O – Ó

Nöfn:
  1. Oddur Guðbrandsson (1749-1794) Bóndi í Hólabæ.
  2. Oddur Jónsson (1791-1844) Bóndi á Auðólfsstöðum.
  3. Oddur Ólafsson (1778-1834) Bóndi í Rugludal.
  4. Oddur Þorsteinsson (1637-1703) Bóndi á Syðri-Leifsstöðum.
  5. Ólafur Andrésson (1756-1828) Bóndi á Botnastöðum.
  6. Ólafur Arason (1737-1782) Bóndi í Ytri-Mjóadal.
  7. Ólafur Árnason Vídalín (1692-1725) Bergsstöðum.
  8. Ólafur Árnason (1833-1901) Bóndi á Kúfustöðum, Ytra-Þverfelli og Skottastöðum.
  9. Ólafur Bjarnason (1695-1771) Bóndi á Hóli og Steiná.
  10. Ólafur Bjarnason (1761-1830) Bóndi á Litla-Vatnsskarði og Hólabæ.
  11. Ólafur Björnsson (1743-1814) Bóndi í Stafni og Barkarstöðum.
  12. Ólafur Björnsson (1769-1849) Bóndi í Syðri-Mjóadal.
  13. Ólafur Björnsson (1785-1836) Bóndi á Auðólfsstöðum.
  14. Ólafur Björnsson (1800-1846) Bóndi í Sellandi, Torfustöðum og Hóli.
  15. Ólafur Björnsson (1835-1873) Bóndi í Selhaga.
  16. Ólafur Guðmundsson (1745-1786) Bóndi í Auðólfsstöðum.
  17. Ólafur Jónsson (1640-1685?) Bóndi á Skeggstöðum.
  18. Ólafur Jónsson (1650-1693) Bóndi á Syðri-Leifsstöðum.
  19. Ólafur Jónsson (1723-1762) Bóndi á Litla-Vatnsskarði.
  20. Ólafur Jónsson (1748-1840) Bóndi á Kúfustöðum.
  21. Ólafur Jónsson (1750-1785) Bóndi á Ytri-Leifsstöðum.
  22. Ólafur Jónsson (1763-1831) Bóndi og Hreppstjóri á Æsustöðum.
  23. Ólafur Jónsson (1844-1930) Bóndi í Steinárgerði, Stafni og Brandsstöðum.
  24. Ólafur Oddsson (1809-1882) Bóndi í Rugludal, Steinárgerði og Steiná.
  25. Ólafur Ólafsson (1799-1831) Bóndi á Stóru-Mörk.
  26. Ólafur Pálsson (1795-1855) Bóndi á Barkarstöðum, Eiríksstaðakoti og Syðri-Leifsstöðum.
  27. Ólafur Sigurðsson (1705-1762) Bóndi á Hóli og Stafni.
  28. Ólafur Sveinsson (1745-1818) Bóndi í Finnstungu og Syðri-Leifsstöðum.
  29. Ólafur Tómasson (1715-1757) Bóndi í Blöndudalshólum.
  30. Ólafur Tómasson (1772-1803) Bóndi í Sellandi .
  31. Ólafur Tómasson (1777-1834) Bóndi í Blöndudalshólum.
  32. Ólafur Tómasson (1790-1855) Bóndi á Eyvindarstöðum.
  33. Ólafur Þorsteinsson (1716-1774) Bóndi í Syðra-Tungukoti og Blöndudalshólum.
  34. Ólöf Jónsdóttir (1816-1873) Bústýra.
  35. Ólöf Tómasdóttir (1699-1774) Húsmóðir.
  36. Ólöf Þorleifsdóttir (1795-1861) Húskona í Þverárdal.
  37. Óttar (1590-1624).
  38. Óttar Björnsson (1648-1708) Bóndi í Ytri-Mjóadal.

Oddur Guðbrandsson (1749-1794) Bóndi í Hólabæ.

f. um 1749, dr. 16. júlí 1794 á Húnaflóa. For.: Guðbrandur Þórarinsson b. á Strjúgsstöðum og k.h. Guðný Sveinsdóttir. Var hjá foreldrum sínum í Holtastaðasókn 1755. Bóndi í Hólabæ -1784-1789- og á Njálsstöðum á Skagaströnd -1790 til æviloka. Oddur fórst með Marteini Gunnarssyni bónda og formanni í Skrapatungu á Laxárdal fremri. – Kona, g. 16. okt. 1784, Snjólaug Jónsdóttir, f. um 1759, d. 2. júlí 1837 á Balaskarði á Laxárdal fremri. For.: Jón Jónsson b. á Höllustöðum í Blöndudal og k.h. Solveig Ólafsdóttir. Snjólaug bjó ekkja á Njálsstöðum 1794-1796, en giftist þá Ólafi Bjarnasyni b. á Njálsstöðum. Börn: Jón, f. um 1786 í Hólabæ, b. á Orrastöðum á Ásum, kv. fyrr Sesselju Marteinsdóttur, síðar Vilborgu Jónsdóttur, átti einnig dóttur með Agnesi Guðmundsdóttur. Þórunn, f. um 1787 í Hólabæ, d. 24. júlí 1843 á Húnsstöðum á Ásum, vk. á Neðri-Mýrum í Refasveit 1835, óg., en átti dætur með Benedikt Jónssyni b. á Gili, Jónasi Árnasyni vm. á Eiðsstöðum í Blöndudal og Magnúsi Guðmundssyni vm. á Balaskarði, eina með hverjum. Guðmundur, f. um 1789 í Holtastaðasókn, b. á Ósi í Nesjum, kv. fyrr Önnu Sigfúsdóttur, síðar Sigríði Guðmundsdóttur. Oddur, f. 14. febr. 1791 á Njálsstöðum, dó ungur. Margrét, f. 15. mars 1795 á Njálsstöðum, var í fóstri á Neðri-Mýrum 1801.

(Húnvetningasaga II, 373-374; Saga Skagstrendinga og Skagamanna, 57-58; Hrakfallabálkur, 84; Biskupsskjalasafn B VII; Skiptab. Hún. 2. nóv. 1795, 14. des. 1843 og 15. júní 1844; Ættatölub. Jóns Espólíns, 4773; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 312-313 (innskotsblöð) og 827).

Oddur Jónsson (1791-1844) Bóndi á Auðólfsstöðum.

F. 29. júní 1791 í Köldukinn á Ásum, d. 15. mars 1844 í Villingadal í Haukadal. For.: Jón Jónsson b. á Smyrlabergi á Ásum og k.h. Sigríður Jónsdóttir. Var hjá foreldrum sínum á Smyrlabergi 1801 og fermdist í Hjaltabakkasókn 1804. Vinnumaður í Gautsdal -1816-1821. Ráðsmaður í Gautsdal 1821-1833. Vinnumaður á Auðólfsstöðum 1833-1836. Bóndi á Auðólfsstöðum 1836-1838, á Giljalandi í Haukadal 1838-1839 og í Villingadal 1839 til æviloka. Oddur var talinn vandaður maður. – Kona, g. 17. okt. 1834, Sigríður Sigfúsdóttir, f. 24. maí 1801 í Gloppu í Öxnadal, d. 11. febr. 1883 á Grímsstöðum í Álftaneshreppi. For.: Sigfús Sveinsson b. á Botnastöðum og barnsm.h. Herdís Jónsdóttir vk. í Gloppu, síðar g. Sigfúsi Sigfússyni b. í Ásgerðarstaðaseli í Hörgárdal. Sigríður var hjá stjúpu sinni á Botnastöðum 1816 og fermdist í Bólstaðarhlíðarsókn 1818. Hún var vinnukona á Auðólfsstöðum 1826-1836, bjó ekkja í Villingadal 1844-1845, en giftist þá Ásmundi Jónssyni b. í Villingadal. Hún bjó með seinni manni sínum í Villingadal 1845-1852, á Sauðafelli í Miðdölum 1852-1856 og á Hofstöðum í Miklaholtshreppi 1856-1862. Hún bjó ekkja á Hofstöðum 1862-1863, en var próventukona á Staðastað í Staðarsveit 1863-1874 og á Grímsstöðum 1874 til æviloka. Barnlaus. – Seinni maður Sigríðar, g. 15. júlí 1845, Ásmundur Jónsson, f. 27. mars 1801 á Hjaltabakka á Ásum, d. 18. júní 1862 á Hofstöðum, b. í Villingadal, á Sauðafelli og á Hofstöðum. For.: Jón Þorleifsson b. á Hjaltabakka og k.h. Sigríður Guðmundsdóttir. Ásmundur var tökupiltur á Gunnsteinsstöðum 1816, en vinnumaður á sama stað -1834-1845. Barnlaus. – Fyrri kona Ásmundar, g. 5. okt. 1832, Margrét Jónsdóttir, f. 9. mars 1810 í Brekku í Þingi, d. 10. des. 1833 á Gunnsteinsstöðum. For.: Jón Jónsson b. á Bjarnastöðum í Vatnsdal og k.h. Margrét Eyjólfsdóttir. Margrét var í fóstruð af hjónunum Ólafi Jónssyni og Steinunni Árnadóttur á Æsustöðum og fermdist í Svínavatnssókn 1825. Hún var vinnukona í Stóradal í Svínavatnshreppi -1828-1829 og á Gunnsteinsstöðum 1829 til æviloka. Barnlaus.

Athugasemdir: 1) Í Manntali á Íslandi 1816 er Oddur talinn fæddur á Smyrlabergi. Það stangast á við kirkjubækur. 2) Margrét er tvítalin í Manntali á Íslandi 1816 hjá foreldrum sínum á Bjarnastöðum og hjá fósturforeldrum sínum á Æsustöðum.

(Dalamenn I, 142, 289 og 302; Niðjatal Sigríðar Sæunnar, 108-111; Húnvetningasaga III, 732-733 og 839; Saga Skagstrendinga og Skagamanna, 141; Ritsafn Eiðs Guðmundssonar á Þúfnavöllum II, 143; Húnavaka 1977, 79-80; Brandsstaðaannáll, 120; Skiptab. Hún. 18. febr. 1856; Ættatölub. Jóns Espólíns, 4022 og 5991-5992; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 415 og 574).

Oddur Ólafsson (1778-1834) Bóndi í Rugludal.

F. um 1778 á Villingavatni í Grafningi, d. 16. sept. 1834 í Steinárgerði. Faðir hans mun hafa verið Ólafur Bjarnason b. á Villingavatni 1772-1773-. Fermdur í Úlfljótsvatnssókn í Árnessýslu 1793. Vinnumaður á Brún 1800-1801-. Bóndi á Marðarnúpi í Vatnsdal -1809-1810, á Brún 1810-1829 og í Rugludal 1829-1831. Húsmaður hjá Ólafi syni sínum í Steinárgerði 1831 til æviloka. Oddur var skytta. – Kona, g. 18. ágúst 1809, Ingunn Jónsdóttir, f. um 1774 á Marðarnúpi, d. 1. jan. 1844 á Brenniborg á Neðribyggð. For.: Jón Jónsson b. á Marðarnúpi og f.k.h. Ólöf Guðmundsdóttir. Ingunn fermdist í Grímstungusókn 1788. Hún var hjá móður sinni á Marðarnúpi 1801. Húskona hjá Ólafi syni sínum í Steinárgerði 1831-1836, en réðist þá bústýra til Jóns Jónssonar bónda á Steiná og gekk að eiga hann síðar á því sama ári. Börn: Ólafur, f. 24. okt. 1809 á Marðarnúpi, b. í Barkarstaðagerði, kv. fyrst Guðbjörgu Þorsteinsdóttur, svo Sigríði Guðmundsdóttur, síðast Sigurlaugu Eyjólfsdóttur. Ólöf, f. 7. mars 1811 á Brún, g. Sveini Bjarnasyni b. á Syðri-Leifsstöðum. Björn, f. 24. apríl 1813 á Brún, d. 27. mars 1833 í Steinárgerði, vm. í Steinárgerði, ókv. og bl. Guðmundur, f. 1814 eða 1815 á Brún, d. 10. sept. 1820 á sama stað. Ingunn, f. 6. júní 1816 á Brún, g. Sveini Ólafssyni b. í Sellandi. Bjarni, f. 1818 á Brún, b. á Eiríksstöðum, kv. Málfríði Jónatansdóttur. Anna. (Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 559).

Athugasemdir: 1) Föðurnafn Ingunnar hefur misritast í Manntali á Íslandi 1816. Þar er hún ranglega skráð Ólafsdóttir. 2) Ólafur Oddsson var af sumum talinn launsonur Sigvalda Snæbjörnssonar pr. í Grímstungu í Vatnsdal.

(Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 III, 178-180; Skuggsjá III, 15; Lbs. 696, 8vo (Minnisbók Jóns Espólíns); Ættatölub. Jóns Espólíns, 3395; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 559; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 5387).

Oddur Þorsteinsson (1637-1703) Bóndi á Syðri-Leifsstöðum.

F. um 1637, á lífi á Syðri-Leifsstöðum 1703. For. ókunnir. Bóndi á Syðri-Leifsstöðum -1699-1703-. – Kona: Málfríður Einarsdóttir, f. um 1668, á lífi á Syðri-Leifsstöðum 1703. For. ókunnir. Barn: Margrét, f. um 1696, var hjá foreldrum sínum á Syðri-Leifsstöðum 1703. Ennfremur hafa börn hans verið: Guðrún Oddsdóttir, f. um 1673, var á Syðri-Leifsstöðum 1703. Hallfríður Oddsdóttir, f. um 1679, var á Syðri-Leifsstöðum 1703. Jón Oddsson, f. um 1691, var á Syðri-Leifsstöðum 1703.

(Vorþeyr og vébönd, 220).

Ólafur Andrésson (1756-1828) Bóndi á Botnastöðum.

F. um 1756 á Refsstöðum á Laxárdal fremri, d. 8. ágúst 1828 í Valadal á Skörðum. For.: Andrés Björnsson b. á Botnastöðum og k.h. Ingibjörg Jónsdóttir. Var hjá foreldrum sínum á Skottastöðum 1762. Bóndi á Botnastöðum -1784-1785. Búsettur í Valadal 1785-1788. Bóndi í Valadal 1788 til æviloka. Ólafur var afbragðsgóður fjármaður og útsjónarsamur búmaður, gestrisinn og hjálpsamur. Hann taldist einn af þremur efnuðustu bændum í Seyluhreppi um aldamótin 1800. – Fyrsta kona: Ingibjörg Bjarnadóttir, f. um 1758, d. 16. sept. 1786 í Valadal. For. ókunnir. Börn: Ástríður, f. 6. okt. 1785 í Valadal, g. Ögmundi Ögmundssyni b. á Mosfelli í Svínadal. barn, f. 16. sept. 1786 í Valadal. Það fæddist andvana. Önnur kona, g. 21. júní 1787, Björg Jónsdóttir, f. um 1753 á Skeggsstöðum, d. 18. ágúst 1818 í Valadal. For.: Jón Jónsson b. á Skeggsstöðum og k.h. Björg Jónsdóttir. Björg var hjá foreldrum sínum á Skeggsstöðum 1762. Hún var vinnukona á Hóli í Svartárdal 1775-1782, á Víðivöllum í Blönduhlíð 1782-1786 og í Þverárdal á Laxárdal fremri 1786-1787. Björg var samhent manni sínum í bústjórn, þrifnaði og framsýni. Hún var góð húsmóðir og gaf ómælt fátækum. Börn: Jón, f. 9. mars 1788 í Valadal, b. í Kálfárdal, kv. Oddnýju Árnadóttur. Andrés, f. 14. febr. 1789 í Valadal, b. í Kolgröf á Efribyggð, kv. Rut Konráðsdóttur. Ingibjörg, f. 16. mars 1790 í Valadal, g. fyrr Guðmundi Eyjólfssyni ráðsm. á Barkarstöðum, síðar Jóni Sigurðssyni b. í Stafni. Björn, f. 15. apríl 1791 í Valadal, b. á Valabjörgum á Skörðum, kv. Margréti Björnsdóttur, átti áður son með Sigríði Vigfúsdóttur. Pétur, f. 13. maí 1792 í Valadal, b. í Teigakoti í Tungusveit, kv. Guðbjörgu Markúsdóttur, átti áður son með Ingveldi Jónsdóttur. Eyjólfur, f. 20. júní 1793 í Valadal, b. lengst á Daufá á Neðribyggð, en síðast í Villinganesi í Tungusveit, kv. Halldóru Jónsdóttur. Hannes, f. 1794, d. 11. júlí 1794 í Valadal. Jón, f. 25. ágúst 1795 í Valadal, dó ungur. Þriðja kona, g. 21. ágúst 1819, Helga Þorbergsdóttir, f. 9. júní 1788 í Eyhildarholti í Hegranesi, d. 2. des. 1859 í Merkigarði í Tungusveit. For.: Þorbergur Dagsson b. í Eyhildarholti og m.k.h. Margrét Bjarnadóttir. Helga var í fóstri í Selhaga -1799-1801-, en vinnukona á sama stað -1813-1819. Hún bjó ekkja í Valadal 1828-1833, en giftist þá Jóhannesi Jónssyni b. í Valadal. Helga bjó með seinni manni sínum í Valadal 1833-1840 og í Krossanesi í Vallhólmi 1840-1852, var með honum í húsmennsku í Krossanesi 1852-1853 og á Grófargili á Langholti 1853-1854, en bjó með honum í Merkigarði 1854-1859. Börn: Halldóra, f. 29. mars 1822 í Valadal, d. 21. apríl 1850 í Valadal, bústýra í Valadal, óg., en átti dóttur með Pétri Pálmasyni b. í Valadal. Eyjólfur, f. 6. júlí 1823 í Valadal, b. á Grófargili á Langholti, kv. Sigurbjörgu Kristjánsdóttur. Margrét, f. 7. des. 1824 í Valadal, g. Jónasi Sigfússyni b. í Fjósaseli. Eggert, f. 2. okt. 1826 í Valadal, d. 7. jan. 1828 í Glaumbæ á Langholti. Barnsmóðir: Guðrún Sæmundsdóttir, f. 1774 (sk. 23. mars 1774) í Enni í Viðvíkursveit, d. 17. maí 1846 í Vatnshlíð, vk. í Valadal. For.: Sæmundur Þorleifsson b. í Enni og k.h. Ingibjörg Sigurðardóttir. Guðrún giftist síðar Símoni Jónssyni vm. í Flugumýrarsókn í Skagafjarðarsýslu. Hún var vinnukona á Svaðastöðum í Hofstaðabyggð 1800-1801-. Barn: Björn, f. 11. mars 1793 í Valadal, b. á Torfalæk á Ásum, kv. fyrr Guðrúnu Guðmundsdóttur, síðar Ástríði Halldórsdóttur, átti einnig son með Hallvöru Jónsdóttur og dóttur með Medoníu Guðmundsdóttur. Barnsmóðir: Helga Guðmundsdóttir, f. um 1766 í Hólabæ, d. 28. febr. 1818 á Mælifelli á Fremribyggð, vk. í Valadal. For.: Guðmundur Gunnarsson b. í Hólabæ og k.h. Guðrún Sæmundsdóttir. Helga var vinnukona á Víðimýri í Seyluhreppi -1801-1802-, en síðast húskona í Kolgröf. Barn: Björg, f. um 1798 í Valadal, g. fyrr Sigurði Sigurðssyni b. á Lýtingsstöðum í Tungusveit, síðar Benjamín Jónssyni b. á Lýtingsstöðum, átti áður dóttur með Þorsteini Sigurðssyni b. í Galtanesi í Víðidal. Barnsmóðir: Bryngerður Þorsteinsdóttir, f. um 1777, d. 9. okt. 1816 í Ytra-Vallholti í Vallhólmi, vk. í Valadal. For.: Þorsteinn Þorsteinsson b. á Kárastöðum í Hegranesi og k.h. Guðrún Jónsdóttir. Barn: Margrét, f. 16. jan. 1803 í Valadal, g. Jóni Magnússyni b. og meðhjálpara á Ögmundarstöðum í Staðarhreppi. Hún var við skírn lýst dóttir Stefáns Sigurðssonar vm. í Valadal. – Seinni maður Helgu, g. 15. okt. 1833, Jóhannes Jónsson, f. 24. júní 1801 á Hóli í Tungusveit, d. 13. okt. 1883 á sama stað, b. í Valadal og í Krossanesi, húsmaður í Krossanesi og á Grófargili, en síðar b. í Merkigarði. For.: Jón Magnússon b. á Hóli og k.h. Guðrún Konráðsdóttir. Jóhannes fermdist í Mælifellsprestakalli í Skagafjarðarsýslu 1816. Hann var léttapiltur í Kolgröf -1816-1820, en vinnumaður í Valadal 1820-1833. Hann var í skjóli fóstursonar síns Jóhannesar Magnússonar í Merkigarði 1859-1867, í skjóli bróður síns Magnúsar Jónssonar á sama stað 1867-1869 og í skjóli Jóhannesar fóstursonar síns á Hóli 1869 til æviloka. Barnlaus.

Athugasemdir: 1) Ingibjörg Bjarnadóttir var af sumum talin laundóttir Guðmundar Björnssonar b. á Auðólfsstöðum. 2) Björg Jónsdóttir er talin fædd árið 1756 í ritgerð Björns Bjarnasonar um Skeggsstaðaætt. Það rímar ekki við upplýsingar úr allsherjarmanntölum og kirkjubókum. En framanskráðar upplýsingar um verutíð hennar á Hóli, á Víðivöllum og í Þverárdal byggjast þó á þessari aldursákvörðun, og má ganga hnökralaust upp. 3) Jón Ólafsson, sonur Ólafs og Bjargar, sá yngri með því nafni, gæti vel verið samnefndur piltur sem var í fóstri í Enni í Refasveit 1801, sagður 4 ára.

(Borgfirzkar æviskrár I, 444-445; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 I, 151-152, II, 79-82 og 124-126 og III, 16-18, 31-32, 44-45, 91-95 og 158-159; Skagfirzkar æviskrár 1890-1910 IV, 179-182; Strandamenn, 622; Ættir Austur-Húnvetninga I, 368; Húnvetningasaga II, 358-359; Saga frá Skagfirðingum II, 114, 141, 175 og 183 og III, 30, 37, 91, 115, 127 og 166; Feðraspor og fjörusprek, 137-138; Hlynir og hreggviðir, 22; Hrakhólar og höfuðból, 100-102; Svipir og sagnir, 98-102; Misskipt er manna láni I, 149-194; Æfisaga Gísla Konráðssonar, 29 og 174; Sagnablöð hin nýju, 75-82; Skagfirðingabók 1969, 19-20; Almanak Ólafs Thorgeirssonar 1928, 84-85; Skiptab. Skag. 3. júní 1829 og 17. des. 1847; Ábúendatal í Staðarhreppi – Handrit Jóns Sigurðssonar á Reynistað, 164; Skeggsstaðaætt – Handrit Björns Bjarnasonar á Brandsstöðum; Ættatölub. Jóns Espólíns, 1182, 1632-1633, 3930-3932, 4607-4610, 4761 og 6131; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 335, 336, 341, 683, 686 og 831; Ættatölub. Sighvats Grímssonar Borgfirðings, 726, 1364-1365 og 2434; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 113, 118 og 4952).

Ólafur Arason (1737-1782) Bóndi í Ytri-Mjóadal.

F. um 1737, dr. 2. jan. 1782 í Blöndu. For.: Ari Björnsson b. í Syðri-Mjóadal og k.h. Arndís Björnsdóttir. Bóndi í Ytri-Mjóadal -1773 til æviloka. Tildrög að slysför Ólafs voru þau, að hann var á heimleið frá messu í Bólstaðarhlíð ásamt Birni bróður sínum og öðrum kirkjugestum, er samleið áttu. Þegar komið var út í Æsustaðaskriður, skammt fyrir utan ármót Svartár og Blöndu, fór Ólafur af baki til að spenna fastar söðulgjörð fyrir konu nokkra í hópnum. Þetta var nærri ánni, sem var undir glærum ísi. Fauk þá annar vettlingur Ólafs frá honum og út á ána. Ólafur hljóp strax á eftir vetti sínum, en mjög hált var á ísnum og vök skammt frá landi. Fékk hann ekki stöðvað sig í tæka tíð, en rann niður í vökina og hvarf óðara undir ísinn, því dýpi var þarna og þungur straumur. Vildi Björn bróðir hans þegar hlaupa til að bjarga honum, en gætti þess ekki að það var enginn kostur að ná til hans. Þá snaraðist til Sæmundur Magnússon bóndi á Æsustöðum, aldurhniginn maður, en karlmenni hið mesta. Hann þreif til Björns og gat haldið honum föstum. – Kona: Guðrún Illugadóttir, f. um 1733, á lífi í Ytri-Mjóadal 1801. For.: Illugi Jónsson b. á Reykjum á Reykjabraut og k.h. Margrét Sæmundsdóttir. Guðrún bjó ekkja í Ytri-Mjóadal 1782-1794, en var í skjóli Guðrúnar dóttur sinnar á sama stað 1794-1801-. Hún mun hafa átt heima í Ytri-Mjóadal til æviloka, en ekki er vitað hvenær hún dó. – Börn: Guðrún, f. um 1769 í Mjóadal, g. fyrr Þorleifi Þorleifssyni b. í Ytri-Mjóadal, síðar Sólmundi Jónssyni b. í Ytri-Mjóadal. Björn, f. um 1771 í Mjóadal, b. í Sellandi, kv. Þórunni Helgadóttur.

(Húnvetningasaga I, 328; Söguþættir Gísla Konráðssonar, 130; Húnavaka 1976, 92-93; Hrakfallabálkur, 75; Annálar 1400-1800 IV, 585 og VI, 239; Skiptab. Hún. 3. apríl 1782; Ættatölub. Jóns Espólíns, 6842-6844; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 125 og 496-497 (innskotsblöð); Ættatölub. Sighvats Grímssonar Borgfirðings, 2436).

Ólafur Árnason Vídalín (1692-1725) Bergsstöðum.

F. um 1693, d. í ágúst 1725 á Bergsstöðum. For.: Árni Þorvarðsson pr. á Þingvöllum í Þingvallasveit og k.h. Guðrún Þorkelsdóttir. Var í fóstri hjá prestsekkjunni Margréti Halldórsdóttur í Holti undir Eyjafjöllum 1703 og mun síðar hafa flutst með henni að Óslandi í Óslandshlíð. Lærði í Hólaskóla og varð stúdent þaðan. Kennari í Skálholti í Biskupstungum 1714-1720. Búsettur á Víðivöllum í Blönduhlíð 1721-1723-. Fékk veitingu fyrir Bergsstöðum 18. júní 1725. Bóndi á Bergsstöðum hluta af árinu 1725. Hann tók sér nafnið Vídalín. Ólafur þótti drykkfelldur til muna og fékk gott orð. Hann andaðist óvígður. – Kona, g. 1724, Þuríður Einarsdóttir, f. um 1699, d. 9. mars 1784 á Holtastöðum í Langadal. For.: Einar Sigurðsson b. og skytta á Hraunum í Fljótum og k.h. Þórunn Guðmundsdóttir. Þuríður var hjá foreldrum sínum á Hraunum 1703. Hún bjó ekkja á Bergsstöðum 1725-1726, en giftist síðar Jóni Bjarnasyni pr. á Holtastöðum. Barn þeirra dó ungt.

(Íslenzkar æviskrár I, 79-80 og IV, 28; Ættir Austfirðinga, 479; Huld I, 101-102; Annálar 1400-1800 I, 631 og 632, IV, 341 og 599 og VI, 259; Æfir lærðra manna (þáttur Ólafs Árnasonar á Bergsstöðum); Prestaæfir Sighvats Grímssonar Borgfirðings (þáttur Ólafs Árnasonar á Bergsstöðum); Ættatölub. Jóns Espólíns, 1612, 3533-3534 og 5590; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 317 og 670; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 66 og 498-500).

Ólafur Árnason (1833-1901) Bóndi á Kúfustöðum, Ytra-Þverfelli og Skottastöðum.

F. 12. sept. 1833 á Skottastöðum, d. 13. mars 1901 á sama stað. For.: Árni Jónsson b. á Skottastöðum og s.k.h. Solveig Pálsdóttir. Var hjá foreldrum sínum á Skottastöðum 1845 og fermdist í Bergsstaðasókn 1848. Bóndi á Kúfustöðum 1861-1862. Húsmaður á Brandsstöðum 1862-1863. Bóndi á Ytra-Þverfelli 1863-1870 og á Skottastöðum 1870-1883. Vinnumaður á Bergsstöðum 1883-1884. Bóndi á Geitabóli á Sauðadal 1884-1885. Húsmaður á Geitabóli 1885-1886. Vinnumaður á Æsustöðum 1886-1887. Ráðsmaður á Skottastöðum 1887-1888. Bóndi á Skottastöðum aftur 1888 til æviloka. – Kona, g. 24. nóv. 1860, Rósa Halldórsdóttir, f. 19. okt. 1839 í Syðra-Tungukoti, d. 21. jan. 1880 á Skottastöðum. For.: Halldór Jónasson b. í Syðra-Tungukoti og f.k.h. Oddný Halldórsdóttir. Rósa var hjá foreldrum sínum í Syðra-Tungukoti 1840 og fermdist í Blöndudalshólasókn 1854. Hún var vinnukona í Hvammi í Svartárdal 1859-1860 og á Skottastöðum 1860-1861. Börn: Ólafur, f. 29. júní 1861 á Kúfustöðum, d. 5. júní 1862 á Brandsstöðum. Halldór, f. 15. júlí 1862 á Brandsstöðum, d. 26. febr. 1866 á Ytra-Þverfelli. Árni, f. 7. jan. 1864 á Ytra-Þverfelli, b. á Skottastöðum, ókv. Jón, f. 18. maí 1866 á Ytra-Þverfelli, b. á Skottastöðum, kv. (Unu) Sigríði Jónsdóttur. Sigríður, f. 16. febr. 1868 á Ytra-Þverfelli, d. 11. júní 1869 á sama stað. Solveig, f. 8. maí 1870 á Ytra-Þverfelli, d. 14. júlí 1872 á Skottastöðum. Solveig, f. 26. jan. 1874 á Skottastöðum, g. Árna Þorgrímssyni b. á Skottastöðum, átti áður dóttur með Valdimar Magnúsi Benediktssyni vm. á Hafgrímsstöðum í Tungusveit Guðrún, f. 12. febr. 1877 á Skottastöðum, d. 9. ágúst 1882 á sama stað. Sambýliskona: Sigurrós Hjálmarsdóttir, f. 13. okt. 1834 á Sigríðarstöðum í Vesturhópi, d. 24. des. 1924 í Spanish Fork í Utah, húsm. á Skottastöðum. For.: Hjálmar Guðmundssonar b. á Sigríðarstöðum og k.h. Rósa Gunnlaugsdóttir. Sigurrós var ekkja eftir Jónatan Davíðsson b. á Marðarnúpi í Vatnsdal. Hún var bústýra hjá Ólafi árin 1880-1881, 1882-1883 og 1884-1885, en talin fyrir búi á hluta Skottastaða fardagaárið 1881-1882. Barn: Jónatan, f. 30. apríl 1882 á Skottastöðum, smiður í Edmonton í Alberta, kv. Magneu Ólínu Hermannsdóttur Hillman.

(Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 II, 298-301; Niðjatal Gísla Stefánssonar og Önnu Jónsdóttur frá Flatatungu, 228; Sjómenn og sauðabændur, 200; Að vestan I, 135-136; Húnavaka 1971, 198; Almanak Ólafs Thorgeirssonar 1913, 99-100 og 1926, 106; Vísir 11. maí 1925; Guðmundur í Hvammi – Handrit Kristínar Sigvaldadóttur á Skeggsstöðum; Steinárætt – Handrit Péturs Sigurðssonar á Skeggsstöðum).

Ólafur Bjarnason (1695-1771) Bóndi á Hóli og Steiná.

F. um 1695, á lífi í Bólstaðarhlíðarhreppi 1771. For.: Bjarni Konráðsson b. á Steiná og k.h. Þórdís Jónsdóttir. Var hjá foreldrum sínum á Hóli 1703. Bóndi á Hóli nál. 1720 og á Steiná -1726-1763-. Hann er kenndur við Tinnársel í Austurdal. (Þjóðsögur Jóns Árnasonar I, 360). Ólafur var haldinn fjölkunnugur og kemur talsvert við þjóðsögur. Hann gaf vitnisburð um Teigana í Svartárdal 21. júní 1771. – Fyrri kona: Guðrún Björnsdóttir, f. nál. 1690. For.: Björn Hrólfsson b. og lögréttum. í Stóradal í Svínavatnshreppi og k.h. Gunnvör Benediktsdóttir. Guðrún var hjá foreldrum sínum í Stóradal 1703, önnur tveggja alnafna sem sagðar eru 15 og 13 ára. Barn: Guðrún, f. um 1723, g. fyrr Jóni Jónssyni b. á Gili, síðar Bessa Þorbergssyni b. á Gili. Seinni kona, kl. 4. apríl 1727, Guðbjörg Tómasdóttir, f. um 1705, d. 1782 (gr. 3. mars 1782) á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð. For.: Tómas Konráðsson b. á Valabjörgum á Skörðum og k.h. Ólöf Jónsdóttir. Hún var síðast í skjóli Guðbjargar dóttur sinnar á Stóru-Ökrum. Ólafur og Guðbjörg voru bræðrabörn. Börn: Bjarni, f. um 1727, b. á Fossum, kv. Hólmfríði Jónsdóttur. Þórdís, f. um 1733, var hjá foreldrum sínum á Steiná 1762, en þurfak. á sama stað 1787. Jón, f. um 1738, var hjá foreldrum sínum á Steiná 1762. Hallgrímur, f. um 1744, var hjá foreldrum sínum á Steiná 1762. Sigríður, f. um 1747, var hjá foreldrum sínum á Steiná 1762. Guðbjörg, f. um 1748 á Steiná, g. Jóni Jónssyni b. á Nýjabæ í Austurdal. Björg, f. nál. 1735, g. Jóni Guðmundssyni b. á Eiðsstöðum í Blöndudal. Barnsmóðir: Björg Magnúsdóttir, f. um 1692, d. 1769 eða 1770, vk. í Bergsstaðasókn og í Bergsstaðaprestakalli. Faðir: Magnús Ólafsson b. á Haukagili í Vatnsdal. Björg var hjá föður sínum á Haukagili 1703. Hún giftist síðar Grími Jónssyni b. á Bollastöðum. Börn: Þorlákur, f. 1716 eða 1717 í Bergsstaðasókn. Guðmundur, f. 1719 eða 1720 í Bergsstaðaprestakalli, b. í Bólstaðarhlíð, kv. Guðrúnu Árnadóttur.

Athugasemdir: 1) Ólafur var orðinn bóndi í Bólstaðarhlíðarhreppi 1722. Í vitnisburði sínum um Teigana sagðist hann hafa komið 6 vetra gamall að Hóli og þá verið hjá föður sínum 9 ár, svo farið að Steiná, næsta bæ, og síðan aftur að Hóli og búið á þeirri jörðu 3 ár. Hann sagði sig vera 76 ára gamlan árið 1771. Ólafur er talinn 67 ára í Manntali á Íslandi 1762. 2) Hægt er að láta sér til hugar koma að Tómas Jónsson bóndi á Brún kunni að hafa verið barnabarn Ólafs og Guðbjargar.

(Saga frá Skagfirðingum III, 122-123; Fortíð og fyrirburðir, 49-50; Vorþeyr og vébönd, 217-218, 221-222 og 226-227; Ritsafn Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum III, 51-53; Söguþættir Gísla Konráðssonar, 127-128 og 130; Syrpa úr handritum Gísla Konráðssonar I, 54-55, 75-76 og 185-186; Huld I, 80-84; Þjóðsögur Jóns Árnasonar I, 360-361 og III, 411-412; Húnavaka 1969, 57-61; Annálar 1400-1800 I, 636; Magnús Ketilsson III, 497; Dómab. Hún. 27. maí 1720, 12. maí 1723, 11. maí 1734, 21. júní 1771 og 8. júní 1773; Ættatölub. Jóns Espólíns, 578-579, 2144, 5646 og 6865; Ættatölub. Jóns Magnússonar, 269; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 213, 229 og 679; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 764 og 4087).

Ólafur Bjarnason (1761-1830) Bóndi á Litla-Vatnsskarði og Hólabæ.

F. um 1761, d. 1. júlí 1830 í Hafnabúðum á Skaga. Faðir: Bjarni Jónsson b. á Sleitustöðum í Kolbeinsdal. Vinnumaður í Skagafjarðarsýslu -1787-1788-. Bóndi á Kúfustöðum 1790-1793. Búlaus í Bólstaðarhlíðarhreppi 1793-1794. Bóndi á Litla-Vatnsskarði á Laxárdal fremri 1794-1795- og í Hólabæ 1796-1815. Húsmaður í Hafnabúðum -1828 til æviloka. – Kona: Steinunn Pálsdóttir, f. um 1759, á lífi í Hólabæ 1815. For.: Páll Hallgrímsson b. á Kúfustöðum og k.h. Steinunn Illugadóttir. Ólafur og Steinunn áttu saman tvö börn í lausaleik í Bergsstaðasókn, það eldra 1784, það yngra 1787. Börn: Guðrún, f. 1784 í Bergsstaðasókn, g. Jónasi Kristjánssyni b. á Gili, átti áður barn sem hún kenndi Árna Auðunssyni prestssyni í Blöndudalshólum. Guðmundur, f. 1787 í Bergsstaðasókn, vm. á Kúfustöðum 1801, en á Bakka í Viðvíkursveit 1807, ókv., en átti son með Þóru Hallvarðsdóttur. Halldóra, f. um 1790 á Kúfustöðum, g. Gísla Jónssyni b. í Blöndudalshólum. Þórunn, f. um 1793, d. 3. júlí 1822 í Bólstaðarhlíð, vk. á Brún 1814, óg. Sigurlaug, f. um 1794 á Litla-Vatnsskarði, d. 3. nóv. 1875 á Svínavatni í Svínavatnshreppi, vk. á Torfustöðum 1816, óg. Ingibjörg, f. um 1796, var hjá foreldrum sínum í Hólabæ 1801.

Athugasemd: Í Manntali á Íslandi 1816 er Guðrún Ólafsdóttir, dóttir Ólafs og Steinunnar, talin fædd á Litla-Vatnsskarði, en það er rangt, því foreldrar hennar voru ekki komnir að Litla-Vatnsskarði um það leyti sem hún fæddist.

(Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 I, 21-22; Ættatölub. Jóns Espólíns, 3794).

Ólafur Björnsson (1743-1814) Bóndi í Stafni og Barkarstöðum.

F. um 1743, d. 17. mars 1814 á Botnastöðum. Faðir: Björn Einarsson b. í Brekkukoti á Efribyggð. Bóndi í Stafni -1773-1774 og á Barkarstöðum 1774-1802. Búlaus á Eiríksstöðum -1803-1806-. Hann var um skeið húsmaður hjá Vorm Símonssyni Bech hreppstjóra á Geitaskarði í Langadal. Ólafur var meðhjálpari í Bergsstaðakirkju. Hann skrifaði undir verslunarkærubréf í Bólstaðarhlíð 20. sept. 1797. – Kona, g. 8. okt. 1771, Guðrún Jónsdóttir, f. um 1734 á Barkarstöðum, d. 31. mars 1818 á sama stað. For.: Jón Jónsson b. á Barkarstöðum og k.h. Þórunn Jónsdóttir. Guðrún var í skjóli systurdóttur sinnar Sigurlaugar Björnsdóttur á Barkarstöðum 1802 til æviloka. Ókunnugt um börn. Barnsmóðir: Guðrún Þorleifsdóttir, f. nál. 1750, vk. á Barkarstöðum. For. ókunnir. Barn þeirra fæddist 28. sept. 1778 á Barkarstöðum.

Athugasemd: Hægt er að láta sér til hugar koma að Guðrún Þorleifsdóttir kunni að hafa verið dóttir Þorleifs Sæmundssonar b. í Stafni og f.k.h. Engilráðar Jónsdóttur.

(Húnaþing I, 492-495; Sýsluskj. Hún. XV, 7, 23. mars, 19. maí og 27. sept. 1814 (dánarbú Ólafs Björnssonar á Botnastöðum).

Ólafur Björnsson (1769-1849) Bóndi í Syðri-Mjóadal.

F. um 1769 í Mjóadal, d. 19. apríl 1849 á Litlu-Giljá í Þingi. For.: Björn Arason b. í Syðri-Mjóadal og k.h. Ingibjörg Illugadóttir. Bóndi í Syðri-Mjóadal 1794-1798, á Reykjum á Reykjabraut 1798-1810, í Brekku í Þingi 1810-1813 og á Beinakeldu á Reykjabraut 1813-1823 og hafði jafnframt bú á Litlu-Giljá 1813-1823. Bóndi á Litlu-Giljá 1823-1828 og hafði jafnframt bú á Beinakeldu 1823-1826. Bóndi á Stóru-Giljá í Þingi 1828-1830. Húsmaður á sama stað 1830-1831. Bóndi á Stóru-Giljá 1831-1837. Húsmaður á sama stað 1837-1838. Bóndi á Litlu-Giljá 1838-1848, en var í skjóli Óskar dóttur sinnar á sama stað 1848 til æviloka. Hann var hreppstjóri í Bólstaðarhlíðarhreppi og hreppstjóri og sáttanefndarmaður í Torfalækjarhreppi. Ólafur var nær meðalmaður á hæð en grannvaxinn, léttlyndur og glettinn, hvítleitur og viturlegur í bragði. Hann var greindur og vel að sér, lögfróður og málafylgjumaður. Þótti hann heldur djarffærinn í málafylgju sinni. Ekki var hann talinn mikill búsýslumaður, en er þó sagður hafa byggt upp Litlu-Giljá. Hann skrifaði undir verslunarkærubréf í Bólstaðarhlíð 20. sept. 1797. – Kona: Gróa Ólafsdóttir, f. um 1769 á Geitafelli á Vatnsnesi, d. 20. okt. 1830 á Stóru-Giljá. For.: Ólafur Guðmundsson b. á Auðólfsstöðum og f.k.h. Ósk Guðmundsdóttir. Hún var búlaus í Mjóadal -1790-1791-. Gróa var ljósmóðir og naut launa úr konungssjóði 1813-1824. Börn: Ósk, f. 24. jan. 1799 á Reykjum, g. Jóni Jóhannessyni b. og skáldi á Beinakeldu. Ingibjörg, f. 15. febr. 1800 á Reykjum, g. Jóni Jónssyni b. og stúdent á Beinakeldu. Oddný, f. 5. júní 1811 í Brekku, g. Ólafi Jónssyni b. og alþingism. á Sveinsstöðum í Þingi.

(Íslenzkar æviskrár III, 164 og 199, IV, 63-64 og V, 453; Ljósmæður á Íslandi I, 118; Húnvetningasaga III, 914; Saga frá Skagfirðingum II, 74-75 og 168; Föðurtún, 202; Húnaþing I, 492-495; Húnavaka 1976, 92-93; Skagfirðingabók 1996, 92; Brandsstaðaannáll, 42 og 169; Skiptab. Hún. 9. maí 1831 og 11. des. 1849; Ættatölub. Jóns Espólíns, 2973-2974 og 6843; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 125; Ættatölub. Sighvats Grímssonar Borgfirðings, 2025 og 2437).

Ólafur Björnsson (1785-1836) Bóndi á Auðólfsstöðum.

F. 1785 eða 1786 í Höfnum á Skaga, d. 21. nóv. 1836 á Auðólfsstöðum. For.: Björn Guðmundsson b. á Auðólfsstöðum og k.h. Ingibjörg Steinsdóttir. Var hjá foreldrum sínum á Auðólfsstöðum 1801. Bóndi á Auðólfsstöðum 1816 til æviloka. Ólafur var hár vexti og karlmannlegur, stilltur og fámáll, afskiptalítill um annarra hagi, þéttur fyrir og staðfastur og æðrulaus þó nokkuð blési á móti. Hann átti Auðólfsstaði. – Kona, g. 31. maí 1815, Margrét Snæbjörnsdóttir, f. 1788 á Ósi í Hörgárdal, d. 5. maí 1871 í Hvammi í Vatnsdal. For.: Snæbjörn Halldórsson pr. í Grímstungu í Vatnsdal og k.h. Sigríður Sigvaldadóttir. Margrét var hjá foreldrum sínum í Grímstungu 1801 og fermdist í Grímstungusókn sama ár. Hún var vinnukona á Þingeyrum í Þingi 1808-1811, en þjónustustúlka á sama stað 1811-1815. Hún bjó ekkja á Auðólfsstöðum 1836-1843, en var húskona á Gunnsteinsstöðum 1843-1846-. Hún var í skjóli Björns eldra sonar síns á Auðólfsstöðum -1849-1850-, í skjóli Björns yngra sonar síns í Engihlíð í Langadal -1855-1856 og á Ystagili í Langadal 1856-1861, í skjóli Arnljóts sonar síns á Ytri-Bægisá á Þelamörk 1864-1865 og í skjóli Ingibjargar dóttur sinnar á Botnastöðum 1865-1866, en búsett á Eyvindarstöðum 1866-1867 og í Hvammi 1868 til æviloka. Margrét var gáfuð og flugskörp, hneigð til bókar og svo hög, að hvert verk lék henni í höndum. Voru mjög eftirsótt áklæði eftir hana og önnur tóvara. Nokkuð var hún hvarflandi og vanstillt, og sótti eirðarleysi mjög á hana á efri árum. Frá því er sagt um Margréti, að síðustu árin sem hún var á Auðólfsstöðum gekk hún flesta daga að færu veðri fram að Æsustöðum, sem er næsti bær, til að bergja á vatni úr lindinni þar, er hún taldi sannan heilsubrunn. Börn: Björn, f. 8. júní 1817 á Auðólfsstöðum, b. á Auðólfsstöðum, kv. Filippíu Hannesdóttur, átti áður son með Guðrúnu Sigurðardóttur. Gísli, f. 21. nóv. 1818 á Auðólfsstöðum, d. 2. des. 1818 á sama stað. Margrét, f. 9. júlí 1820 á Auðólfsstöðum, g. Jóni Jóhannssyni b. á Auðólfsstöðum. Björn, f. 9. sept. 1821 á Auðólfsstöðum, b. í Finnstungu, kv. Önnu Lilju Jóhannsdóttur. Arnljótur, f. 21. nóv. 1823 á Auðólfsstöðum, pr. á Sauðanesi á Langanesi, kv. (Þuríði) Hólmfríði Þorsteinsdóttur, átti áður tvær dætur með Ingibjörgu Einarsdóttur. Ingibjörg, f. 13. okt. 1825 á Auðólfsstöðum, g. Illuga Jónassyni b. í Sellandi, átti áður son með Jakobi Jónssyni b. á Brandsstöðum. Gísli, f. 20. des. 1828 á Auðólfsstöðum, jarðyrkjum. í Reykjavík, kv. Sigríði Jónasdóttur. Jón, f. 11. nóv. 1831 á Auðólfsstöðum, d. 5. des. 1831 á sama stað. – Barnsfaðir Margrétar: Ísleifur Jóhannesson, f. 9. ágúst 1787 á Syðra-Hóli á Skagaströnd, d. 13. ágúst 1829 í Kaupmannahöfn, vm. á Torfalæk á Ásum 1811-1813 og á Breiðavaði í Langadal 1818-1819. For.: Jóhannes Jónsson b. á Breiðavaði og k.h. Guðrún Árnadóttir. Barn: Steinunn, f. 26. des. 1814 á Þingeyrum.

(Íslenzkar æviskrár I, 80-81, II, 74 og IV, 309; Borgfirzkar æviskrár III, 52; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 I, 34-35; Íslenzkir Hafnarstúdentar, 198; Guðfræðingatal I, 192-193; Reykjahlíðarætt I, 18-71; Ættarskrá Bjarna Þorsteinssonar, 359 og 371-373; Búsæld og barningur, 129-133 og 146; Hrakhólar og höfuðból, 45-49 og 97-98; Syrpa úr handritum Gísla Konráðssonar II, 336-350; Föðurtún, 495; Húnavaka 1976, 91-92 og 1988, 109-114; Brandsstaðaannáll, 127; Skiptab. Hún. 14. nóv. 1837 og 8. júní 1842; Ættatölub. Jóns Espólíns, 273-276, 550-551 og 4774-4775; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 125-126, 312-313 (innskotsblöð), 337 og 476-477; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 182 og 3902).

Ólafur Björnsson (1800-1846) Bóndi í Sellandi, Torfustöðum og Hóli.

F. um 1800 á Bollastöðum, d. 23. ágúst 1846 á Brenniborg á Neðribyggð. For.: Björn Ólafsson b. í Sellandi og k.h. Þórunn Helgadóttir. Var hjá foreldrum sínum á Bollastöðum 1801 og í Sellandi 1816. Bóndi í Sellandi 1828-1835 og hafði jafnframt bú á Torfustöðum 1828-1829. Bóndi á Hóli 1835-1838, í Saurbæ á Neðribyggð 1838-1840 og á Brenniborg 1840 til æviloka. Ólafur var góður smiður. Hann hafði makaskipti á hálfum Hóli fyrir Saurbæ við Björn Bjarnason bónda á Brandsstöðum 15. mars 1838, en seldi þá jörð Hannesi Jónatanssyni bónda á Brenniborg fyrir 17 hundruð í Brenniborg 20. maí 1840 og lét hann jafnframt hafa 170 spesíur í milligjöf. Hann keypti 3 hundruð í Brenniborg af Símoni Þorfinnssyni bónda í Laufási á Neðribyggð fyrir 120 ríkisdali 6. júní 1842. – Kona, g. 3. okt. 1828, Sigríður Hinriksdóttir, f. 9. júní 1800 í Fremri-Svartárdal í Svartárdal. For.: Hinrik Gunnlaugsson b. á Tunguhálsi í Tungusveit og s.k.h. Solveig Magnúsdóttir. Sigríður var hjá foreldrum sínum í Fremri-Svartárdal 1801 og fermdist í Goðdalaprestakalli í Skagafjarðarsýslu 1814. Hún var hjá foreldrum sínum á Tunguhálsi 1816, en vinnukona í Goðdölum í Vesturdal -1826-1827 og á Bollastöðum 1827-1828. Hún bjó ekkja á Brenniborg 1846-1847, var húskona í Stafni 1847-1848, en giftist þá Brynjólfi Magnússyni b. á Gilsbakka í Austurdal. Sigríður bjó með seinni manni sínum á Gilsbakka 1848-1850 og á Álfgeirsvöllum á Efribyggð 1850-1856, var í skjóli Þórunnar dóttur sinnar í Forsæludal í Vatnsdal 1856-1865 og á Skeggsstöðum 1865-1874, en fór þá með henni til Vesturheims. Sigríður var siðprúð og vel uppfrædd. Börn: Þórunn, f. 10. maí 1829 í Sellandi, g. Brynjólfi Brynjólfssyni b. á Skeggsstöðum, þau stjúpsystkini. Björn, f. 18. apríl 1830 í Sellandi, b. í Hnausakoti í Miðfirði, kv. Sólrúnu Sæmundsdóttur, átti áður dóttur með Ragnheiði Guðmundsdóttur. Ólafur, f. 24. sept. 1835 á Hóli, d. 2. apríl 1836 á sama stað. – Seinni maður Sigríðar, g. 12. okt. 1848, Brynjólfur Magnússon, f. 16. jan. 1794 á Starrastöðum á Fremribyggð, d. 12. júlí 1865 á Skeggsstöðum, b. á Gilsbakka 1829-1831, á Ytri-Kotum í Norðurárdal 1831-1833, á Gilsbakka aftur 1833-1850 og á Álfgeirsvöllum 1850-1856. For.: Magnús Magnússon b. í Stafni og k.h. Guðrún Stefánsdóttir. Brynjólfur var hjá foreldrum sínum á Starrastöðum 1801. Hann var vinnumaður í Garði í Hegranesi 1814-1822, á Bakka í Vallhólmi 1822-1823, á Miklabæ í Blönduhlíð 1823-1826- og á Gilsbakka -1827-1829, en í skjóli Brynjólfs sonar síns í Forsæludal 1856-1865 og síðast á Skeggsstöðum. Brynjólfur var heiðursmaður og ágætlega að sér. Hann var skáldmæltur og orti bæjarvísur um Hegranes sem nú eru varðveittar í Landsbókasafni. Brynjólfur keypti 3 hundruð í Gilsbakka af svila sínum Rafni Þorkelssyni bónda í Litladal í Blönduhlíð fyrir 30 spesíur 25. jan. 1834 og önnur 3 hundruð í sömu jörð af svila sínum Hallgrími Bjarnasyni bónda í Vaglagerði í Blönduhlíð fyrir 30 spesíur 24. maí 1836. Hann eignaðist allan Gilsbakka. Þá keypti hann ásamt sonum sínum Forsæludal af Jóni Bjarnasyni stjarnfræðingi í Þórormstungu í Vatnsdal fyrir 1000 ríkisdali. Barnlaus. Barnsfaðir Sigríðar: Guðmundur Guðmundsson, f. 16. sept. 1799 á Vindheimum í Tungusveit, d. 23. júlí 1862 í Fremri-Svartárdal, b. í Fremri-Svartárdal. For.: Guðmundur Tómasson b. á Vindheimum og k.h. Monika Árnadóttir. Barn: drengur, f. 26. apríl 1827 í Goðdölum. Hann fæddist andvana. – Fyrri kona Brynjólfs, g. 26. nóv. 1827, Sigríður Magnúsdóttir, f. 6. júní 1807 á Gilsbakka, d. 9. okt. 1847 á sama stað. For.: Magnús Lúðvíksson b. á Gilsbakka og k.h. Valgerður Ólafsdóttir. Sigríður var hjá foreldrum sínum á Gilsbakka 1816 og fermdist í Silfrastaðasókn í Skagafjarðarsýslu 1824. Hún mun hafa verið fríðleikskona. Börn: Magnús, f. 16. maí 1828 á Gilsbakka, b. í Bólstaðarhlíð, kv. Elísabeti Sigríði Klemensdóttur, átti einnig börn með Guðrúnu Guðmundsdóttur, Jóhönnu Jónsdóttur og Rósu Benediktsdóttur, eitt með hverri. Brynjólfur, f. 14. ágúst 1829 á Gilsbakka, b. á Skeggsstöðum, kv. Þórunni Ólafsdóttur, þau stjúpsystkini, átti áður dóttur með Guðrúnu Rafnsdóttur, þau systrabörn. Stefán, f. 4. júlí 1832 á Ytri-Kotum, d. 4. mars 1833 á sama stað. Valgerður, f. 12. apríl 1836 á Gilsbakka, d. 22. sept. 1837 á sama stað. Stefán, f. 20. apríl 1839 á Gilsbakka, b. á Botnastöðum, kv. fyrr Guðrúnu Guðmundsdóttur, síðar Helgu Erlendsdóttur. Barnsmóðir Brynjólfs: Guðný Jónsdóttir, f. 19. ágúst 1796 á Bessahlöðum í Öxnadal, d. 29. júní 1842 í Hjaltastaðahvammi í Blönduhlíð, vk. í Garði í Hegranesi. For.: Jón Halldórsson b. í Sílastaðakoti í Kræklingahlíð og k.h. Guðný Markúsdóttir. Guðný giftist síðar Gísla Jónssyni b. á Miðsitju í Blönduhlíð. Barn: Lilja, f. 27. ágúst 1825 í Garði, d. 26. júní 1826 á Gilsbakka.

(Íslenzkar æviskrár I, 122; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 V, 239-240 og VI, 21-23, 27-30, 30-34, 70-71, 220-223 og 323-327; Ættir Austfirðinga, 581; Ættir Síðupresta, 165 og 203; Saga Íslendinga í Norður-Dakota, 311 og 391-394; Hlynir og hreggviðir, 100; Ritsafn Eiðs Guðmundssonar á Þúfnavöllum II, 36; Ritsafn Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum II, 38 og 127; Húnavaka 1976, 93 og 1988, 117-118; Brandsstaðaannáll, 157 og 194; Skiptab. Skag. 7. mars 1844, 12. nóv. 1846 og 17. des. 1847; Skeggsstaðaætt – Handrit Björns Bjarnasonar á Skeggsstöðum; Ættatölub. Jóns Espólíns, 476, 1086, 1846, 1857, 3959-3960, 5243, 5495 og 6843-6844; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 312-313 (innskotsblöð), 337, 338d, 490, 496-497 (innskotsblöð), 611 og 651); Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 4822 og 5008).

Ólafur Björnsson (1835-1873) Bóndi í Selhaga.

f. 18. apríl 1836 á Valabjörgum á Skörðum, á lífi í Glaumbæ á Langholti 1873. For.: Björn Ólafsson b. á Valabjörgum og k.h. Margrét Björnsdóttir. Var hjá foreldrum sínum á Valabjörgum 1845 og fermdist í Víðimýrarsókn í Skagafjarðarsýslu 1851. Bóndi á Valabjörgum 1857-1858 og í Selhaga 1858-1859. Vinnumaður hjá Andrési bróður sínum í Stokkhólma í Vallhólmi 1859-1862. Bóndi í Hringey í Vallhólmi 1862-1863 og í Vaglagerði í Blönduhlíð 1863-1864. Húsmaður á Hellu í Blönduhlíð 1865-1866. Bóndi á Hellu 1866-1867, á Hrólfsstöðum í Blönduhlíð 1867-1868 og í Brekkukoti fremra í Blönduhlíð 1868-1870. Búsettur hjá Andrési bróður sínum í Stokkhólma 1870-1871. Þurfamaður á Víðimýri í Seyluhreppi 1871-1872, í Hátúni á Langholti 1872-1873 og í Glaumbæ 1873-1874. Ólafur varð heilsulítill. – Kona, g. 9. okt. 1856, Björg Guðmundsdóttir, f. 27. okt. 1835 í Vatnshlíð, d. 28. maí 1914 í Syðra-Vallholti í Vallhólmi. For.: Guðmundur Magnússon b. í Vatnshlíð og barnsm.h. Jóhanna Kristjánsdóttir vk. í Vatnshlíð. Björg ólst upp hjá föðursystur sinni Guðbjörgu Magnúsdóttur og manni hennar Árna Þorbergssyni á Fjósum og fermdist í Bólstaðarhlíðarsókn 1850. Hún var vinnukona hjá föður sínum í Vatnshlíð 1855-1856 og á Valabjörgum 1856-1857. Bústýra í Brekkukoti 1870-1878, á Hring í Blönduhlíð 1878-1879 og á Miðsitju í Blönduhlíð 1879-1882. Húskona á Vöglum í Blönduhlíð 1882-1883. Bústýra á Vöglum 1883-1884. Húskona hjá Herdísi dóttur sinni á sama stað 1884-1885. Bústýra á Minni-Ökrum í Blönduhlíð 1885-1886 og í Vaglagerði 1886-1887. Húskona í Stokkhólma 1888-1889. Vinnukona í Syðra-Vallholti 1889-1890. Húskona á sama stað 1890-1893. Vinnukona á Völlum í Vallhólmi 1893-1896, á Bakka í Vallhólmi 1896-1898 og í Krossanesi í Vallhólmi 1898-1899. Húskona í Borgarey í Vallhólmi 1899-1900 og á Bakka 1900-1901. Vinnukona á Bakka aftur 1901-1902, hjá Herdísi dóttur sinni í Syðra-Vallholti 1902-1904, á Bakka enn 1904-1912 og hjá Herdísi dóttur sinni í Syðra-Vallholti aftur 1912 til æviloka. Börn: Margrét, f. 20. nóv. 1857 á Valabjörgum, d. 21. nóv. 1859 í Stokkhólma. Herdís, f. 11. jan. 1859 í Selhaga, bjó fyrr með Gísla Guðmundssyni b. á Vöglum, síðar með Sigurði Gunnarssyni b. í Syðra-Vallholti. Björn, f. 8. ágúst 1861 í Stokkhólma, d. 11. jan. 1864 í Vaglagerði. Margrét Jóhanna, f. 24. sept. 1866 á Hellu, d. 22. des. 1938 á Sauðárkróki, húsm. í Klöruminni á Sauðárkróki, óg., en átti dóttur með Benedikt Þorsteinssyni b. í Hólkoti í Staðarhreppi. Hún var bústýra á Kimbastöðum í Borgarsveit 1905-1906. Hróðný Sigríður, f. 26. jan. 1871 í Brekkukoti, d. 14. sept. 1872 á sama stað. – Sambýlismaður Bjargar: Jón Jónsson, f. 1. sept. 1830 í Hólaborg í Blöndudal, d. 21. mars 1893 í Víkurkoti í Blönduhlíð, b. í Brekkukoti 1870-1877, á Hring 1878-1879, á Miðsitju 1880-1882 og á Minni-Ökrum 1885-1886. For.: Jón Jónsson b. á Hellu og barnsm.h. Anna Þorvaldsdóttir vk. í Hólaborg, síðar g. Jóni Halldórssyni b. á Höllustöðum í Blöndudal. Jón var hjá móður sinni og stjúpa á Höllustöðum 1840 og fermdist í Svínavatnssókn 1845. Hann var vinnumaður í Djúpadal í Blönduhlíð 1856-1861, í Saurbæ í Hörgárdal 1861-1862, í Djúpadal aftur 1862-1863 og í Litladal í Blönduhlíð 1863-1864. Bóndi í Litladal 1864-1865 og á Hellu 1865-1866. Vinnumaður hjá Ólafi og Björgu á sama stað 1866-1867, hjá Björgu í Brekkukoti 1877-1878 og á Miðsitju 1879-1880, en lausamaður á Vöglum 1882-1883. Húsmaður á sama stað 1883-1884, í Sólheimum í Blönduhlíð 1884-1885, í Vaglagerði 1886-1888 og í Víkurkoti 1888 til æviloka. Björg var bústýra hjá Jóni árin 1870-1877, 1878-1879, 1880-1882, 1883-1884 og 1885-1887. Barn: Anna Sigríður, f. 10. apríl 1877 í Brekkukoti, húsm. í Mikley í Vallhólmi, óg. og bl. Sambýlismaður Bjargar: Guðmundur Sveinsson, f. 25. mars 1841 í Úlfsstaðakoti í Blönduhlíð, d. 10. ágúst 1919 á Sauðárkróki, b. í Brekkukoti 1877-1878 og á Miðsitju 1879-1880. For.: Sveinn Guðmundsson b. á Minni-Ökrum og f.k.h. Elísabet Sigurðardóttir. Guðmundur var hjá föður sínum á Minni-Ökrum 1850 og fermdist í Miklabæjarsókn í Blönduhlíð 1856. Hann var vinnumaður á Flugumýri í Blönduhlíð 1862-1871-. Húsmaður í Brekkukoti -1875-1877 og á Miðsitju 1880-1898. Lausamaður í Sólheimum 1898 til æviloka. Guðmundur var fremur lágur vexti en þrekvaxinn, herðabreiður og beinn í baki, fremur útlimastuttur, fótstór og handstór, breiðleitur, alldökkur í andliti, augun mógrá að lit, nefið stórt og söðulbakað með hnúð að framan, hakan fremur stutt, hárið dökkjarpt á yngri árum, en varð gráspengt á efri árum, gróft og þykkt. Hann var vel að manni, rólyndur en skapmikill, virðulegur í framgöngu, að jafnaði fámáll, alvarlegur og festulegur, en varð málglaður og lék á als oddi við skál. Hann var greindur og fróðleiksfús, framúrskarandi fjármaður og afburða markfróður. Hann þæfði ull og prjónaði allmikið á vetrum. Björg var bústýra hjá Guðmundi árin 1877-1878 og 1879-1880.

Athugasemd: (Anna) Sigríður Jónsdóttir var af sumum talin laundóttir Guðmundar Sveinssonar b. í Brekkukoti og á Miðsitju.

(Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 III, 31-32, 51-53, 64-66, 123-124, 175-176 og 229-230 og V, 176-180; Skagfirzkar æviskrár 1890-1910 I, 18-19 og 263-264; Skagfirskar æviskrár 1950-1910 I, 84-85 og 240-241; Saga frá Skagfirðingum II, 114 og 175; Búsæld og barningur, 132; Hofdala-Jónas, 46-53, 64, 77, 152, 156-158, 171, 179 og 183; Bólu-Hjálmarssaga, 138; Glóðafeykir 7, 29-30; Húnavaka 1976, 92, 1977, 89 og 1988, 109; Skagfirðingabók 1968, 188, 1977, 186-191 og 1979, 167-176; Skiptab. Hún. 20. des. 1843 og 2. maí 1844; Ábúendatal í Staðarhreppi – Handrit Jóns Sigurðssonar á Reynistað, 138; Skeggstaðaætt – Handrit Björns Bjarnasonar á Brandsstöðum; Ættatölub. Jóns Espólíns, 551 og 3931; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 126 og 341).

Ólafur Guðmundsson (1745-1786) Bóndi í Auðólfsstöðum.

F. nál. 1745, d. 1785 eða 1786. For.: Guðmundur Björnsson b. á Auðólfsstöðum og k.h. Margrét Björnsdóttir. Bóndi á Geitafelli á Vatnsnesi nál. 1770, á Syðri-Kárastöðum á Vatnsnesi -1773-1774 og á Ytri-Kárastöðum á Vatnsnesi 1774-1775. Búlaus á Auðólfsstöðum 1780-1781. Bóndi á Auðólfsstöðum 1781-1783- og á Holtastöðum í Langadal -1784 til æviloka. Ólafur andaðist úr bólusótt. – Fyrri kona, km. 16. ágúst 1767, Ósk Guðmundsdóttir, f. nál. 1740, d. 1771 eða 1772. For.: Guðmundur Magnússon b. á Árbakka á Skagaströnd og k.h. Oddný Ólafsdóttir. Börn: Oddný, f. um 1767, á lífi 1772. Gróa, f. um 1769 á Geitafelli, g. Ólafi Björnssyni b. í Syðri-Mjóadal. Seinni kona, g. 1781, Guðrún Illugadóttir, f. um 1749, d. 11. júní 1814 á Holtastöðum, ekkja Gísla Sigurðssonar b. í Holti í Svínadal. For.: Illugi Jónsson b. á Reykjum á Reykjabraut og k.h. Margrét Sæmundsdóttir. Guðrún bjó ekkja á Holtastöðum 1785-1788 og hafði jafnframt bú á Gunnfríðarstöðum á Bakásum 1785-1786, en giftist þá Erlendi Guðmundssyni b. á Holtastöðum. Ókunnugt um börn.

Athugasemd: Ólafur og Guðrún voru enn ógift 15. sept. 1781, en hafa gengið í hjúskap örskömmu síðar.

(Íslenzkar æviskrár V, 316, 334 og 453; Ljósmæður á Íslandi I, 118; Saga Skagstrendinga og Skagamanna, 43-44 og 54; Búsæld og barningur, 128-129; Fortíð og fyrirburðir, 79-81; Merkir Íslendingar III, 164-165; Blanda I, 286; Húnavaka 1988, 108-109; Sýsluskj. Hún. XV, 3, 15. og 19. sept. 1781 og 11. júní 1787 (dánarbú Ólafs Guðmundssonar á Holtastöðum) og XV, 7, 17. okt. og 21. nóv. 1814 (dánarbú Guðrúnar Illugadóttur á Holtastöðum); Skiptab. Hún. 4. júní 1772 og 21. nóv. 1814; Ættatölub. Jóns Espólíns, 550, 2973-2974 og 6844; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 125, 487, 488 og 496-497 (innskotsblöð); Ættatölub. Sighvats Grímssonar Borgfirðings, 2025).

Ólafur Jónsson (1640-1685?) Bóndi á Skeggstöðum.

F. nál. 1640. For.: Jón Jónsson b. og smiður á Svínavatni í Svínavatnshreppi og k.h. Halldóra Jónsdóttir. Bóndi á Skeggsstöðum nál. 1685. Hann bjó á Skeggsstöðum til æviloka, en ekki er vitað hvenær hann dó. – Kona: Málfríður Árnadóttir, f. um 1643, á lífi á Stóra-Búrfelli í Svínavatnshreppi 1703. For.: Árni Daðason b. og lögréttum. á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal og k.h. Elín Pétursdóttir. Málfríður bjó ekkja á Skeggsstöðum -1699-1700- og á Stóra-Búrfelli -1701-1703-. Börn: Þórey, f. um 1683, búsett í Ljótshólum í Svínadal 1706. Elín, f. um 1687, g. Einari Sigurðssyni pr. á Hofi á Skagaströnd.

(Íslenzkir ættstuðlar II, 78; Saga Skagstrendinga og Skagamanna, 28-29 og 32-33; Ættatölub. Jóns Espólíns, 617; Ættatölub. Jóns Magnússonar, 458; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 479; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 9).

Ólafur Jónsson (1650-1693) Bóndi á Syðri-Leifsstöðum.

F. nál. 1650, á lífi í Skagafjarðarsýslu 1693. For. ókunnir. Bóndi á Syðri-Leifsstöðum -1692-1693, en fór þá búferlum í Skagafjarðarsýslu. Ólafur átti í útistöðum við veraldleg yfirvöld í Húnavatnssýslu. Á dómþingi í Kirkjuhvammi á Vatnsnesi 10. febr. 1693 var honum gert að greiða 4 merkur í dómrof sem fólst í því að taka ómagamæðginin Silkisif og Ásmund Jónsson inn í Húnavatnsþing. Ennfremur var að því fundið, að Ólafur hefði á manntalsþingi í Bólstaðarhlíð 20. apríl 1693 fram gefið sig með kalalegum, móðlegum og uppáfyndingasömum upplestri, samt dreissugu og óþægilegu geði, sem til kímnis, spotts og hæðni horfa mætti. Málefni Ólafs komu til tals á alþingi 1693 og ályktuðu nefndarmenn, bæði honum og öðrum óspektarmönnum til afturhalds og alvarlegrar viðvörunar, að það skyldi varða sektum, ef nokkur þaðan í frá undir þessum lands rétti skyldi dirfast nokkurn upplestur að lesa eður auglýsa, hverju nafni sem heita mætti, fyrr en yfirdómari þess manns, hvort heldur væri á alþingi eður í héraði, hefði hann yfirlesið og leyfi til gefið, að upp lesast mætti. – Ókunnugt um kvonfang og börn.

(Alþingisb. VIII, 400-401).

Ólafur Jónsson (1723-1762) Bóndi á Litla-Vatnsskarði.

F. um 1723, á lífi á Litla-Vatnsskarði á Laxárdal fremri 1762. For. ókunnir. Bóndi í Kálfárdal 1753-1758 og á Litla-Vatnsskarði 1758-1762-. Ólafi var úthlutað gjafakorni 28. des. 1756. – Kona: ónafngreind, f. um 1734, á lífi á Litla-Vatnsskarði 1762. Árið 1762 voru hjá þeim einn drengur 2 ára og tvær stúlkur 9 og 1 árs. Börn: Sigríður, f. um 1753 í Kálfárdal, g. fyrr Þórarni Þórarinssyni b. í Stokkhólma í Vallhólmi, síðar Hallsteini Jónssyni b. í Stokkhólma, átti áður dóttur með Gísla Sigurðssyni b. á Þorkelshóli í Víðidal. Ólafur, f. um 1760 á Litla-Vatnsskarði, b. á Beinakeldu á Reykjabraut, kv. fyrr Elínu Bjarnadóttur, síðar Kristínu Jónsdóttur.

(Feðraspor og fjörusprek, 137; Sagnir um slysfarir í Skefilsstaðahreppi, 39; Skiptab. Eyj. 26. maí 1829; Skiptab. Hún. 31. des. 1834; Ættatölub. Jóns Espólíns, 1729-1730, 3370 og 6082-6083; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 94 og 553).

Ólafur Jónsson (1748-1840) Bóndi á Kúfustöðum.

F. um 1748 í Valadal á Skörðum, d. 25. febr. 1840 á Ytri-Mælifellsá á Efribyggð. For.: Jón Þorkelsson b. á Nautabúi á Neðribyggð og k.h. Rósa Ólafsdóttir. Fermdur í Mælifellsprestakalli í Skagafjarðarsýslu 1762. Mun lengst af hafa verið ráðsmaður hjá móður sinni á Nautabúi 1785-1796. Bóndi á Kúfustöðum 1800-1803, á Brúnastöðum í Tungusveit 1803-1805, á Lýtingsstöðum í Tungusveit 1805-1806-, í Króki á Skagaströnd 1813-1814 og á Steinnýjarstöðum á Skagaströnd 1814-1816. Húsmaður á Fossi á Skaga 1816-1817. Þurfamaður á Ytri-Mælifellsá 1817 til æviloka. – Fyrsta kona ókunn. Ókunnugt um börn. Önnur kona, g. um 1797, Snjólaug Ormsdóttir, f. 1766 (sk. 4. mars 1766) í Krókárgerði í Norðurárdal, d. 1798 (gr. 23. júlí 1798) á Mælifelli á Fremribyggð. For.: Ormur Jónsson b. í Krókárgerði og s.k.h. Helga Þorleifsdóttir. Snjólaug fermdist í Silfrastaðasókn í Skagafjarðarsýslu 1780. Hún var vinnukona á Mælifelli -1795 til æviloka. Snjólaug andaðist úr landfarsótt á barnssæng. Barn: María, f. 1798 (sk. 12. júlí 1798) á Mælifelli. Þriðja kona: Sigríður Jónsdóttir, f. um 1755 á Eyvindarstöðum, d. 23. des. 1816 í Hvammssókn í Skagafjarðarsýslu. For.: Jón Tómasson b. á Eyvindarstöðum og k.h. Ingibjörg Sæmundsdóttir. Hún var bústýra hjá Ólafi á Kúfustöðum 1800-1801-. Sigríður lést af slysförum. Herma sagnir að hún hafi ætlað færa grannkonu sinni í Hvammkoti á Skaga pottköku til jólanna, en villst á heimleið fram og vestur hjá svokölluðu Gauksstaðafelli, og orðið þar úti í stórhríð. Fannst lík hennar ekki fyrr en vorið eftir. Hún var jarðsett í Hvammi í Laxárdal ytri 15. júlí 1817. Barnlaus. Barn Ólafs var: Rósa, f. um 1778 í Útskálasókn í Gullbringusýslu, bústýra á Miðvöllum í Svartárdal 1835, óg., en átti son með Jóni Tómassyni b. á Hömrum á Fremribyggð. – Barnsfaðir Snjólaugar: Vigfús Egilsson, f. 1776 (sk. 18. mars 1776) í Klömbrum í Aðaldal, d. 15. júní 1843 á Hafursstöðum í Hnappadal, b. á Hrafnhóli í Hjaltadal 1816. For.: Egill Ásmundsson b. í Klömbrum og k.h. Gunnvör Vigfúsdóttir. Barn: Elín, f. 14. júlí 1795 á Mælifelli, g. Árna Guðmundssyni b. á Litlahóli í Viðvíkursveit.

Athugasemdir: 1) Ólafur gæti mögulega verið samnefndur maður sem bjó í Miklagarði á Langholti 1807-1809 og í Kolgröf á Efribyggð 1809-1812. Virðist þó líklegra að þar muni vera um að ræða Ólaf Jónsson vinnumann á Víðivöllum í Blönduhlíð -1801-1802-. Hann var fæddur 1783 (skírður 28. sept. 1783) í Sólheimum í Blönduhlíð. 2) Ólafur og Sigríður bjuggu saman ógift á Kúfustöðum við Manntal á Íslandi 1801, en hafa trúlega gengið í hjúskap örskömmu síðar.

(Húnvetningasaga II, 628; Saga frá Skagfirðingum II, 60, 126 og 180; Ritsafn Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum I, 60-61 og IV, 93-94; Syrpa úr handritum Gísla Konráðssonar I, 156-158; Sagnir um slysfarir í Skefilsstaðahreppi, 25-26; Landsyfirréttardómar III, 90-94; JS. 597, 4to; Ættatölub. Jóns Espólíns, 1178, 1843 og 4731; Ættatölub. Sighvats Grímssonar Borgfirðings, 637; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 3677 og 4827).

Ólafur Jónsson (1750-1785) Bóndi á Ytri-Leifsstöðum.

F. nál. 1750, d. 1785 eða 1786. Óvíst er um foreldra hans, en hann gæti hafa verið bróðir Gísla Jónssonar b. á Gili, Jóns Jónssonar ráðsm. á Bakka í Vatnsdal og Þórðar Jónssonar vm. á Eiríksstöðum 1786. Búlaus á Steiná 1781-1783-. Bóndi á Ytri-Leifsstöðum -1784-1785. – Kona: Guðrún Bjarnadóttir, f. um 1754 á Marðarnúpi í Vatnsdal, d. 13. febr. 1819 á Skottastöðum í Svartárdal. For.: Bjarni Jónsson b. á Steiná og k.h. Margrét Þórðardóttir. Guðrún var bústýra hjá föður sínum á Steiná 1785-1795, en bjó ekkja á Steiná 1795-1796 og á Skottastöðum 1796 til æviloka. Börn: Sæunn, f. um 1776, var hjá móður sinni á Steiná 1786. Steinunn, f. um 1783, var hjá móður sinni á Steiná 1786.

(Húnavaka 1976, 90-91; Skiptab. Hún. 29. okt. 1802 og 23. febr. 1819).

Ólafur Jónsson (1763-1831) Bóndi og Hreppstjóri á Æsustöðum.

F. um 1763 í Rugludal, d. 10. okt. 1831 í Tungunesi á Bakásum. For.: Jón Bjarnason b. á Æsustöðum og k.h. Margrét Sveinsdóttir. Bóndi á Æsustöðum 1785-1819 og í Tungunesi 1819 til æviloka. Hann var hreppstjóri í Bólstaðarhlíðarhreppi og meðhjálpari í Bólstaðarhlíðarkirkju. Ólafur var valmenni, fjölhæfur smiður og trúvirkur, og efnaðist vel. Hann skrifaði undir verslunarkærubréf í Bólstaðarhlíð 20. sept. 1797. – Fyrri kona: Guðrún Eyjólfsdóttir, f. um 1762, d. 9. okt. 1805 á Æsustöðum. For.: Eyjólfur Eyjólfsson b. á Strjúgsstöðum og k.h. Helga Jónsdóttir. Börn: Margrét, f. um 1788, á lífi 1805, var hjá foreldrum sínum á Æsustöðum 1801. Björg, f. um 1791 á Æsustöðum, g. Jóni Halldórssyni b. í Tungunesi, átti áður dóttur með Guðmundi Jónssyni vm. á Æsustöðum. Helga, f. um 1796 á Æsustöðum, g. Antoníusi Jónssyni b. í Skyttudal. Guðrún, f. um 1801 á Æsustöðum, g. Þorbergi Jónssyni b. á Kirkjuskarði á Laxárdal fremri. Jón, f. 1804 eða 1805 á Æsustöðum, b. í Blöndudalshólum, kv. Ingibjörgu Hannesdóttur. Seinni kona: Steinunn Árnadóttir, f. um 1764 í Hvammi í Langadal, d. 22. febr. 1843 í Stóradal í Svínavatnshreppi. For.: Árni Einarsson b. í Bólstaðarhlíðarhreppi og s.k.h. Guðrún Jónsdóttir. Steinunn var vinnukona á Hóli -1785-1786 og í Stafni 1786-1790-, en bústýra á Syðri-Leifsstöðum 1799-1801-. Hún bjó ekkja í Tungunesi 1831-1834, en var í skjóli Bjargar stjúpdóttur sinnar í Tungunesi 1834-1835 og í skjóli frændfólks síns í Stóradal 1835 til æviloka. Barn þeirra dó ungt. (Ættatölub. Jóns Espólíns, 5593).

(Dalamenn I, 107; Húnvetningasaga II, 488; Saga Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu, 4-5; Húnaþing I, 492-495; Húnavaka 1976, 59-60; Brandsstaðaannáll, 145; Sýsluskj. Hún. XV, 6, 4. ágúst 1806 (dánarbú Guðrúnar Eyjólfsdóttur á Æsustöðum); Skiptab. Hún. 4. ágúst 1806 og 30. maí 1832; Skeggsstaðaætt – Handrit Björns Bjarnasonar á Brandsstöðum; Ættatölub. Jóns Espólíns, 1551 og 5593; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 671; Ættatölub. Sighvats Grímssonar Borgfirðings, 2434).

Ólafur Jónsson (1844-1930) Bóndi í Steinárgerði, Stafni og Brandsstöðum.

F. 16. mars 1844 í Eyvindarstaðagerði í Blöndudal, d. 7. jan. 1930 á Skeggsstöðum. For.: Jón Ólafsson b. í Barkarstaðagerði og f.k.h. Kristín Snæbjörnsdóttir. Var hjá föður sínum og stjúpu í Eyvindarstaðagerði 1855 og fermdist í Blöndudalshólasókn 1858. Vinnumaður í Syðra-Tungukoti 1863-1864 og á Guðlaugsstöðum í Blöndudal 1864-1872. Bóndi í Steinárgerði 1877-1879 og á Brandsstöðum 1879-1900. Húsmaður á Brandsstöðum 1900-1901. Bóndi á Valabjörgum á Skörðum 1901-1902, í Steinárgerði aftur 1902-1907 og í Stafni 1907-1920. Hann var í skjóli Halldórs sonar síns og Ingibjargar dóttur sinnar í Stafni 1920-1924, en með þeim í húsmennsku á Syðri-Leifsstöðum 1924-1925, í vinnumennsku á Starrastöðum á Fremribyggð 1925-1928 og í húsmennsku á Skeggsstöðum 1928 til æviloka. Ólafur var góður bóndi og skerpumaður til vinnu, léttur í lund og nokkuð örgeðja. – Kona, g. 20. okt. 1877, Guðrún Jónasdóttir, f. 27. ágúst 1859 á Gili, d. 24. sept. 1923 í Stafni. For.: Jónas Einarsson b. á Gili og barnsm.h. Dagbjört Kráksdóttir ráðsk. í Steinárgerði. Guðrún ólst upp með móður sinni og fermdist í Bergsstaðasókn 1874. Hún var í skjóli Halldórs sonar síns og Ingibjargar dóttur sinnar í Stafni 1920 til æviloka. Guðrún var gerðarleg húsfreyja, hæglát í framkomu og vel að sér til munns og handa. Börn: Jónas Björn, f. 2. febr. 1879 í Steinárgerði, d. 6. apríl 1908 í Stafni, vm. í Stafni, ókv. og bl. Steindór Magnús, f. 30. jan. 1881 á Brandsstöðum, d. 20. febr. 1881 á sama stað. Albert, f. 22. ágúst 1882 á Brandsstöðum, d. 26. maí 1883 á sama stað. Kristín Albertína, f. 4. febr. 1884 á Brandsstöðum, d. 16. júní 1906 í Steinárgerði, vk. í Steinárgerði, óg. og bl. Ingibjörg Dagbjört, f. 8. sept. 1886 á Brandsstöðum, ráðsk. í Stafni, óg. og bl. Halldór Guðmundur, f. 21. nóv. 1891 á Brandsstöðum, b. í Stafni, ókv. og bl.

(Íslenzkar æviskrár V, 414-415; Ættarskrá Bjarna Þorsteinssonar, 361; Hrakhólar og höfuðból, 47-49; Húnavaka 1977, 178-179, 1978, 162, 1979, 109-110 og 1997, 27; Skeggsstaðaætt – Handrit Björns Bjarnasonar á Brandsstöðum; Steinárætt – Handrit Péturs Sigurðssonar á Skeggsstöðum; Ættatölub. Jóns Espólíns, 275, 3933 og 4759; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 336 og 477).

Ólafur Oddsson (1809-1882) Bóndi í Rugludal, Steinárgerði og Steiná.

F. 24. okt. 1809 á Marðarnúpi í Vatnsdal, d. 21. apríl 1882 í Eiríksstaðakoti. For.: Oddur Ólafsson b. í Rugludal og k.h. Ingunn Jónsdóttir. Var hjá foreldrum sínum á Brún 1816 og fermdist í Bergsstaðasókn 1824. Bóndi í Rugludal 1830-1831, í Steinárgerði 1831-1837, á Steiná 1837-1860, í Kolgröf á Efribyggð 1860-1861 og í Barkarstaðagerði 1861-1865. Húsmaður á Eiríksstöðum 1865-1866. Bóndi á Núpi á Laxárdal fremri 1866-1867. Vinnumaður á Eyvindarstöðum 1867-1869. Húsmaður hjá Ingunni dóttur sinni í Kolgröf 1869-1871. Vinnumaður á Eiríksstöðum 1871-1873, en var í skjóli Ingunnar dóttur sinnar í Kolgröf 1873-1876. Búsettur á sama stað 1876-1879. Húsmaður í Valagerði á Skörðum 1879-1880. Staddur á Eiríksstöðum við Manntal á Íslandi 1880. Hann var á sveitarframfæri í Eiríksstaðakoti 1881 til æviloka. Ólafur var meðhjálpari í Bergsstaðakirkju. Hann var talinn með merkari bændum í Bólstaðarhlíðarhreppi á sinni tíð. – Fyrsta kona, g. 10. júní 1830, Guðbjörg Þorsteinsdóttir, f. um 1777 í Ási í Vatnsdal, d. 12. okt. 1839 á Steiná, ekkja Jóns Bjarnasonar í Steinárgerði. For.: Þorsteinn Sigurðsson b. í Galtanesi í Víðidal og f.k.h. Ástríður Guðmundsdóttir. Barnlaus. Önnur kona, g. 16. okt. 1840, Sigríður Guðmundsdóttir, f. 16. júlí 1807 á Hamri í Hegranesi, d. 1. febr. 1859 á Steiná. For.: Guðmundur Ólafsson b. á Hamri og k.h. Þorgerður Jónsdóttir. Sigríður var hjá foreldrum sínum á Hamri 1816 og fermdist í Rípursókn í Skagafjarðarsýslu 1824. Hún var vinnukona í Ási í Hegranesi 1824-1825, á Ytri-Mælifellsá á Efribyggð 1825-1826, á Hofi á Skagaströnd 1826-1827, á Hvalnesi á Skaga 1827-1828, í Stóradal í Svínavatnshreppi 1828-1832, í Eiríksstaðakoti 1832-1833, á Eiríksstöðum 1833-1834, í Steinárgerði 1834-1837 og á Steiná 1837-1839, en bústýra hjá Ólafi á sama stað 1839-1840. Börn: Ingibjörg, f. 17. júlí 1839 á Steiná, d. 28. júlí 1912 í Minneota í Minnesota, vk. á Svínavatni í Svínavatnshreppi 1870 og á Ásum á Bakásum 1880, óg., en átti börn með Bjarna Björnssyni vm. á Miklabæ í Blönduhlíð, Jóni Péturssyni b. í Kolgröf, Gísla Guðmundssyni b. í Strjúgsstaðaseli og Stefáni Jónssyni b. á Fjósum, tvö með Gísla, en eitt með hverjum hinna. Ingibjörg var við skírn lýst dóttir Gísla Sigurðssonar vm. á Fossum og ýmist skrifuð Gísladóttir eða Ólafsdóttir framan af ævi. Ingunn, f. 6. nóv. 1841 á Steiná, g. Jóni Péturssyni b. í Kolgröf. Ólafur, f. 29. júní 1847 á Steiná, b. og hagyrðingur á Brattavöllum á Árskógsströnd, kv. Sigríði Gunnlaugsdóttur. Þriðja kona, g. 28. nóv. 1862, Sigurlaug Eyjólfsdóttir, f. 2. nóv. 1840 á Daufá á Neðribyggð. For.: Eyjólfur Ólafsson b. á Daufá og k.h. Halldóra Jónsdóttir. Sigurlaug var með föður sínum á Lýtingsstöðum í Tungusveit 1850, en fermdist í Bólstaðarhlíðarsókn 1855. Hún var vinnukona á Steiná 1859-1860 og í Kolgröf 1860-1861, en bústýra hjá Ólafi í Barkarstaðagerði 1861-1862. Sigurlaug var vinnukona á Brandsstöðum 1871-1873, á Eiðsstöðum í Blöndudal 1873-1874, á Eyvindarstöðum 1874-1875 og í Stóradal 1875-1876, en fór þá til Vesturheims. Börn: Björn, f. 1. febr. 1862 í Barkarstaðagerði, d. 14. apríl 1862 á sama stað. Guðbjörg, f. 16. júlí 1863 í Barkarstaðagerði, d. 6. apríl 1887 á Brún, var á sveitarframfæri á Brún, óg. Ólína Ingibjörg, f. 8. júlí 1866 á Núpi, d. 16. nóv. 1900 á Varmavatnshólum í Öxnadal, vk. í Litluhlíð í Vesturdal 1890, óg., en átti son með Jóni Jóhannessyni b. í Neðra-Lýtingsstaðakoti í Tungusveit og dóttur með Baldvini Sigurðssyni vm. á Oddeyri.

Athugasemd: Ólafur Oddsson var af sumum talinn launsonur Sigvalda Snæbjörnssonar pr. í Grímstungu í Vatnsdal.

(Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 II, 284-286, III, 133-135 og 178-180; Skagfirzkar æviskrár 1890-1910 II, 156-157; Brot af landnámssögu Nýja-Íslands, 63; Icelandic River Saga, 378-380; Saga Íslendinga í Norður-Dakota, 272-273; Saga frá Skagfirðingum II, 47-48, 114 og 175; Ritsafn Eiðs Guðmundssonar á Þúfnavöllum II, 12; Sagnablöð hin nýju, 244; Skuggsjá III, 15; Húnavaka 1981, 118-119 og 1994, 137-139; Almanak Ólafs Thorgeirssonar 1913, 113 og 114; Lögberg 11. júlí 1912; Skiptab. Hún. 7. maí 1847; Skeggsstaðaætt – Handrit Björns Bjarnasonar á Brandsstöðum; Ættatölub. Jóns Espólíns, 1638, 3395 og 3931; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 341, 559 og 684; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 5387).

Ólafur Ólafsson (1799-1831) Bóndi á Stóru-Mörk.

F. 30. ágúst 1799 í Litladal í Svínavatnshreppi, dr. 19. ágúst 1831 í Þverá í Mýrasýslu. For.: Ólafur Ólafsson b. á Hamri á Bakásum og k.h. Þorbjörg Guðmundsdóttir. Var hjá foreldrum sínum í Litladal 1801 og 1816. Vinnumaður á Stóra-Búrfelli í Svínavatnshreppi 1820-1821, í Ljótshólum í Svínadal 1821-1822 og á Stóra-Búrfelli aftur 1822-1823. Bóndi á Stóru-Mörk 1823-1824. Átti heima í Reykjavík 1824-1831 og stundaði trésmíðar, en var síðast kaupamaður í Hjarðarholti í Stafholtstungum. Ókvæntur og barnlaus.

(Fortíð og fyrirburðir, 55-56; Annáll nítjándu aldar II, 13; Skiptab. Hún. 2. júní 1820, 24. jan. 1822 og 21. apríl 1845; Skiptab. Mýr. 3. sept. 1831; Skiptab. Reykjav. 21. sept. og 31. des. 1831 og 9. jan. og 9. júlí 1832; Lbs. 635, 4to (Annáll Halldórs Pálssonar), 78; Eiðsstaðaætt – Handrit Björns Bjarnasonar á Brandsstöðum; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 724).

Ólafur Pálsson (1795-1855) Bóndi á Barkarstöðum, Eiríksstaðakoti og Syðri-Leifsstöðum.

F. um 1795 á Torfustöðum, d. 27. júlí 1855 á Skottastöðum. For.: Páll Einarsson b. á Steiná og k.h. Guðrún Ólafsdóttir. Var í fóstri á Eiríksstöðum 1800-1801- og í Holti í Svínadal -1803-1804. Vinnumaður á Eiríksstöðum -1813-1836- og á Barkarstöðum -1839-1843. Bóndi á Barkarstöðum 1843-1844, í Eiríksstaðakoti 1844-1851 og á Syðri-Leifsstöðum 1851-1855. Síðast húsmaður á Skottastöðum. – Kona, g. 11. okt. 1842, Ingibjörg Gísladóttir, f. 5. júlí 1812 á Kolgrímastöðum í Saurbæjarhreppi, d. 5. mars 1876 á Fjósum. For.: Gísli Þorsteinsson b. á Kolgrímastöðum og k.h. Guðrún Kjartansdóttir. Ingibjörg var hjá foreldrum sínum á Kolgrímastöðum 1816 og fermdist í Saurbæjarsókn í Eyjafjarðarsýslu 1826. Hún var vinnukona á Draflastöðum í Sölvadal 1833-1834, í Rauðhúsum í Saurbæjarhreppi 1834-1835, í Kóngsgarði 1835-1836- og á Barkarstöðum -1839-1843. Ingibjörg var húskona á Skottastöðum 1855-1856, en vinnukona á Bergsstöðum 1856-1857 og á Fossum 1857-1858. Hún var húskona í Bergsstaðaseli 1858-1859, vinnukona í Hvammi í Svartárdal 1859-1860 og á Skottastöðum 1860-1863, en reisti þá bú á Syðri-Leifsstöðum með seinni manni sínum Jóni Ásmundssyni. Börn: María, f. 14. apríl 1840 á Barkarstöðum, g. Sveini Guðmundssyni b. í Höfðahólum á Skagaströnd. Pétur, f. 17. nóv. 1844 í Eiríksstaðakoti, b. á Skeggsstöðum, ókv. Guðrún, f. 7. nóv. 1854 á Leifsstöðum, g. Jóni Ólafi Ólafssyni b. á Másstöðum í Vatnsdal.

(Skagfirzkar æviskrár 1910-1950 VI, 183-189; Skiptab. Hún. 11. júní 1841 og 16. febr. 1856; Ábúendatal í Inn-Eyjafirði – Handrit Stefáns Aðalsteinssonar í Reykjavík, 1175-1177; Guðmundur í Hvammi – Handrit Kristínar Sigvaldadóttur á Skeggsstöðum; Ættatölub. Bjarna Jóhannessonar, 55 og 780-781; Ættatölub. Jóns Espólíns, 2219; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 842; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 5014).

Ólafur Sigurðsson (1705-1762) Bóndi á Hóli og Stafni.

F. um 1705, á lífi í Stafni 1762. For. ókunnir. Bóndi í Holti á Ásum -1733-1738 og í Köldukinn á Ásum 1738-1746-. Bóndi á Hóli -1750-1756 og nytjaði jafnframt Teigana. Bóndi í Stafni 1756-1759-. Húsmaður í Stafni -1762-. Hann var hreppstjóri í Torfalækjarhreppi 1739-1747. Ólafur var merkur maður og góður bóndi. Hann var fálkafangari og stundaði fálkaveiðar í Akrahreppi og Lýtingsstaðahreppi um margra ára skeið. – Kona: Valgerður Guðmundsdóttir, f. nál. 1705. For.: Guðmundur Árnason b. í Koti í Vatnsdal og kona hans Guðný. Börn: Björn, f. um 1730, b. á Bergsstöðum í Svartárdal, kv. Ingiríði Jónsdóttur, átti einnig son með Jarþrúði Jónsdóttur. Guðrún, f. um 1731, g. Einari Jónssyni b. á Skottastöðum í Svartárdal. Pétur, f. um 1733, b. í Hvammi í Svartárdal, kv. Solveigu Egilsdóttur, er einnig sagður hafa átt börn með öðrum konum. – Fyrri maður Valgerðar: Björn Illugason, f. um 1700, b. í Koti í Vatnsdal. For.: Illugi Jónsson b. á Haukagili í Vatnsdal og k.h. Helga Skeggjadóttir. Börn: Illugi, f. um 1726, b. á Syðri-Leifsstöðum, kv. Þorbjörgu Sæmundsdóttur. Andrés, f. um 1728, b. á Botnastöðum, kv. Ingibjörgu Jónsdóttur.

Athugasemdir: Ólafur var orðinn bóndi í Torfalækjarhreppi 1731. Hann fór búferlum úr Torfalækjarhreppi í fardögum 1747.

(Húnvetningasaga I, 198 og 316; Hlynir og hreggviðir, 60-61; Skagfirðingabók 1969, 19-20; Skjalasafn Rentukammers B4, 2, 9 (12. sept. 1772) og B5, 3, 45 (1. ágúst 1773); Alþingisb. XII, 563-564 og 566-567; Dómab. Hún. 1. mars 1732, 27. apríl 1739, 24. maí 1747, 30. apríl 1751, 21. maí 1761 og 21. júní 1771; Ættatölub. Jóns Espólíns, 4602-4606; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 36).

Ólafur Sveinsson (1745-1818) Bóndi í Finnstungu og Syðri-Leifsstöðum.

F. um 1745 í Finnstungu, d. 4. júlí 1818 á Geithömrum í Svínadal. For.: Sveinn Jónsson b. í Finnstungu og k.h. Björg Þorkelsdóttir. Bóndi í Finnstungu -1773-1780 og á Syðri-Leifsstöðum 1780-1783- og hafði jafnframt bú á Ytri-Leifsstaðir 1782-1783-. Bóndi í Finnstungu -1784-1799 og á Geithömrum 1799 til æviloka. Við húsvitjun í Auðkúluprestakalli 1803 er Ólafur sagður ráðvandur dánumaður. Hann keypti Geithamra fyrir 277 ríkisdali á uppboði Hólastólsjarða árið 1802. – Fyrri kona, g. 5. sept. 1771, Halldóra Jónsdóttir, f. um 1747, d. 8. nóv. 1773 í Finnstungu. For. ókunnir. Ókunnugt um börn. Seinni kona, g. 21. sept. 1774, Guðrún Benediktsdóttir, f. um 1750 í Holtastaðakoti í Langadal, d. 20. mars 1825 á Grund í Svínadal. For.: Benedikt Benediktsson b. í Bólstaðarhlíð og k.h. Katrín. Guðrún fermdist í Holtastaðasókn 1766, þá sögð 16 ára. Hún bjó ekkja á Geithömrum 1818-1821, en var síðast í skjóli Bjargar dóttur sinnar á Grund. Börn: Halldóra, f. 1775 í Finnstungu, g. Ólafi Björnssyni b. á Hrafnabjörgum í Svínadal. Ólafur, f. 1776, d. 1776. Ólafur, f. 1778. Ólafur, f. 1779. Sigurður, f. um 1783 á Leifsstöðum, b. á Stóru-Mörk, kv. fyrr Hólmfríði Jónsdóttur, síðar Kristínu Halldórsdóttur. Björg, f. um 1786 í Finnstungu, g. Guðmundi Helgasyni b. á Grund. Sveinn, f. um 1789 í Finnstungu, b. í Mánavík á Skaga, kv. Soffíu Ólafsdóttur. Halldóra, f. um 1794 í Finnstungu, g. fyrr Guðmundi Ólafssyni ráðsm. á Mosfelli í Svínadal, síðar Sigurði Þorleifssyni b. í Gautsdal.

(Húnavaka 1976, 90-91, 1979, 115-116 og 1981, 111-120; Brandsstaðaannáll, 44; Sýsluskj. Hún. XV, 4, 21. apríl og 7. og 8. júní 1797 og 16. febr. 1799 (dánarbú Þorsteins Benediktssonar á Stóru-Giljá); Ættatölub. Jóns Espólíns, 1844; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 499 og 533; Ættatölub. Sighvats Grímssonar Borgfirðings, 638).

Ólafur Tómasson (1715-1757) Bóndi í Blöndudalshólum.

F. nál. 1715, á lífi í Blöndudalshólum 1757. Óvíst er um foreldra hans, en hann gæti hafa verið sonur Tómasar Eiríkssonar b. á Fjósum og k.h. Margrétar Sveinsdóttur. Búlaus í Blöndudalshólum 1738-1739, á Bollastöðum 1739-1740, í Tungukoti 1740-1741-, á Gili -1745-1746-, á Eiríksstöðum -1751-1754, í Vatnshlíð 1754-1755 og á Eyvindarstöðum 1755-1756. Bóndi í Blöndudalshólum 1756-1757. – Barnsmóðir: Sigríður Þorvarðsdóttir, f. um 1696, vk. í Bergsstaðasókn. For.: Þorvarður Björnsson b. í Bólstaðarhlíðarhreppi og k.h. Guðrún Snorradóttir. Hún var með móður sinni í Bólstaðarhlíðarhreppi 1703. Barneign Ólafs með Sigríði var fyrsta frillulífisbrot hans, en hennar annað. Barn þeirra fæddist 1735 eða 1736 í Bergsstaðasókn.

Athugasemd: Hægt er að láta sér til hugar koma að Ólafur kunni að hafa verið faðir Guðrúnar Ólafsdóttur konu Páls Einarssonar bónda á Steiná.

Ólafur Tómasson (1772-1803) Bóndi í Sellandi .

F. um 1772, d. 1803 í Sellandi. For.: Tómas Jónsson b. í Bólstaðarhlíðarhreppi og k.h. Sesselja Árnadóttir. Bóndi í Sellandi 1799 til æviloka. – Kona, g. 20. febr. 1797, Guðrún Jónsdóttir, f. um 1765 í Blöndudalshólasókn, d. 8. des. 1849 á Neðra-Skúfi í Norðurárdal. For. ókunnir. Guðrún bjó ekkja í Sellandi 1803-1811, en giftist þá Guðmundi Guðmundssyni b. í Sellandi. Börn: Guðríður, f. um 1799 í Blöndudalshólasókn, g. Ólafi Halldórssyni b. á Neðra-Skúfi. Jón, f. um 1802 í Blöndudalshólasókn, d. 17. júlí 1858 á Síðu í Refasveit, vm. á Neðra-Skúfi 1845 og á Hnjúkum á Ásum 1855, en síðast húsmaður á Síðu, ókv. – Barnsfaðir Guðrúnar: Jón Hallsson, f. um 1775 á Stafshóli í Deildardal, d. 2. sept. 1846 í Ytri-Svartárdal í Svartárdal, ráðsm. í Sellandi. For.: Hallur Kársson b. á Stafshóli og s.k.h. Guðrún Jónsdóttir. Barn þeirra fæddist 1805 í Sellandi.

(Húnvetningasaga III, 696 og 855; Húnavaka 1976, 90-91 og 1989, 151-153; Landsyfirréttardómar III, 94-100 og 393; Sýsluskj. Hún. XV, 3, 16. júní 1788 (dánarbú Árna Einarssonar á Blöndubakka), XV, 3, 10. nóv. 1791 (dánarbú Magnúsar Bjarnasonar á Ánastöðum) og XV, 5, 15. okt. 1803 (dánarbú Ólafs Tómassonar í Sellandi); Skiptab. Hún. 20. sept. 1785, 27. okt. 1803, 19. maí og 29. ágúst 1826 og 23. apríl 1859).

Ólafur Tómasson (1777-1834) Bóndi í Blöndudalshólum.

F. 1777 (sk. 17. nóv. 1777) í Saurbæ í Saurbæjarhreppi, d. 17. okt. 1834 í Blöndudalshólum. For.: Tómas Skúlason pr. á Grenjaðarstað í Aðaldal og f.k.h. Álfheiður Einarsdóttir. Fermdur í Grenjaðarstaðarsókn í Þingeyjarsýslu 1791. Lærði í Hólaskóla og varð stúdent þaðan með góðum vitnisburði 1796. Bóndi á Stóru-Giljá í Þingi 1799-1803, á Þingeyrum í Þingi 1803-1807 og í Blöndudalshólum 1807 til æviloka og hafði jafnframt bú á Bergsstöðum 1819-1820. Stóð bú hans í Blöndudalshólum til fardaga 1835. Vígðist 3. maí 1807 til Blöndudalshóla og var sóknarprestur í Blöndudalshólaprestakalli 1807 til æviloka. Séra Ólafur var ljúfmenni og vel látinn, góður kennimaður og söngmaður, mikill starfsmaður en sérvitur og breytinn í búnaðarháttum. – Kona, g. 7. sept. 1799, Helga Sveinsdóttir, f. um 1774 á Syðri-Bægisá í Öxnadal, d. 25. okt. 1834 í Blöndudalshólum, ekkja Jóns Árnasonar b. á Stóru-Giljá í Þingi. For.: Sveinn Halldórsson b. á Syðri-Bægisá og k.h. Þuríður Skúladóttir, síðar g. Marteini Guðmundssyni b. á Grund í Svínadal. Helga fermdist í Myrkársókn í Eyjafjarðarsýslu 1787. Hún bjó ekkja á Stóru-Giljá 1798-1799 milli manna. Ólafur og Helga voru systkinabörn. Þau fóru í sömu gröf. Börn: Álfheiður, f. 20. febr. 1800 á Stóru-Giljá, d. 27. mars 1800 á sama stað. Álfheiður, f. 19. febr. 1801 á Stóru-Giljá, g. fyrr Sigurði Benediktssyni b. á Keldulandi á Skagaströnd, síðar Jónasi Guðmundssyni b. á Keldulandi, átti áður dóttur með Ólafi Tómassyni b. á Eyvindarstöðum. Ragnhildur, f. 15. mars 1802 á Stóru-Giljá, g. Jóni Jónssyni b. í Blöndudalshólum, átti einnig dóttur með Jóni Jónssyni b. á Kambhóli í Víðidal. Sveinn, f. 14. júní 1803 á Þingeyrum, b. í Sellandi, kv. Ingunni Oddsdóttur. Skúli, f. 20. sept. 1804 á Þingeyrum, d. 6. júní 1873 á Hólabaki í Þingi, vm. á Syðri-Flankastöðum á Miðnesi 1845, ókv. Ólöf, f. 18. jan. 1806 á Þingeyrum, g. Birni Ólafssyni b. á Hafursstöðum á Skagaströnd. Friðfinnur, f. 25. jan. 1807 á Þingeyrum, d. 26. ágúst 1858 á Stóru-Giljá, sjóm. í Hafnarfirði 1845, kv. Ingibjörgu Jónsdóttur. Lilja, f. 1807 í Blöndudalshólum, d. 3. des. 1846 á á Móbergi í Langadal, síðast þurfak. á Móbergi, óg. Helga, f. 28. febr. 1808 í Blöndudalshólum, d. 7. ágúst 1880 í Eiríksstaðakoti, vk. í Engihlíð í Langadal 1845, óg., en átti dóttur með Jónasi Jónatanssyni b. á Eiríksstöðum, son með Pétri Guðmundssyni b. í Spákonufellskoti á Skagaströnd og dóttur með Árna Jónssyni b. á Stóru-Mörk. Anna, f. 3. febr. 1811 í Blöndudalshólum, d. 16. sept. 1875 á Bollastöðum, vk. í Valadal á Skörðum 1845, óg., en átti dætur með Sigurði Árnasyni b. í Teigakoti og Þorsteini Hinrikssyni b. í Efri-Miðbæ í Norðfirði, eina með hvorum. Hún var bústýra í Blöndudalshólum 1834-1835. Stefán, f. 16. febr. 1812 í Blöndudalshólum, d. 13. okt. 1878 á Skeggsstöðum, síðast þurfam. á Skeggsstöðum, ókv. Anna, dó ung. (Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 4795). Jónatan, dó ungur. (Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 4795). Barnsmóðir: Arnfríður Sigurðardóttir, f. 1762 (sk. 7. júlí 1762) á Þórustöðum í Kaupangssveit, d. 10. nóv. 1832 á Ljósavatni í Ljósavatnsskarði, vk. á Grenjaðarstað. For.: Sigurður Guðmundsson b. og hreppstj. á Þórustöðum og k.h. Katrín Árnadóttir. Arnfríður var húskona í Reykjahlíð í Mývatnssveit 1801 og í Austari-Krókum í Fnjóskadal 1816. Barn: María, f. 7. jan. 1798 á Grenjaðarstað, g. Guðna Hallgrímssyni b. og hreppstj. á Ljósavatni, þau systrabörn. Ennfremur er Ólafur talinn hafa átt dóttur með Hallfríðarnafni með Ragnheiði nokkurri, en ekki hefur tekist að finna staðfestingu á því. (Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 547).

(Íslenzkar æviskrár IV, 88 og V, 17; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 VI, 292-294; Íslenzkir Hafnarstúdentar, 109-110; Húnvetningasaga III, 732-733; Saga frá Skagfirðingum III, 45; Feðraspor og fjörusprek, 110-112 og 117-118; Ritsafn Eiðs Guðmundssonar á Þúfnavöllum I, 80; Ritsafn Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum IV, 123-127; Sagnablöð hin nýju, 229-233; Föðurtún, 131; Norðri 1859 (nr. 27 og 28), 112; Brandsstaðaannáll, 48 og 112-113; Skiptab. Hún. 4. nóv. 1835; Æfir lærðra manna (þáttur Ólafs Tómassonar í Blöndudalshólum); Prestaæfir Sighvats Grímssonar Borgfirðings (þáttur Ólafs Tómassonar í Blöndudalshólum); Ættatölub. Jóns Espólíns, 1542, 2476 og 4165; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 482 og 546-547; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 15b, 1274, 4795 og 5061).

Ólafur Tómasson (1790-1855) Bóndi á Eyvindarstöðum.

F. um 1790 á Eiðsstöðum í Blöndudal, d. 11. ágúst 1855 á Eyvindarstöðum. For.: Tómas Tómasson b. á Eiðsstöðum og k.h. Ingiríður Jónsdóttir. Var hjá foreldrum sínum á Eiðsstöðum 1801. Bóndi á Eyvindarstöðum 1815 til æviloka. Ólafur var dugnaðarmaður, smiður og skytta. Hann lagði fyrir sig silfursmíði og gerði mikið af beislisstöngum. Hann var lengi gangnaforingi á Eyvindarstaðaheiði. Einnig var hann meðhjálpari í Blöndudalshólakirkju. – Fyrri kona, g. 1815, Ingiríður Guðmundsdóttir, f. 1790 í Hvammi, d. 9. júní 1828 á Eyvindarstöðum, ekkja Jóns Bjarnasonar b. á Eyvindarstöðum. For.: Guðmundur Jónsson b. í Hvammi og k.h. Ingibjörg Andrésdóttir. Ingibjörg var örlynd og stórgjöful og gerði vel við fólk sitt. Börn: Jón, f. 15. jan. 1816 á Eyvindarstöðum, b. í Barkarstaðagerði, kv. fyrr Kristínu Snæbjörnsdóttur, síðar Ragnhildi Sveinsdóttur, bjó svo með Sigurlaugu Kristjánsdóttur, átti áður tvo syni með Ingunni Steingrímsdóttur. Kristján Konráð, f. 24. ágúst 1817 á Eyvindarstöðum, b. á Eyvindarstöðum, kv. Sigurbjörgu Snæbjörnsdóttur. Gísli, f. 12. sept. 1818 á Eyvindarstöðum, b. á Eyvindarstöðum, kv. Elísabeti Pálmadóttur. Sigurbjörg, f. 2. ágúst 1821 á Eyvindarstöðum, g. Árna Péturssyni b. í Syðra-Tungukoti, bjó síðar með Jóni Hákonarsyni Espólín b. og jarðyrkjum. á Frostastöðum í Blönduhlíð. Björg, f. 6. mars 1825 á Eyvindarstöðum, g. Snæbirni Snæbjörnssyni b. á Þóreyjarnúpi í Línakradal, bjó síðar með Pétri Guðmundssyni ráðsm. á Þóreyjarnúpi. Einar, f. 13. apríl 1826 á Eyvindarstöðum, d. 7. júlí 1826 á sama stað. Seinni kona, g. 26. sept. 1829, Björg Eyjólfsdóttir, f. um 1787 á Eiríksstöðum, d. 28. júní 1869 á Eyvindarstöðum. For.: Eyjólfur Jónsson b. á Eiríksstöðum og k.h. Þorbjörg Pétursdóttir. Björg var hjá foreldrum sínum á Eiríksstöðum 1801 og hjá móður sinni á sama stað 1816. Hún bjó ekkja á Eyvindarstöðum 1855-1856, en var húskona á sama stað 1856 til æviloka. Barn: Ingiríður, f. 2. júlí 1830 á Eyvindarstöðum, d. 3. apríl 1847 á sama stað. Barnsmóðir: Álfheiður Ólafsdóttir, f. 19. febr. 1801 á Stóru-Giljá í Þingi, d. 23. júní 1871 á Keldulandi á Skagaströnd, vk. á Eyvindarstöðum. For.: Ólafur Tómasson pr. í Blöndudalshólum og k.h. Helga Sveinsdóttir. Álfheiður giftist síðar Sigurði Benediktssyni b. á Keldulandi og svo Jónasi Guðmundssyni b. á Keldulandi. Barn: Ingiríður, f. 24. sept. 1824 á Eyvindarstöðum, g. Þorleifi Sigurðssyni b. á Brún, átti áður son með Höphner nokkrum. Barnsmóðir: Solveig Illugadóttir, f. 1795 á Kaldrana á Skaga, d. 26. febr. 1860 á Þröm í Blöndudal, vk. á Eyvindarstöðum. For.: Illugi Höskuldsson húsmaður á Kaldrana og k.h. Guðrún Árnadóttir. Solveig giftist Guðlaugi Þorsteinssyni b. á Þröm. Barn: Guðmundur, f. 1. mars 1827 á Eyvindarstöðum, b. á Brúsastöðum í Vatnsdal, kv. Þorbjörgu Steingrímsdóttur.

(Íslenzkar æviskrár IV, 88 og VI, 167-168; Borgfirzkar æviskrár IX, 26; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 II, 55-57 og VI, 233-236; Ljósmæður á Íslandi I, 659-660; Lyfjafræðingatal, 256; Ættarskrá Bjarna Þorsteinssonar, 361, 363 og 364; Feðraspor og fjörusprek, 127; Fortíð og fyrirburðir, 64-65 og 93; Hlynir og hreggviðir, 65-66 og 81; Svipir og sagnir, 100 og 103-114; Ritsafn Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum III, 47 og IV, 123-127; Sagnablöð hin nýju, 229; Göngur og réttir III, 321; Föðurtún, 132-133; Húnavaka 1978, 52-54 og 65-70; Brandsstaðaannáll, 184; Skiptab. Hún. 13. maí 1829, 26. febr. 1844 og 5. okt. 1869; Skeggsstaðaætt – Handrit Björns Bjarnasonar á Brandsstöðum; Ættatölub. Jóns Espólíns, 3932-3933, 4605-4606, 4758 og 4759-4760; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 335, 336, 342 og 827; Ættatölub. Sighvats Grímssonar Borgfirðings, 1365-1366 og 2433).

Ólafur Þorsteinsson (1716-1774) Bóndi í Syðra-Tungukoti og Blöndudalshólum.

F. um 1716, d. 4. júní 1774 á Þorbrandsstöðum í Langadal. For. ókunnir. Bóndi í Syðra-Tungukoti -1744-1756 og í Blöndudalshólum 1756-1774. Ólafur gaf vitnisburð um Teigana í Svartárdal 21. júní 1771. Honum var úthlutað gjafakorni 28. des. 1756. – Kona: Þuríður Benediktsdóttir, f. 1703 í Eyjafjarðarsýslu, d. 28. apríl 1778 á Þorbrandsstöðum, ekkja Péturs Ketilssonar í Syðra-Tungukoti. For.: Benedikt Magnússon Bech sýslum. á Sjávarborg í Borgarsveit og barnsm.h. Steinunn Guðmundsdóttir vk. á Stóra-Eyrarlandi í Hrafnagilshreppi. Þuríður bjó ekkja í Syðra-Tungukoti -1740-1741- milli manna. Börn þeirra dóu ung.

Athugasemd: Í vitnisburði sínum um Teigana sagðist Ólafur hafa búið í Bólstaðarhlíðarhreppi 29 ár. Hann er talinn 46 ára í Manntali á Íslandi 1762, en 60 ára við andlát 1774 í Prestsþjónustubók Blöndudalshólaprestakalls.

(Íslenzkar æviskrár I, 117-118; Sýslumannaæfir I, 403-406; Prestastefnub. Björns biskups Þorleifssonar og Steins biskups Jónssonar 11., 12. og 13. sept. 1703; Dómab. Hún. 21. júní 1771; Ábúendatal í Inn-Eyjafirði – Handrit Stefáns Aðalsteinssonar í Reykjavík, 713-714; Æfir lærðra manna (þáttur Benedikts Magnússonar Bech sýslumanns á Sjávarborg); Ættatölub. Jóns Espólíns, 4321; Ættatölub. Jóns Magnússonar, 249; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 410; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 1222, 1982 og 4125-4126).

Ólöf Jónsdóttir (1816-1873) Bústýra.

F. 1816 eða 1817 á Syðra-Hóli á Skagaströnd, d. 5. júní 1873 í Teigakoti. For.: Jón Jónsson b. á Tjörn í Nesjum og k.h. Margrét Ólafsdóttir. Fermd í Hofssókn 1832. Var hjá foreldrum sínum á Tjörn 1835. Vinnukona á Björgum á Skaga -1837-1838, í Kálfárdal í Gönguskörðum 1838-1839-, á Botnastöðum 1840-1842, í Tungunesi á Bakásum 1842-1843, á Ytri-Löngumýri í Blöndudal 1843-1844, í Tungunesi aftur 1844-1847, á Geithömrum í Svínadal 1847-1848 og á Miðgili í Langadal -1849-1850. Bústýra á Strjúgsstöðum 1850-1853. Vinnukona á Vesturá á Laxárdal fremri 1853-1854. Bústýra í Selhólum í Gönguskörðum 1854-1855 og í Kálfárdal í Gönguskörðum 1855-1859. Vinnukona á Kirkjuskarði á Laxárdal fremri 1859-1860, á Sneis á Laxárdal fremri 1860-1862 og á Núpi á Laxárdal fremri 1862-1863. Þurfakona á Hrafnabjörgum í Svínadal 1863-1864. Vinnukona á Stóra-Búrfelli í Svínavatnshreppi 1864-1865. Barnfóstra á Eiríksstöðum 1865-1868 og á Barkarstöðum 1868-1869. Bústýra á Barkarstöðum 1869-1871 og í Teigakoti 1871 til æviloka. – Sambýlismaður: Jón Bjarnason, f. 26. sept. 1824 á Strjúgsstöðum, d. 11. júní 1896 í Kálfárdal, b. á Strjúgsstöðum og í Selhólum. For.: Bjarni Sveinsson b. á Strjúgsstöðum og k.h. Sigríður Jónsdóttir. Börn: Sigríður, f. 19. sept. 1850 á Strjúgsstöðum, g. Jóni Sigurðssyni b. og skáldi í Marðarnúpsseli í Svínadal, bjó áður með Ólafi Björnssyni b. á Höllustöðum í Blöndudal. Bjarni, f. 26. febr. 1854 á Vesturá, vm. í Eyjarkoti á Skagaströnd 1874. Anna Margrét, f. 28. ágúst 1855 í Kálfárdal í Gönguskörðum, vk. á Eiðsstöðum í Blöndudal 1901, óg. Barnsfaðir: Guðmundur Guðmundsson, f. 4. ágúst 1823 á Ystagili í Langadal, d. 19. jan. 1910 á Geitaskarði í Langadal, b. og smiður í Holtastaðareit á Ásum. For.: Guðmundur Sveinsson b. á Ystagili og k.h. Guðrún Jónsdóttir. Hann var vinnumaður í Stóradal í Svínavatnshreppi 1845. Barn: Ingibjörg, f. 5. júlí 1844 í Tungunesi, d. 25. sept. 1844 á sama stað.

(Íslenzkar æviskrár III, 270-271; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 I, 70-71, V, 157-159 og VI, 192-195; Rímnatal II, 96; Mannaferðir og fornar slóðir, 204 og 211; Vér Íslands börn I, 56-68; Sagnablöð hin nýju, 234-237; Skiptab. Hún. 10. nóv. 1840, 30. nóv. 1843, 2. maí 1846 og 4. júní 1847; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 442 og 499).

Ólöf Tómasdóttir (1699-1774) Húsmóðir.

F. um 1699, á lífi í Syðra-Tungukoti 1774. For.: Tómas Konráðsson b. á Valabjörgum á Skörðum og k.h. Ólöf Jónsdóttir. Var hjá foreldrum sínum á Reykjarhóli hjá Víðimýri 1703. Húsmóðir á Úlfsstöðum í Blönduhlíð -1733-1735-, en bjó ekkja í Holtsmúla á Langholti -1752-1757 og í Syðra-Tungukoti 1757-1774. Ólöfu var úthlutað gjafakorni 2. apríl 1757. – Maður: Ásmundur Jónsson, f. nál. 1695, á lífi á Úlfsstöðum 1735, b. á Úlfsstöðum. For.: Jón Illugason b. í Akrahreppi í Skagafjarðarsýslu og k.h. Björg Kársdóttir. Barnlaus.

(Dómab. Hún. 11. maí 1734; Ættatölub. Jóns Espólíns, 2125; Ættatölub. Jóns Magnússonar, 207; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 532-533; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 2181 og 3658).

Ólöf Þorleifsdóttir (1795-1861) Húskona í Þverárdal.

F. 9. okt. 1795 í Kambakoti á Skagaströnd, á lífi á Ytra-Þverfelli 1861. For.: Þorleifur Markússon b. í Kambakoti og barnsm.h. Ólöf Eyvindsdóttir vk. í Kambakoti. Var hjá föður sínum í Kambakoti 1801. Vinnukona á Blálandi í Hallárdal -1820-1821, á Gili 1821-1824-, í Selhaga -1825-1827, í Nesi í Aðaldal 1827-1829, í Bólstaðarhlíð 1829-1835, á Mánaskál á Laxárdal fremri 1835-1836, á Núpi á Laxárdal fremri 1836-1837, á Vesturá á Laxárdal fremri 1837-1838 og í Þverárdal 1838-1839. Húskona í Þverárdal 1839-1841-. Húsmóðir á Ytra-Þverfelli 1842-1856. Húskona á Ytra-Þverfelli 1856-1860, en var í skjóli Eyjólfs sonar síns á sama stað 1860-1862. – Barnsfaðir: Jón Jónsson, f. 1798 á Æsustöðum, d. 11. des. 1823 í Bólstaðarhlíðarsókn, vm. í Selhaga. For.: Jón Jónsson vm. í Bergsstaðaprestakalli og barnsm.h. Guðrún Halldórsdóttir vk. á Æsustöðum. Jón var með móður sinni á Móbergi í Langadal 1801, en fór síðar í fóstur að Selhaga. Hann varð úti í hríð þegar hann hélt fé til beitar. Fannst lík hans á svokölluðum Saxhöfða skammt fyrir framan Selhaga. Barn: Elísabet, f. 17. okt. 1822 á Gili, d. 10. nóv. 1828 í Þverárdal. Barnsfaðir: Eyjólfur Jónasson, f. 9. sept. 1794 á Ytri-Ey á Skagaströnd, d. 12. okt. 1859 á Syðra-Þverfelli, b. á Syðra-Þverfelli. For.: Jónas Jónsson b. á Gili og k.h. Ingibjörg Jónsdóttir. Börn: Sigurbjörg, f. 4. apríl 1824 á Gili, g. Gunnlaugi Guðmundssyni b. í Selhaga. Sigurbjörg var við skírn lýst dóttir Ketils Ketilssonar vm. á Gili. Eyjólfur, f. 30. sept. 1825 í Selhaga, b. í Kálfárdal, kv. Sigþrúði Jónsdóttur. Eyjólfur var við skírn lýstur sonur Jónasar Jónatanssonar vm. í Eyvindarstaðagerði og jafnan skrifaður Jónasson.

Athugasemd: Sagnir herma að Ólöf hafi andast 1863 eða 1864 í Höfnum á Skaga og lík hennar verið flutt að Bólstaðarhlíð til greftrunar.

(Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 II, 98-100; Húnvetningasaga II, 590, 607, 630-631, 637, 641-645, 650 og 882-883; Búsæld og barningur, 146 og 150; Svipir og sagnir, 100; Föðurtún, 107; Húnavaka 1988, 63-65, 118-122 og 127-131; Hrakfallabálkur, 112; Brandsstaðaannáll, 89; Annáll nítjándu aldar I, 321-322; Skeggsstaðaætt – Handrit Björns Bjarnasonar á Brandsstöðum; Ættatölub. Jóns Espólíns, 3669, 4760-4761 og 5619; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 312-313 (innskotsblöð), 337, 342, 390-391 og 809; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 5095).

Óttar (1590-1624).

F. nál. 1590. For. ókunnir. Bóndi á Skottastöðum -1623-1624-. – Kona ókunn, á lífi 1624. For. ókunnir. Barnsmóðir: Margrét Eiríksdóttir, f. nál. 1595, vk. í Húnavatnssýslu. For. ókunnir. Barneign Óttars með Margréti var fyrsta hórdómssök hans. Barn þeirra fæddist 1623 eða 1624 í Húnavatnssýslu. Synir hans gætu hafa verið: Björn Óttarsson, f. nál. 1615, b. í Bólstaðarhlíðarhreppi. Jón Óttarsson, f. nál. 1620, dr. 31. des. 1664, b. í Húnavatnssýslu.

(Annálar 1400-1800 I, 365 og II, 444).

Óttar Björnsson (1648-1708) Bóndi í Ytri-Mjóadal.

F. um 1648, á lífi í Ytri-Mjóadal 1708. Faðir hans hefur verið Björn Óttarsson b. í Bólstaðarhlíðarhreppi. Bóndi í Ytri-Mjóadal -1699-1708-. – Kona: Sigríður Þorsteinsdóttir, f. um 1646, á lífi í Ytri-Mjóadal 1703. Barn: Bjarni, f. um 1678, var hjá foreldrum sínum í Ytri-Mjóadal 1703.