P

Páll Árnason (1777-1843) Bóndi á Gunnsteinsstöðum.

F. 1777 á Gunnsteinsstöðum, d. 13. júlí 1843 á Syðri-Völlum á Vatnsnesi. For.: Árni Sigurðsson b. á Gunnsteinsstöðum og k.h. Elín Arnljótsdóttir. Var hjá foreldrum sínum á Gunnsteinsstöðum 1801. Bóndi á Gunnsteinsstöðum 1815-1816, á Syðri-Þverá í Vesturhópi 1816-1823 og á Syðri-Völlum 1823 til æviloka. Hann var meðhjálpari í Breiðabólstaðarkirkju í Vesturhópi og í Melstaðarkirkju í Miðfirði. Páll átti Syðri-Velli. – Kona: Ragnhildur Björnsdóttir, f. 14. apríl 1786 á Syðri-Þverá, d. 8. maí 1870 á Útibleiksstöðum í Miðfirði. For.: Björn Loftsson b. á Syðri-Þverá og s.k.h. Ingibjörg Sigurðardóttir. Ragnhildur fermdist í Breiðabólstaðarsókn 1798 og var hjá foreldrum sínum á Syðri-Þverá 1801. Hún bjó ekkja á Syðri-Völlum 1843-1844, var í skjóli Björns sonar síns á sama stað 1844-1847, í skjóli Ingibjargar dóttur sinnar á Söndum í Miðfirði 1847-1858, og stóð fyrir dánarbúi hennar á Útibleiksstöðum 1858-1859. Húskona á Útibleiksstöðum 1859 til æviloka. Börn: Björn, f. 16. ágúst 1817 á Syðri-Þverá, b. á Þingeyrum í Þingi, kv. Þóru Bjarnadóttur. Ingibjörg, f. um 1819 á Syðri-Þverá, d. 21. júní 1821 á sama stað. Ingibjörg, f. 18. apríl 1823 á Syðri-Þverá, g. Jóni Jónssyni b. á Söndum. Helga, f. 10. okt. 1824 á Syðri-Völlum, d. 17. sept. 1827 á sama stað. Árni, f. 10. jan. 1826 á Syðri-Völlum, d. 4. okt. 1827 á sama stað. Elín, f. 4. apríl 1827 á Syðri-Völlum, d. 24. apríl 1827 á sama stað. Helga, f. 29. okt. 1829 á Syðri-Völlum, d. 10. ágúst 1830 á sama stað.

(Húnavaka 1977, 92; Norðri 1858 (nr. 20 og 21), 84; Brandsstaðaannáll, 147; Ættatölub. Jóns Espólíns, 547-548 og 4025; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 441 og 533; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 4545 og 6117-6118).

Páll Einarsson (1749-1799) Bóndi á Hóli, Torfastöðum, og Steiná.

F. um 1749, á lífi í Holtsmúla á Langholti 1799. For. ókunnir. Fermdur í Höskuldsstaðasókn 1764, þá sagður 15 ára. Búlaus á Auðkúlu í Svínadal 1774-1778 og í Svínavatnshreppi 1778-1779. Bóndi í Gafli í Svínadal 1781-1783-. Vinnumaður í Hvammi í Svartárdal -1785-1786. Bóndi á Hóli 1786-1788, á Torfustöðum 1788-1796, á Steiná 1796-1797 og í Holtsmúla 1797-1799. – Kona: Guðrún Ólafsdóttir, f. um 1747 í Vatnshlíð á Skörðum, d. 5. júlí 1828 á Eiríksstöðum. Móðir: Solveig Egilsdóttir vk. í Vatnshlíð, síðar g. Pétri Ólafssyni b. í Stafni. Guðrún var hjá móður sinni og stjúpa í Stafni 1762, en vinnukona í Bergsstaðasókn -1781-. Hún var búsett á Gili -1800-1814-, þá ekkja, en í skjóli Þorbjargar systur sinnar á Eiríksstöðum -1816 til æviloka. Börn: Solveig, f. um 1787 á Hóli, g. Árna Jónssyni b. á Skottastöðum. Guðrún, f. um 1788 á Hóli, d. 11. nóv. 1829 á Geithömrum í Svínadal, vk. á Gili 1816, en síðar á Geithömrum, óg. Hún var í fóstri í Holtsmúla 1801. Jón, f. um 1789 á Torfustöðum, b. í Stafni, kv. Margréti Halldórsdóttur. Ólafur, f. um 1795 á Torfustöðum, b. á Syðri-Leifsstöðum, kv. Ingibjörgu Gísladóttur. Barnsmóðir: Engilráð Þorleifsdóttir, f. um 1752, á lífi í Syðri-Mjóadal á Laxárdal fremri 1789, vk. í Svínavatnssókn. For.: Þorleifur Sæmundsson b. í Stafni og f.k.h. Engilráð Jónsdóttir. Engilráð var búlaus í Gafli 1782-1783. Barn þeirra fæddist 1783 í Svínavatnssókn.

Athugasemd: 1) Í Almanaki Ólafs Thorgeirssonar er faðir Páls ranglega talinn Einar Torfason b. í Hólabæ. 2) Hægt er að láta sér til hugar koma að faðir Guðrúnar kunni að hafa verið Ólafur Tómasson b. í Blöndudalshólum 1756-1757. 3) Við Manntal á Íslandi 1801 var Guðrún hjá hjónunum Jónasi Jónssyni og Ingibjörgu Jónsdóttur á Gili, þá titluð skyldmenni. 4) Ólafur Pálsson, sonur Páls og Guðrúnar, var hjá hjónunum Bjarna Bjarnasyni og Hólmfríði Jónsdóttur í Holti í Svínadal 1803, þá titlaður ættingi.

(Almanak Ólafs Thorgeirssonar 1932, 77; Biskupsskjalasafn B VII; Guðmundur í Hvammi – Handrit Kristínar Sigvaldadóttur á Skeggsstöðum).

Páll Halldórsson (1798-1847) Bóndi á Bergsstöðum.

F. 31. ágúst 1798 á Torfastöðum í Biskupstungum, d. 14. júní 1847 á Bergsstöðum. For.: Halldór Þórðarson pr. á Torfastöðum og s.k.h. Ragnhildur Magnúsdóttir. Var hjá foreldrum sínum á Torfastöðum 1801. Vann í æsku erfiðisvinnu og reri til sjós, en varð loks að hætta því vegna viðvarandi og heldur vaxandi sjósóttar. Nam undir skóla hjá bróður sínum Magnúsi Halldórssyni stúdent á Torfastöðum. Lærði í Bessastaðaskóla og varð stúdent þaðan með tæpum meðalvitnisburði 1827. Vinnumaður á Svalbarða á Álftanesi -1830-1831-. Húsmaður í Mölshúsum á Álftanesi -1832-1836. Vígðist 19. júní 1836 til Þönglabakka í Þorgeirsfirði. Bóndi á Þönglabakka 1836-1840 og á Bergsstöðum 1840 til æviloka. Hann var sóknarprestur í Þönglabakkaprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi 1836-1839 og í Bergsstaðaprestakalli 1839 til æviloka. Séra Páll var lágur vexti og grannvaxinn, skarpleitur og fölleitur í andliti, ljóseygður og snareygður, jarpur á hár og hrokkinhærður, varaþykkur, léttur á fæti. Hann var allgóður predikari, góðmenni og gestrisinn, en löngum heilsuveill. Dánarbú hans varð þrotabú. – Kona, g. 20. des. 1832, Valgerður Jónsdóttir, f. 1810 (sk. 25. febr. 1810) í Mölshúsum, d. 24. maí 1894 á Valabjörgum á Skörðum. For.: Jón Bjarnason b. í Mölshúsum og k.h. Herdís Steingrímsdóttir. Valgerður var hjá foreldrum sínum í Mölshúsum 1816 og fermdist í Garðaprestakalli í Gullbringusýslu 1823. Hún bjó ekkja á Bergsstöðum 1847-1848 og á Syðri-Leifsstöðum 1848-1853, en giftist þá Andrési Jónssyni b. á Syðri-Leifsstöðum. Börn: Jón, f. 18. júlí 1833 í Mölshúsum, d. 19. des. 1838 á Þönglabakka. Magnús, f. 18. júlí 1835 í Mölshúsum, d. 3. des. 1852 í Bergsstaðasókn. Hann varð úti fyrir ofan Hvamm í Svartárdal. Páll, f. 5. maí 1837 á Þönglabakka, b. í Steinárgerði, kv. Valgerði Árnadóttur, bjó síðar með Elísabeti Sigríði Gísladóttur. Vigdís, f. 15. nóv. 1839 á Þönglabakka, d. 7. sept. 1924 á Svalbarða, g. Ólafi Þórðarsyni b. á Hliðsnesi á Álftanesi. Klementína Jóhanna, f. 16. jan. 1842 á Bergsstöðum, g. Benedikt Jóhannesi Helgasyni b. á Kárastöðum á Bakásum. Bjarni, f. 8. jan. 1846 á Bergsstöðum, d. 5. nóv. 1851 á Syðri-Leifsstöðum. Barnsmóðir: Ingveldur Guðmundsdóttir, f. um 1796 á Þóroddsstöðum í Ölfusi, d. 13. okt. 1856 í Odda á Rangárvöllum, vk. á Bessastöðum á Álftanesi. For.: Guðmundur Ólafsson b. á Gljúfri í Ölfusi og k.h. Sesselja Jónsdóttir. Ingveldur var í húsmennsku í Holti undir Eyjafjöllum 1845, en síðast barnfóstra í Odda. Barn: Magnús, f. 24. mars 1827 á Bessastöðum, d. 20. júlí 1827 á Gljúfri.

(Íslenzkar æviskrár II, 276 og IV, 119-120; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 II, 1-2; Ölfusingar, 115; Niðjatal Þorvalds Böðvarssonar prests í Holti undir Eyjafjöllum og Björns Jónssonar prests í Bólstaðarhlíð, 56-57; Hlynir og hreggviðir, 98 og 102; Langt inn í liðna tíð, 99; Brandsstaðaannáll, 162 og 180; Annáll nítjándu aldar II, 247; Skiptab. Hún. 30. nóv. 1848; Æfir lærðra manna (þáttur Páls Halldórssonar á Bergsstöðum); Prestaæfir Sighvats Grímssonar Borgfirðings (þáttur Páls Halldórssonar á Bergsstöðum); Ættatölub. Jóns Espólíns, 2109 og 6376; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 306, 463 og 537; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 78, 457, 1387, 5822-5823 og 5824-5825).

Páll Hallgrímsson (1724-1786) Bóndi á Kúfustöðum.

F. um 1724, d. 1785 eða 1786. For. ókunnir. Búsettur á Miklahóli í Viðvíkursveit -1743-1744 og á Tindum á Ásum 1744-1745-. Búlaus í Svínavatnshreppi 1754-1765. Bóndi á Kúfustöðum -1771 til æviloka. Páll flæktist í nafngiftamál í Viðvíkurhreppi í Skagafjarðarsýslu árið 1744. – Kona: Steinunn Illugadóttir, f. um 1736, á lífi á Kúfustöðum 1801. For.: Illugi Pálsson b. á Tindum og k.h. Ingibjörg Einarsdóttir. Steinunn bjó ekkja á Kúfustöðum 1785-1790, en var í vinnumennsku á sama stað -1799-1801-. Árið 1762 var hjá þeim ein stúlka 3 ára. Börn: Steinunn, f. um 1759, g. Ólafi Bjarnasyni b. í Hólabæ. Magnús, f. um 1769 á Kúfustöðum, b. á Ípishóli á Langholti, kv. Ólöfu Einarsdóttur.

Athugasemd: Páll var húsmaður á Tindum -1762-1763-. Vel má vera að hann hafi verið búsettur á Tindum óslitið 1744-1765.

(Húnvetningasaga I, 282; Dómab. Hún. 1. okt. 1771; Dómab. Skag. 20. júní og 5. okt. 1744; Ættatölub. Jóns Espólíns, 3794 og 6133; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 831; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 4951).

Pétur (1699-?) ábúandi á Bollastöðum.

hét búandi á Bollastöðum -1699-1700-.

Pétur (1701-?) ábúandi á Steiná.

hét búandi á Steiná -1701-1702.

Pétur Eyjólfsson (1793-1844) Bóndi á Eiríksstöðum.

F. um 1793 á Eiríksstöðum, d. 7. sept. 1844 á sama stað. For.: Eyjólfur Jónsson b. á Eiríksstöðum og k.h. Þorbjörg Pétursdóttir. Var hjá foreldrum sínum á Eiríksstöðum 1801 og hjá móður sinni á sama stað 1816. Bóndi á Eiríksstöðum 1833 til æviloka. – Kona, g. 29. maí 1833, Málfríður Jónatansdóttir, f. 9. febr. 1805 í Eyvindarstaðagerði, d. 2. okt. 1883 í Eiríksstaðakoti. For.: Jónatan Jónsson b. í Eyvindarstaðagerði og k.h. Margrét Þorkelsdóttir. Málfríður var hjá foreldrum sínum í Eyvindarstaðagerði 1816 og fermdist í Blöndudalshólasókn 1819. Hún var vinnukona á Vatnsenda 1825-1826 og á Fjósum 1826-1828, en bústýra í Eiríksstaðakoti 1828-1833. Hún bjó ekkja á Eiríksstöðum 1844-1845, en giftist þá Bjarna Oddssyni b. á Eiríksstöðum. Börn: Ingiríður, f. 13. sept. 1833 á Eiríksstöðum, d. 1. jan. 1866 í Eiríksstaðakoti, vk. í Eiríksstaðakoti, óg. Eyjólfur, f. 11. nóv. 1834 á Eiríksstöðum, d. 3. des. 1854 í Sjávarborgarsókn í Skagafjarðarsýslu, síðast vm. á Krithóli á Neðribyggð, ókv. Hann fórst í snjóflóði í Sauðárgili í Sauðárhreppi. Jón, f. 21. nóv. 1835 á Eiríksstöðum, b. í Kolgröf á Efribyggð, kv. Ingunni Ólafsdóttur, átti einnig son með Ingibjörgu Ólafsdóttur. Þorbjörg, f. 1. jan. 1837 á Eiríksstöðum, d. 11. jan. 1837 á sama stað. Sigfús, f. 11. nóv. 1840 á Eiríksstöðum, b. á Eiríksstöðum, kv. Engilráð Margréti Sigurðardóttur.

(Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 III, 45 og 133-135; Frændgarður I, 286 og 293; Brot af landnámssögu Nýja-Íslands, 63; Icelandic River Saga, 378-380; Saga Íslendinga í Norður-Dakota, 272-273; Búsæld og barningur, 146; Ferðraspor og fjörusprek, 127; Hlynir og hreggviðir, 25-27; Svipir og sagnir, 100; Ritsafn Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum IV, 125-126; Sagnablöð hin nýju, 244; Skriðuföll og snjóflóð II, 267; Almanak Ólafs Thorgeirssonar 1922, 107; Lögberg 24. mars 1921; Skiptab. Hún. 26. febr. 1844 og 2. maí 1845; Skiptab. Skag. 15. nóv. 1855; Skeggsstaðaætt – Handrit Björns Bjarnasonar á Brandsstöðum; Steinárætt – Handrit Péturs Sigurðssonar á Skeggsstöðum; Ættatölub. Jóns Espólíns, 1178, 4605-4606, 4759-4760 og 4775; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 312-313 (innskotsblöð), 335, 336 og 337; Ættatölub. Sighvats Grímssonar Borgfirðings, 636-637).

Pétur Jónsson (1791-1841) Bóndi í Skyttudal.

F. 1791 í Skyttudal, dr. 25. júní 1841 í Miðá í Dalasýslu. For.: Jón Þorleifsson b. á Hjaltabakka á Ásum 1801, en síðar á Gvendarstöðum á Staðarfjöllum, og barnsm.h. Guðrún Halldórsdóttir vk. í Skyttudal. Var í fóstri í Hvammi á Laxárdal -1799-1801-. Búsettur í Syðri-Mjóadal -1813-1814-. Vinnumaður á Stóru-Mörk -1816-1817-. Bóndi í Skyttudal 1821-1823. Vinnumaður á Svarfhóli í Miðdölum 1823-1825. Húsmaður á Fellsenda í Miðdölum 1825-1826. Bóndi á Fellsenda 1826-1829 og á Skallhóli í Miðdölum 1829 til æviloka. Pétur er sagður hafa verið mjög auragjarn. Hermt er að hann hafi drekkt sér. – Kona, g. 17. júlí 1824, Valgerður Sumarliðadóttir, f. 25. sept. 1797 á Mjóafelli í Stíflu, d. 20. okt. 1845 á Breiðabólstað í Sökkólfsdal. For.: Sumarliði Björnsson b. í Nefsstaðakoti í Stíflu og s.k.h. Valgerður Jónsdóttir. Valgerður var hjá foreldrum sínum á Mjóafelli 1801 og fermdist í Knappsstaðasókn í Skagafjarðarsýslu 1811. Hún var vinnukona á Lambanes-Reykjum í Fljótum -1816-1817-, á Hraunum í Fljótum -1819-1820 og á Reynistað í Staðarhreppi 1820-1822, en bústýra hjá Pétri í Skyttudal 1822-1823. Valgerður var í vinnumennsku á Reynistað 1823-1824 og með Pétri í vinnumennsku á Svarfhóli 1824-1825. Hún átti heima á Breiðabólstað 1841 til æviloka. Börn: Áslaug, f. 28. jan. 1826 á Fellsenda, g. Ólafi Kristjánssyni b. á Gilsbakka í Miðdölum. Salbjörg, f. 1827 á Fellsenda, d. 11. ágúst 1827 á sama stað. Valgerður, f. 22. maí 1830 á Skallhóli, d. 16. okt. 1846 á Svarfhóli, síðast léttastúlka á Svarfhóli. Sigurður, f. 7. mars 1833 á Skallhóli, b. á Efri-Brunná í Saurbæjarsveit, kv. Magndísi Magnúsdóttur. Elín, f. 27. maí 1836 á Skallhóli, d. 12. júní 1836 á sama stað. Oddný, f. 4. maí 1838 á Skallhóli, d. 23. sept. 1838 á sama stað.

(Dalamenn I, 113 og 173 og II, 483-484; Húnvetningasaga III, 839; Saga Skagstrendinga og Skagamanna, 141; Annáll nítjándu aldar II, 154; Dómab. Skag. 16. apríl 1817; Skiptab. Skag. 8. apríl 1846; Ábúendatal í Staðarhreppi – Handrit Jóns Sigurðssonar á Reynistað, 289; Ættatölub. Jóns Espólíns, 5991-5992 og 6934).

Pétur Ketilsson (1698-1739) Bóndi á Gunnsteinsstöðum og Syðra-Tungukoti.

F. um 1698, á lífi í Syðra-Tungukoti 1739. Faðir: Ketill Jónsson b. í Bólstaðarhlíðarhreppi. Var með föður sínum á Knerri í Breiðuvík 1703. Bóndi á Gunnsteinsstöðum nál. 1730 og í Syðra-Tungukoti -1734-1739-. – Kona: Þuríður Benediktsdóttir, f. 1703 í Eyjafjarðarsýslu, d. 28. apríl 1778 á Þorbrandsstöðum í Langadal. For.: Benedikt Magnússon Bech sýslum. á Sjávarborg í Borgarsveit og barnsm.h. Steinunn Guðmundsdóttir vk. á Stóra-Eyrarlandi í Hrafnagilshreppi. Þuríður bjó ekkja í Syðra-Tungukoti -1740-1741-, en giftist svo Ólafi Þorsteinssyni b. í Syðra-Tungukoti. Hún er kennd við Borg. (Ættatölub. Jóns Magnússonar, 249; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 1982). Barn: Elísabet. (Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 410). Ennfremur munu þau hafa átt fleiri börn sem dóu ung.

Athugasemdir: 1) Pétur var orðinn bóndi í Bólstaðarhlíðarhreppi 1721. 2) Hægt er að láta sér til hugar koma að dóttir Péturs kunni að hafa verið: Matthildur Pétursdóttir, f. um 1728, d. 8. apríl 1785 í Litladal í Tungusveit, g. Snorra Hallssyni b. í Stapa í Tungusveit. Hún var vel gefin og skáldmælt, en mjög fátæk.

(Íslenzkar æviskrár I, 117-118 og III, 478; Rímnatal II, 106-107; Sýslumannaæfir I, 403-406; Húnvetningasaga I, 329; Dómab. Hún. 17. apríl 1722; Prestastefnub. Björns biskups Þorleifssonar og Steins biskups Jónssonar 11., 12. og 13. sept. 1703; Ábúendatal í Inn-Eyjafirði – Handrit Stefáns Aðalsteinssonar í Reykjavík, 713-714; Æfir lærðra manna (þáttur Benedikts Magnússonar Bech á Sjávarborg); Ættatölub. Jóns Espólíns, 1383-1384 og 4321; Ættatölub. Jóns Halldórssonar, 248; Ættatölub. Jóns Magnússonar, 249; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 203 og 410; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 1884, 1222, 1982 og 4125-4126).

Pétur Ólafsson (1733-1787) Bóndi á Hóli,Stafni og Hvammi.

F. um 1733, á lífi í Hvammi í Svartárdal 1787. For.: Ólafur Sigurðsson b. í Stafni og k.h. Valgerður Guðmundsdóttir. Bóndi á Hóli 1756-1757, í Stafni 1757-1763- og í Hvammi -1769-1786, en var í skjóli Þorbjargar dóttur sinnar á sama stað 1786-1787-. Pétur var vel að sér gjör og karlmenni. Talið er að hann hafi átt börn með ýmsum konum og væri dæmdur frá lífi eftir Stóradómi 1772 fyrir ítrekaðan hórdóm, og væri brotin fjögur uppvís. Það er þó víst, að lífi hélt hann og landvist og var kallaður Barna-Pétur. – Kona: Solveig Egilsdóttir, f. um 1725, á lífi í Stafni 1762. For.: Egill Illugason b. í Hvammi í Svartárdal og k.h. Engilráð Bjarnadóttir. Barn: Þorbjörg, f. um 1759 í Stafni, g. Eyjólfi Jónssyni b. á Eiríksstöðum, átti áður dóttur með Gísla Jónssyni vm. á Torfustöðum. – Barnsfaðir Solveigar: Ólafur. For. ókunnir. Barn: Guðrún, f. um 1747 í Vatnshlíð, g. Páli Einarssyni b. á Steiná.

(Húnvetningasaga I, 282; Feðraspor og fjörusprek, 127; Hlynir og hreggviðir, 60-61; Skeggsstaðaætt – Handrit Björns Bjarnasonar á Skeggsstöðum; Alþingisb. XV, 288 og 293-294; Dómab. Hún. 26. apríl 1770; Dómab. Skag. 22. apríl 1763; Ættatölub. Jóns Espólíns, 3371 og 4605-4606).

Pétur Pétursson (1715-1754?) Bóndi í Eiríksstaðakoti.

F. nál. 1715, á lífi á Kúfustöðum 1754. For. ókunnir. Bóndi í Eiríksstaðakoti -1751-1753 og á Kúfustöðum 1753-1754-. – Kona, g. 9. okt. 1746, Solveig Jónsdóttir, f. nál. 1715. For. ókunnir. Ókunnugt um börn.

Athugasemdir: 1) Pétur gæti vel verið samnefndur maður (föðurnafn ótilgreint) sem var búlaus á Barkarstöðum -1745-1746-. 2) Hægt er að láta sér til hugar koma að sonur Péturs og Solveigar kunni að hafa verið: Pétur Pétursson, f. um 1758, dr. 25. mars 1788, síðast lausam. í Rifi. Arfi eftir hann var lýst á alþingi 1788 og segir þá að erfingjar hans séu taldir ,,vera í Borgarfjarðar-, Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum, en nefnds Péturs faðir, afi og amma, undirréttast að hafa búið á Steiná í Svartárdal” (Alþingisb. XVI, 402).

(Alþingisb. XVI, 402).

Pétur Sigurðsson (1692-1735) Bóndi í Gautsdal.

F. um 1692, á lífi í Gautsdal 1735. For.: Sigurður Þórðarson b. á Skottastöðum og k.h. Guðrún Pétursdóttir. Var hjá foreldrum sínum á Skottastöðum 1703. Bóndi í Engihlíðarhreppi -1728-1729- og í Gautsdal -1733-1735-. – Ókunnugt um kvonfang og börn.

Pétur Skúlason (1786-1864) Bóndi á Gili.

F. um 1786 á Frostastöðum í Blönduhlíð, d. 25. maí 1864 í Efraholti í Reykjavík. For.: Skúli Pétursson b. á Flugumýri í Blönduhlíð og k.h. Sigríður Stefánsdóttir. Fermdur í Miklabæjarprestakalli í Skagafjarðarsýslu 1800. Var hjá móður sinni á Höskuldsstöðum í Blönduhlíð 1802. Bóndi á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð 1811-1816, í Vaglagerði í Blönduhlíð 1816-1817, á Þorleifsstöðum aftur 1817-1820, á Ytri-Löngumýri í Blöndudal 1820-1821 og 1822-1825, á Gili 1825-1831, á Ytri-Löngumýri aftur 1831-1836, á Höllustöðum í Blöndudal 1836-1837 og á Ytri-Löngumýri enn 1837-1840. Vinnumaður í Sauðagerði í Reykjavík 1841-1842. Bóndi í Bygggarði á Seltjarnarnesi 1843-1844. Húsmaður í Sauðagerði 1844-1850, á Bergsstöðum í Reykjavík 1850-1851 og í Efraholti 1851-1856. Ráðsmaður í Efraholti 1856-1858, en var í skjóli Sigríðar dóttur sinnar á sama stað 1858-1860. Húsmaður í Efraholti aftur 1860-1861, en var í skjóli Sigríðar dóttur sinnar á sama stað 1861 til æviloka. Pétur var vel vaxinn og rjóður í kinnum, en fætur hans voru nokkuð mislangir, svo hann gekk og stóð við haltur. Hann var vel viti borinn, en þótti slægur, ósvífinn og hrekkjagjarn, og átti í ýmsum útistöðum. Hann var hinn mesti kvennamaður og gengur rómuð saga af viðskiptum hans við Ingibjörgu Guðmundsdóttur einsetukonu í Auðkúluseli í Sléttárdal sem aldrei hafði verið við karlmann kennd. Pétur hafði framfæri sitt af mótöku á efri árum. Hann hafði makaskipti á Efri-Torfustöðum í Miðfirði fyrir Kelduland á Kjálka og Stekkjarflatir á Kjálka við Jónas Jónsson bónda á Gili. – Fyrri kona, g. 6. jan. 1808, Hólmfríður Magnúsdóttir, f. 1782 í Steinnesi í Þingi, d. 10. jan. 1827 í Víðidalstungusókn. For.: Magnús Tómasson b. á Bjarnastöðum í Vatnsdal og barnsm.h. Kristín Pétursdóttir vk. í Steinnesi, síðar g. Jóni Jónssyni b. á Geirastöðum í Þingi og svo Ebeneser Friðrikssyni b. á Lækjamóti í Víðidal. Hólmfríður fermdist í Víðidalstungusókn 1796. Hún var hjá móður sinni og stjúpa á Lækjamóti 1801. Pétur og Hólmfríður skildu að lögum 7. maí 1818. Eftir skilnaðinn var Hólmfríður með Pétri á Þorleifsstöðum 1818-1819, hjá móður sinni og stjúpa á Lækjamóti -1821-1822-, en hjá Sigurði bróður sínum í Þórukoti í Víðidal -1823-1824- og síðast á Lækjamóti. Hún varð úti í hríð. Börn: Þorlákur, f. 1807 á Höskuldsstöðum, b. á Eiði á Seltjarnarnesi, kv. Guðrúnu Þorkelsdóttur, átti áður dóttur með Solveigu Þorsteinsdóttur og syni með Björgu Jónasdóttur og Júlíönu Hallberu Jónsdóttur, einn með hvorri. Sigríður, f. 31. mars 1809 á Höskuldsstöðum, g. Tómasi Tómassyni b. á Mosfelli í Svínadal. Pétur, f. um 1810 á Þorleifsstöðum, d. 30. apríl 1834 í Reykjavík, síðast vm. í Sellandi, ókv. Ari, f. 22. júlí 1813 á Þorleifsstöðum, dr. 25. júní 1827 í Blöndu, síðast vp. á Syðri-Löngumýri í Blöndudal. Stefán, f. 24. ágúst 1817 á Þorleifsstöðum, d. 28. ágúst 1817 á sama stað. Kristín, f. 9. des. 1818 á Þorleifsstöðum, vk. í Galtarnesi í Víðidal 1870, óg. Skúli. (Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 509). Seinni kona, kl. 15. nóv. 1820 / g. 10. sept. 1821, Guðrún Halldórsdóttir, f. um 1796 á Eldjárnsstöðum í Blöndudal, d. 9. júlí 1845 í Miklabæjarprestakalli í Skagafjarðarsýslu. For.: Halldór Jónsson b. á Ytri-Löngumýri og k.h. Solveig Jónsdóttir. Guðrún var hjá foreldrum sínum á Eldjárnsstöðum 1801 og hjá móður sinni á Ytri-Löngumýri 1816. Hún bjó á Ytri-Löngumýri 1818-1819, en var bústýra hjá Pétri á Þorleifsstöðum 1819-1820 og á Ytri-Löngumýri 1820-1821. Vinnukona í Stóradal í Svínavatnshreppi 1821-1822. Pétur og Guðrún skildu 1833. Eftir skilnaðinn bjó Guðrún á Ytri-Löngumýri aftur 1833-1834 og í Litlabæ í Blönduhlíð 1835-1838, en var bústýra hjá Jóni Jónssyni í Hornskarp í Blönduhlíð 1838-1844 og á Hellu í Blönduhlíð 1844 til æviloka. Guðrún var um margt vel að sér. Börn: Sigurlaug, f. 18. des. 1818 á Ytri-Löngumýri. Ari, f. 28. maí 1820 á Ytri-Löngumýri, d. 12. júní 1820 á sama stað. Sigurlaug, f. 12. maí 1821 á Ytri-Löngumýri, d. 12. sept. 1821 í Brekkukoti fremra í Blönduhlíð. Bogi, f. 30. maí 1822 á Ytri-Löngumýri, d. 7. sept. 1827 á Geithömrum í Svínadal. Jónas, f. 26. júlí 1823 á Ytri-Löngumýri, d. 1. júní 1866 á Guðlaugsstöðum í Blöndudal, lausam. á Kagaðarhóli á Ásum 1850, ókv. Anna, f. 7. sept. 1824 á Ytri-Löngumýri, d. 25. des. 1870 í Fíflholtum í Hraunhreppi, vk. á Erpsstöðum í Miðdölum 1860, óg. stúlka, f. 11. maí 1831 á Gili. Hún fæddist andvana. Sambýliskona: Þórunn Snorradóttir, f. 31. okt. 1807 í Þorlákshöfn í Ölfusi, d. 7. okt. 1861 í Efraholti. For.: Snorri Magnússon b. í Þorlákshöfn og k.h. Þuríður Jónsdóttir. Þórunn fermdist í Arnarbælisprestakalli í Árnessýslu 1823. Hún var bústýra í Örfirisey í Seltjarnarneshreppi -1833-1834, í Hlíðarhúsum í Reykjavík 1834-1836- og í Sauðagerði -1839-1840. Húskona í Sauðagerði 1840-1843, en var bústýra hjá Pétri í Bygggarði 1843-1844, í Sauðagerði 1844-1850, á Bergsstöðum 1850-1851 og í Efraholti 1851-1856. Húskona í Efraholti 1856-1858 og var Pétur ráðsmaður hjá henni þau ár. Próventukona á sama stað 1858 til æviloka. Börn: Bogi, f. 3. júlí 1840 í Sauðagerði, d. 24. sept. 1840 á Þúfu í Ölfusi. Ari, f. 18. mars 1843 í Sauðagerði, d. 31. ágúst 1865 í Reykjavík, skáld í Reykjavík, ókv. Barnsmóðir: Guðríður Jónsdóttir, f. um 1773 í Melkoti á Langholti, d. 6. ágúst 1855 á Löngumýri í Vallhólmi, vk. á Stekkjarflötum í Austurdal. For. ókunnir. Guðríður var vinnukona á Uppsölum í Blönduhlíð 1816. Barn: Sigurlaug, f. 9. sept. 1807 á Stekkjarflötum, d. 30. mars 1808 í Brekkukoti fremra í Blönduhlíð. Barnsmóðir: Margrét Eiríksdóttir, f. 27. júlí 1787 á Steinsstöðum í Tungusveit, d. 19. nóv. 1865 í Rugludal, vk. á Þorleifsstöðum. For.: Eiríkur Pálsson b. í Pottagerði á Víkurengjum og f.k.h. Arnfríður Ormsdóttir. Margrét var vinnukona á Reykjavöllum á Neðribyggð 1816, en húsmóðir í Hátúni á Langholti 1836-1837, á Grænhóli í Borgarsveit 1838-1859 og í Pottagerði í Staðarhreppi 1859-1863. Barn: Jón, f. 13. sept. 1812 á Þorleifsstöðum, b. og hagyrðingur á Grindum í Deildardal, kv. Sesselju Sæmundsdóttur, átti einnig syni með Herdísi Jónsdóttur og Lilju Jónsdóttur, einn með hvorri, og dóttur með Guðrúnu Ólafsdóttur. Barnsmóðir: Friðbjörg Þórarinsdóttir, f. 1779 (sk. 20. ágúst 1779) á Hrólfsstöðum í Blönduhlíð, d. 1. ágúst 1843 á Hellu í Blönduhlíð, vk. á Mið-Grund í Blönduhlíð. For.: Þórarinn Jósefsson vm. í Görðum á Álftanesi 1801 og barnsm.h. Margrét Einarsdóttir vk. á Hrólfsstöðum. Friðbjörg giftist síðar Einari Einarssyni b. á Hellu. Barn: Sigríður, f. 14. maí 1815 á Mið-Grund, d. 16. okt. 1815 í Brekkukoti fremra í Blönduhlíð. Pétur gekkst við Sigríði eftir að hún var önduð. Barnsmóðir: Guðbjörg Ásmundsdóttir, f. 1781 á Hring í Stíflu, d. 28. okt. 1837 í Hornskarp, vk. á Þorleifsstöðum og á Völlum í Vallhólmi. For.: Ásmundur Þorleifsson b. á Sviðningi í Nesjum og barnsm.h. Ólöf Benediktsdóttir vk. á Hring. Guðbjörg var gift Sveini Jónssyni vm. í Sólheimum í Blönduhlíð 1816. Hún var vinnukona á Minni-Ökrum í Blönduhlíð 1816. Börn: Guðbjörg, f. 1. febr. 1816 á Þorleifsstöðum, g. fyrr Sigurði Árnasyni b. á Kjalarlandi á Skagaströnd, síðar Eldjárn Sveinssyni b. í Hafursstaðakoti á Skagaströnd, átti áður son með Jóni Guðmundssyni b. á Syðri-Leifsstöðum. Sigríður, f. 1. febr. 1821 á Völlum, g. Bjarna Jónssyni b. á Flögu í Vatnsdal. Pétur vildi ekki gangast við Guðbjörgu og Sigríði, en eftir að þær uxu úr grasi rituðu þær sig fullum fetum Pétursdætur. Barnsmóðir: Sæunn Magnúsdóttir, f. um 1794 á Björnólfsstöðum í Langadal, d. 20. ágúst 1881 á Snæringsstöðum í Svínadal, ráðsk. á Reykjum á Reykjabraut. For.: Magnús Magnússon b. í Hrísakoti á Vatnsnesi og k.h. Guðný Ólafsdóttir. Barn: Pétur Samson, f. 8. des. 1821 á Reykjum, d. 10. júní 1827 á Grund í Svínadal. Pétur mun ekki hafa gengist við Pétri Samsoni. Barnsmóðir: Anna María Bjarnadóttir, f. 17. apríl 1818 í Reykjavík, d. 20. okt. 1862 í Arnarnesi við Kópavog, vk. í Sauðagerði. For.: Bjarni Hannesson húsmaður í Hólmabúðum í Vogum 1835 og barnsm.h. Magdalena Margrét Jóhannesdóttir Zoega heimasæta í Reykjavík, síðar g. Hannesi Gissurssyni Olsen trésmið í Reykjavík. Anna María var gift Ófeigi Jónssyni húsmanni í Melshúsum í Reykjavík. Hún giftist síðar Halldóri Kristjánssyni húsmanni á Steinsstöðum í Reykjavík og svo Filippusi Jónssyni b. í Arnarnesi. Barn: Jóhann, f. 27. ágúst 1849 í Sauðagerði, d. 8. ágúst 1871 í Kasthúsum í Reykjavík, síðast vm. í Kasthúsum, ókv. Jóhann var við skírn lýstur sonur Þorsteins Jónssonar vm. í Valadal á Skörðum. – Sambýlismaður Guðrúnar Halldórsdóttur: Jón Jónsson, f. 13. jan. 1805 í Ási í Vatnsdal, d. 24. ágúst 1870 á Víðivöllum í Blönduhlíð, b. í Hornskarp 1838-1844 og á Hellu 1844-1867. For.: Jón Jónsson b. á Kornsá í Vatnsdal og f.k.h. Ingibjörg Sigurðardóttir. Jón var hjá föður sínum og stjúpu á Kornsá 1816 og fermdist í Grímstungusókn 1821. Hann var vinnumaður í Gafli í Svínadal 1822-1823, á Refsstöðum á Laxárdal fremri 1823-1825, á Stóru-Mörk 1825-1826, í Sólheimum í Svínavatnshreppi 1826-1827-, á Höllustöðum -1828-1829 og á Ytri-Löngumýri 1829-1831-, en ráðsmaður hjá Guðrúnu í Litlabæ 1835-1838. Jón var góður verkmaður og vel hagur til smíða. Barnlaus. – Sambýlismaður Þórunnar Snorradóttur: Vigfús Einarsson, f. 24. mars 1786 í Gerðakoti undir Eyjafjöllum, d. 27. jan. 1840 í Sauðagerði, síðast húsmaður í Sauðagerði. For.: Einar Vigfússon b. á Minni-Borg undir Eyjafjöllum og k.h. Sesselja Tómasdóttir. Vigfús fermdist í Eyvindarhólasókn í Rangárvallasýslu 1799. Hann var hjá foreldrum sínum á Minni-Borg 1801, en ráðsmaður í Eystri-Dalbæ í Landbroti 1813-1814. Bóndi í Eystri-Dalbæ 1814-1817 og í Kolsholti í Villingaholtshreppi 1817-1820. Húsmaður á Litlu-Háeyri á Eyrarbakka 1820-1832, í Örfirisey 1832-1834, í Hlíðarhúsum 1834-1836- og í Sauðagerði -1839 til æviloka. Barn: Vigfús, f. 1. ágúst 1833 í Örfirisey, dr. 28. mars 1870 á Faxaflóa, vm. í Hvammi í Vatnsdal 1860, ókv., en átti þrjú börn með Guðrúnu Hjálmarsdóttur húsm. í Grundargerði í Blönduhlíð. Hann var auknefndur rosi. – Kona Jóns Jónssonar, g. 30. okt. 1845, Sigurlaug Gísladóttir, f. 3. júní 1815 á Löngumýri í Vallhólmi, d. 25. okt. 1864 á Hellu, ekkja Jóhannesar Hrólfssonar b. á Bjarnastöðum í Blönduhlíð. For.: Gísli Konráðsson b. og hreppstj. á Húsabakka á Glaumbæjareyjum og f.k.h. Efemía Benediktsdóttir. Sigurlaug var kornung tekin í fóstur af hjónaleysunum Sveinbirni Þorleifssyni og Ingigerði Þórðardóttur á Bakka í Vallhólmi, og bar það til með nokkuð einkennilegum hætti. Var það einn laugardag er Sveinbjörn var drukkinn í útreiðartúr, að hann kom heim að Löngumýri, þar sem Sigurlaug var þá í umsjá Jófríðar eldri systur sinnar, en foreldrarnir voru á engjum. Skipti það engum togum, að Sveinbjörn þreif ungbarnið af Jófríði og þeysti með það áleiðis heim til sín, en Konráð, eldri bróðir þeirra systra, hljóp til foreldra sinna og sagði þeim frá tiltektum Sveinbjarnar. Gísli Konráðsson greip þegar hest, sem var í tjóðri á engjunum, og veitti Sveinbirni eftirför. Sá hann það til Sveinbjarnar, að hestur hans kollhljóp sig, svo að hann hraut langt fram af honum með barnið í fangi sér, en svo var að sjá að hann velti sér þegar upp í loft til að hlífa því. Komst Sveinbjörn heim að Bakka áður en Gísli fengi náð honum. Gísli vildi sjá barnið og sýndi Ingigerður honum það, og hafði það ei sakað. Bað Sveinbjörn Gísla að leyfa sér að hafa barnið til mánudags, og lét Gísli það eftir honum, því hann vissi að Sveinbjörn var barngóður. Komst sú regla á næsta misserið, að Sveinbjörn tók mærina hvert laugardagskvöld og skilaði henni aftur heim til foreldranna á mánudögum, og að lokum tók hann hana alfarið í fóstur. Sigurlaug var vinnukona hjá Sveinbirni fóstra sínum í Mikley í Vallhólmi 1832-1835-, en bústýra í Mikley -1837-1838 og á Hjaltastöðum í Blönduhlíð 1838-1839. Hún bjó ekkja á Bjarnastöðum 1842-1845 milli manna. Börn: Ingibjörg, f. 7. ágúst 1850 á Hellu, d. 14. mars 1872 í Sólheimum í Blönduhlíð, síðast vk. í Sólheimum, óg. Gísli, f. 13. jan. 1854 á Hellu, dr. 5. ágúst 1901 í Darlington Bay í Ontario, b. í Keewatin í Ontario, kv. Kristjönu Símonsdóttur. Barnsmóðir Jóns: Anna Þorvaldsdóttir, f. um 1793 á Kirkjuskarði á Laxárdal fremri, d. 31. júlí 1843 á Höllustöðum, vk. í Hólaborg í Blöndudal. For.: Þorvaldur Björnsson b. á Njálsstöðum á Skagaströnd og k.h. Sigríður Jónsdóttir, síðar húsm. í Strjúgsstaðaseli. Anna giftist síðar Jóni Halldórssyni b. á Höllustöðum. Barn: Jón, f. 1. sept. 1830 í Hólaborg, b. á Minni-Ökrum, bjó með Björgu Guðmundsdóttur. Barnsmóðir Jóns: Jóhanna Jónsdóttir, f. 30. sept. 1813 á Efri-Glerá í Kræklingahlíð, d. 23. apríl 1901 í Ási á Þelamörk, vk. á Ríp í Hegranesi. For.: Jón Sveinsson b. á Efri-Glerá og k.h. Þóra Torfadóttir. Jóhanna giftist síðar Oddi Benediktssyni b. í Flöguseli í Hörgárdal. Barn: Jóhanna, f. 25. des. 1836 á Ríp, d. 11. jan. 1859 á Hellu, vk. á Hellu, óg. Barnsmóðir Jóns: Rósa Þorsteinsdóttir, f. um 1808 á Gili í Borgarsveit, d. 8. maí 1860 á Keldulandi á Kjálka, vk. á Frostastöðum í Blönduhlíð. For.: Þorsteinn Pétursson b. í Grundargerði í Blönduhlíð og k.h. Ingiríður Eiríksdóttir. Rósa var húskona í Stigaseli í Austurdal 1855. Barn: Sigurlaug, f. 26. júní 1842 á Frostastöðum, g. Gísla Arasyni b. í Geitagerði hjá Reynistað. Jón sór fyrir Sigurlaugu á dómþingi í Enni á Höfðaströnd 18. apríl 1843. – Kona Vigfúsar Einarssonar, g. 5. nóv. 1814, Guðríður Hálfdansdóttir, f. 1783 (sk. 26. mars 1783) á Seljalandi í Fljótshverfi, d. 29. nóv. 1854 á Litlu-Háeyri, ekkja Þorgeirs Ólafssonar b. í Eystri-Dalbæ. For.: Hálfdan Guðbjargarson b. á Breiðabólstað á Síðu og k.h. Guðrún Einarsdóttir. Guðríður fermdist í Kirkjubæjarklausturssókn í Skaftafellssýslu 1797. Hún var hjá foreldrum sínum í Fagurhlíð í Landbroti 1801. Guðríður bjó ekkja í Eystri-Dalbæ 1811-1814 milli manna, en var húsmóðir á Litlu-Háeyri 1820 til æviloka. Vigfús og Guðríður skildu 1832. Börn: Guðrún, f. 9. okt. 1814 í Dalbæ, bjó með Bergi Guðmundssyni b. og smið í Moshóli í Hraungerðishreppi, átti áður son með Eiríki nokkrum. Einar, f. í júní eða í júlí 1816 í Dalbæ, var hjá foreldrum sínum í Eystri-Dalbæ 1817. Einar, f. 29. apríl 1820 í Kolsholti, b. á Litlu-Háeyri, bjó með Guðríði Þorsteinsdóttur. Þorgeir, f. 25. des. 1821 á Litlu-Háeyri, d. 20. apríl 1822 á sama stað. Guðrún, f. 1822 (sk. 20. nóv. 1822) á Litlu-Háeyri. Sigurður, f. 9. ágúst 1823 á Litlu-Háeyri, d. 19. sept. 1827 á sama stað. – Fyrri maður Sigurlaugar Gísladóttur, g. 1839, Jóhannes Hrólfsson, f. 23. maí 1809 á Minni-Ökrum, d. 27. júlí 1842 á Bjarnastöðum, b. í Mikley 1836-1837, á Hjaltastöðum 1838-1839 og á Bjarnastöðum 1840 til æviloka. For.: Hrólfur Hrólfsson b. á Minni-Ökrum og k.h. Vigdís Jónsdóttir. Jóhannes var hjá foreldrum sínum á Minni-Ökrum 1816 og fermdist í Miklabæjarsókn í Blönduhlíð 1823. Hann var vinnumaður á Víðivöllum í Blönduhlíð -1826-1828-, á Miklabæ í Blönduhlíð -1829-1831, að hálfu í Stokkhólma í Vallhólmi 1831-1832-, á Álfgeirsvöllum á Efribyggð -1834-1835 og á Víðimýri í Seyluhreppi 1835-1836, en húsmaður í Mikley 1837-1838 og á Bjarnastöðum 1839-1840. Hann var mjög drykkfelldur. Jóhannes og Sigurlaug áttu saman barn í lausaleik í Hofstaðaþingum í Skagafjarðarsýslu 1838, ,,hafa einnig ásett sér að innganga hjónaband, en hefur þess vegna dregist, að maðurinn hefur verið sárveikur og legið langan tíma rúmfastur, ekki enn til heilsu kominn”, segir í legorðsskýrslu úr Hofstaðaþingum 1838. Börn: Sveinbjörn, f. 18. ágúst 1838 á Hjaltastöðum, b. á Veðramóti í Gönguskörðum, kv. Þorbjörgu Eiríksdóttur. Guðmundur, f. 18. sept. 1839 á Bjarnastöðum, b. í Víðinesi í Hjaltadal, kv. Sigríði Aradóttur. – Fyrri maður Guðríðar Hálfdansdóttur, g. 28. sept. 1803, Þorgeir Ólafsson, f. um 1777, d. 20. júní 1811 í Eystri-Dalbæ, b. á Breiðabólstað á Síðu 1804-1806, á Þverá á Síðu 1806-1809 og í Eystri-Dalbæ 1809 til æviloka. For.: Ólafur Bjarnason b. á Keldunúpi á Síðu og k.h. Guðrún Þorgeirsdóttir. Þorgeir fermdist í Kirkjubæjarklausturssókn 1791. Hann var hjá foreldrum sínum á Keldunúpi 1801. Börn: Margrét, f. 1804 á Breiðabólstað, d. 27. des. 1859 á Vatnsenda við Elliðavatn, ráðsk. á Suður-Reykjum í Mosfellssveit 1850, óg. Steinunn, f. 1. okt. 1805 á Breiðabólstað, d. 10. júní 1820 í Kolsholti. Ólafur, f. 1. jan. 1807 á Þverá, d. 30. nóv. 1886 á Kirkjubæ á Síðu, þurfam. á Hunkubökkum á Síðu 1850, ókv. Barnsfaðir Guðríðar: Runólfur Jónsson, f. um 1780, d. 26. okt. 1840 í Þykkvabæ í Landbroti, b. í Þykkvabæ. For.: Jón Sigurðsson b. á Meðalfelli í Nesjum og f.k.h. Guðný Sigurðardóttir. Runólfur var ráðsmaður hjá Guðríði í Eystri-Dalbæ 1812-1813. Barn: Guðríður, f. 4. febr. 1813 í Dalbæ, g. Sigurði Sigurðssyni húsmanni í Nýjabæ í Landbroti, átti áður son með Eyjólfi Pálssyni b. í Langagerði í Hvolhreppi. – Barnsmóðir Jóhannesar Hrólfssonar: Signý Torfadóttir, f. 22. nóv. 1800 á Landamóti í Köldukinn, d. 3. mars 1865 á Starrastöðum á Fremribyggð, vk. á Miklabæ í Blönduhlíð. For.: Torfi Jónsson b. í Holtakoti í Ljósavatnshreppi og k.h. Sigurlaug Helgadóttir. Signý giftist síðar Guðmundi Arnórssyni b. á Hvoli í Saurbæjarsveit. Barn: Jóhannes, f. 4. ágúst 1834 á Miklabæ, d. 18. des. 1836 í Grundarkoti í Blönduhlíð.

Athugasemdir: 1) Hólmfríður Magnúsdóttir var af sumum talin laundóttir Þorláks Magnússonar pr. í Steinnesi. 2) Jón Jónsson mun hafa verið ráðsmaður hjá Guðrúnu Halldórsdóttur á Ytri-Löngumýri 1833-1834. 3) Í Manntali á Íslandi 1816 er Vigfús Einarsson talinn fæddur á Minni-Borg undir Eyjafjöllum. Það stangast á við kirkjubækur. 4) Í Vestur-Skaftfellingum er Guðríður Hálfdansdóttir talin fædd á Rauðabergi í Fljótshverfi. Það stangast á við Manntal á Íslandi 1816. 5) Guðrún Vigfúsdóttir, dóttir Vigfúsar og Guðríðar, sú yngri með því nafni, kann að hafa dáið 18. ágúst 1823 á Litlu-Háeyri.

(Íslenzkar æviskrár I, 19-20, II, 66-67 og V, 163-164; Ábúendatal Villingaholtshrepps I, 391; Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, 276; Borgfirzkar æviskrár X, 534-535; Dalamenn II, 442; Eylenda II, 96-97; Kjósarmenn, 85-86; Landeyingabók, 346-347; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 I, 56-57, III, 64-66, 120-121, 123-124 og 175-176, IV, 207-209 og 238-240 og V, 89-91, 176-180 og 346-348; Skagfirzkar æviskrár 1890-1910 II, 65-66; Vestur-Skaftfellingar I, 224 og 290-291, II, 14, 22, 37, 89, 90-91 og 154-155, III, 115, 163, 193, 301 og 424 og IV, 73, 142 og 182; Ölfusingar, 20; Ljósmæður á Íslandi I, 369; Rímnatal II, 10; Bólu-Hjálmar – Niðjar og ævi, 155-156; Ættir Austfirðinga, 635; Ættir Þingeyinga I, 416 og VIII, 267; Húnvetningasaga I, 1-4, II, 536, 576-578, 588, 599-602, 616, 623-625, 630-631, 634-638, 641-645, 647-651 og 675-676 og III, 712, 729, 742-743, 755-756, 809-810 og 868; Saga frá Skagfirðingum I, 117 og 175-176, II, 88, 109-110, 122 og 170 og IV, 6, 12-13, 84-85, 121 og 122; Saga Skagstrendinga og Skagamanna, 45; Strandamannasaga, ix-xxxii; Ritsafn Bólu-Hjálmars III, 268-270; Ritsafn Eiðs Guðmundssonar á Þúfnavöllum II, 38, 134-135 og 139; Ritsafn Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum I, 173 og 223; Sagnaþættir Gísla Konráðssonar, 156-157 og 160; Syrpa úr handritum Gísla Konráðssonar I, 158 og II, 142-143, 146 og 283; Æfisaga Gísla Konráðssonar, 39-40, 115 og 181; Saga Jóns Espólíns, 141-143 og 145-147; Bólu-Hjálmarssaga, 153-154; Gestur IV, 7-23; Sagnaþættir Þjóðólfs, 258; Þáttr Eyjólfs og Péturs, 3-88; Húnavaka 1977, 80-82 og 88-90, 1979, 105 og 1989, 107-164; Skagfirðingabók 1987, 57-65 og 2002, 207; Saga Íslendinga í Norður-Dakota, 416; Hrakfallabálkur, 115-116, 116-117 og 124; Annáll nítjándu aldar I, 375, II, 56, III, 219 og IV, 12-13; Almanak Ólafs Thorgeirssonar 1902, 96; Lögberg 12. sept. 1901; Dómab. Skag. 1. maí 1810, 4. maí 1813, 17. júní 1815, 7. maí og 5. júní 1818, 25. maí, 23. júlí og 10. des. 1821, 29. apríl 1822 og 18. apríl 1843; Skiptab. Hún. 2. maí 1844; Skiptab. Skag. 29. des. 1845 og 11. maí 1865; Ábúendatal í Staðarhreppi – Handrit Jóns Sigurðssonar á Reynistað, 285; Austur-Skaftfellingar – Handrit Sigurðar Ragnarssonar í Kaupmannahöfn; Ættatölub. Jóns Espólíns, 2128, 2966 og 6130-6131; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 336, 485, 509, 669 og 831; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 100, 712 og 4949).

Pétur Þórðarson (1808-1871) Bóndi í Hvammi í Svartárdal, Steinárseli, Kóngsgarði, og á Fossum.

F. um 1808 á Kúfustöðum, d. 16. júní 1871 í Barkarstaðagerði. For.: Þórður Jónsson b. á Kúfustöðum og k.h. Hólmfríður Bjarnadóttir. Var hjá foreldrum sínum á Kúfustöðum 1816 og fermdist í Bergsstaðasókn 1822. Vinnumaður í Hvammi í Svartárdal 1822-1827, í Stafni 1827-1831, á Brún 1831-1832, í Hvammi aftur 1833-1835, á Sveinsstöðum í Tungusveit 1835-1836-, í Ytri-Svartárdal í Svartárdal -1837-1838 og á Brúnastöðum í Tungusveit 1838-1839. Ráðsmaður á Brúnastöðum 1839-1842. Bóndi á Brúnastöðum 1842-1845. Húsmaður á Lýtingsstöðum í Tungusveit 1845-1846. Bóndi á Hafgrímsstöðum í Tungusveit 1846-1847, á Brúnastöðum aftur 1847-1851, í Hvammi í Svartárdal 1851-1859, í Steinárseli 1859-1863, í Kóngsgarði 1863-1864 og á Fossum 1864-1866 og hafði jafnframt bú í Kóngsgarði 1864-1865. Húsmaður á Fossum 1866-1867. Bóndi á Fossum aftur 1867-1868. Próventumaður á Steiná 1868-1869. Húsmaður í Hvammi í Svartárdal 1869-1870. Bóndi á Barkarstöðum 1870-1871, en síðast í Barkarstaðagerði. – Kona, g. 23. jan. 1842, Aðalbjörg Guðmundsdóttir, f. um 1794 í Stóru-Brekku í Fljótum, d. 12. jan. 1873 á Bollastöðum, ekkja Jóns Jónssonar b. á Brúnastöðum í Tungusveit. For.: Guðmundur Sigurðsson vm. í Stóru-Brekku og k.h. Guðrún Jónsdóttir. Aðalbjörg ólst upp hjá hjónunum Guðmundi Guðmundssyni og Guðrúnu Jónsdóttur í Lambanesi í Fljótum. Hún var vinnukona á Barði í Fljótum 1810-1811, en á sveitarframfæri á Brúnastöðum í Fljótum 1813-1814. Hún var vinnukona á Barði aftur 1814-1815, í Efra-Haganesi í Fljótum 1815-1816, á Brúnastöðum í Fljótum 1816-1818, á Barði enn 1818-1819, í Stóra-Holti í Fljótum 1819-1822 og í Húsey í Vallhólmi 1822-1827. Aðalbjörg bjó ekkja á Brúnastöðum í Tungusveit 1839-1842 milli manna, en var próventukona á Bollastöðum 1871 til æviloka. Barnlaus. Barnsmóðir: Ingibjörg Sigurðardóttir, f. um 1807, d. 2. ágúst 1843 í Skinþúfu í Vallhólmi, vk. í Stafni og á Bergsstöðum. Ingibjörg giftist síðar Gísla Jónssyni b. í Skinþúfu. For.: Sigurður Jónsson b. í Stafni og s.k.h. Helga Jónsdóttir. Börn: Bjarni, f. 4. júlí 1830 í Stafni, b. á Neðri-Rauðalæk á Þelamörk, kv. (Soffíu) Helgu Jónsdóttur, átti áður son með Guðlaugu Jónsdóttur. Dýrfinna, f. 14. des. 1831 á Bergsstöðum, d. 27. des. 1864 á Auðunarstöðum í Víðidal, húsk. í Bjarghúsum í Vesturhópi 1860, óg. – Fyrri maður Aðalbjargar, g. 12. ágúst 1827, Jón Jónsson, f. 1765 (sk. 8. mars 1765) á Úlfsstöðum í Blönduhlíð, d. 24. sept. 1839 á Brúnastöðum, b. á Brúnastöðum 1827 til æviloka. For.: Jón Jónsson b. í Sólheimum í Blönduhlíð og k.h. Málfríður Jónsdóttir. Jón fermdist í Miklabæjarsókn í Blönduhlíð 1780. Hann var vinnumaður í Goðdölum í Vesturdal -1786-1788-, í Gilhaga á Fremribyggð -1792-1818 og í Húsey 1818-1827. Jón réri til sjós frá Suðurlandi á vinnumennskuárum sínum í Gilhaga. Við húsvitjun í Goðdalasókn 1793 er hann sagður ráðvandur og vel vinnandi. Börn: Málfríður, f. 19. okt. 1826 í Húsey, d. 17. mars 1894 í Saurbæ á Neðribyggð, g. Ólafi Björnssyni húsmanni í Neðra-Lýtingsstaðakoti í Tungusveit 1870, átti áður son með Guðmundi Magnússyni b. í Selhaga. Guðný, f. 28. apríl 1831 á Brúnastöðum, g. Jóni Sigurðssyni b. á Daufá á Neðribyggð. Guðrún, f. 10. júlí 1832 á Brúnastöðum, d. 26. apríl 1837 á sama stað. Magnús, f. 1. apríl 1835 á Brúnastöðum, d. 8. febr. 1837 á sama stað. – Barnsmóðir Jóns: Þórunn Jónsdóttir, f. um 1766 á Merkigili í Austurdal, d. 15. nóv. 1838 á Gili, vk. í Gilhaga. For.: Jón Rafnsson b. á Merkigili og k.h. Ragnheiður Þórðardóttir. Hún var vinnukona í Hofstaðaseli í Hofstaðabyggð 1816, en þurfakona á Krithóli á Neðribyggð 1835. Við húsvitjun í Víðimýrarsókn 1834 er Þórunn sögð fróm og ráðvönd. Barn: Jón, f. 21. mars 1804 í Gilhaga, d. 1. apríl 1804 á sama stað. Barnsmóðir Jóns: Ólöf Gunnlaugsdóttir, f. 24. apríl 1797 á Tunguhálsi í Tungusveit, d. 30. apríl 1860 í Hólakoti í Fljótum, vk. í Húsey. For.: Gunnlaugur Magnússon b. á Sveinsstöðum í Tungusveit og k.h. Ólöf Jónsdóttir. Hún var vinnukona á Hofi í Vesturdal 1816 og á Syðsta-Mói í Flókadal 1835. Barn: Magnús, f. 1. júní 1824 í Húsey, d. 8. ágúst 1824 á Ytra-Skörðugili á Langholti.

Athugasemdir: 1) Jón er sagður fæddur á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð í Manntali á Íslandi 1816. 2) Í Ritsafni Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum er Jóni ruglað saman við Jón Jónsson þurfamann í Ölduhrygg í Svartárdal 1816.

(Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 I, 75, II, 55-57 og 243-244, III, 51-53 og 138 og VI, 248-249 og 262-263; Sjómenn og sauðabændur, 127-128; Saga frá Skagfirðingum I, 79 og 160 og II, 57 og 164; Feðraspor og fjörusprek, 53-54; Hlynir og hreggviðir, 93-94; Ritsafn Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum III, 29-31 og IV, 78-81; Brandsstaðaannáll, 148; Skiptab. Hún. 30. des. 1884; Skiptab. Skag. í febr. og 8. nóv. 1785, 27. maí 1841 og 17. des. 1847; Steinárætt – Handrit Péturs Sigurðssonar á Skeggsstöðum; Ættatölub. Jóns Espólíns, 466-467, 1081, 1641-1643, 3807-3808, 3929 og 6933; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 37, 543 og 684-685; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 5433).