T

Tómas Árnason.

F. nál. 1600, d. 1658 í Vindhælishreppi. For. ókunnir. Síðast bóndi á Strjúgsstöðum. Tómas féll af hestbaki, er hann reið úr Höfðakaupstað, lá fjórar nætur og deyði síðan. Fleiri menn urðu þá fyrir skakkaföllum í Höfðakaupstað og var því um kennt, að illur andi hefði fylgt þar skipsmanni hollenskum. – Ókunnugt um kvonfang og börn, en dætur hans kunna að hafa verið: Valgerður Tómasdóttir, f. um 1635, g. Eiríki Jónssyni b. í Bólstaðarhlíðarhreppi. Guðrún Tómasdóttir, f. um 1637, g. Runólfi Jónssyni b. í Bólstaðarhlíðarhreppi. Tómasdóttir, f. nál. 1635, g. Halli Magnússyni b. í Húnavatnssýslu. Eiginnafn hennar er ókunnugt.

(Annálar 1400-1800 I, 351; Dómab. Skag. 30. apríl 1751 og 3. maí 1753).

Tómas Eiríksson.

F. um 1662, á lífi í Auðkúluprestakalli 1710. For.: Eiríkur Jónsson b. í Bólstaðarhlíðarhreppi og k.h. Valgerður Tómasdóttir. Bóndi á Fjósum -1699-1703-. Búsettur í Auðkúluprestakalli -1709-1710-. Kona, ls. 1709 eða 1710, Margrét Sveinsdóttir, f. um 1679, á lífi á Eiríksstöðum 1739, ekkja Ívars Þorsteinssonar b. í Holti í Svínadal. Faðir: Sveinn Jónsson b. í Holti. Margrét var hjá föður sínum í Holti 1703. Hún var búlaus í Hvammi í Svartárdal -1734-1735-, en bjó ekkja á Eiríksstöðum -1737-1739. Tómas og Margrét voru að þriðja og fjórða lið að frændsemi. Þau áttu saman barn í lausaleik í Auðkúluprestakalli 1709 eða 1710, og var það fyrsta frillulífisbrot beggja. Barn: Jón, f. 1709 eða 1710 í Auðkúluprestakalli, b. á Eyvindarstöðum, kv. Ingibjörgu Sæmundsdóttur. Ennfremur kunna synir þeirra að hafa verið: Eiríkur Tómasson, f. nál. 1715, búlaus í Bólstaðarhlíðarhreppi -1734-1738. Ólafur Tómasson, f. nál. 1715, b. í Blöndudalshólum. – Fyrri maður Margrétar: Ívar Þorsteinsson, f. nál. 1680, á lífi í Holti 1706, b. í Holti -1706-. For. ókunnir. Barn: Sveinn, f. nál. 1705, b. á Hóli, kv. Þórunni Illugadóttur.

(Vorþeyr og vébönd, 216; Skiptab. Hún. 19. maí og 29. ágúst 1826; Hjónabandsleyfi úr Hólabiskupsdæmi 1788 (Jón Jónsson og Margrét Sveinsdóttir); Ættatölub. Jóns Espólíns, 3929-3930 og 3972; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 342).

Tómas Jónsson.

F. um 1741. For.: Jón Tómasson b. á Eyvindarstöðum og k.h. Ingibjörg Sæmundsdóttir. Var hjá foreldrum sínum í Blöndudalshólaprestakalli 1754, þá sagður 13 ára. Mun hafa verið búandi í Bólstaðarhlíðarhreppi. Tómas hefur orðið skammlífur. – Kona: Sesselja Árnadóttir, f. um 1740. For.: Árni Einarsson b. í Kálfárdal og f.k.h. Ragnhildur Jónsdóttir. Sesselja var vinnukona í Þverárdal -1762-1763-. Barn: Ólafur, f. um 1772, b. í Sellandi, kv. Guðrúnu Jónsdóttur.

(Biskupsskjalasafn B VII; Sýsluskj. Hún. XV, 3, 16. júní 1788 (dánarbú Árna Einarssonar á Blöndubakka) og XV, 3, 10. nóv. 1791 (dánarbú Magnúsar Bjarnasonar á Ánastöðum); Skiptab. Hún. 20. sept. 1785, 27. okt. 1803 og 19. maí og 29. ágúst 1826).

Tómas Jónsson.

F. um 1765, d. 6. maí 1813 á Marðarnúpi í Vatnsdal. Óvíst er um foreldra hans, en hann var í ætt við annað hvort þeirra Syðra-Tungukotshjóna, Guðmund Guðmundsson og Sigríði Ólafsdóttur. Vinnumaður á Brún -1789-1790-. Bóndi á Brún 1797-1810 og á Marðarnúpi 1810 til æviloka. – Kona: Guðrún Sigurðardóttir, f. um 1754 á Brún, d. 19. mars 1835 á Kringlu á Ásum. For.: Sigurður Jónsson b. á Brún og k.h. Guðbjörg Jónsdóttir. Guðrún var hjá foreldrum sínum á Brún 1762. Hún bjó ekkja á Marðarnúpi 1813-1814, en var húskona í Hnausum í Þingi 1814-1816. Vinnukona í Hnausum 1816-1820. Barnfóstra í Hnausum 1820-1825, en var í skjóli Margrétar dóttur sinnar á Kringlu 1825 til æviloka. Börn: Guðrún, f. um 1794 á Brún, g. Þorvaldi Bjarnasyni b. í Tjarnarseli í Skagaheiði, átti áður dóttur með Benedikt nokkrum. Guðbjörg, f. um 1796 á Brún, d. 28. sept. 1819 á Undirfelli í Vatnsdal, vk. í Hnausum 1816, en síðast húsk. á Undirfelli, óg., en átti dóttur með Jóni Ólafssyni b. í Hnausum. Margrét, f. um 1800 á Brún, g. Ólafi Helgasyni b. á Kringlu.

(Húnavaka 1976, 90-91; Sýsluskj. Hún. XV, 7, 21. des. 1813 (dánarbú Tómasar Jónssonar á Marðarnúpi); Skiptab. Hún. 29. ágúst 1805 og 21. des. 1813).

Tómas Tómasson.

F. 9. maí 1813 í Reynistaðarsókn í Skagafjarðarsýslu, d. 3. júní 1862 í Sauðanesi á Ásum. For.: Tómas Klemensson b. á Þröm á Langholti og k.h. Þorbjörg Guðmundsdóttir. Fermdur í Glaumbæjarsókn í Skagafjarðarsýslu 1830. Vinnumaður á Fjalli í Sæmundarhlíð -1834-1843. Bóndi í Selhaga 1843-1847 og á Fjalli 1847-1848. Húsmaður í Selhaga 1848-1849. Vinnumaður í Þverárdal 1849-1850. Bóndi í Kálfárdal 1850-1854 og í Skálahnjúki í Gönguskörðum 1854-1855. Vinnumaður í Bólstaðarhlíð 1855-1860, í Þverárdal 1860-1861 og á Snæringsstöðum í Svínadal 1861-1862, en síðast í Sauðanesi. – Kona, g. 27. apríl 1843, Björg Þorkelsdóttir, f. 1813 (sk. 25. okt. 1813) í Sólheimum í Sæmundarhlíð, d. 28. okt. 1868 í Glæsibæ í Staðarhreppi. For.: Þorkell Jónsson b. á Fjalli og k.h. Sigþrúður Árnadóttir. Björg fermdist í Bólstaðarhlíðarsókn 1828. Hún var vinnukona í Bólstaðarhlíð 1855-1859. Húskona á sama stað 1859-1860. Vinnukona í Þverárdal 1860-1861, á Snæringsstöðum 1861-1862 og á Beinakeldu á Reykjabraut 1862-1864-. Börn: Sigþrúður, f. 4. jan. 1842 á Fjalli, d. 22. júní 1904 á Reykjarhóli hjá Víðimýri, vk. á Stóru-Seylu á Langholti 1880, óg. Ingibjörg, f. 31. jan. 1844 í Selhaga, vk. á Stóru-Seylu 1880, óg., en átti tvær dætur með Jóni Jónssyni b. í Miklagarði á Langholti. Björn, f. 30. ágúst 1845 í Selhaga, d. 24. júní 1876 í Blöndudalshólum, þurfam. á Gunnsteinsstöðum 1870, en síðast í Blöndudalshólum, ókv. drengur, f. 12. ágúst 1847 á Fjalli. Hann fæddist andvana. Þorkell, f. 3. ágúst 1848 í Selhaga, d. 17. jan. 1850 í Þverárdal. Jón, f. 10. ágúst 1849 í Þverárdal, d. 31. júlí 1850 í Kálfárdal. Margrét, f. 18. sept. 1851 í Kálfárdal, d. 20. des. 1857 í Bólstaðarhlíð. Þorkell, f. 17. sept. 1855 í Bólstaðarhlíð, d. 27. maí 1919 í Skyttudal, vm. á Brún 1880, ókv.

(Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 II, 294-295; Skagfirzkar æviskrár 1890-1910 II, 163-164; Saga frá Skagfirðingum IV, 20 og 123; Hrakhólar og höfuðból, 69-71; Almanak Ólafs Thorgeirssonar 1919, 65-66; Ábúendatal í Staðarhreppi – Handrit Jóns Sigurðssonar á Reynistað, 35 og 271; Skeggsstaðaætt – Handrit Björns Bjarnasonar á Skeggsstöðum; Ættatölub. Jóns Espólíns, 575, 4603 og 5494; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 228 og 337).

Tómas Þorvaldsson.

F. um 1691, á lífi á Bakka á Skagaströnd 1760. For.: Þorvaldur Þórðarson b. á Hryggjum á Staðarfjöllum og k.h. Guðný Guttormsdóttir. Var hjá foreldrum sínum á Hryggjum 1703. Bóndi í Vík í Staðarhreppi -1712-1713-, á Hóli í Sæmundarhlíð -1723-1726-, í Þverárdal -1733-1738, á Þverá í Hallárdal 1738-1740-, á Finnsstöðum á Skagaströnd -1744-1757 og á Bakka 1757-1760-. Hann var hreppstjóri -1729-. Tómas var greindur maður. Hann undirritaði hluta jarðabókarskýrslu úr Seyluþingsókn í Skagafjarðarsýslu 22. maí 1713 og gaf vitnisburð um Hraunþúfuklaustur í Vesturdal árið 1729. – Kona: Sigríður Hallsdóttir, f. um 1691. For.: Hallur Þorsteinsson b. á Hóli í Sæmundarhlíð og k.h. Steinunn Sigmundsdóttir húsm. í Litlu-Gröf á Langholti. Sigríður var hjá móður sinni í Litlu-Gröf 1703. Hún seldi Sigmundi bróður sínum 5 hundruð í Hóli í Sæmundarhlíð ásamt Valgerði systur þeirra fyrir 576 álnir í lausafé 4. júní 1726. Tómas og Sigríður arfleiddu hvort annað með bréfi, dagsettu að Sólheimum í Sæmundarhlíð 22. apríl 1725. Ókunnugt um börn.

Athugasemd: Tómas var enn bóndi í Seyluþingsókn 1727. Hann var orðinn bóndi í Bólstaðarhlíðarhreppi 1730.

(Skagfirðingabók 1986, 33-34 og 36-37; Dómab. Hún. 3. maí 1732; Dómab. Skag. 1. maí 1725, 3. maí 1726, 23. júní 1727 og 25. júní 1734; Ættatölub. Jóns Espólíns, 5571; Ættatölub. Jóns Magnússonar, 19; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 703; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 3578).