Rannveig Jóhannesdóttir (1797-1867) Húsmóðir í Gautsdal.
F. 11. okt. 1797 á Balaskarði á Laxárdal fremri, d. 14. nóv. 1867 á Svaðastöðum í Hofstaðabyggð. For.: Jóhannes Jónsson b. í Gautsdal og k.h. Helga Jónsdóttir. Var hjá foreldrum sínum á Sneis á Laxárdal fremri 1801 og í Gautsdal 1816. Húsmóðir á Svaðastöðum 1819-1832. Vinnukona hjá móður sinni í Gautsdal 1832-1835. Bústýra hjá föður sínum á Rútsstöðum í Svínadal 1835-1836. Húsmóðir í Gautsdal 1836-1845. Húskona á Ríp í Hegranesi 1845-1848, ,,fór héðan yfir að Hofdölum, staðnæmdist á Sveinsstöðum hjá föður sínum, síðan um tíma í Glaumbæ, fór svo vestur að Kálfárdal”, ritar prestur í kirkjubók við burtför hennar úr Rípursókn. Hún var tökukona á Hafsteinsstöðum í Staðarhreppi 1850-1851, en í skjóli Jóhannesar sonar síns á Dýrfinnustöðum í Blönduhlíð 1851-1854. Húsmóðir á Svaðastöðum 1854 til æviloka. Rannveig var frábær hannyrðakona og vann að hannyrðum, er tími leyfði og meðan kraftar entust. Hún gaf öllum dætrum sínum vönduð ofin söðuláklæði og auk þess saumaði hún íslenskan kvenbúning, samfelluföt til eigin nota. Eftir að hafa eignast tólf börn með bónda sínum á þrettán árum, varð hún yfirfallin af sinnisveiki og gekk frá búi og börnum. En tuttugu og tveimur árum síðar settist hún aftur í húsfreyjusess sinn á Svaðastöðum. – Maður, g. 22. okt. 1818, Þorkell Jónsson, f. um 1788 á Svaðastöðum, d. 22. júlí 1881 á Svaðastöðum, b. á Svaðastöðum 1819 til æviloka. For.: Jón Björnsson b. á Svaðastöðum og k.h. Una Þorkelsdóttir. Þorkell var hjá foreldrum sínum á Svaðastöðum 1801. Hann var ráðsmaður hjá móður sinni á sama stað 1816-1819. Þorkell var atkvæða búmaður og auðsæll, en ákaflega hlédrægur út á við og kom sér hjá öllum opinberum störfum. Hann var mikill hestamaður og ræktaði úrvals reiðhestakyn sem kennt er við Svaðastaði. Hann átti Svaðastaði og Sveinsstaði í Tungusveit. Börn: Símon, f. 26. sept. 1819 á Svaðastöðum, d. 15. júlí 1821 á sama stað. Una, f. 12. okt. 1820 á Svaðastöðum, d. 21. febr. 1822 á sama stað. Jóhannes, f. 12. okt. 1821 á Svaðastöðum, b. og hreppstj. á Dýrfinnustöðum, kv. Kristínu Jónsdóttur. Una, f. 30. sept. 1822 á Svaðastöðum, d. 23. mars 1904 á sama stað, bústýra á Svaðastöðum, óg. og bl. Jón, f. 20. des. 1823 á Svaðastöðum, d. 24. des. 1823 á sama stað. Sigurlaug, f. 13. júní 1825 á Svaðastöðum, d. 27. ágúst 1825 á sama stað. Jón, f. 24. júlí 1826 á Svaðastöðum, b. á Svaðastöðum, ókv. og bl. Hann var talinn mesti peningamaður nítjándu aldar. Rannveig, f. 12. sept. 1827 á Svaðastöðum, d. 10. mars 1929 á sama stað, bústýra á Svaðastöðum, óg. og bl. Sigurlaug, f. 8. des. 1828 á Svaðastöðum, g. Símoni Pálmasyni b. í Brimnesi í Viðvíkursveit. Björn, f. 13. júní 1830 á Svaðastöðum, b. og hreppstj. á Sveinsstöðum í Tungusveit, kv. Guðlaugu Gunnlaugsdóttur. Guðrún, f. 1. ágúst 1831 á Svaðastöðum, g. Sigurði Jónssyni b. á Hvalnesi á Skaga. Helga, f. 1. ágúst 1831 á Svaðastöðum, d. 7. mars 1894 á sama stað, bústýra á Dýrfinnustöðum, óg. og bl.
(Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 I, 118-120, 238 og 275-278 og VI, 142-143; Skagfirzkar æviskrár 1890-1910 I, 270, II, 180-181 og III, 43-45; Niðjatal Þorvalds Böðvarssonar prests í Holti undir Eyjafjöllum og Björns Jónssonar prests í Bólstaðarhlíð, 14-15; Húnvetningasaga II, 620; Saga frá Skagfirðingum II, 115, III, 121 og IV, 90-91, 92-93 og 130; Skagfirzk fræði X, 40-61; Húnavaka 1979, 114; Skagfirðingabók 1992, 7-49; Ættatölub. Jóns Espólíns, 2126-2127 og 5492; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 312-313 (innskotsblöð), 337, 500 og 508; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 101).
Runólfur Jónsson (1630-?) Íbúi í Bólstaðarhlíðarhreppi.
F. nál. 1630. Óvíst er um foreldra hans, en hann var bróðir Eiríks Jónssonar b. í Bólstaðarhlíðarhreppi og Sesselju Jónsdóttur k. Jóns Magnússonar b. í Bólstaðarhlíðarhreppi. Mun hafa verið búandi í Bólstaðarhlíðarhreppi. – Kona: Guðrún Tómasdóttir, f. um 1637, á lífi á Strjúgsstöðum í Langadal 1703. Óvíst er um foreldra hennar, en hún gæti hafa verið dóttir Tómasar Árnasonar b. á Strjúgsstöðum. Guðrún bjó ekkja á Strjúgsstöðum -1699-1703-. Börn: Solveig, f. um 1674, g. Jóni Bjarnasyni b. á Hóli. Guðrún, f. um 1675, var hjá móður sinni á Strjúgsstöðum 1703. Ennfremur kann dóttir þeirra að hafa verið: Guðríður Runólfsdóttir, f. um 1673, vk. í Kálfárdal 1703.
Athugasemd: Runólfur gæti vel verið samnefndur maður sem var bóndi í Seyluþingsókn í Skagafjarðarsýslu -1677-1678-.
(Vorþeyr og vébönd, 211; Annálar 1400-1800 I, 351; Dómab. Hún. 1. maí 1760, 14. maí 1761 og 27. apríl 1770; Dómab. Skag. 26. apríl 1678).