 9. apríl 1844; Skeggsstaðaætt – Handrit Björns Bjarnasonar á Brandsstöðum; Steinárætt – Handrit Péturs Sigurðssonar á Skeggsstöðum; Ættatölub. Jóns Espólíns, 3065, 3931, 3952 og 5619-5620; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 312-313 (innskotsblöð), 341, 574 og 832).

Þorbjörn Tómasson.

F. um 1690, á lífi í Sellandi 1746. Óvíst er um foreldra hans, en hann gæti hafa verið sonur Guðrúnar Þorbjörnsdóttur vk. í Vatnshlíð 1703. Tökupiltur í Vatnshlíð -1702-1703-. Bóndi á Barkarstöðum -1733-1735-, í Ytri-Mjóadal -1737-1738, á Skeggsstöðum 1738-1741- og í Sellandi -1744-1746-. Hann bjó í Sellandi til æviloka, en ekki er vitað hvenær hann dó. – Kona: Sigríður Illugadóttir, f. um 1691, á lífi á Eldjárnsstöðum í Blöndudal 1754. For.: Illugi Sigurðsson b. á Fossum og k.h. Margrét Þorsteinsdóttir. Sigríður var hjá foreldrum sínum á Fossum 1703. Hún bjó ekkja í Sellandi -1751-1753, en var búlaus á Eldjárnsstöðum 1753-1754. Barn: Egill, f. um 1727, b. í Gautsdal, kv. Önnu Sveinsdóttur. Ennfremur kann dóttir þeirra að hafa verið: Sigríður Þorbjörnsdóttir, f. um 1729, g. Jóni Eyjólfssyni b. á Kárastöðum á Bakásum.

(Feðraspor og fjörusprek, 125; Vorþeyr og vébönd, 214, 216 og 225; Ættatölub. Jóns Espólíns, 3373; Ættatölub. Jóns Magnússonar, 475; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 553; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 3680).

Þórður Eiríksson.

F. um 1666, á lífi í Syðra-Tungukoti 1703. For. ókunnir. Bóndi á Höllustöðum í Blöndudal -1701-1702 og í Syðra-Tungukoti 1702-1703-. – Kona: Guðrún Jónsdóttir, f. um 1662, á lífi í Syðra-Tungukoti 1703. Ókunnugt um börn.

Athugasemd: Þórður kynni að vera sami maður og bjó á Eiðsstöðum í Blöndudal -1699-1700- eða sami maður og bjó á Eldjárnsstöðum í Blöndudal -1699-1700-. Þá bjuggu menn með Þórðarnafni á báðum þessum bæjum, en föðurnöfn þeirra eru ekki tilgreind.

(Vorþeyr og vébönd, 229-230).

Þórður Jónsson.

F. nál. 1700, á lífi á Kirkjuskarði á Laxárdal fremri 1749. For. ókunnir. Bóndi í Kálfárdal -1733-1738 og á Kirkjuskarði 1738-1749. Þórður var dæmdur útlægur úr Norðlendingafjórðungi fyrir ítrekaðar legorðssakir. – Kona ókunn, á lífi á Kirkjuskarði 1745. Ókunnugt um börn. Barnsmóðir: Guðlaug Jónsdóttir, f. nál. 1715, á lífi í Engihlíðarhreppi 1745, vk. á Kirkjuskarði. For. ókunnir. Barneign Þórðar með Guðlaugu var önnur hórdómssök hans. Barn þeirra fæddist 1744 á Kirkjuskarði. Barnsmóðir: Guðrún Bjarnadóttir, f. nál. 1720, á lífi í Engihlíðarhreppi 1749, vk. á Kirkjuskarði. For. ókunnir. Barneign Þórðar með Guðrúnu var önnur frillulífissök hans, en þess á milli hafði hann átt tvö börn í hórdómi. Barn þeirra fæddist 16. sept. 1748 á Kirkjuskarði. Það dó samdægurs á sama stað. Þórður var ásamt Árna Þorsteinssyni orðaður við faðerni barns Ingibjargar Tómasdóttur, f. nál. 1705, vk. í Bólstaðarhlíð. For. ókunnir. Barnið fæddist 14. apríl 1736 í Bólstaðarhlíð. Þórður meðgekk barnið, en Árni sór fyrir.

Athugasemdir: 1) Hægt er að láta sér til hugar koma að Þórður kunni að hafa verið sonur Jóns Jónssonar b. í Neðri-Lækjardal í Refasveit 1703 og k.h. Aldísar Oddsdóttur. 2) Hægt er að láta sér til hugar koma að Ingibjörg Tómasdóttir kunni að hafa verið dóttir Tómasar Hallssonar b. á Skinnastöðum á Ásum 1703 og k.h. Guðrúnar Ámundadóttur.

(Dómab. Hún. 26. apríl 1736, 29. apríl 1745 og 28. apríl 1749).

Þórður Jónsson.

F. um 1760 á Lækjamóti í Víðidal, d. 19. febr. 1828 á Barkarstöðum. For.: Jón Hallsson b. á Lækjamóti og k.h. Þórunn Benediktsdóttir. Fermdur í Víðidalstungusókn 1775. Bóndi í Eyvindarstaðagerði 1797-1803 og á Kúfustöðum 1803-1821. Húsmaður á Fossum -1822-1823-. Vinnumaður á Barkarstöðum -1826 til æviloka. – Kona: Hólmfríður Bjarnadóttir, f. um 1763 á Steiná, d. 6. ágúst 1846 í Steinárgerði. For.: Bjarni Ólafsson b. á Fossum og k.h. Hólmfríður Jónsdóttir. Hólmfríður var vinnukona á Eiríksstöðum í Svartárdal -1785-1787-, í Hvammi í Svartárdal -1789-1790- og 1828-1830, en barnfóstra á Brún 1830-1831. Hún var húskona í Hvammi í Svartárdal 1833-1835, á Sveinsstöðum í Tungusveit 1835-1836 og í Hvammi aftur 1836-1837, en í skjóli Helgu dóttur sinnar í Steinárgerði 1840-1841 og í skjóli Péturs sonar síns á Brúnastöðum í Tungusveit 1841-1843. Hún var tökukona í Hvammi 1843-1846, en síðast í skjóli Helgu dóttur sinnar í Steinárgerði. Börn: Helga, f. um 1793 í Bólstaðarhlíð, g. Kráki Jónssyni b. í Steinárgerði, átti áður dóttur með Finni Finnssyni b. á Hafsteinsstöðum í Staðarhreppi og son með Guðmundi Eyjólfssyni ráðsm. á Barkarstöðum. Guðmundur, f. um 1795 í Eyvindarstaðagerði, d. 5. ágúst 1854 á Kagaðarhóli á Ásum, vm. í Rugludal 1835, ókv. Hólmfríður, f. um 1797 í Eyvindarstaðagerði, g. Árna Guðmundssyni b. og smið í Hafursstaðakoti á Skagaströnd, átti áður dóttur með Bjarna Gíslasyni b. á Stóru-Mörk. Jón, f. um 1798 í Eyvindarstaðagerði, d. 14. júní 1840 í Hausastaðakoti á Álftanesi, vm. á Fjósum 1835, ókv. Sigurlaug, f. um 1799 í Eyvindarstaðagerði, g. Jóni Rafnssyni b. í Rugludal, átti áður dætur með Ásmundi Þorleifssyni b. í Móbergsseli í Litla-Vatnsskarði og Árna Sigurðssyni b. á Torfustöðum, eina með hvorum. Sólrún, f. um 1802 í Eyvindarstaðagerði, g. Birni Hannessyni b. á Rútsstöðum í Svínadal, átti áður dóttur með Sigurði Sigurðssyni b. á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Þórður, f. um 1804 á Kúfustöðum, b. í Ljótshólum í Svínadal, kv. Valgerði Guðmundsdóttur. Pétur, f. um 1808 á Kúfustöðum, b. lengst í Hvammi í Svartárdal, en síðast í Barkarstaðagerði, kv. Aðalbjörgu Guðmundsdóttur, átti áður tvö börn með Ingibjörgu Sigurðardóttur. Guðbjörg. (Ættatölub. Jóns Espólíns, 3929). Árið 1803 eru Þórður og Hólmfríður sögð eiga 8 börn.

(Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 II, 5-6, 42-44, 55-57, 124-126 og 243-244 og V, 5-6; Frændgarður I, 270-277, 278-284 og 296-297; Feðraspor og fjörusprek, 53-54; Hlynir og hreggviðir, 26; Vorþeyr og vébönd, 222; Húnavaka 1969, 58-59 og 1976, 90-91; Norðri 1860 (nr. 1 og 2), 7; Sýsluskj. Hún. XV, 4, 25. júní 1802 (dánarbú Bjarna Ólafssonar á Fossum); Skiptab. Hún. 29. apríl 1858 og 30. des. 1884; Skiptab. Skag. 27. maí 1841; Steinárætt – Handrit Péturs Sigurðssonar á Skeggsstöðum; Ættatölub. Jóns Espólíns, 3929; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 37 og 342; Ættatölub. Sighvats Grímssonar Borgfirðings, 1363).

Þórður Magnússon.

F. nál. 1550, á lífi 1591. For.: Magnús Gunnsteinsson b. á Strjúgsstöðum og k.h. Halldóra Þórðardóttir. Bóndi á Strjúgsstöðum nál. 1585. Þórður var listilega hagmæltur og eitt af öndvegisskáldum sinnar tíðar. Hann var haldinn kraftaskáld og kemur nokkuð við þjóðsögur. Þórður varð holdsveikur. – Kona: 1574, Ragnhildur Einarsdóttir, f. nál. 1550. For.: Einar Bessason b. á Auðólfsstöðum. – Börn: Oddur, f. nál. 1580, skáld á Norðurlandi. Rannveig, f. nál. 1580, skáld á Norðurlandi.

(Íslenzkar æviskrár IV, 23 og 175 og V, 107; Rímnatal II, 144; Lögréttumannatal, 269-270 og 369; Menn og menntir IV, 578-588; Syrpa úr handritum Gísla Konráðssonar I, 114-120; Þjóðsögur Jóns Árnasonar I, 452-453; Föðurtún, 84).

Þórður Þórðarson.

F. um 1661, á lífi á Botnastöðum 1703. For. ókunnir. Bóndi á Botnastöðum -1701-1703-. – Kona: Guðný Eiríksdóttir, f. um 1663, á lífi á Steiná 1708. Óvíst er um foreldra hennar, en hún var systir Kristínar Eiríksdóttur k. Bjarna Jónssonar b. í Hvammi í Svartárdal. Þær gætu hafa verið dætur Eiríks Jónssonar b. í Bólstaðarhlíðarhreppi og k.h. Valgerðar Tómasdóttur. Guðný bjó ekkja á Steiná -1708-. Börn: Helga, f. um 1696, var hjá foreldrum sínum á Botnastöðum 1703. Jón, f. um 1700, var hjá foreldrum sínum á Botnastöðum 1703. Eiríkur, f. um 1701, b. í Litladalskoti á Sléttárdal, átti barn með Guðríði Bjarnadóttur húsmóður í Hvammi í Svartárdal, þau systrabörn. Ólafur, f. um 1702, var hjá foreldrum sínum á Botnastöðum 1703.

(Vorþeyr og vébönd, 215; Dómab. Hún. 9. maí 1733; Lbs. 86, 4to, 30. mars 1731 (hjúskaparleyfi Eiríks Þórðarsonar og Guðríðar Bjarnadóttur).

Þórey Auðunsdóttir.

F. 7. febr. 1790 á Hlein í Eyrarsveit, d. 15. febr. 1851 í Skagafjarðarsýslu. For.: Auðun Jónsson b. í Kallshúsum í Eyrarsveit og k.h. Ingibjörg Ólafsdóttir. Var á sveitarframfæri á Hálsi í Eyrarsveit 1801 og fermdist í Setbergssókn í Snæfellsnessýslu 1805. Vinnukona á Furubrekku í Staðarsveit 1814-1816-, í Stykkishólmi -1820-1821, á Höskuldsstöðum á Skagaströnd 1821-1822, í Geldingaholti í Seyluhreppi 1822-1823, á Sævarlandi í Laxárdal ytri 1823-1824, á Ytri-Kárastöðum á Vatnsnesi 1824-1826, á Syðri-Völlum á Vatnsnesi 1826-1829, á Ánastöðum á Vatnsnesi 1829-1830, í Skálholtsvík í Hrútafirði 1830-1833, á Þóreyjarnúpi í Línakradal 1833-1835, á Stóru-Giljá í Þingi 1835-1836, á Stóru-Mörk 1836-1837, á Syðri-Löngumýri í Blöndudal 1837-1838, á Svínavatni í Svínavatnshreppi 1838-1839, á Marðarnúpi í Vatnsdal 1839-1840, í Litladal í Svínavatnshreppi 1840-1841-, á Höllustöðum í Blöndudal -1842-1843, í Finnstungu 1843-1846, á Kárastöðum á Bakásum 1846-1848 og í Finnstungu aftur 1848-1849. Húskona í Selhaga 1849 til æviloka. Þórey varð úti á Reykjaskarði. Ógift og barnlaus.

(Annáll nítjándu aldar III, 319; Skiptab. Hún. 21. júní 1834 og 12. ágúst 1851; Lbs. 1301, 4to (Aldafarsbók Gunnlaugs Jónssonar), 196; Ættatölub. Jóns Espólíns, 5638-5639; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 678; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 4341).

Þorgerður Eiríksdóttir.

F. um 1649, á lífi í Finnstungu 1703. For.: Eiríkur Halldórsson b. í Kelduvík á Skaga og k.h. Jarþrúður Halldórsdóttir. Húsmóðir í Ketu á Skaga nál. 1690, en bjó ekkja á Botnastöðum -1699-1700- og í Finnstungu -1701-1703-. Maður: Hrómundur Bjarnason, f. nál. 1645, á lífi í Skefilsstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu 1692, b. í Ketu. For. ókunnir. Fjármunir voru teknir upp á heimili þeirra hjóna árið 1692 og spratt af því málarekstur. Börn: Bjarni, f. um 1673, var hjá móður sinni í Finnstungu 1703. Eiríkur, f. um 1674, b. í Skyttudal, kv. Ingibjörgu Bjarnadóttur. Þuríður, f. um 1676, var hjá móður sinni í Finnstungu 1703, óg., en átti 1706 eða 1707 barn með Sigurði Jónssyni. Jarþrúður, f. um 1677, g. Sveini Gunnlaugssyni b. í Finnstungu. Ennfremur kann sonur þeirra að hafa verið: Jón Hrómundsson, f. um 1668, vm. á Hrauni á Skaga 1703.

(Alþingisb. VIII, 424-425; Ættatölub. Jóns Espólíns, 5341-5342 og 6851-6852; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 186).

Þorgrímur Arnórsson.

F. 5. ágúst 1809 á Bergsstöðum, d. 27. des. 1868 í Þingmúla í Skriðdal. For.: Arnór Árnason pr. á Bergsstöðum og k.h. Margrét Björnsdóttir. Var hjá foreldrum sínum á Bergsstöðum 1816 og fermdist í Bólstaðarhlíðarsókn 1824. Nam undir skóla hjá Gunnlaugi Oddssyni Oddsen dómkirkjupresti í Reykjavík. Lærði í Bessastaðaskóla og varð stúdent þaðan með meðalvitnisburði 1837. Vígðist 1. apríl 1838 aðstoðarprestur föðurbróður síns séra Magnúsar Árnasonar í Steinnesi í Þingi. Bóndi í Steinnesi 1838-1839, á Bergsstöðum 1839-1840, í Efra-Ási í Hjaltadal 1840-1841, í Húsavík á Tjörnesi 1841-1848, í Hofteigi á Jökuldal 1848-1864 og í Þingmúla 1864 til æviloka. Hann var aðstoðarprestur í Þingeyraklaustursprestakalli 1838 og þjónaði kallinu fram á árið 1839, jafnframt því að hann þjónaði Undirfellsprestakalli 1838-1839. Aðstoðarprestur í Bergsstaðaprestakalli 1839 og þjónaði kallinu fram á árið 1840. Aðstoðarprestur í Hólaprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi 1840-1841, en sóknarprestur í Húsavíkurprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi 1840-1848, í Hofteigsprestakalli í Múlaprófastsdæmi 1848-1864 og í Þingmúlaprestakalli í Múlaprófastsdæmi 1864 til æviloka. Séra Þorgrímur var hár vexti og fremur grannvaxinn, toginleitur og fölleitur, smáfallinn í andliti, dökkur á hár og fremur þykkhærður, hraustur til burða og þótti eigi hófsmaður til víns og ásta. Hann var röskur og hvatlegur í framgöngu, glaðlyndur og gestrisinn, höfðinglyndur og hjálpsamur. Séra Þorgrímur var ekki mikill námsmaður, en góður kennimaður, röggsamur og skyldurækinn, ágætur búmaður og efnaðist vel. Hann lét mjög til sín taka allar þarfir bænda og sveitarinnar og var virtur og vel látinn af sóknarbörnum sínum. – Kona, g. 3. júlí 1838, Guðríður Pétursdóttir, f. 8. jan. 1812 í Skildinganesi í Skerjafirði, d. 5. nóv. 1889 á Hjaltabakka á Ásum. For.: Pétur Guðmundsson b. og skipasmiður í Engey á Kollafirði og k.h. Ólöf Snorradóttir. Guðríður fermdist í Seltjarnarnesþingum í Gullbringusýslu 1825. Hún bjó ekkja í Þingmúla 1868-1869 og hafði jafnframt bú á Borg í Skriðdal 1868-1869. Hún bjó ekkja á Ormarsstöðum í Fellum 1869-1871, en var í skjóli Hansínu dóttur sinnar í Hofteigi 1871-1880, á Hjaltabakka 1880-1882, í Steinnesi 1882-1883, í Hnausum í Þingi 1883-1886, í Steinnesi aftur 1886-1887 og á Hjaltabakka aftur 1887 til æviloka. Guðríður var mikil búsýslukona og mjög samhent bónda sínum. Börn: Elín Margrét, f. 5. júlí 1839 á Bergsstöðum, g. Kristjáni Jóhannssyni Kröyer b. og smið á Hvanná á Jökuldal. Ólöf Anna, f. 5. apríl 1841 í Húsavík, d. 9. maí 1841 á sama stað. Benedikt Pétur, f. 21. apríl 1842 í Húsavík, d. 8. okt. 1864 á Hvanná, söðlasmiður á Hvanná, ókv. Jón Þórarinn, f. 28. júlí 1843 í Húsavík, d. 15. ágúst 1843 á sama stað. Anna Sigríður, f. 4. mars 1845 í Húsavík, d. 3. apríl 1860 í Hofteigi. Hansína Sigurbjörg, f. 10. apríl 1847 í Húsavík, g. Þorvaldi Ásgeirssyni pr. á Hjaltabakka, þau þremenningar. Jónína Hildur, f. 8. júní 1848 í Húsavík, d. 8. sept. 1868 í Þingmúla, heimasæta í Þingmúla, óg. Jón Þórarinn, f. 13. ágúst 1849 í Hofteigi, d. 27. febr. 1872 á sama stað, stúdent í Hofteigi, ókv. Þórunn Ingibjörg, f. 18. júní 1851 í Hofteigi, d. 29. mars 1868 í Þingmúla. Guðrún Aðalbjörg, f. 12. sept. 1852 í Hofteigi, d. 13. apríl 1860 á sama stað.

(Íslenzkar æviskrár I, 81-82 og V, 135 og 237-238; Engeyjarætt, 1 og 134-258; Niðjatal Þorvalds Böðvarssonar prests í Holti undir Eyjafjöllum og Björns Jónssonar prests í Bólstaðarhlíð, 41-42, 51 og 52-54; Ættir Austfirðinga, 262-263 og 340; Annáll nítjándu aldar III, 372; Æfir lærðra manna (þáttur Þorgríms Arnórssonar í Þingmúla); Prestaæfir Sighvats Grímssonar Borgfirðings (þáttur Þorgríms Arnórssonar í Þingmúla); Ættatölub. Jóns Espólíns, 335 og 3916; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 385, 386 (innskotsblað) og 534; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 4796, 5207-5208 og 5886-5887).

Þorkell Björnsson.

F. um 1681, á lífi í Bólstaðarhlíðarhreppi 1729. For.: Björn Þorleifsson b. og lögsagnari á Guðlaugsstöðum í Blöndudal og k.h. Ólöf Sigurðardóttir. Bóndi á Eyvindarstöðum -1711-1729-. Hann bjó á Eyvindarstöðum til æviloka, en ekki er vitað hvenær hann dó. Hann er kenndur við Brokey. (Magnús Ketilsson III, 441-442). – Kona, ls. 1709 eða 1710 / kl. 5. apríl 1710, Guðríður Jónsdóttir, f. um 1681, á lífi á Eyvindarstöðum 1746, ekkja Árna Guðmundssonar b. á Eyvindarstöðum. For.: Jón Þorleifsson b. á Eyvindarstöðum og k.h. Guðrún Árnadóttir. Hún bjó ekkja á Eyvindarstöðum -1734-1746-. Þorkell og Guðríður voru hálfbræðrabörn. Börn: Björg, f. um 1714, g. Sveini Jónssyni b. í Finnstungu. Þorleifur, f. um 1715, b. í Eiríksstaðakoti, kv. Margréti Jónsdóttur, átti einnig barn með Þorbjörgu Bjarnadóttur. Sigríður, f. um 1716, g. Þorláki Gíslasyni b. í Valadal á Skörðum 1762, en síðar í Kolgröf á Efribyggð. Jón, f. um 1722, b. í Kolgröf 1762, en síðar á Nautabúi á Neðribyggð, kv. Rósu Ólafsdóttur. Málfríður, f. um 1723, g. Símoni Egilssyni b. í Finnstungu. Guðmundur, f. nál. 1715, b. á Svertingsstöðum í Miðfirði, kv. Ingunni Steingrímsdóttur. Ennfremur kunna dætur þeirra að hafa verið: Elín Þorkelsdóttir, f. um 1718, d. 1780 (gr. 4. des. 1780) á Nautabúi á Neðribyggð. Sesselja Þorkelsdóttir, f. nál. 1715, g. Jóni Grímssyni b. á Gunnfríðarstöðum á Bakásum.

Athugasemdir: 1) Guðríður gæti hafa verið í skjóli Sigríðar dóttur sinnar í Valadal 1762. Þá var þar til heimilis 82 ára gömul kona, en nafn hennar er ekki tilgreint. 2) Björg Þorkelsdóttir, dóttir Þorkels og Guðríðar, er talin 48 ára í Manntali á Íslandi 1762, en 67 ára við andlát 1784 í Prestsþjónustubók Blöndudalshólaprestakalls.

(Frændgarður I, 295; Saga Skagstrendinga og Skagamanna, 28; Feðraspor og fjörusprek, 44; Hlynir og hreggviðir, 15-21; Húnavaka 1979, 115-116; Magnús Ketilsson III, 441-442; JS. 597, 4to; Ættatölub. Jóns Espólíns, 606-607, 1177-1178 og 1843-1845; Ættatölub. Jóns Magnússonar, 458 og 502; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 36 og 479; Ættatölub. Sighvats Grímssonar Borgfirðings, 636-639; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 2091 og 3677).

Þorkell Jónsson.

F. 18. des. 1785 í Austari-Krókum í Fnjóskadal, d. 16. júlí 1846 á Brún. For.: Jón Þorkelsson b. í Austari-Krókum og k.h. Guðrún Sigurðardóttir. Fermdur í Hálssókn í Þingeyjarsýslu 1798. Var hjá foreldrum sínum í Austari-Krókum 1801. Bóndi á Björnólfsstöðum í Langadal 1812-1813, á Neðra-Skúfi í Norðurárdal 1813-1818, á Skeggsstöðum 1818-1825, á Fjósum 1825-1826 og á Skeggsstöðum aftur 1826-1836. Hann var í skjóli Guðrúnar dóttur sinnar á Skeggsstöðum 1836-1837 og á Brún 1837 til æviloka. – Kona: Rósa Bjarnadóttir, f. um 1783 í Köldukinn á Ásum, d. 29. okt. 1841 í Syðra-Tungukoti. For.: Bjarni Einarsson b. á Skeggsstöðum og k.h. Guðrún Jónsdóttir. Rósa var hjá foreldrum sínum á Torfustöðum 1801. Hún var í skjóli Guðrúnar dóttur sinnar á Skeggsstöðum 1836-1837 og á Brún 1837-1841, en síðast í skjóli Halldórs sonar síns í Syðra-Tungukoti. Börn: Jón, f. um 1811 á Skeggsstöðum, var hjá foreldrum sínum á Skeggsstöðum 1823. Hann var heyrnarlaus og mállaus. Guðrún, f. um 1814 á Neðra-Skúfi, g. Jóni Sigurðssyni b. á Brún, átti áður son með Þorsteini Gíslasyni b. í Kóngsgarði. Sigurður, f. 15. nóv. 1818 á Skeggsstöðum, d. 16. jan. 1826 á Fjósum. – Barnsfaðir Rósu: Jónas Björnsson, f. 1780 á Reykjum á Reykjaströnd, d. 10. febr. 1863 í Syðra-Tungukoti, b. á Botnastöðum. For.: Björn Jónsson lausam. á Daðastöðum á Reykjaströnd og barnsm.h. Ingibjörg Jónsdóttir heimasæta á Reykjum. Barn: Halldór, f. 11. júlí 1810 á Skeggsstöðum, b. í Syðra-Tungukoti, kv. fyrst Oddnýju Halldórsdóttur, svo Sigríði Gísladóttur, síðast Unu Jóhannesdóttur.

Athugasemd: Hægt er að láta sér til hugar koma að sonur Þorkels kunni að hafa verið: Þorlákur Þorkelsson, f. um 1814, d. 7. sept. 1820 á Skeggsstöðum.

(Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 II, 184-186 og 298-301; Húnvetningasaga II, 624 og 635; Feðraspor og fjörusprek, 138; Þjóðsögur Jóns Árnasonar III, 13; Húnavaka 1977, 80; Landsyfirréttardómar II, 24-26 og 53-56; Dómab. Hún. 29. mars 1815; Ættatölub. Bjarna Jóhannessonar, 510 og 708; Ættatölub. Jóns Espólíns, 1542, 3370, 3373 og 4353; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 312-313 (innskotsblöð), 482, 505 og 553; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 3680, 4516 og 5061).

Þorkell Jónsson.

F. 17. apríl 1794 í Fitjakoti á Kjalarnesi, d. 19. febr. 1839 á Suðurnesjum í Gullbringusýslu. For.: Jón Þorkelsson b. og hreppstj. í Álfsnesi á Kjalarnesi og k.h. Salvör Ívarsdóttir. Var í fóstri hjá móðurforeldrum sínum í Kollafirði á Kjalarnesi 1801 og fermdist í Mosfellsprestakalli í Kjósarsýslu 1807. Vinnumaður á Skeggsstöðum -1816-1818. Bóndi á Skeggsstöðum 1818-1820. Húsmaður á Botnastöðum 1820-1821-. Bóndi í Lambhaga í Mosfellssveit -1822-1832 og í Halakoti á Vatnsleysuströnd 1832 til æviloka, ,,skynsamur og vel að sér, í mörgu valmenni”, ritar prestur í kirkjubók við greftrun hans. Þorkell var hreppstjóri í Mosfellshreppi í Kjósarsýslu. Hann andaðist á ferð milli Keflavíkur og Ytri-Njarðvíkur í foráttu veðri. – Kona, g. 19. okt. 1817, Þórunn Egilsdóttir, f. 7. apríl 1790 í Holti á Ásum, d. 29. okt. 1850 í Hrólfsskála á Seltjarnarnesi. For.: Egill Einarsson b. í Holti á Ásum og k.h. Gróa Jónsdóttir. Þórunn var fóstruð af föðurbróður sínum Bjarna Einarssyni og móðursystur sinni Guðrúnu Jónsdóttur á Torfustöðum og á Skeggsstöðum. Eftir lát Þorkels giftist hún Guðmundi Eilífssyni húsmanni í Hrólfsskála. Hún var í húsmennsku með seinni manni sínum í Hrólfsskála 1840 til æviloka. Börn: Solveig, f. 25. sept. 1817 á Skeggsstöðum, g. fyrr Guðmundi Árnasyni b. á Hafurbjarnarstöðum á Miðnesi, síðar Snorra Halldórssyni b. á Þóroddsstöðum á Miðnesi. Salvör, f. 4. okt. 1819 á Skeggsstöðum. Jón, f. 28. sept. 1820 á Botnastöðum, b. í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd, kv. Guðrúnu Eyjólfsdóttur. Barnsmóðir: Guðríður Ingjaldsdóttir, f. 8. apríl 1802 í Króki í Grafningi, d. 20. apríl 1870 í Hlöðunesi á Vatnsleysuströnd, vk. á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd. For.: Ingjaldur Sigurðsson b. í Króki og s.k.h. Borghildur Guðbrandsdóttir. Guðríður giftist síðar Guðmundi Jónssyni b. í Hvassahraunskoti á Vatnsleysuströnd 1845. Barn: Sigurbjörg, f. 19. ágúst 1833 á Brunnastöðum, d. 11. júlí 1862 á Hvítárvöllum í Andakíl, síðast vk. á Hvítárvöllum, óg. – Seinni maður Þórunnar, g. 13. nóv. 1840, Guðmundur Eilífsson, f. 18. sept. 1806 á Úlfarsfelli í Mosfellssveit, d. 30. maí 1862 í Flekkuvík, húsmaður í Hrólfsskála -1840-1851. For.: Eilífur Þorkelsson b. á Úlfarsfelli og k.h. Steinunn Einarsdóttir. Guðmundur var á sveitarframfæri í Suður-Gröf í Mosfellssveit 1822 og fermdist í Mosfellsprestakalli 1824. Hann var vinnumaður í Suður-Gröf -1830-1833 og í Hrólfsskála 1833-1836-. Guðmundur var vinnumaður í Hrólfsskála aftur 1853-1854 og í Ráðagerði á Seltjarnarnesi 1854-1855, en húsmaður á Bakka á Seltjarnarnesi 1858-1861. Barnlaus. – Barnsmóðir Guðmundar: Sigríður Björnsdóttir, f. 20. des. 1790 á Jarðbrú í Svarfaðardal, á lífi í Þerney á Kollafirði 1845, vk. í Hvammi í Kjós. For.: Björn Magnússon b. á Jarðbrú og 1.k.h. Sigríður Helgadóttir. Sigríður var í fóstri í Brautarhóli í Svarfaðardal 1801. Hún var vinnukona á Neðra-Hálsi í Kjós 1835. Barn: Magnús, f. 10. júlí 1830 í Hvammi, b. í Elivogum á Langholti, kv. Steinunni Arngrímsdóttur.

Athugasemd: Hægt er að láta sér til hugar koma að sonur Þorkels kunni að hafa verið: Þorlákur Þorkelsson, f. um 1814, d. 7. sept. 1820 á Skeggsstöðum.

(Frá Hvanndölum til Úlfsdala III, 927-928; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 IV, 233-234; Svarfdælingar II, 194-195; Skiptab. Gullbr. og Kjós. 12. okt. 1819; Ættatölub. Jóns Espólíns, 520, 6525 og 6732; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 312-313 (innskotsblöð), 453-454 og 790-791; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 279, 3900, 4733 og 4839-4840).

Þorkell Þorleifsson.

F. um 1743, d. 1775 eða 1776. For.: Þorleifur Þorkelsson b. í Eiríksstaðakoti og k.h. Margrét Jónsdóttir. Var hjá foreldrum sínum í Eiríksstaðakoti 1762. Ráðsmaður hjá móður sinni á sama stað -1773 til æviloka. – Kona, g. 1770, Ingiríður Jónsdóttir, f. 1744 á Skeggsstöðum, d. 6. des. 1823 í Kálfárdal. For.: Jón Jónsson b. á Skeggsstöðum og k.h. Björg Jónsdóttir. Ingiríður var hjá foreldrum sínum á Skeggsstöðum 1762. Hún bjó ekkja í Eiríksstaðakoti 1775-1777, en giftist þá Jóni Jónssyni b. í Eiríksstaðakoti. Börn: Þorleifur, f. 1771 í Eiríksstaðakoti, b. og hreppstj. í Stóradal í Svínavatnshreppi, kv. Ingibjörgu Guðmundsdóttur, þau systkinabörn. Margrét, f. 1772 í Eiríksstaðakoti, g. Jónatan Jónssyni b. í Eyvindarstaðagerði. Björg, f. 1773, g. Birni Árnasyni b. í Kálfárdal. Ingiríður, f. 1774 í Eiríksstaðakoti, g. Páli Ásmundssyni b. á Þröm á Langholti. Hún fermdist í Bergsstaðaprestakalli 1790, þá sögð 15 ára.

(Íslenzkar æviskrár V, 527-528; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 IV, 174-175 og 176-177; Ættir Þingeyinga II, 286-287; Húnvetningasaga II, 358-359; Búsæld og barningur, 146; Hlynir og hreggviðir, 9-57; Svipir og sagnir, 98-102; Húnavaka 1978, 60-65; Biskupsskjalasafn B VII; Ábúendatal í Staðarhreppi – Handrit Jóns Sigurðssonar á Reynistað, 272; Skeggsstaðaætt – Handrit Björns Bjarnasonar á Brandsstöðum; Ættatölub. Jóns Espólíns, 1178 og 4762; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 36 og 335; Ættatölub. Sighvats Grímssonar Borgfirðings, 636-637 og 2434).

Þorkell Þorsteinsson.

F. 17. júlí 1824 í Miklabæjarsókn í Óslandshlíð, dr. 14. júlí 1859 á Skagafirði. For.: Þorsteinn Ásgrímsson b. á Spáná í Unadal og k.h. Sigríður Styrbjörnsdóttir. Var hjá foreldrum sínum í Svínavallakoti í Unadal 1835 og fermdist í Hofssókn í Skagafjarðarsýslu 1839. Bóndi á Gvendarstöðum á Staðarfjöllum 1844-1851 og á Skeggsstöðum 1851-1859, en síðast á Barkarstöðum. Þorkell sótti sjó og var formaður við Drangey. Hann fórst ásamt hluta af áhöfn sinni þegar skipi hans hvolfdi á siglingu frá Sauðárkróki til Drangeyjar. Við húsvitjun í Reynistaðarsókn 1845 er Þorkell sagður ráðvandur og í betra lagi gáfaður. – Kona, g. 1844 eða 1845, Björg Pétursdóttir, f. um 1815 á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð, d. 25. apríl 1887 á Barkarstöðum, ekkja Steins Jónssonar b. á Gvendarstöðum. For.: Pétur Arngrímsson b. á Geirmundarstöðum og k.h. Björg Árnadóttir. Björg var hjá foreldrum sínum á Geirmundarstöðum 1827. Hún bjó ekkja á Gvendarstöðum 1843-1845 milli manna. Hún bjó ekkja á Barkarstöðum 1859-1865 og í Barkarstaðagerði 1865-1866, en var í húsmennsku hjá Steini syni sínum á sama stað 1866-1868 og hjá Þorkeli syni sínum á sama stað 1868-1870. Bústýra hjá Þorkeli syni sínum í Barkarstaðagerði 1870-1871 og á Barkarstöðum 1871-1872, en var talin fyrir búi á Barkarstöðum 1872-1873. Húskona á sama stað 1873-1877, en var bústýra hjá Einari syni sínum á sama stað 1877-1882. Hún var húskona hjá Þorkeli syni sínum á Barkarstöðum 1882-1884 og síðan í skjóli hans á sama stað til æviloka. Við húsvitjun í Reynistaðarsókn 1836 er Björg sögð ráðvönd og allvel gáfuð. Börn: Guðmundur, f. 12. ágúst 1846 í Reynistaðarsókn, b. á Torfustöðum, kv. Guðrúnu Einarsdóttur. Þorkell, f. 21. ágúst 1847 á Gvendarstöðum, b. á Barkarstöðum, kv. Engilráð Sigurðardóttur, átti áður dóttur með Guðrúnu Sigurðardóttur. Sigríður, f. 4. des. 1848 á Gvendarstöðum, g. Erlendi Einarssyni b. á Fremstagili í Langadal. Margrét Ingibjörg, f. 5. maí 1850 í Reynistaðarsókn, d. 3. mars 1869 í Brekkukoti á Efribyggð, síðast vk. í Brekkukoti. Árni Ásgrímur, f. 17. des. 1852 á Skeggsstöðum, b. og hreppstj. á Geitaskarði í Langadal, kv. Hildi Solveigu Sveinsdóttur. Einar, f. 10. maí 1854 á Skeggsstöðum, b. á Barkarstöðum, kv. Sigurlaugu Kristjönu Pétursdóttur. drengur, f. 22. maí 1855 á Skeggsstöðum, d. 22. maí 1855 á sama stað. Þorsteinn, f. 5. júní 1856 á Skeggsstöðum, d. 28. apríl 1858 á sama stað. Sigvaldi, f. 6. jan. 1858 á Skeggsstöðum, b. á Hrafnabjörgum í Svínadal, kv. Guðrúnu Guðmundsdóttur, bjó síðar með Jónínu Guðrúnu Jósafatsdóttur. – Fyrri maður Bjargar, g. 1834, Steinn Jónsson, f. um 1806, d. 8. ágúst 1843 á Gvendarstöðum, b. á Gvendarstöðum 1833 til æviloka. For.: Jón Þorleifsson b. á Hjaltabakka á Ásum 1801, en síðar á Gvendarstöðum, og k.h. Sigríður Guðmundsdóttir. Steinn var hjá föður sínum á Gvendarstöðum 1827 og stóð fyrir dánarbúi hans á sama stað ásamt Sesselju Jónsdóttur 1832-1833. Við húsvitjun í Reynistaðarsókn 1836 er hann sagður ráðvandur og sæmilega gáfaður. Börn: Guðrún Sesselja, f. 15. okt. 1834 í Reynistaðarsókn, g. Jóni Jónssyni b. í Miklagarði á Langholti. Björg, f. 1835 eða 1836, d. 28. maí 1837 á Gvendarstöðum. Steinn, f. 18. apríl 1838 í Reynistaðarsókn, b. í Barkarstaðagerði, kv. Sigríði Pétursdóttur. Björg, f. 21. apríl 1840 í Reynistaðarsókn, húsk. í Holtsmúla á Langholti 1880, óg. Jón, f. 1841, d. 20. nóv. 1841 á Gvendarstöðum. Pétur, f. 19. des. 1842 í Reynistaðarsókn, dr. 14. júlí 1859 á Skagafirði, síðast vm. á Barkarstöðum.

(Íslenzkar æviskrár I, 75-76; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 I, 249-250 og II, 305-307; Skagfirzkar æviskrár 1890-1910 II, 163-164; Bollagarðaætt, 33-35 og 40-80; Fremra-Hálsætt II, 38-42; Saga frá Skagfirðingum III, 148-149 og 177; Saga Sauðárkróks I, 158-159; Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði, 14-15; Föðurtún, 121-122; Skagfirðingabók 1966, 100-101; Lögberg 24. maí 1917; Skiptab. Hún. 18. febr. 1856; Skiptab. Skag. 26. nóv. 1844; Ábúendatal í Staðarhreppi – Handrit Jóns Sigurðssonar á Reynistað, 79 og 289-292; Skeggsstaðaætt – Handrit Björns Bjarnasonar á Brandsstöðum; Steinárætt – Handrit Péturs Sigurðssonar á Skeggsstöðum; Ættatölub. Jóns Espólíns, 1817, 2135-2136, 4022, 4761 og 5991-5992; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 335).

Þorlákur Jónsson.

F. um 1681, á lífi í Viðvíkurþingsókn í Skagafjarðarsýslu 1749. For.: Jón Sigurðsson b. og skáld á Veðramóti í Gönguskörðum og f.k.h. Halldóra Ísleifsdóttir. Var hjá föður sínum á Veðramóti 1703. Bóndi í Bólstaðarhlíðarhreppi -1719-1721 og í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit -1734-1749-. Hann bjó í Ásgeirsbrekku til æviloka, en ekki er vitað hvenær hann dó. Hann var hreppstjóri í Viðvíkurþingsókn -1727-1749-. Frá Þorláki er rakin Ásgeirsbrekkuætt. – Fyrri kona: Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. um 1690. For.: Guðmundur Steingrímsson b. á Auðólfsstöðum og k.h. Guðrún Grettisdóttir. Ingibjörg var hjá foreldrum sínum á Auðólfsstöðum 1703. Börn: Sigurður, f. um 1712, b. á Gunnsteinsstöðum, kv. Elínu Sigmundsdóttur. Gísli, f. um 1713, b. í Ásgeirsbrekku, kv. Sigríði Ásgrímsdóttur, stjúpsystur sinni. Jón, f. um 1714, dr. 4. jan. 1736 í Héraðsvötnum í Skagafjarðarsýslu, vm. í Ásgeirsbrekku. Halldóra, f. um 1719, g. Hallgrími Jónssyni b. og smið í Kasthvammi í Laxárdal. Sigríður, f. um 1723, g. Ólafi Jónssyni b. og skáldi í Þverbrekku í Öxnadal. Margrét, f. 1725, g. Grími Loftssyni b. í Ási í Vatnsdal. Steinunn, f. um 1731, d. 1758 (gr. 26. febr. 1758) í Ásgeirsbrekku, vk. í Ásgeirsbrekku. Andrés, f. nál. 1715, dó ungur, Gunnar, f. nál. 1715, húsmaður á Bergsstöðum 1741, faðir Ingibjargar Gunnarsdóttur k. Þorsteins Jónssonar pr. á Skinnastað í Öxarfirði. Þorlákur, f. nál. 1715, b. á Litlu-Mörk, kv. Guðríði nokkurri, átti síðar son með Guðrúnu Þórðardóttur, var 1738 kennt barn af Valgerði Steinsdóttur. Ingibjörg. (Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 76). Alls áttu Þorlákur og Ingibjörg 12 börn. Seinni kona: Herdís Jónsdóttir, f. 1703 á Sauðá í Borgarsveit, á lífi í Ásgeirsbrekku 1753, ekkja Ásgríms Björnssonar b. í Viðvík í Viðvíkursveit. For.: Jón Jónsson b. á Sauðá og k.h. Margrét Jónsdóttir. Herdís var hjá foreldrum sínum á Sauðá 1703. Hún bjó ekkja í Ásgeirsbrekku -1752-1753-. Börn: Ásgrímur, f. um 1734, b. og setjari í Ásgeirsbrekku, kv. Jófríði Gísladóttur. Guðrún, f. um 1735, g. Gísla Jónssyni b. og hreppstj. í Tumabrekku í Óslandshlíð. Jón, f. um 1739, b. og hreppstj. í Hátúni á Langholti, kv. Þórönnu Jónsdóttur. Margrét, f. um 1745, g. Jóni Björnssyni b. á Svaðastöðum í Hofstaðabyggð. – Fyrri maður Herdísar, kl. 15. apríl 1724, Ásgrímur Björnsson, f. um 1686, á lífi í Viðvíkurþingsókn 1730, b. í Viðvík. For.: Björn Björnsson pr. í Holtsmúla á Langholti og k.h. Margrét Guðmundsdóttir. Hann var hjá móðurbróður sínum á Hrafnagili í Hrafnagilshreppi 1703. Ásgrímur og Herdís voru þremenningar að frændsemi. Börn: Sigríður, f. um 1725, g. Gísla Þorlákssyni b. í Ásgeirsbrekku, stjúpbróður sínum. Helgi, f. um 1727, b. á Vatnsleysu í Viðvíkursveit, kv. Kristínu Þorbergsdóttur. Guðrún, f. nál. 1725, g. Gísla b. í Málmey á Skagafirði. Hún var skírnarvottur í Viðvíkursókn 1759.

Athugasemdir: 1) Þorlákur fór búferlum úr Húnavatnssýslu í fardögum 1721. Hann var orðinn bóndi í Viðvíkurþingsókn 1726. 2) Í Ættum Austfirðinga greinir að Ingibjörg Gunnarsdóttir húsmóðir á Skinnastað muni hafa verið dóttir Gunnars Þorlákssonar sem var á Miklahóli í Viðvíkursveit 1703. Það stangast á við ættatölur.

(Íslenzkar æviskrár II, 283, III, 259 og IV, 62; Laxdælir, 18-19; Íslenskir málarar I, 264-265; Rímnatal II, 94 og 110; Stéttartal bókagerðarmanna I, 70; Ættir Austfirðinga, 1349; Skagfirzk fræði X, 40-41; Saga I, 209; Annálar 1400-1800 I, 656; Magnús Ketilsson III, 489; Biskupsskjalasafn B VII; Dómab. Hún. 27. maí 1720 og 19. apríl 1721; Dómab. Skag. 15. maí 1727, 7. maí 1728, 8. maí 1730, 25. apríl 1739, 2. sept. 1748 og 29. maí 1749; Ættatölub. Jóns Espólíns, 1548, 4020-4025, 4902, 6134-6153 og 6848; Ættatölub. Jóns Magnússonar, 497; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 408b-409b, 537 og 669-670; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 76, 2334, 3604, 3659, 4545-4548, 4550-4551, 6111-6112 og 6137).

Þorlákur Ólafsson.

F. um 1662, d. 1715. For.: Ólafur Hálfdanarson pr. á Másstöðum í Vatnsdal og k.h. Þórey Ormsdóttir. Bóndi í Forsæludal í Vatnsdal -1699-1709- og hafði jafnframt bú í Dalkoti í Vatnsdal -1701-1707-, á Eiríksstöðum -1701-1709- og á Haukagili í Vatnsdal -1706-1707-. Bóndi á Eiríksstöðum -1712 til æviloka. Þorlákur var mikill búhöldur og græddi vel fé í föstu og lausu. Hann var kallaður hinn ríki. Með bréfi dagsettu 23. júní 1715 gaf hann bróðurdóttur sinni Björgu Magnúsdóttur 6 hundruð í Tungunesi í vinnulaun, systrunum Oddnýju Björnsdóttur og Solveigu Björnsdóttur hálfa Brún í vinnulaun og hálfsystur sinni Jófríði Jannesdóttur Valadal með Valabjörgum. – Þorlákur var ókvæntur og barnlaus.

(Fortíð og fyrirburðir, 44 og 49; Vorþeyr og vébönd, 160 og 217-218; Húnavaka 1968, 51-52 og 1969, 53-57; Annálar 1400-1800 I, 681 og 690-692; Alþingisb. IX, 33-34, 138, 347-348, 391-392, 400, 401, 453 og 454 og X, 15, 51-52, 86, 137-138, 258-259 og 297-298; Ættatölub. Jóns Espólíns, 5646; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 679; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 4086).

Þorlákur Stefánsson.

F. 13. okt. 1806 í Sólheimum í Blönduhlíð, d. 21. júlí 1872 á Undirfelli í Vatnsdal. For.: Stefán Stefánsson b. á Hrólfsstöðum í Blönduhlíð og k.h. Helga Þorláksdóttir. Var í fóstri hjá móðurforeldrum sínum á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð 1816 og fermdist í Miklabæjarsókn í Blönduhlíð 1820. Nam undir skóla hjá Sigurði Arnórssyni stúdent á Víðivöllum í Blönduhlíð. Lærði í Bessastaðaskóla og varð stúdent þaðan með loflegum vitnisburði 1833. Bóndi á Stóru-Ökrum 1836-1838 og hafði jafnframt bú í Miðhúsum í Blönduhlíð 1837-1838. Bóndi á Króksstöðum í Miðfirði 1838-1844 og í Blöndudalshólum 1844-1851 og hafði jafnframt bú í Finnstungu 1849-1850. Bóndi á Auðólfsstöðum 1851-1860 og á Undirfelli 1860 til æviloka. Vígðist 1. apríl 1838 aðstoðarprestur séra Eiríks Bjarnasonar á Staðarbakka í Miðfirði. Hann var aðstoðarprestur í Staðarbakkaprestakalli 1838-1844 og þjónaði jafnframt Melstaðarprestakalli 1840-1842, en sóknarprestur í Blöndudalshólaprestakalli 1844-1859 og í Undirfellsprestakalli 1859 til æviloka. Séra Þorlákur var lágur vexti og eigi gildur, fölur álitum, ljósleitur á hár, vel eygður. Hann var knár og glíminn, glaðlátur og nokkuð hagorður, valmenni og sæmdarklerkur. Séra Þorlákur gekkst fyrir stofnun Lestrarfélags Blönddælinga árið 1846 ásamt Guðmundi Arnljótssyni hreppstjóra á Guðlaugsstöðum í Blöndudal. Hann seldi Miðhús í Blönduhlíð Gunnari Guðmundssyni bónda á sama stað fyrir 360 ríkisbankadali silfurs 10. júní 1851. – Fyrri kona, g. 16. júlí 1835, Ragnheiður Jónsdóttir, f. 26. júní 1816 á Miklabæ í Blönduhlíð, d. 23. júlí 1843 á Króksstöðum. For.: Jón Jónsson pr. á Miklabæ og f.k.h. Halldóra Þorsteinsdóttir. Hún var hjá foreldrum sínum á Miklabæ 1816 og fermdist í Miklabæjarsókn 1830. Þorlákur gaf Ragnheiði Miðhús í morgungjöf. Börn: Halldóra Kristrún, f. 2. okt. 1837 á Stóru-Ökrum, d. 31. jan. 1904 á Egilsstöðum á Vatnsnesi, var hjá bróður sínum á Tjörn á Vatnsnesi 1880, óg. Steinunn, f. 19. apríl 1840 á Króksstöðum, g. Jóni Jónssyni b. og söðlasmið á Brúsastöðum í Vatnsdal. Símon, f. 7. maí 1843 á Króksstöðum, d. 9. maí 1843 á sama stað. Seinni kona, g. 29. apríl 1844, Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 17. júlí 1820 á Höskuldsstöðum á Skagaströnd, d. 17. ágúst 1886 á Hofi í Vatnsdal. For.: Jón Pétursson b. í Bólstaðarhlíð og k.h. Elísabet Björnsdóttir. Sigurbjörg fermdist í Höskuldsstaðasókn 1835. Hún bjó ekkja á Undirfelli 1872-1873 og á Tjörn á Vatnsnesi 1873-1876, en var í skjóli Jóns sonar síns á sama stað 1876-1881. Hún bjó ekkja í Grímstungu í Vatnsdal 1881-1884, en var í skjóli Halldórs sonar síns á sama stað 1884-1886 og síðast á Hofi. Börn: Elísabet Ragnheiður, f. 18. nóv. 1844 í Blöndudalshólum, d. 25. nóv. 1844 á sama stað. Elísabet Ragnheiður, f. 22. mars 1846 í Blöndudalshólum, d. 29. mars 1846 á sama stað. Jón Stefán, f. 13. ágúst 1847 í Blöndudalshólum, pr. á Tjörn, kv. fyrr Ingibjörgu Eggertsdóttur, síðar Ragnheiði Pálsdóttur, átti áður son með Ólöfu Eggertsdóttur. Þorlákur Símon, f. 28. mars 1849 í Blöndudalshólum, b. og hreppstj. í Vesturhópshólum í Vesturhópi, kv. Margréti Jónsdóttur. Magnús Sigurður, f. 25. nóv. 1850 í Blöndudalshólum, d. 12. ágúst 1871 í Görðum á Álftanesi, latínuskólanemi í Görðum. Halldór Bjarni, f. 4. des. 1852 á Auðólfsstöðum, b. á Hofi í Vatnsdal, kv. Halldóru Jónasdóttur. Björn Einar, f. 23. nóv. 1854 á Auðólfsstöðum, b. og hreppstj. á Varmá í Mosfellssveit, kv. fyrr Elísabeti Kristínu Stefánsdóttur, síðar Önnu Jónsdóttur. Lárus Ólafur, f. 18. febr. 1856 á Auðólfsstöðum, pr. í Suður-Hvammi í Mýrdal, kv. Lilju Mettu Kristínu Ólafsdóttur. Böðvar Pétur, f. 10. ágúst 1857 á Auðólfsstöðum, b. og organisti á Hofi í Vatnsdal, kv. fyrst Arndísi Ásgeirsdóttur, svo Guðrúnu Jónsdóttur, síðast Sigríði Guðmundsdóttur. Arnór Jóhannes, f. 27. maí 1859 á Auðólfsstöðum, pr. á Hesti í Andakíl, kv. fyrr Guðrúnu Elísabeti Jónsdóttur, síðar Hallberu Guðmundsdóttur. Sigurður Friðrik, f. 9. ágúst 1860 á Undirfelli, b. og söðlasmiður á Gilsstöðum í Vatnsdal, ókv. Benedikt Gísli, f. 13. sept. 1862 á Undirfelli, d. 18. des. 1862 á sama stað. Þórarinn Benedikt, f. 14. febr. 1867 á Undirfelli, d. 11. júlí 1924 í Birkihlíð í Laugardal, listmálari og skólastj. í Reykjavík, kv. Sigríði Snæbjarnardóttur. Sigurbjörn Ágúst, f. 26. ágúst 1868 á Undirfelli, d. 23. júlí 1870 á sama stað.

Athugasemd: Færsla um greftrun og andlát Símonar Þorlákssonar, sonar Þorláks og Ragnheiðar, er skráð í Prestsþjónustubók Melstaðarprestakalls.

(Íslenzkar æviskrár I, 85-86 og 295, III, 197, 248, 317, 343 og 392, V, 80, 167-168 og 198 og VI, 81; Borgfirzkar æviskrár I, 82-84 og 460-461; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 I, 144-146; Vestur-Skaftfellingar III, 50 og 51-52; Stéttartal bókagerðarmanna II, 790; Guðfræðingatal I, 195-196 og II, 572-573, 591-592, 629-630 og 890-892; Kennaratal á Íslandi II, 295; Íslenzkir málarar II, 458-459; Niðjatal Þorvalds Böðvarssonar prests í Holti undir Eyjafjöllum og Björns Jónssonar prests í Bólstaðarhlíð, 4, 31, 45, 58 og 77-79; Ættir Síðupresta, 349-350; Saga frá Skagfirðingum II, 17, 69, 115, 159 og 166, III, 50-51, 117, 122 og 162 og IV, 24, 25 og 38-39; Hlynir og hreggviðir, 147-149 og 159; Hrakhólar og höfuðból, 34; Mannaferðir og fornar slóðir, 267 og 270; Ritsafn Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum I, 192, 198 og 232, II, 30 og III, 136, 151-153 og 158-159; Föðurtún, 131; Brandsstaðaannáll, 147, 159 og 161; Annáll nítjándu aldar II, 186 og IV, 63; Þjóðólfur 3. sept. 1886; Skiptab. Hún. 13. ágúst 1844; Æfir lærðra manna (þáttur Þorláks Stefánssonar á Undirfelli); Prestaæfir Sighvats Grímssonar Borgfirðings (þáttur séra Þorláks Stefánssonar á Undirfelli); Ættatölub. Jóns Espólíns, 470, 1637 og 3917; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 234, 535 og 684; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 118, 4782-4783, 4800 og 5655).

Þorlákur Þorláksson.

F. nál. 1715, á lífi 1764. For.: Þorlákur Jónsson b. í Bólstaðarhlíðarhreppi og f.k.h. Ingibjörg Guðmundsdóttir. Var hjá föður sínum í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit -1738-1739-. Búlaus á Gunnsteinsstöðum -1745-1746-. Bóndi á Litlu-Mörk -1751-1754-. Vinnumaður í Holtastaðasókn -1755-1756-. Búsettur í Langadal í Húnavatnssýslu -1763-. – Kona: Guðríður (föðurnafn ótilgreint), f. nál. 1720, á lífi 1755. For. ókunnir. Barn: Þorlákur, f. um 1751 á Móbergi í Langadal, b. á Hvoli í Vesturhópi, kv. Herdísi Jónsdóttur. Barnsmóðir: Guðrún Þórðardóttir, f. um 1726, vk. í Viðvík í Viðvíkursveit. For. ókunnir. Guðrún var vk. í Ásgeirsbrekku -1762-. Barn: Jón, f. 1763 (sk. 16. nóv. 1763) í Viðvík. Þorlákur sór fyrir Jón á dómþingi í Viðvík í Viðvíkursveit 10. maí 1764. Árið 1738 var Þorláki kennt barn af Valgerði Steinsdóttur, f. nál. 1715, vk. á Hrauni á Skaga. For.: Steinn Jónsson b. á Hrauni og f.k.h. Ingibjörg Helgadóttir. Valgerður hafði einnig átt vingott við Þorleif Bernharðsson að sunnan og viðurkenndi hún fyrir rétti að Þorleifur en ekki Þorlákur væri faðir að barninu, sem fæddist 29. sept. 1738 á Hrauni.

Athugasemdir: 1) Þorlákur kann vel að hafa verið samnefndur maður, sem dó 18. apríl 1785 í Gufunesi í Mosfellssveit, talinn 71 árs og sagður giftur. 2) Guðrún gæti vel verið samnefnd kona, sem var í húsmennsku á Nautabúi í Hjaltadal -1780-1782-, sögð 51 árs árið 1780 og 52 ára árið 1781.

(Dalamenn I, 236; Húnvetningasaga II, 359; Biskupsskjalasafn B VII; Dómab. Skag. 25. apríl 1739 og 10. maí 1764; Ættatölub. Jóns Espólíns, 4024; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 409b; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 4545).

Þorleifur

hét búandi í Gautsdal -1699-1700-.

Þorleifur Árnason.

F. um 1666, á lífi í Sellandi 1708. Móðir: Guðlaug Gísladóttir heimiliskona í Sellandi 1703. Lausamaður í Bólstaðarhlíðarhreppi -1699-1700-. Bóndi í Sellandi -1701-1708-. Þorleifur sótti sjó og var róinn vestur vorið 1700. – Kona: Sigríður Oddsdóttir, f. um 1669, á lífi í Sellandi 1703. For. ókunnir. Ókunnugt um börn.

(Vorþeyr og vébönd, 226).

Þorleifur Ólafsson.

F. nál. 1620, d. í okt. 1688 í Blöndudalshólasókn. For.: Ólafur Guðmundsson b. í Finnstungu og k.h. Steinunn Þorleifsdóttir. Lærði í Hólaskóla. Varð djákni á Þingeyrum 1646. Bóndi í Finnstungu nál. 1660. Vígðist á jólaföstu 1655 aðstoðarprestur Sumarliða Einarssonar í Blöndudalshólum. Hann var aðstoðarprestur í Blöndudalshólaprestakalli 1655-1658, en sóknarprestur í sama prestakalli 1658 til æviloka. Var honum veitt það kall formlega 26. maí 1668. Séra Þorleifur var mikilhæfur, skörungur í skapi og hið mesta karlmenni. Þótti hann aðsópsmikill og skörulegur kennimaður, nokkuð drykkfelldur og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hann var óáleitinn að fyrra bragði, en fastur fyrir og harðskeyttur væri á hann leitað og ekki aukvisum hent að eiga í deilum við hann. Hann átti í skærum við frændur sína Geitaskarðsfeðga og varðist vel. Þorleifur keypti 13 hundruð í Guðlaugsstöðum í Blöndudal fyrir 10 hundruð í Hóli í Svartárdal af Gísla Brynjólfssyni presti á Bergsstöðum 20. mars 1655. – Kona: Þórunn Kortsdóttir, f. nál. 1625, d. 1690. For.: Kort Þormóðsson b. og klausturhaldari á Kirkjubæjarklaustri á Síðu og k.h. Þórunn Hákonardóttir. Börn: Jón, f. um 1650, b. og lögréttum. í Hrauni í Öxnadal, kv. Guðrúnu Jónsdóttur. Björn, f. um 1656, b. og lögsagnari á Guðlaugsstöðum, kv. Ólöfu Sigurðardóttur, er einnig sagður hafa átt börn með öðrum konum. Guðrún, f. um 1669, g. fyrr Guðmundi Andréssyni b. á Dalgeirsstöðum í Miðfirði, síðar Jóni Árnasyni b. í Húnavatnssýslu, átti einnig barn með Helga Gunnarssyni b. í Neðri-Vífilsdal í Hörðudal 1703. Þórunn, f. um 1669, húsk. á Guðlaugsstöðum 1703, óg. Guðmundur, bl. Sigríður, bl. Sigurður, dr. í Blöndu, bl. Þorkell, bl. Barnsmóðir: Guðríður (föðurnafn ótilgreint), f. nál. 1615, vk. í Finnstungu. For. ókunnir. Barn: Jón, f. nál. 1640, b. á Eyvindarstöðum, kv. Guðrúnu Árnadóttur, átti einnig börn með öðrum konum.

Athugasemd: Séra Þorleifur er oftast kenndur við föðurleifð sína Finnstungu. Hugsast getur að hann hafi farið búferlum frá Finnstungu að Blöndudalshólum 1668, þegar hann fékk formlega veitingu fyrir kallinu, en jafnlíklegt má telja að hann kunni að hafa búið áfram í Finnstungu til æviloka og byggt öðrum prestssetrið Blöndudalshóla. Í vísitasíu Gísla biskups Þorlákssonar á Holtastöðum í Langadal 25. ágúst 1683 er getið um ,,klukkur 2 hangandi í klukknaporti, önnur með gati, þriðja lítil í kórnum, og fjórða hjá séra Þorleifi Ólafssyni í Blöndudalshólum; item er hjá honum 1 járnkarl.” Taldi Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður þetta orðalag benda til þess að Þorleifur hefði þá verið búandi í Blöndudalshólum, en sú túlkun getur varla talist einhlít.

(Íslenzkar æviskrár I, 258, III, 372 og V, 184; Dalamenn I, 72; Strandamenn, 52; Lögréttumannatal, 346; Sýslumannaæfir I, 500 og 599-600, III, 35 og IV, 120-121; Húnvetningasaga I, 17 og 20; Feðraspor og fjörusprek, 40-45; Annálar 1400-1800 I, 307, 341 og 569 og III, 353 og 358; Íslands Árbækur VI, 109 og 153, VIII, 19 og IX, 3; Jarðabréf frá 16. og 17. öld – Útdrættir, 225 og 231; Prestastefnudómar og bréfab. Gísla biskups Þorlákssonar, 204-205; Vísitazíubók Gísla biskups Þorlákssonar 25. ágúst 1683; Æfir lærðra manna (þáttur Þorleifs Ólafssonar í Blöndudalshólum); Prestaæfir Sighvats Grímssonar Borgfirðings (þáttur Þorleifs Ólafssonar í Blöndudalshólum); Ættatölub. Jóns Espólíns, 1173-1185 og 3415-3416; Ættatölub. Jóns Halldórssonar, 135 og 277; Ættatölub. Jóns Magnússonar, 290 og 502-503; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 36 og 216; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 645 og 2090-2091).

Þorleifur Sæmundsson.

F. um 1713, d. 1798 (gr. 10. okt. 1798) í Merkigarði í Tungusveit. Faðir: Sæmundur Björnsson b. í Sellandi. Bóndi á Kúfustöðum -1737-1740, í Sellandi 1740-1741-, í Stafni -1744-1754-, á Fjalli í Sæmundarhlíð -1756-1757-, í Sólheimum í Sæmundarhlíð -1760-1770- og í Dæli í Sæmundarhlíð -1773-1795, en var síðast í skjóli Guðrúnar dóttur sinnar í Merkigarði. Þorleifi var úthlutað gjafakorni 26. jan. og 21. apríl 1757. – Fyrri kona: Engilráð Jónsdóttir, f. nál. 1715. For.: Jón Árnason b. í Húnavatnssýslu og k.h. Guðrún Þorleifsdóttir. Börn: Magnús, f. um 1733, b. á Syðra-Skörðugili á Langholti, kv. Guðríði Björnsdóttur. Sæmundur, f. um 1742, b. í Enni í Viðvíkursveit, kv. Ingibjörgu Sigurðardóttur, átti áður börn með Halldóru Bjarnadóttur og Ragnhildi Jónsdóttur, eitt með hvorri. Guðrún, f. um 1748 í Stafni, g. Þorkeli Guðmundssyni b. í Merkigarði. Guðmundur, f. um 1749, vm. í Syðra-Vallholti í Vallhólmi 1801, ókv., en átti dóttur. Kristín, f. um 1750 í Stafni, g. fyrr Jóni Oddssyni b. í Sólheimum í Sæmundarhlíð, síðar Ólafi Jónssyni b. á Ípishóli á Langholti. Engilráð, f. um 1752, vk. í Syðri-Mjóadal, óg., en átti barn með Páli Einarssyni b. á Steiná. Þorleifur, f. um 1753, b. í Ytri-Mjóadal, kv. Guðrúnu Ólafsdóttur. Þorleifur, f. nál. 1735, b. og hreppstj. á Skarðsá í Sæmundarhlíð, kv. Kristínu Sveinbjörnsdóttur, átti einnig börn með tveimur öðrum konum, hið yngra með Sesselju Jónsdóttur. Ásmundur, ,,fór vestur, átti tvö börn” (Ættatölub. Jóns Espólíns, 1184). Guðrún, dó ung. (Ættatölub. Jóns Espólíns, 1181). Guðrún, dó ung. (Ættatölub. Jóns Espólíns, 1181). Jón, ,,giftist undir Jökli Sigríði” (Ættatölub. Jóns Espólíns, 1184). Seinni kona: Ragnheiður Ísaksdóttir, f. um 1731, d. 5. maí 1803 í Merkigarði. Faðir: Ísak Bjarnason b. í Miðhópi í Víðidal. Ragnheiður var talin fyrir búi í Dæli 1795-1797, en var búlaus á sama stað 1797-1798. Hún bjó ekkja í Hátúni á Langholti 1798-1802, en var síðast í skjóli Guðrúnar stjúpdóttur sinnar í Merkigarði. Árið 1762 voru hjá þeim þrír drengir 13, 11 og 9 ára og þrjár stúlkur 14, 14 og 1 árs. Börn: Þórður, f. um 1764, b. í Dæli 1801, en síðar á Efri-Mýrum í Refasveit, kv. fyrr Ingibjörgu Sveinsdóttur, síðar Solveigu Sigurðardóttur. Ingibjörg, f. um 1771, var hjá móður sinni í Hátúni 1801, óg., en átti dóttur með Pétri Arngrímssyni vm. í Glaumbæjarprestakalli. Ennfremur kann sonur þeirra að hafa verið: Þorleifur Þorleifsson, f. um 1767, d. 2. mars 1785 í Hátúni, síðast vinnupiltur í Hátúni.

Athugasemd: Í Ættatölubókum Jóns Espólíns greinir að sonur Þorleifs og Engilráðar hafi verið Jóhannes, faðir Kristínar barnsmóður Árna Helgasonar bónda á Fjalli í Sæmundarhlíð, en það er rangt. Faðir Kristínar hét Jóhannes Sæmundsson. Hann var fæddur um 1760.

(Saga frá Skagfirðingum II, 52 og 163; Ættir og óðal, 41-42; Sýsluskj. Hún. XV, 3, 10. nóv. 1791 (dánarbú Magnúsar Bjarnasonar á Ánastöðum); Dómab. Skag. 20. og 21. apríl 1761, 13. mars, 10. og 12. maí og 9. og 10. júní 1766, 17. maí 1774, 19. maí 1779 og 3. maí 1799; Skiptab. Skag. 10. apríl 1815; HSk. 103, 4to (uppskrift Stefáns Jónssonar úr skjölum í Biskupsskjalasafni B VII – Ársskýrslum presta og prófasta í Skagafjarðarprófastsdæmi 1745-1798), 13; Lbs. 95, fol. (Verslunarb. Hofsóskaupstaðar 1764-1769); Ættatölub. Jóns Espólíns, 1181-1184; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 36, 336, 496-497 (innskotsblöð) og 684; Ættatölub. Sighvats Grímssonar Borgfirðings, 753).

Þorleifur Þorkelsson.

F. um 1715, á lífi í Eiríksstaðakoti 1762. For.: Þorkell Björnsson b. á Eyvindarstöðum og k.h. Guðríður Jónsdóttir. Bóndi á Eyvindarstöðum -1740-1741-, á Eiríksstöðum -1744-1757 og í Eiríksstaðakoti 1757-1762-. Hann bjó í Eiríksstaðakoti til æviloka, en ekki er vitað hvenær hann dó. Þorleifur var góður smiður. Honum var úthlutað gjafakorni 8. jan. 1757. – Kona: Margrét Jónsdóttir, f. um 1711, á lífi í Eiríksstaðakoti 1775. For. ókunnir. Hún bjó ekkja í Eiríksstaðakoti -1773-1775. Börn: Þorkell, f. um 1743, ráðsm. í Eiríksstaðakoti, kv. Ingiríði Jónsdóttur. Sveinn, f. um 1749, á lífi á Svínavatni í Svínavatnshreppi 1779, vm. í Stóradal í Svínavatnshreppi. Hann er talinn hafa siglt. (Ættatölub. Jóns Espólíns, 1178). Þórunn, f. um 1752, var hjá foreldrum sínum í Eiríksstaðakoti 1762. Guðrún, var hjá foreldrum sínum í Bergsstaðaprestakalli 1755. Rósa. (JS. 597, 4to). Barnsmóðir: Þorbjörg Bjarnadóttir, f. nál. 1715, vk. í Bólstaðarhlíðarhreppi. For. ókunnir. Barneign Þorleifs með Þorbjörgu var fyrsta hórdómssök hans. Barn þeirra fæddist 1745 eða 1746 í Bólstaðarhlíðarhreppi.

(Fortíð og fyrirburðir, 83-84; Hlynir og hreggviðir, 20-21; Biskupsskjalasafn B VII; Skeggsstaðaætt – Handrit Björns Bjarnasonar á Brandsstöðum; JS. 597, 4to; Ættatölub. Jóns Espólíns, 607 og 1178; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 36; Ættatölub. Sighvats Grímssonar Borgfirðings, 636-637).

Þorleifur Þorleifsson.

F. um 1753, d. 27. júní 1812 í Ytri-Mjóadal. For.: Þorleifur Sæmundsson b. í Stafni og f.k.h. Engilráð Jónsdóttir. Virðist hafa verið í Glaumbæ á Langholti 1779. Var hjá föður sínum í Dæli í Sæmundarhlíð -1781-1782-. Búsettur í Mjóadal nál. 1785. Búlaus í Hvammi á Laxárdal 1787-1788-. Vinnumaður í Ytri-Mjóadal -1789-1790. Bóndi í Skyttudal 1790-1791. Búlaus í Ytri-Mjóadal 1791-1794. Bóndi í Ytri-Mjóadal 1794 til æviloka. Þorleifur skrifaði undir verslunarkærubréf í Bólstaðarhlíð 20. sept. 1797. – Kona: Guðrún Ólafsdóttir, f. um 1769 í Mjóadal, d. 28. des. 1845 í Ytri-Mjóadal. For.: Ólafur Arason b. í Ytri-Mjóadal og k.h. Guðrún Illugadóttir. Guðrún bjó ekkja í Ytri-Mjóadal 1812-1814, en giftist þá Sólmundi Jónssyni b. í Ytri-Mjóadal. Börn: Ingibjörg, f. um 1791 í Ytri-Mjóadal, g. Guðmundi Magnússyni b. á Steinnýjarstöðum á Skagaströnd. Magnús, f. um 1795 í Ytri-Mjóadal, d. 19. jan. 1837 í Vatnshlíð, vm. í Vatnshlíð, ókv. Sigríður, f. um 1797 í Ytri-Mjóadal, d. 17. júlí 1846 í Ytri-Mjóadal, vk. í Ytri-Mjóadal, óg., en átti dóttur með Hafliða Hafliðasyni b. í Skálahnjúki í Gönguskörðum. Þuríður, f. um 1798 í Ytri-Mjóadal, d. 27. nóv. 1865 í Ytri-Mjóadal, vk. í Ytri-Mjóadal, óg. Guðrún, f. 14. maí 1800 í Ytri-Mjóadal, g. Guðmundi Einarssyni b. á Bergsstöðum í Hallárdal. Oddný, f. um 1803 í Ytri-Mjóadal, g. Jóni Davíðssyni b. í Ytri-Mjóadal. Björn, f. 24. des. 1809 í Ytri-Mjóadal, b. lengst í Ytri-Mjóadal, en síðast í Skyttudal, kv. fyrr Sigríði Jónsdóttur, síðar Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Þorleifur, f. 21. júlí 1812 í Ytri-Mjóadal, b. í Harastaðakoti á Skagaströnd, kv. Guðrúnu Jónsdóttur. Jón, dó ungur. (Ættatölub. Jóns Espólíns, 1183). Ólafur, dó ungur. (Ættatölub. Jóns Espólíns, 1183).

(Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 IV, 120-122; Eyfirskar ættir I, 149; Feðraspor og fjörusprek, 45; Húnaþing I, 492-495; Sýsluskj. Hún. X, 2, 9. des. 1807 (málssóknarskjal Jóns Þórðarsonar gegn Þórunni Hallgrímsdóttur) og XV, 6, 19. okt. 1812 (dánarbú Þorleifs Þorleifssonar í Ytri-Mjóadal); Skiptab. Hún. 3. apríl 1782, 21. jan. 1814, 8. mars 1837 og 1. nóv. 1847; Verslunarb. Hofsóskaupstaðar 1782, 15; Ábúendatal í Staðarhreppi – Handrit Jóns Sigurðssonar á Reynistað, 307; Ættatölub. Jóns Espólíns, 1183 og 6843-6844; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 125 og 496-497 (innskotsblöð).

Þorleifur Þorleifsson.

F. um 1760 í Torfgarði á Langholti, d. 7. ágúst 1819 á Stóru-Mörk. For.: Þorleifur Jónsson b. á Ytra-Skörðugili á Langholti og k.h. Guðrún Ásmundsdóttir. Bóndi í Jaðri á Langholti 1783-1784. Vinnumaður í Hátúni á Langholti 1786-1788. Bóndi í Skyttudal 1789-1794 og á Stóru-Mörk 1794 til æviloka. Þorleifur keypti Skyttudal af Margréti Eggertsdóttur húsfreyju á Álfgeirsvöllum á Efribyggð fyrir 25 ríkisdali í krónumynt og 10 ríkisdali í kúrantmynt 5. júní 1788. Hann seldi Skyttudal Jóni Jónssyni fyrir 60 ríkisdali 16. des. 1793. Þorleifur fékk verðlaun frá Danakonungi fyrir mótekju 18. sept. 1793. Hann skrifaði undir verslunarkærubréf í Bólstaðarhlíð 20. sept. 1797. Ekki er borið lof á hann í Sögu frá Skagfirðingum. – Kona, g. 28. ágúst 1786, Ingibjörg Jónsdóttir, f. um 1765 á Skriðulandi í Kolbeinsdal, d. 3. ágúst 1834 á Litla-Búrfelli í Svínavatnshreppi. For.: Jón Þorláksson b. á Hóli í Sæmundarhlíð og k.h. Þóranna Jónsdóttir. Ingibjörg bjó ekkja á Stóru-Mörk 1819-1821, en giftist þá Guðmundi Guðmundssyni b. á Stóru-Mörk. Börn: Jóhann, f. um 1788 í Mjóadal, b. í Skrapatungu á Laxárdal fremri, kv. Halldóru Ólafsdóttur, átti einnig dóttur með Steinvöru Guðmundsdóttur og son með Þuríði Guðmundsdóttur. Sigurður, f. um 1790 í Skyttudal, b. í Gautsdal, kv. fyrr Halldóru Ólafsdóttur, síðar Signýju Sigfúsdóttur, átti einnig syni með Guðbjörgu Ólafsdóttur og Guðlaugu Jónsdóttur, einn með hvorri. Þorleifur, f. um 1795 í Bólstaðarhlíðarsókn, b. á Mjóabóli í Haukadal, kv. Málfríði Jónsdóttur. Ósk, f. um 1799 á Stóru-Mörk, g. fyrr Rögnvaldi Þorkelssyni b. í Dæli í Skíðadal, síðar Davíð Benjamínssyni b. og smið á Grund í Ólafsfirði. Ásmundur, f. um 1801 á Stóru-Mörk, b. í Móbergsseli í Litla-Vatnsskarði, ókv., en átti börn með Sigurlaugu Þórðardóttur og Maríu Jónsdóttur, eitt með þeirri fyrrnefndu og tvö með þeirri síðarnefndu. Jóhannes, f. um 1804 á Stóru-Mörk, b. á Stóru-Mörk, kv. Solveigu Guðmundsdóttur, átti einnig börn með Jóhönnu Jónsdóttur og Solveigu Kristjánsdóttur, tvö með þeirri fyrrnefndu og eitt með þeirri síðarnefndu. Jóhanna. (Ættatölub. Jóns Espólíns, 4022; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 670; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 4547).

Athugasemd: Þorleifur og Ingibjörg munu hafa verið búsett í Mjóadal fardagaárið 1788-1789, því þar er Jóhann sonur þeirra talinn fæddur í Manntali á Íslandi 1816.

(Borgfirzkar æviskrár V, 183-184; Dalamenn I, 284; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 II, 5-6 og III, 36-39 og 100-102; Svarfdælingar I, 323-325; Húnvetningasaga III, 797; Saga frá Skagfirðingum III, 80, 107 og 172; Saga Skagstrendinga og Skagamanna, 127-128; Fortíð og fyrirburðir, 75-76; Svipir og sagnir, 143-144; Húnaþing I, 492-495; Húnavaka 1976, 49-50; Alþingisb. XVII, 160 og 194; Dómab. Hún. 18. júní 1788; Skiptab. Skag. 28. maí 1812; Verslunarb. Hofsóskaupstaðar 1782, 37; Ættatölub. Jóns Espólíns, 4022 og 5991; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 670; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 4547).

Þorleifur Þorleifsson.

F. 1815 í Stóradal í Svínavatnshreppi, d. 30. nóv. 1892 á Löngumýri í Vallhólmi. For.: Þorleifur Þorkelsson b. og hreppstj. í Stóradal og k.h. Ingibjörg Guðmundsdóttir. Var hjá foreldrum sínum í Stóradal 1816 og fermdist í Svínavatnssókn 1830. Ráðsmaður hjá móður sinni í Stóradal 1838-1844. Bóndi á Ytri-Löngumýri í Blöndudal 1844-1845, á Geithömrum í Svínadal 1845-1859, á Botnastöðum 1859-1861, í Syðri-Mjóadal 1861-1862, í Skyttudal 1862-1866 og á Þorbrandsstöðum í Langadal 1866-1867. Húsmaður í Sólheimum í Svínavatnshreppi 1868-1874. Bóndi í Torfgarði á Langholti 1874-1876 og í Saurbæ á Neðribyggð 1876-1879. Húsmaður á Stóru-Seylu á Langholti 1879-1880, á Halldórsstöðum á Langholti 1880-1881 og í Hjaltastaðakoti í Blönduhlíð 1881-1883. Hann var í skjóli Ingibjargar dóttur sinnar í Axlarhaga í Blönduhlíð 1883-1888 og í skjóli Halldórs sonar síns á Ystu-Grund í Blönduhlíð 1888-1892, en síðast á Löngumýri. Hann var jarðsettur á Víðimýri í Seyluhreppi, væntanlega að eigin ósk. – Kona, g. 13. okt. 1843, Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 20. jan. 1823 í Glaumbæ á Langholti, d. 4. okt. 1878 í Saurbæ. For.: Magnús Magnússon pr. í Glaumbæ og s.k.h. Sigríður Halldórsdóttir. Ingibjörg var hjá foreldrum sínum í Glaumbæ 1835 og fermdist í Glaumbæjarsókn í Skagafjarðarsýslu sama ár. Hún var húskona á Frostastöðum í Blönduhlíð 1867-1868. Ingibjörg var gjörvileg kona. Börn: Ingibjörg, f. 9. ágúst 1844 á Ytri-Löngumýri, g. (Jóni) Hannesi Þorlákssyni b. í Axlarhaga. Þorleifur, f. 2. febr. 1846 á Geithömrum, dr. 28. mars 1870 við Vatnsleysuströnd í Gullbringusýslu, síðast búsettur í Sólheimum, ókv. og bl. Magnús, f. 9. júlí 1848 á Geithömrum, dr. 15. apríl 1868 við Reykjavík, síðast búsettur á Frostastöðum, ókv., en átti son með Guðrúnu Jónsdóttur. Sigríður, f. 11. júlí 1850 á Geithömrum, d. 4. nóv. 1915 í Garðshorni á Höfðaströnd, vk. á Nautabúi á Neðribyggð 1880, óg., en átti dóttur með Jóni Guðmundssyni vm. á Bústöðum í Austurdal 1880. Hún var bústýra á Ystu-Grund 1888-1890. Anna, f. 23. febr. 1853 á Geithömrum, d. 27. des. 1886 á Litla-Búrfelli í Svínavatnshreppi, vk. í Sólheimum 1880, en síðast húsk. á Litla-Búrfelli, óg., en átti son með Sveinbirni Benjamínssyni b. í Ytra-Tungukoti. Andrés, f. 12. júlí 1854 á Geithömrum, d. 24. júní 1857 á Auðkúlu í Svínadal. Andrés, f. 6. jan. 1858 á Geithömrum, d. 18. júní 1947 í Reykjavík, verkam. í Reykjavík, kv. (Kristjönu) Ágústu Tómasdóttur. Halldór, f. 15. sept. 1860 á Botnastöðum, b. og járnsmiður á Þverá í Blönduhlíð, kv. Sigríði Magnúsdóttur. Guðmundur, f. 10. nóv. 1864 í Skyttudal, d. 25. mars 1886 í Keflavík á Suðurnesjum, síðast vm. í Tungunesi á Bakásum, ókv. og bl.

(Íslenzkar æviskrár III, 444 og V, 527-528; Dalamenn II, 455 og III, 83; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 III, 261-263; Skagfirzkar æviskrár 1890-1910 I, 121-122 og III, 120-121 og 312-314; Skagfirskar æviskrár 1910-1950 II, 292-294; Strandamenn, 278-279; Saga frá Skagfirðingum I, 119 og 177, II, 81, III, 17, 115-116, 128, 135 og 164 og IV, 19-20 og 25; Saga Skagstrendinga og Skagamanna, 77; Hlynir og hreggviðir, 44-45; Húnavaka 1978, 60-65; Annáll nítjándu aldar III, bls. 378-379 og IV, bls. 12; Skiptab. Hún. 28. maí 1839, 1. og 26. maí 1860 og 2. des. 1862; Skeggsstaðaætt – Handrit Björns Bjarnasonar á Brandsstöðum; Ættatölub. Jóns Espólíns, 328-329 og 3932; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 229, 336 og 341-342; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 2210; Ættatölub. Sighvats Grímssonar Borgfirðings, 91 og 1365).

Þorsteinn Benediktsson.

F. nál. 1650, d. 1. júní 1697 á Melstað í Miðfirði. For.: Benedikt Björnsson b. í Bólstaðarhlíð og k.h. Guðrún Þorsteinsdóttir. Bóndi í Stóradal í Svínavatnshreppi nál. 1680 og í Bólstaðarhlíð -1690 til æviloka. Þorsteinn lærði í Hólaskóla. Hann varð sýslumaður í austurhluta Húnavatnsþings 1678 og fékk einnig vesturhluta Húnavatnsþings 1682. Þorsteinn var einn þeirra Íslendinga sem völdust til að sigla til Kaupmannahafnar að semja um nýjan kauptaxta árið 1683, en forfallaðist. – Kona, g. 1687, Halldóra Erlendsdóttir, f. um 1659, d. 1742 í Bólstaðarhlíð. For.: Erlendur Ólafsson pr. á Melstað og k.h. Þórunn Þorvaldsdóttir. Halldóra bjó ekkja í Bólstaðarhlíð 1697-1710- og hafði jafnframt bú í Finnstungu -1699-1700- og á Fjósum 1708-1709-. Hún var í skjóli Herdísar fósturdóttur sinnar á Skeiði í Svarfaðardal -1736-1737-, en síðast í skjóli Árna sonar síns í Bólstaðarhlíð. Halldóra var sögð glettin og óstýrilát og kemur talsvert við þjóðsögur. Hún varð mjög auðug að jarðeignum. Börn: Benedikt, f. 12. júlí 1688 í Bólstaðarhlíð, lögm. í Rauðaskriðu í Skriðuhverfi, kv. Þórunni Björnsdóttur. Jón, f. um 1689, d. 1707, var hjá móður sinni í Bólstaðarhlíð 1703. Sigríður, f. um 1691, d. 1707, var hjá móður sinni í Bólstaðarhlíð 1703. Árni, f. 1693, b. í Bólstaðarhlíð, kv. fyrr Halldóru Jónsdóttur, síðar Ólöfu Jónsdóttur. Erlendur, dó ungur. (Ættatölub. Jóns Espólíns, 570). Barnsmóðir: Guðrún Dagsdóttir, f. um 1641, á lífi á Ytri-Leifsstöðum í Svartárdal 1703, húsm. á Ytri-Leifsstöðum. For. ókunnir. Barn þeirra fæddist nál. 1675. Barnsmóðir ókunn. Barn þeirra fæddist nál. 1675.

Athugasemd: Annað þeirra óskilgetnu barna sem Þorsteinn átti nál. 1675 hét Jón. Hægt er að láta sér til hugar koma að hér muni vera um að ræða Jón Þorsteinsson, sem var í vinnumennsku á Þröm í Blöndudal 1703, sagður 31 árs.

(Íslenzkar æviskrár I, 77, 118-119, 142-143 og 442-443 og V, 192 og 195; Svalbarðsstrandarbók, 231-232; Svarfdælingar I, 360-361; Íslenzkir Hafnarstúdentar, 61-62; Lögréttumannatal, 39-40; Sýslumannaæfir I, 117-122 og 587-590; Saga frá Skagfirðingum I, 138; Vorþeyr og vébönd, 150-153 og 205-208; Söguþættir Gísla Konráðssonar, 124-131; Syrpa úr handritum Gísla Konráðssonar I, 186-189; Huld I, 80; Föðurtún, 112; Húnavaka 1969, 44-48; Annálar 1400-1800 I, 394-395 og 558 og II, 262, 329, 462-463 og 520, III, 329 og 478, IV, 481 og VI, 38-39 og 54; Jarðabréf frá 16. og 17. öld – Útdrættir, 201, 203, 225 og 231; Alþingisb. IX, 101, 187, 213, 215, 273 og 453-454, X, 36, 95 og 281 og XII, 243; Ættatölub. Jóns Espólíns, 570-579 og 3392; Ættatölub. Jóns Magnússonar, 215 og 465; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 213 og 228-229; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 288-291 og 1656; Ættatölub. Þórðar Jónssonar, 142, 313 og 456).

Þorsteinn Björnsson.

F. um 1700, d. 1739 eða 1740. For.: Björn Snorrason b. á Skeggsstöðum og k.h. Kristín Bjarnadóttir. Var hjá foreldrum sínum á Skeggsstöðum 1703. Bóndi í Engihlíðarhreppi -1731-1733, í Stafni 1733-1734 og á Björnólfsstöðum í Langadal 1734 til æviloka. Þorsteinn var orðinn hreppstjóri í Engihlíðarhreppi 1732. Kona: Guðríður Tómasdóttir, f. 1703, á lífi á Björnólfsstöðum 1758. For.: Tómas Konráðsson b. á Valabjörgum á Skörðum og k.h. Ólöf Jónsdóttir. Guðríður var hjá foreldrum sínum á Reykjarhóli hjá Víðimýri 1703. Hún bjó ekkja á Björnólfsstöðum 1739-1741-, en giftist svo Jóni Einarssyni b. á Björnólfsstöðum og síðar Sigurði Gíslasyni b. á Björnólfsstöðum. Bjó hún ekkja eftir þá á Björnólfsstöðum 1753-1758. Guðríði var úthlutað gjafakorni 28. des. 1756. Ókunnugt um börn.

(Biskupsskjalasafn B VII; Dómab. Hún. 2. maí 1732, 8. maí 1733 og 11. maí 1734; Ættatölub. Jóns Espólíns, 605; Ættatölub. Jóns Magnússonar, 458; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 479; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 306).

Þorsteinn Erlendsson.

F. um 1768 í Hátúni á Langholti, d. 4. ágúst 1829 í Syðra-Tungukoti. For.: Erlendur Runólfsson b. í Geldingaholti í Seyluhreppi, síðast ráðsm. í Ytra-Tungukoti, og k.h. Guðlaug Eiríksdóttir. Bóndi í Hátúni 1793-1797, á Hóli í Sæmundarhlíð 1797-1813 og í Syðra-Tungukoti 1813-1827. Húsmaður á sama stað 1827 til æviloka. Þorsteinn var gildur fyrir sér og vel viti borinn, drykkfelldur og spakur við vín. Hann réri syðra á vertíðum. – Kona, g. 29. sept. 1792, Sigríður Jónsdóttir, f. um 1766 á Skriðulandi í Kolbeinsdal, d. 29. ágúst 1837 á Litlu-Giljá í Þingi. For.: Jón Þorláksson b. á Hóli og k.h. Þóranna Jónsdóttir. Sigríður var búlaus í Syðra-Tungukoti 1829-1830. Búsett í Syðra-Tungukoti 1830-1833, en var í skjóli Þórönnu dóttur sinnar á Stóru-Giljá í Þingi 1833-1836 og á Litlu-Giljá 1836 til æviloka. Börn: Guðlaugur, f. 24. sept. 1793 í Hátúni, b. á Þröm í Blöndudal, kv. Solveigu Illugadóttur. Þóranna, f. 2. nóv. 1794 í Hátúni, g. Jónasi Tómassyni b. á Litla-Vatnsskarði á Laxárdal fremri, átti áður son með Guðmundi Arnljótssyni b. á Brún. Jóhannes, f. 12. okt. 1795 í Hátúni, b. og trésmiður í Vestri-Leirárgörðum í Leirársveit, kv. Herdísi Guðmundsdóttur. Runólfur, f. 17. júní 1796 í Hátúni, d. 18. júní 1863 á Nyrðri-Flankastöðum á Miðnesi, vm. í Akrakoti á Akranesi 1845, ókv., en átti son með Guðrúnu Magnúsdóttur.

(Íslenzkar æviskrár II, 125; Borgfirzkar æviskrár IV, 40, V, 248 og IX, 248; Húnvetningasaga II, 463, 464, 544-546 og 673; Húnavaka 1978, 59-60; Húnvetningur 1995, 102-104; Sýsluskj. Gullbr. og Kjós. XIV, 1.c, 24. júní og 6. júlí 1798 (dánarbú Bjarna Jónssonar í Reykjavík); Ábúendatal í Staðarhreppi – Handrit Jóns Sigurðssonar á Reynistað, 51; Ættatölub. Jóns Espólíns, 3064-3065 og 4022; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 574 og 670; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 966 og 4547).

Þorsteinn Gíslason.

F. 21. júní 1800 á Tjörnum í Saurbæjarhreppi, d. 18. okt. 1871 í Eiríksstaðakoti. For.: Gísli Þorsteinsson b. á Kolgrímastöðum í Saurbæjarhreppi og k.h. Guðrún Kjartansdóttir. Var hjá foreldrum sínum á Tjörnum 1801, en fermdist í Mælifellssókn í Skagafjarðarsýslu 1814. Hann mun hafa komið í Bergsstaðaprestakall 1815. Vinnupiltur á Skeggsstöðum -1816-1820. Vinnumaður í Syðra-Tungukoti 1820-1822, á Brún 1822-1823- og á Fjósum -1825-1826. Húsmaður á Skeggsstöðum 1826-1827. Bóndi á Skeggsstöðum 1827-1834 og í Kóngsgarði 1834-1839. Húsmaður að hálfu í Kóngsgarði og vinnumaður að hálfu á Mælifelli á Fremribyggð 1839-1840. Bóndi í Kóngsgarði aftur 1840-1853, en var húsmaður á sama stað 1853-1859. Bóndi í Kóngsgarði enn 1859-1860, en var í skjóli Gísla sonar síns á sama stað 1860-1863. Húsmaður í Kóngsgarði 1863-1870 og í Eiríksstaðakoti 1870 til æviloka. Þorsteinn var gáfaður og vel stílfær, smiður og skytta. Hann mun hafa verið bókelskur og tók á sinni tíð ásamt Árna Jónssyni á Skottastöðum mestan þátt af Svartdælingum í starfi Lestrarfélags Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhreppa. Þorsteinn mun hafa verið gangnaforingi á Eyvindarstaðaheiði skamma hríð. – Fyrri kona, g. 25. sept. 1825, Ingibjörg Sveinsdóttir, f. 1800 eða 1801 í Geldingaholti í Seyluhreppi, d. 27. jan. 1847 í Hvammi í Vatnsdal. For.: Sveinn Erlendsson b. á Ytri-Brekkum í Blönduhlíð og k.h. Steinunn Jónsdóttir. Ingibjörg hjá foreldrum sínum í Geldingaholti 1802 og á Ytri-Brekkum 1816. Þorsteinn og Ingibjörg slitu samvistir á árunum 1835-1839. Hún var barnfóstra í Hvammi í Vatnsdal 1839-1842, en vinnukona á sama stað 1842 til æviloka. Börn: Steinunn, f. 25. sept. 1825 á Ytri-Brekkum, d. 29. jan. 1906 á Keldulandi á Skagaströnd, vk. á Bergsstöðum í Hallárdal 1870, óg., en átti son með Jóni Eiríkssyni vm. á Spena í Miðfirði 1850 og dóttur með Jóni Skúlasyni b. á Hafgrímsstöðum í Tungusveit. Gísli, f. 10. okt. 1826 á Skeggsstöðum, b. í Kóngsgarði, kv. Kristínu Guðlaugsdóttur. Sveinn, f. 8. des. 1830 á Skeggsstöðum, b. á Fosshóli í Víðidal, kv. Margréti Sigurðardóttur. Seinni kona, g. 29. ágúst 1852, Guðrún Sigurðardóttir, f. 26. sept. 1824 á Kjartansstöðum á Langholti, d. 4. apríl 1853 í Kóngsgarði. For.: Sigurður Sigurðsson b. á Kjartansstöðum og s.k.h. Sigríður Þorsteinsdóttir. Guðrún var á sveitarframfæri á Gvendarstöðum á Staðarfjöllum 1835 og fermdist í Reynistaðarsókn í Skagafjarðarsýslu 1839. Hún var vinnukona á Gvendarstöðum 1839-1841, á Reykjum á Reykjaströnd -1845-1846-, á Brún 1849-1850, á Eiríksstöðum 1850-1851 og á Syðri-Leifsstöðum 1851-1852. Barnsmóðir: Guðrún Þorkelsdóttir, f. um 1814 á Neðra-Skúfi í Norðurárdal, d. 28. jan. 1865 á Eiríksstöðum, vk. á Skeggsstöðum. For.: Þorkell Jónsson b. á Skeggsstöðum og k.h. Rósa Bjarnadóttir. Guðrún giftist síðar Jóni Sigurðssyni b. á Skeggsstöðum. Barn: Þorsteinn, f. 12. júlí 1832 á Skeggsstöðum, d. 15. júní 1837 á sama stað. – Barnsfaðir Guðrúnar: Jón Sigurðsson, f. 10. júlí 1806 á Völlum í Vallhólmi, d. 17. júní 1859 í Málmey á Skagafirði, b. á Brún. For.: Sigurður Jónsson b. í Stafni og s.k.h. Helga Jónsdóttir. Barn: Jón, f. 25. sept. 1850 á Eiríksstöðum, b. á Hólabaki í Þingi, kv. Jósefínu Guðrúnu Ólafsdóttur, átti einnig son með Björgu Stefánsdóttur.

(Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 II, 184-186 og 190-191; Skagfirzkar æviskrár 1890-1910 I, 82-83 og II, 167-169; Frændgarður II – Ættmeiður, 186; Svipir og sagnir, 220; Göngur og réttir III, 321; Úr fórum Jóns Árnasonar I, 86-87; Skiptab. Hún. 11. júní 1841, 7. júní 1847 og 15. júní 1853; Skiptab. Skag. 13. maí 1845; Ábúendatal í Staðarhreppi – Handrit Jóns Sigurðssonar á Reynistað, 251; Ábúendatal í Inn-Eyjafirði – Handrit Stefáns Aðalsteinssonar í Reykjavík, 1175-1177; Guðmundur í Hvammi – Handrit Kristínar Sigvaldadóttur á Skeggsstöðum; Steinárætt – Handrit Péturs Sigurðssonar á Skeggsstöðum; Ættatölub. Bjarna Jóhannessonar, 55 og 780-781; Ættatölub. Jóns Espólíns, 2219, 3065 og 3805; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 542, 574 og 842; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 965, 4825 og 5014).

Þorsteinn Hákonarson.

F. um 1671, á lífi í Húnavatnssýslu 1729. For.: Hákon Ólafsson b. í Skagafjarðarsýslu og k.h. Guðný Jónsdóttir. Lausamaður í Svínavatnshreppi -1699-1700-. Bóndi á Holtastöðum í Langadal 1702-1703- og á Botnastöðum -1708-1709 og hafði jafnframt bú á Holtastöðum -1708-1709-. Bóndi á Miklabæ í Óslandshlíð 1709-1710-, í Engihlíðarhreppi -1719-1721 og í Köldukinn á Ásum -1724-1725-. Hann er kenndur við Sléttárdal. (Ættatölub. Jóns Espólíns, 3594; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 340). Þorsteinn var nefndur til lögréttumannsembættis úr Húnavatnsþingi 1708, en kom ekki til alþingis fyrr en 1711 og sór þá lögréttumannseið sinn. Á alþingi 1709 og 1710 kom til tals um það, að hann hefði forsómað að koma suður til að taka við embættinu, og var hann dæmdur til útláta fyrir þá vanrækslu. Árið 1708 var Þorsteinn orðinn eigandi að tveimur þriðju hlutum Skeggsstaða í Svartárdal og hálfum Örlygsstöðum á Skagaströnd. Hann eignaðist síðar alla Skeggsstaði, en seldi þá jörð Guðbrandi Björnssyni bónda í Stóradal í Svínavatnshreppi fyrir 33 hundruð í Stóradal 16. maí 1725 og lét hann jafnframt hafa 18 ríkisdali í milligjöf. Hann keypti 10 hundruð í Eiríksstöðum í Svartárdal af Páli Gunnarssyni bónda í Flatey á Breiðafirði fyrir lausafé 5. jan. 1724. Með samþykki konu sinnar seldi hann Jóni Bjarnasyni 10 hundruð í Efra-Langholti í Hrunamannahreppi fyrir 50 ríkisdali 21. júlí 1728. Hann keypti 10 hundruð í Eiríksstöðum fyrir 10 hundruð í lausafé 20. júlí 1726 og 5 hundruð í Kaldrana á Skaga fyrir 35 ríkisdali 9. mars 1729, hvort tveggja af af Johani Christopher Gottrup sýslumanni á Þingeyrum í Þingi. Þorsteinn undirritaði hluta jarðabókarskýrslu úr Bólstaðarhlíðarhreppi 12. nóv. 1708. – Kona: Valgerður Bjarnadóttir, f. um 1684, á lífi í Húnavatnssýslu 1728. For.: Bjarni Arngrímsson pr. á Höskuldsstöðum á Skagaströnd og k.h. Sesselja Þorvarðsdóttir. Hún fékk 5 hundruð Brún frá bróður sínum Arngrími Bjarnasyni bónda í Krísuvík við Kleifarvatn 20. júlí 1724. Valgerður var bústýra hjá Þorsteini á Holtastöðum 1702-1703-, og voru þau þá trúlofuð. Barn: Eggert, f. um 1706, b. og lögréttum. í Stóradal, kv. Hallfríði Pálsdóttur, átti einnig dóttur með Guðrúnu Jónsdóttur.

Athugasemdir: Þorsteinn hefur trúlega farið búferlum frá Holtastöðum að Botnastöðum í fardögum 1708. Hann fór búferlum úr Engihlíðarhreppi í Torfalækjarhrepp í fardögum 1721. Hann var bóndi í Torfalækjarhreppi 1721-1723-, en getur síðast sem þingvitnis á Svínavatni 6. maí 1729 og í Bólstaðarhlíð 30. maí 1729. Vera má að hann hafi síðast búið í Stóradal.

(Íslenzkar æviskrár I, 156; Lögréttumannatal, 94 og 574-575; Vorþeyr og vébönd, 158-159 og 214-215; Alþingisb. IX, 472, 484-485, 508, 515, 554 og 564-565, X, 2, XI, 223, 288, 290 og 496 og XII, 248; Dómab. Hún. 28. maí 1720, 17. apríl 1721, 15. apríl 1722 og 3. og 12. maí 1723; Æfir lærðra manna (þáttur Þorvarðs Ólafssonar á Breiðabólstað); Ættatölub. Jóns Espólíns, 931 og 3594-3595; Ættatölub. Jóns Magnússonar, 214 og 485; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 232 og 340; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 497 og 639).

Þorsteinn Illugason.

F. um 1694, á lífi í Syðri-Mjóadal 1735. For.: Illugi Sigurðsson b. á Fossum og k.h. Margrét Þorsteinsdóttir. Var hjá foreldrum sínum á Fossum 1703. Bóndi á Torfustöðum -1733-1734 og í Syðri-Mjóadal 1734-1735-. Hann bjó í Syðri-Mjóadal til æviloka, en ekki er vitað hvenær hann dó. – Kona, g. um 1734, Oddný Björnsdóttir, f. um 1683, á lífi í Syðri-Mjóadal 1762. Óvíst er um foreldra hennar, en hún var systir Solveigar Björnsdóttur ómaga í Forsæludal í Vatnsdal 1703. Oddný var vinnukona í Ási í Vatnsdal -1702-1703-, en síðar í Forsæludal. Hún var húsmóðir í Syðri-Mjóadal -1733-1734. Eftir lát Þorsteins bjó hún ekkja í Syðri-Mjóadal -1737-1745, en var í húsmennsku á sama stað 1745-1762-. Oddný fékk ásamt Solveigu systur sinni hálfa Brún í Svartárdal í vinnulaun frá húsbónda þeirra Þorláki Ólafssyni bónda í Forsæludal og á Eiríksstöðum. Barn: Guðrún, f. nál. 1735, g. Hrólfi Þorsteinssyni b. á Löngumýri í Vallhólmi. Barnsmóðir: Guðríður Bjarnadóttir, f. um 1698, á lífi í Hvammi í Svartárdal 1745, húsm. í Hvammi. For.: Bjarni Jónsson b. í Hvammi og k.h. Kristín Eiríksdóttir. Barn þeirra fæddist 1723 eða 1724 í Bergsstaðaprestakalli.

(Feðraspor og fjörusprek, 125; Vorþeyr og vébönd, 225; Alþingisb. X, 297-298; Ættatölub. Jóns Espólíns, 3372; Ættatölub. Jóns Magnússonar, 475; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 553; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 3680).

Þorsteinn Jónsson.

F. um 1698, d. 1756 (gr. 4. júlí 1756) í Höskuldsstaðasókn. For.: Jón Jónsson b. á Ytra-Hóli á Skagaströnd og k.h. Guðrún Þorsteinsdóttir. Var hjá foreldrum sínum á Ytra-Hóli 1703. Bóndi á Björnólfsstöðum í Langadal -1733-1734, á Litlu-Mörk 1734-1735-, í Vatnahverfi í Refasveit -1737-1754- og í Kúskerpi í Refasveit -1755 til æviloka. – Kona: Solveig Jónsdóttir, f. um 1707, d. 14. jan. 1769 í Holtastaðasókn. For. ókunnir. Börn: Árni, f. um 1737, b. í Hvammshlíð í Norðurárdal, kv. Margréti Jónsdóttur. Benedikt, f. um 1740, var hjá foreldrum sínum í Höskuldsstaðasókn 1755. Teitur, f. um 1742, b. á Gunnfríðarstöðum á Bakásum, kv. konu sem heimildum ber ekki saman um nafn á, átti áður dóttur með Halldóru Einarsdóttur. Arndís, f. 1749 (sk. 8. sept. 1749) í Höskuldsstaðasókn, d. 1750 (gr. 26. júlí 1750) í sömu sókn. Guðrún, var hjá foreldrum sínum í Höskuldsstaðasókn 1755. Ennfremur kann sonur þeirra að hafa verið: Hákon Þorsteinsson, f. um 1740, d. 1750 (gr. 7. júní 1750) í Höskuldsstaðasókn.

(Biskupsskjalasafn B VII).

Þorsteinn Jónsson.

F. 1. mars 1802 í Ási í Vatnsdal, d. 12. okt. 1869 í Holtastaðasókn. For.: Jón Jónsson b. á Kornsá í Vatnsdal og f.k.h. Ingibjörg Sigurðardóttir. Var smalapiltur á Undirfelli í Vatnsdal 1816 og fermdist í Undirfellssókn sama ár. Vinnumaður í Hvammi í Vatnsdal 1828-1832. Bóndi á Strjúgsstöðum 1832-1834, á Litlu-Giljá í Þingi 1834-1836 og í Holtastaðakoti í Langadal 1836-1842. Húsmaður á Miðgili í Langadal 1842-1843. Bóndi í Engihlíð í Langadal 1843-1849, í Holtastaðakoti aftur 1849-1866 og á Illugastöðum 1866 til æviloka. Hann varð úti nálægt Holtastöðum í Langadal. Við húsvitjun í Undirfellssókn 1832 er Þorsteinn sagður nokkuð þverlyndur og í meðallagi að sér. – Fyrri kona, g. 19. febr. 1833, Guðrún Guðmundsdóttir, f. um 1791 í Glaumbæ í Langadal, d. 21. mars 1855 í Holtastaðakoti. For.: Guðmundur Sigurðsson b. á Móbergi í Langadal og k.h. Elín Helgadóttir. Guðrún var áður gift Birni Ólafssyni b. í Hvammi í Langadal. Hún var vinnukona á Holtastöðum -1829-1830 og í Hvammi í Vatnsdal 1830-1832, en bústýra hjá Þorsteini á Strjúgsstöðum 1832-1833. Við húsvitjun í Undirfellssókn 1832 er Guðrún sögð dagfarshæg. Barn: Guðmundur, f. 1. apríl 1833 á Strjúgsstöðum, d. 12. okt. 1833 á sama stað. Seinni kona, g. 13. júlí 1858, Sesselja Eggertsdóttir, f. 4. maí 1818 á Bakka í Vatnsdal, á lífi á Illugastöðum 1871. For.: Eggert Jónsson b. og hreppstj. á Þernumýri í Vesturhópi og f.k.h. Margrét Guðmundsdóttir. Sesselja var fóstruð af hjónunum Ólafi Jónssyni og Steinunni Pálsdóttur á Undirfelli, og fermdist í Undirfellssókn 1832. Hún var vinnukona á Auðkúlu í Svínadal 1839-1841, á Grund í Svínadal 1841-1842 og á Gilsstöðum í Vatnsdal 1842-1858. Hún bjó ekkja á Illugastöðum 1869-1872. Barnsmóðir: Guðrún Guðmundsdóttir, f. um 1799, d. 4. júlí 1845 í Hnausum í Þingi, vk. í Hvammi í Vatnsdal. Hún var vk. í Hnausum 1835 og í Brekku í Þingi 1840, en síðast á Hólabaki í Þingi. Barn: Baldvin, f. 24. júlí 1829 í Hvammi í Vatnsdal, d. 30. mars 1858 í Hlíðarhúsum í Reykjavík, vm. á Þingeyrum í Þingi 1855, en síðast í Sauðanesi á Ásum, ókv., en átti son með Hólmfríði Ólafsdóttur. Barnsmóðir: Björg Gísladóttir, f. 9. maí 1822 í Engihlíð, d. 31. des. 1846 á sama stað, vk. í Hvammi í Svartárdal. For.: Gísli Jónsson b. í Blöndudalshólum og k.h. Halldóra Ólafsdóttir. Björg var vk. á Ystagili í Langadal 1845. Barn: Þorbjörg, f. 14. sept. 1844 í Hvammi í Svartárdal, g. Ísleifi Jónssyni b. á Tittlingastöðum í Víðidal.

Athugasemd: Freistandi er að geta sér þess til að að móðir Baldvins Þorsteinssonar hafi verið Guðrún Guðmundsdóttir, f. 15. febr. 1799 í Harastaðakoti á Skagaströnd. For.: Guðmundur Jónsson b. í Króki á Skagaströnd og k.h. Elín Sveinsdóttir. Hún var hjá foreldrum sínum í Harastaðakoti 1801.

(Íslenzkar æviskrár I, 323 og III, 467; Borgfirzkar æviskrár I, 444-445; Annáll nítjándu aldar III, 427; Skiptab. Hún. 5. júní 1847; Eiðsstaðaætt – Handrit Björns Bjarnasonar á Brandsstöðum; Ættatölub. Jóns Espólíns, 546, 1638, 2973, 3797 og 4774; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 312-313 (innskotsblöð), 337-338, 441, 487, 684 og 725).

Þorsteinn Ketilsson.

F. nál. 1705, á lífi á Móbergi í Langadal 1740. Faðir: Ketill Jónsson b. í Bólstaðarhlíðarhreppi. Bóndi í Auðólfsstaðakoti -1734-1738, á Vesturá á Laxárdal fremri 1738-1739 og á Móbergi 1739-1740. – Ókunnugt um kvonfang og börn.

(Fortíð og fyrirburðir, 37; Ættatölub. Jóns Espólíns, 1383-1384; Ættatölub. Jóns Halldórssonar, 248; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 203; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 1884).

Þorsteinn Ólafsson.

F. 16. júní 1791 í Ketu á Skaga, d. 24. maí 1843 á Æsustöðum. For.: Ólafur Sigurðsson b. og hreppstj. á Vindhæli á Skagaströnd og k.h. Rannveig Sigurðardóttir. Var hjá foreldrum sínum á Vindhæli 1801 og fermdist í Hofsprestakalli 1803. Bóndi á Æsustöðum 1821 til æviloka. Þorsteinn var gáfumaður og vinsæll. – Fyrri kona, g. 11. okt. 1821, Margrét Björnsdóttir, f. um 1778 á Steinnýjarstöðum á Skagaströnd, d. 12. maí 1834 á Æsustöðum, ekkja Arnórs Árnasonar pr. á Bergsstöðum. For.: Björn Jónsson pr. í Bólstaðarhlíð og f.k.h. Ingibjörg Ólafsdóttir. Barn: Rannveig, f. 11. júlí 1822 á Æsustöðum, g. fyrr Sigurgeiri Stefánssyni b. í Jaðri á Langholti 1850, síðar Sigvalda Jónssyni b. á Búastöðum í Vopnafirði 1870. Seinni kona, g. 9. okt. 1835, Helga Stefánsdóttir, f. 27. júlí 1798 í Flatatungu á Kjálka, d. 13. maí 1878 í Sauðanesi á Ásum, ekkja Jóns Ólafssonar b. á Syðsta-Vatni á Efribyggð. For.: Stefán Guðmundsson b. í Flatatungu og 3.k.h. Helga Sveinsdóttir. Helga var hjá foreldrum sínum í Flatatungu 1801 og fermdist í Miklabæjarprestakalli í Skagafjarðarsýslu 1812. Hún bjó ekkja á Syðsta-Vatni 1834-1835 milli manna. Eftir lát Jóns bjó hún ekkja á Æsustöðum 1843-1848, en giftist þá Hjálmari Loftssyni b. á Æsustöðum. Börn: Margrét, f. 16. maí 1836 á Æsustöðum, g. Sigurði Sigurðssyni b. á Skeggsstöðum. Ingibjörg, f. 17. maí 1836 á Æsustöðum, g. Jóni Gíslasyni b. á Uppsölum í Blönduhlíð, þau systrabörn. Þórunn, f. 29. maí 1838 á Æsustöðum, g. Hannesi Gíslasyni b. á Fjósum. Elinborg, f. 7. des. 1839 á Æsustöðum, d. 22. mars 1842 á sama stað. – Fyrsti maður Helgu, g. 8. okt. 1830, Jón Ólafsson, f. 1779 (sk. 3. júní 1779) í Flatatungu, d. 29. júlí 1834 á Syðsta-Vatni, b. á Syðsta-Vatni 1821 til æviloka. For.: Ólafur Jónsson b. á Álfgeirsvöllum á Efribyggð og k.h. Margrét Ólafsdóttir. Jón var hjá móður sinni á Álfgeirsvöllum 1801 og á Syðsta-Vatni 1816. Börn: Helga, f. 16. okt. 1833 á Syðsta-Vatni, g. Pálma Hjálmarssyni b. í Þverárdal, þau stjúpsystkini, átti áður son með Jóni Jónssyni pr. á Stað á Reykjanesi. Jón, f. 13. des. 1834 á Syðsta-Vatni, b. í Sauðanesi, kv. Helgu Gísladóttur, þau systkinabörn. Barnsfaðir Helgu: Ásmundur Ásmundsson, f. 14. jan. 1796 á Silfrastöðum í Blönduhlíð, d. 1. ágúst 1872 á Írafelli í Svartárdal, b. á Írafelli. For.: Ásmundur Jónsson b. og hreppstj. á Silfrastöðum og k.h. Kristín Tómasdóttir, síðar g. Magnúsi Snæbjörnssyni b. í Stafni. Mikið málaþras leiddi af barneign Helgu og Ásmundar vegna þess að hann var kvæntur hálfsystur hennar. Barn: Guðmundur, f. 7. okt. 1825 í Sölvanesi á Fremribyggð, d. 8. nóv. 1827 á Hofi í Vesturdal.

(Íslenzkar æviskrár I, 81-82 og 227-228 og III, 204; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 I, 234, II, 4-5 og 154-156 og IV, 174-176; Skyggir skuld fyrir sjón I, 198; Niðjatal Gísla Stefánssonar og Önnu Jónsdóttur frá Flatatungu, 15-22 og 73-220; Niðjatal Þorvalds Böðvarssonar prests í Holti undir Eyjafjöllum og Björns Jónssonar prests í Bólstaðarhlíð, 51-58; Ættir Austfirðinga, 840; Saga frá Skagfirðingum II, 129, 136-137, 158 og 181, III, 36, 45, 48 og 167 og IV, 27; Saga Skagstrendinga og Skagamanna, 40-41, 73 og 94-95; Hrakhólar og höfuðból, 208; Svipir og sagnir, 11; Troðningar og tóftarbrot, 228-229; Ritsafn Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum II, 23-25, 33-38 og 41-43; Skáldið frá Fagraskógi, 201-202 og 205; Saga Íslendinga í Norður-Dakota, 255-256; Brandsstaðaannáll, 144; Landsyfirréttardómar III, 182-185 og 202-205; Dómab. Skag. 1. febr. 1826 og 22. des. 1827; Skiptab. Hún. 21. okt. 1834 og 1. júní 1844; Skiptab. Skag. 24. apríl 1835; Ættatölub. Jóns Espólíns, 3063, 3916 og 3953; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 534, 830 og 831; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 100, 4796 og 4945).

Þorsteinn Steindórsson.

F. um 1768 í Þórormstungu í Vatnsdal, d. 11. des. 1848 á Hjaltabakka á Ásum. For.: Steindór Þorláksson b. á Gilsstöðum í Vatnsdal og k.h. Kolfinna Jónsdóttir. Bóndi á Eyvindarstöðum 1791-1792, á Marðarnúpi í Vatnsdal 1792-1793, á Kúfustöðum 1793-1800, á Gilsstöðum í Vatnsdal 1800-1803, í Holti á Ásum 1803-1842 og á Skeggjastöðum á Skagaströnd 1842-1847. Próventumaður á Hjaltabakka 1847 til æviloka. Hann var meðhjálpari í Hjaltabakkakirkju þegar hann bjó í Holti. Þorsteinn var góður bóndi og vel efnum búinn. Hann keypti Kúfustaði af Guðmundi Jónssyni bónda í Stóradal í Svínavatnshreppi. Hann skrifaði undir verslunarkærubréf í Bólstaðarhlíð 20. sept. 1797. – Fyrri kona, g. 8. okt. 1791, Margrét Jónsdóttir, f. um 1759 á Eyvindarstöðum, d. 13. maí 1835 í Holti. For.: Jón Tómasson b. á Eyvindarstöðum og k.h. Ingibjörg Sæmundsdóttir. Börn: Margrét, f. um 1792 í Grímstungusókn, g. Magnúsi Péturssyni b. í Holti, átti áður son með Birni Björnssyni b. í Hrútatungu í Hrútafirði. Jón, f. 7. júní 1794 á Kúfustöðum, landlæknir í Reykjavík, kv. Elínu Stefánsdóttur. Hann tók sér ættarnafnið Thorstensen. Ingibjörg, f. um 1796 á Kúfustöðum, g. fyrr Sveini Guðmundssyni b. á Efra-Núpi í Miðfirði, síðar Jóni Péturssyni b. á Hvítanesi í Skilmannahreppi. Þórunn, f. um 1799, var hjá foreldrum sínum á Gilsstöðum 1801. Björn, f. 4. des. 1804 í Holti, var hjá foreldrum sínum í Holti 1816, sigldi til Kaupmannahafnar og síðar til Austur-Indía, að sögn. Seinni kona, g. 19. okt. 1835, Margrét Guðmundsdóttir, f. 5. ágúst 1796 í Meðalheimi á Ásum, d. 14. júní 1869 í Steinnesi í Þingi. For.: Guðmundur Guðmundsson b. í Meðalheimi og 1.k.h. Guðrún Oddsdóttir. Margrét var hjá foreldrum sínum í Meðalheimi 1801 og fermdist í Hjaltabakkasókn 1810. Hún var próventukona á Hjaltabakka 1847-1849, vinnukona í Sauðanesi á Ásum 1849-1850, en í skjóli Jóhönnu systur sinnar í Spákonufellskoti á Skagaströnd 1850-1851 og á Skeggjastöðum 1851-1860. Hún var próventukona á Hjaltabakka 1860-1863, á Höskuldsstöðum á Skagaströnd 1863-1866, á Syðra-Hóli á Skagaströnd 1866-1868 og í Steinnesi 1868 til æviloka. Barnlaus. Barnsmóðir: Kristín Guðmundsdóttir, f. 21. apríl 1799 á Ægissíðu á Vatnsnesi, d. 28. júlí 1862 í Meðalheimi, vk. í Holti. For.: Guðmundur Jónsson b. á Ægissíðu og f.k.h. Guðrún Sveinsdóttir. Kristín giftist síðar Runólfi Jónssyni b. í Meðalheimi. Barn: Þórunn, f. 14. sept. 1824 í Holti, d. 17. júlí 1826 í Hjaltabakkasókn.

Athugasemd: Í Manntali á Íslandi 1816 er Margrét Þorsteinsdóttir, dóttir Þorsteins og Margrétar, talin fædd á Kúfustöðum og virðist það ótrúverðugt, því foreldrar hennar voru ekki komin að Kúfustöðum um það leyti sem hún fæddist. Hún var hjá þeim á Marðarnúpi 1792, sögð ungbarn. Í Manntali á Íslandi 1845 er hún talin fædd í Grímstungusókn.

(Íslenzkar æviskrár III, 324-325; Borgfirzkar æviskrár VI, 200 og XI, 215; Læknar á Íslandi II, 912-914; Feðraspor og fjörusprek, 58-64; Svipir og sagnir, 108; Húnaþing I, 492-495; Norðri 1855 (nr. 9 og 10), 40; Brandsstaðaannáll, 169-170; Skiptab. Hún. 3. okt. 1835; Ættatölub. Jóns Espólíns, 2118, 3703-3704 og 4774; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 312-313 (innskotsblöð), 333-334 og 494; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 5117 og 5383-5384).

Þorsteinn Þórarinsson.

F. um 1684, á lífi á Botnastöðum 1735. For. ókunnir. Vinnumaður í Glaumbæ á Langholti -1702-1703-. Bóndi á Botnastöðum -1733-1735-. Barnsmóðir: Þorgerður Snorradóttir, f. um 1689, vk. í Holtastaðasókn. For. ókunnir. Þorgerður er tvítalin í Manntali á Íslandi 1703 sem hlutaómagi í Sauðárhreppi í Skagafjarðarsýslu og sem hlutaómagi í Seyluhreppi í Skagafjarðarsýslu. Barn þeirra fæddist 1719 eða 1720 í Holtastaðasókn.

(Dómab. Hún. 28. maí 1720).

Þórunn Björnsdóttir.

F. 6. jan. 1791 í Bólstaðarhlíð, d. 19. febr. 1855 á Hofi í Vopnafirði. For.: Björn Jónsson pr. í Bólstaðarhlíð og f.k.h. Ingibjörg Ólafsdóttir. Var hjá foreldrum sínum í Bólstaðarhlíð 1801. Bústýra hjá föður sínum á sama stað 1816-1817. Húsmóðir í Kaupmannahöfn 1822-1827, í Reykjavík 1827-1830 og á Lambastöðum á Seltjarnarnesi 1830-1835, en bjó ekkja á sama stað 1835-1842. Hún var í skjóli Halldórs sonar síns í Glaumbæ á Langholti 1842-1850 og á Hofi 1850 til æviloka. Þórunn var valkvendi. – Maður, g. 24. maí 1822, Gunnlaugur Oddsson, f. 9. maí 1786 í Geldingaholti í Seyluhreppi, d. 2. maí 1835 á Lambastöðum, pr. í Reykjavík og á Lambastöðum. For.: Oddur Oddsson b. og smiður í Geldingaholti og k.h. Ragnheiður Þorsteinsdóttir. Gunnlaugur var fóstraður af hjónunum Erlendi Runólfssyni og Guðlaugu Eiríksdóttur í Geldingaholti, og nam ýmsan fróðleik af fóstra sínum. Hann fermdist í Glaumbæjarprestakalli í Skagafjarðarsýslu 1799. Var hjá fóstru sinni í Geldingaholti 1802, þá titlaður scholasticus. Nam undir skóla hjá Jóni Konráðssyni prófasti á Mælifelli á Fremribyggð. Lærði í Bessastaðaskóla og varð stúdent þaðan með mjög góðum vitnisburði 1809. Barnakennari í Sviðholti á Álftanesi 1810. Var síðan um tveggja ára skeið amtmannsskrifari í Suðuramti og sinnti jafnframt unglingakennslu. Fór utan 1812 og var heimiliskennari á Sjálandi í Danmörku næstu ár. Hann var skráður í stúdentatölu í Kaupmannahafnarháskóla 22. okt. 1813 og lauk þaðan lærdómsprófi í málfræði 1814 og lærdómsprófi í heimspeki 1815. Las í fyrstu lögfræði, en hætti við það og hvarf að guðfræðinámi, og lauk guðfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 20. júlí 1821. Frá árinu 1817 kenndi hann jafnhliða náminu stærðfræði og skrautritun í Sjóliðsforingjaskóla danska flotans og starfaði við Árnasafn sem styrkþegi Árnajóðs. Varð 14. jan. 1825 konsistorialassessor að nafnbót. Vígðist 8. júlí 1827 til Dómkirkjunnar í Reykjavík. Hann var dómkirkjuprestur í Kjalarnesprófastsdæmi 1827 til æviloka. Séra Gunnlaugur var mikill maður vexti, bleikrauður í andliti, augun ljósleit og í meðallagi stór, dökkur á hár, en varð snemma sköllóttur í hnakka og vöngum, mjög drykkjugjarn og oftast heilsutæpur. Hann var glaðsinna og skemtinn, hjálpsamur og gestrisinn, hóglyndur og siðprúður, röggsamur og reglufastur, og enginn skartmaður. Hann var ágætur skrifari, góður predikari og hafði hinn áheyrilegasta framburð, hvort heldur hann predikaði á íslensku eða dönsku. Séra Gunnlaugur var afbragðskennari, kenndi mörgum nemendum skólalærdóm og veitti stúdentspróf, kom á fót barna- og unglingaskóla í Reykjavík 1827, og kenndu nemendur hans þar til skiptis. Hann ritaði ýmislegt og sá um útgáfur fornrita í Kaupmannahöfn, einn og með öðrum. Séra Gunnlaugur byggði upp bæjarhús á Lambastöðum. Hann tók upp ættarnafnið Oddsen og festist það við marga niðja hans í beinan karllegg. Þórunn og Gunnlaugur voru trúlofuð í mörg ár, og kom hún eftir tilboði hans til Kaupmannahafnar eftir langa sjóferð. Börn: Gunnþórunn Ingibjörg Ragnheiður, f. nál. 1823, dó ung. Gunnþórunn Ingibjörg Ragnheiður, f. 9. maí 1824 í Kaupmannahöfn, g. Halldóri Jónssyni pr. og alþingism. á Hofi, þau systrabörn. Erlendur Vilhjálmur Björn, f. 27. júlí 1826 í Kaupmannahöfn, b. og söðlasmiður á Hellisfjörubökkum í Vopnafirði, kv. fyrr Björgu Guttormsdóttur, síðar Guðlaugu Þorsteinsdóttur. Gunnlaugur Eyjólfur, f. 13. febr. 1829 í Reykjavík, b. á Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð, kv. Guðbjörgu Jónsdóttur. Ingibjörg Elísabet, f. 4. júlí 1830 á Lambastöðum, g. Þorsteini Jónssyni sýslum. á Kiðjabergi í Grímsnesi. Ólafur Þorsteinn, f. 18. sept. 1833 á Lambastöðum, d. 22. júní 1834 á sama stað. Ólafur Þorsteinn, f. 22. febr. 1835 á Lambastöðum, d. 11. mars 1855 í Reykjavík, latínuskólanemi í Reykjavík.

Athugasemdir: 1) Freistandi er að geta sér þess til að Þórunn hafi verið fædd á árinu 1792, þó að heimildir greini annað. 2) Þórunn er ýmist sögð hafa siglt til Kaupmannahafnar árið 1818 eða árið 1821.

(Íslenzkar æviskrár I, 227-228, II, 216-217 og 262-263 og V, 217-218; Seltirningabók, 94; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 IV, 174-176; Íslenzkir Hafnarstúdentar, 148; Sýslumannaæfir I, 133-134, III, 159 og IV, 370-371; Frændgarður II – Ættmeiður, 184-185 og 189; Niðjatal Þorvalds Böðvarssonar prests í Holti undir Eyjafjöllum og Björns Jónssonar prests í Bólstaðarhlíð, 51, 67-70 og 85-88; Ættir Austfirðinga, 844-845, 902 og 904; Saga frá Skagfirðingum I, 118 og 176, II, 13 og 158, III, 49, 56 og 136-137 og IV, 9-10; Syrpa úr handritum Gísla Konráðssonar I, 262; Menn og minjar II, 66-67; Norðri 1855 (nr. 9 og 10), 40 og 1856 (nr. 17 og 18), 70-71; Annáll nítjándu aldar II, 62 og 401; Alþingisb. XVII, 297; Æfir lærðra manna (þáttur Gunnlaugs Oddssonar á Lambastöðum); Prestaæfir Sighvats Grímssonar Borgfirðings (þáttur Gunnlaugs Oddssonar á Lambastöðum); Ættatölub. Jóns Espólíns, 1142 og 3918; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 390-391 og 534-535; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 100 og 5270-5273).

Þórunn Þorsteinsdóttir.

F. um 1700, á lífi í Þverárdal 1755. For.: Þorsteinn Bjarnason b. og lögréttum. á Breiðabólstað í Vatnsdal og k.h. Ingibjörg Konráðsdóttir. Var hjá foreldrum sínum á Syðri-Þverá í Vesturhópi 1703. Húsmóðir á Skeggsstöðum -1751-1752, þá væntanlega ekkja. Búlaus í Þverárdal 1752-1755. – Barnsfaðir: Einar Jónsson, f. um 1701, d. 9. nóv. 1779 í Stóradal í Svínavatnshreppi, ráðsm. á Þingeyrum í Þingi. For.: Jón Þorvaldsson pr. á Miklabæ í Blönduhlíð og k.h. Guðrún Jónsdóttir. Ókunnugt um barn.

(Íslenzkar æviskrár I, 365 og III, 326; Lögréttumannatal, 571-572; Ættatölub. Jóns Espólíns, 2974 og 4967; Ættatölub. Jóns Magnússonar, 95; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 488 og 547; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 714, 851 og 4009).

Þorvarður Bárðarson.

F. um 1690 í Purkey á Breiðafirði, d. 15. febr. 1767 í Felli í Sléttuhlíð. For.: Bárður Ögmundsson b. í Gíslabæ við Hellna og k.h. Sigríður Þorvarðsdóttir. Var hjá foreldrum sínum í Fagurey á Breiðafirði 1703. Nam fyrst skólalærdóm hjá Guðmundi Jónssyni presti á Helgafelli í Helgafellssveit. Lærði í Hólaskóla og varð stúdent þaðan 1715. Vígðist til Bergsstaða 17. maí 1715. Bóndi á Bergsstöðum 1715-1725, á Kvíabekk í Ólafsfirði 1725-1754 og í Felli 1754-1766-. Hann var sóknarprestur í Bergsstaðaprestakalli 1715-1724, í Kvíabekkjarprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi 1724-1754 og í Fellsprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi 1754-1767, en sagði sig frá prestsskap skömmu fyrir andlát sitt, þá farinn að heilsu. Séra Þorvarður var frekur meðalmaður að vexti, ekki sérlega fríður en sómdi sér vel, hraustur að afli og oftast heilsugóður, mikill raddmaður og kunni söng, hversdagsgæfur, gestrisinn og hjálpsamur. Hann var drykkjugjarn og óeirðinn við öl, og gat þá orðið allsvakalegur. Talinn var hann miðlungi vinsæll. Séra Þorvarður var gáfaður og vel máli farinn, nærfærinn í lækningum, vel að sér í lögum og náttúrufræðum, og samdi kver um grös, fugla og fiska sem nú er varðveitt Í Edinborg. Hann var haldinn fjölkunnugur og kemur talsvert við þjóðsögur. Séra Þorvarður var góður búþegn lengi framan af ævi og mikill framkvæmdamaður. Árið 1743 hafði hann byggt upp öll bæjarhús á Kvíabekk, sem og kirkju staðarins, og keypt handa henni ýmsar gersemar, svo sem altarisklæði, hökul og ljósahjálm. Þá hafði hann einnig lagt í mikinn kostnað vegna sjávarútvegs og meðalakaupa. Hann keypti 10 hundruð í Eiríksstöðum af Sigmundi Helgasyni bónda á Strjúgsstöðum fyrir lausafé 28. sept. 1722. – Fyrsta kona: Ólöf Magnúsdóttir, f. um 1676, d. um 1743. For.: Magnús Jónsson b. á Ljótsstöðum á Höfðaströnd og k.h. Guðrún Þorsteinsdóttir. Ólöf var hjá foreldrum sínum á Ljótsstöðum 1703. Hún var mikill kvenskörungur og sópaði að henni hvar sem hún fór. Þorvarður og Ólöf áttu saman meiri fjárheill en ástir. Börn þeirra tvö komust ekki upp. (Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 4577). Önnur kona, g. um 1743, Guðlaug Steingrímsdóttir, f. nál. 1715, d. 22. mars 1758 í Fellssókn í Skagafjarðarsýslu. For.: Steingrímur b. á Auðnum í Ólafsfirði og k.h. Barbara Jónsdóttir. Guðlaug lést af slysförum ásamt vinnukonu sinni. Herma sagnir að þær hafi verið á leið frá Felli að Kappastöðum í Sléttuhlíð, þegar þær villtust í hríðarbyl og urðu úti. Fannst lík Guðlaugar hjá svokallaðri Tjarnabraut í Sléttuhlíð. Börn: Sigríður, f. um 1745, d. 9. nóv. 1809 í Siglufjarðarkauptúni, g. fyrr Erlendi Magnússyni b. í Hólakoti á Höfðaströnd, síðar (Johan) Isaach Grundtvig verslunarm. í Siglufjarðarkauptúni. Stígur, f. um 1746 á Kvíabekk, vm. á Ystahóli í Sléttuhlíð 1769 og í Lónkoti í Sléttuhlíð 1801, ókv. Efemía, f. um 1750, d. 20. mars 1785 á Vatnsenda í Ólafsfirði, g. Hallgrími b. á Ríp í Fljótum. Tobías, f. um 1755, d. 10. maí 1785 á Ráeyri í Siglufirði, síðast vm. á Ráeyri, ókv. Davíð, f. nál. 1750, síðast vm. á Knappsstöðum í Stíflu, ókv. Bárður. (Ættatölub. Jóns Espólíns, 3709; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 813; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 5125). Ólöf. (Lbs. 1266, 4to). Sara. (Lbs. 1266, 4to). Sigríður. (Lbs. 1266, 4to). Þriðja kona: Ingibjörg Magnúsdóttir, f. um 1728, ekkja. For.: Magnús Magnússon b. og hreppstj. í Sólheimum í Svínavatnshreppi og k.h. Guðrún. Hún er kennd við Stóradal. (Æfir lærðra manna). Eftir lát Þorvarðs giftist Ingibjörg bóndamanni sem heimildir nafngreina ekki. Árið 1762 voru hjá þeim einn drengur 13 ára og ein stúlka 12 ára. Börn: Daníel, f. um 1763, dr. 9. apríl 1793, síðast vm. á Fyrirbarði í Fljótum, kv. Guðrúnu Jónsdóttur. Magnús, f. um 1764, vm. á Höfða á Höfðaströnd 1785, ókv. Ennfremur eru þau talin hafa átt son með Markúsarnafni. (Huld I, 96; Syrpa úr handritum Gísla Konráðssonar I, 56).

Athugasemdir: 1) Börn Þorvarðs og Ólafar eru ýmist talin hafa verið drengur og stúlka, sem eru ekki nafngreind, en sögð hafa dáið innan við tvítugt – eða tveir drengir, Magnús, er hafi dáið ungur á Bergsstöðum, og Ólafur, er hafi dáið stálpaður á Kvíabekk. 2) Þorvarður og Guðlaug eru sögð hafa átt alls 8 börn. Væri þá einu ofaukið í upptalningunni hér að framan.

(Íslenzkar æviskrár V, 250-251; Frá Hvanndölum til Úlfsdala III, 912-914; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 IV, 350; Saga frá Skagfirðingum I, 56, 71-72, 99 og 150; Fortíð og fyrirburðir, 46; Syrpa úr handritum Gísla Konráðssonar I, 54-57, 69-73 og 106; Huld I, 77-107; Þjóðsögur Jóns Árnasonar I, 249-250, III, 132-133 og 419-420 og V, 461; Annálar 1400-1800 IV, 505 og 527, V, 352 og VI, 112 og 146; Dómab. Skag. 25. okt. 1769; Skiptab. Skag. 9. nóv. 1812; HSk. 103, 4to (uppskrift Stefáns Jónssonar úr skjölum í Biskupsskjalasafni B VII – Ársskýrslum presta og prófasta í Skagafjarðarprófastsdæmi 1745-1798), 16; Lbs. 1266, 4to; Lbs. 484, 8vo (Annáll Gunnlaugs Jónssonar); Æfir lærðra manna (þáttur Þorvarðs Bárðarsonar í Felli); Prestaæfir Sighvats Grímssonar Borgfirðings (þáttur Þorvarðs Bárðarsonar í Felli); Ættatölub. Jóns Espólíns, 3707-3709 og 4676-4677; Ættatölub. Jóns Magnússonar, 492; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 416 og 813; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 86, 4577-4579 og 5124-5125).

Þorvarður Björnsson.

F. nál. 1660. Faðir: Björn Erlendsson b. í Húnavatnssýslu. Mun hafa verið búandi í Bólstaðarhlíðarhreppi. – Kona: Guðrún Snorradóttir, f. um 1661, á lífi í Bólstaðarhlíðarhreppi 1703. For. ókunnir. Guðrún var á sveitarframfæri í Bólstaðarhlíðarhreppi 1703 ásamt þremur börnum sínum. Börn: Valgerður, f. um 1689, var hjá Helgu föðursystur sinni á Höllustöðum í Blöndudal 1703, átti 1717 eða 1718 barn með Illuga Jónssyni b. á Reykjum á Reykjabraut. Guðmundur, f. um 1690, var með móður sinni í Bólstaðarhlíðarhreppi 1703. Bjarni, f. um 1692, b. á Skottastöðum, kv. Helgu Jónsdóttur. Sigríður, f. um 1696, vk. í Bergsstaðasókn, óg., en átti tvö börn, hið yngra með Ólafi Tómassyni b. í Blöndudalshólum.

(Skjalasafn prófasta; Ættatölub. Jóns Espólíns, 6842-6844).

Þorvarður Jónsson.

F. 16. jan. 1818 á Smyrlabergi á Ásum, d. 16. apríl 1854 í Blöndudalshólum. For.: Jón Jónsson b. á Smyrlabergi og f.k.h. Guðrún Þorvarðsdóttir. Fermdur í Hjaltabakkasókn 1832. Léttapiltur á Illugastöðum á Laxárdal fremri 1834-1835. Vinnumaður á Auðólfsstöðum 1836-1842, á Litla-Búrfelli í Svínavatnshreppi 1842-1843, á Ríp í Hegranesi 1843-1844, á Auðólfsstöðum aftur 1844-1846 og í Blöndudalshólum 1846-1850-. Bóndi í Blöndudalshólum 1851 til æviloka. – Kona, g. 2. okt. 1846, Solveig Kristjánsdóttir, f. 22. apríl 1820 á Litla-Vatnsskarði á Laxárdal fremri, á lífi á Brenniborg á Neðribyggð 1902. For.: Kristján Jónsson b. á Litla-Vatnsskarði og k.h. Sigurlaug Jónsdóttir. Solveig var hjá foreldrum sínum á Litla-Vatnsskarði 1835 og fermdist í Holtastaðasókn sama ár. Hún var vinnukona í Gautsdal 1837-1840, á Stóru-Mörk 1840-1843, á Auðólfsstöðum 1843-1847 og í Blöndudalshólum 1847-1850-. Hún bjó ekkja í Blöndudalshólum 1854-1855, var í húsmennsku á sama stað 1855-1856, bjó aftur ekkja í Blöndudalshólum 1856-1858, en giftist þá Arnljóti Jónssyni b. í Blöndudalshólum. Börn: Guðmundur, f. 12. júlí 1845 á Auðólfsstöðum, d. 8. nóv. 1849 í Blöndudalshólum. Jón Kristján, f. 17. febr. 1848 í Blöndudalshólum, d. 24. febr. 1848 á sama stað. Sigurbjörg, f. 1. sept. 1851 í Blöndudalshólum, d. 24. mars 1853 á sama stað. – Barnsfaðir Solveigar: Jóhannes Þorleifsson, f. um 1804 á Stóru-Mörk, d. 8. febr. 1844 á sama stað, b. á Stóru-Mörk. For.: Þorleifur Þorleifsson b. á Stóru-Mörk og k.h. Ingibjörg Jónsdóttir. Barn: Guðmundur, f. 1. des. 1842 á Stóru-Mörk, d. 5. jan. 1843 á sama stað.

(Skiptab. Hún. 24. sept. 1822 og 27. apríl, 22. maí og 30. des. 1844).

Þorvarður Oddsson.

F. 10. apríl 1806 á Kornsá í Vatnsdal, d. 25. febr. 1877 á Syðri-Löngumýri í Blöndudal. For.: Oddur Björnsson b. á Marðarnúpi í Vatnsdal og f.k.h. Arnbjörg Þorvarðsdóttir. Var fóstraður af móðurforeldrum sínum Þorvarði Þorvarðssyni og Halldóru Jónsdóttur í Forsæludal í Vatnsdal, og fermdist í Grímstungusókn 1820. Vinnumaður í Þverárdal 1823-1831 og á Botnastöðum 1831-1834. Bóndi á Botnastöðum 1834-1863 og í Skinþúfu í Vallhólmi 1863-1864-. Vinnumaður í Húsey í Vallhólmi -1865-1868 og á Svínavatni í Svínavatnshreppi 1868-1871. Búsettur á Reykjum á Reykjabraut 1871-1872 og á Þingeyrum í Þingi 1872-1874. Vinnumaður á Syðri-Löngumýri 1874 til æviloka. Þorvarður var hæglætismaður og talinn fremur einfaldur. – Kona, g. 16. okt. 1832, Helga Sigfúsdóttir, f. um 1806 á Botnastöðum, d. 18. júní 1864 í Skinþúfu. For.: Sigfús Sveinsson b. á Botnastöðum og k.h. Helga Jónsdóttir. Helga var hjá móður sinni og stjúpa á Botnastöðum 1816 og fermdist í Bólstaðarhlíðarsókn 1822. Börn: Þorbjörg, f. 2. maí 1832 á Botnastöðum, d. 10. febr. 1834 á sama stað. Þorbjörg, f. 2. febr. 1836 á Botnastöðum, g. Jóni Magnússyni b. á Löngumýri í Vallhólmi. Sigfús, f. 4. apríl 1837 á Botnastöðum, d. 7. sept. 1837 á sama stað. Guðrún, f. 25. sept. 1840 á Botnastöðum, d. 4. apríl 1910 á Syðri-Löngumýri, ráðsk. á Syðri-Löngumýri, óg. Jónas, f. 6. okt. 1844 á Botnastöðum, vm. á Eiðsstöðum í Blöndudal 1880, ókv., en átti dóttur og son með Guðbjörgu Kristjánsdóttur. Ingibjörg, f. 29. apríl 1848 á Botnastöðum, d. 3. mars 1851 á sama stað. Ingibjörg, f. 19. maí 1854 á Botnastöðum, d. 9. júní 1854 á sama stað.

(Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 III, 126-127 og 278-279; Frændgarður I, 238-241 og 247-248; Húnavaka 1977, 79-80; Skiptab. Gullbr. og Kjós. 16. des. 1839; Ættatölub. Jóns Espólíns, 1001; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 574).