- Magnús Andrésson (1826-1887) Bóndi á Steiná.
- Magnús Árnason (1815-1866) Húsmaður á Stóru-Mörk.
- Magnús Ásgrímsson (1757-1829) Bóndi í Ytra-Tungukoti.
- Magnús Bjarnason (1758-1798?) Bóndi á Steiná.
- Magnús Björnsson (1767-1843) Bóndi í Hvammi í Svartárdal.
- Magnús Gunnlaugsson (1801-1862) Bóndi Bergstaðaseli.
- Magnús Gunnsteinsson (1520-1579?) Bóndi á Strjúgsstöðum.
- Magnús Hálfdanarson (1725-1776) Bóndi í Syðra-Tungukoti.
- Magnús Ingimundarson (1745-1805) bóndi í Ytra-Tungukoti.
- Magnús Jónsson (1751-?) Vatnshlíð
- Magnús Jónsson (1740-1814) Bóndi í Syðra-Tungukoti og Eiríkstaðakoti.
- Magnús Magnússon (1760-1813) Bóndi í Stafni.
- Magnús Magnússon (1821-1881) Bóndi á Steiná og Eiríksstöðum.
- Magnús Sigurðsson (1642-1713) Bóndi og Prestur á Bergsstöðum.
- Magnús Snæbjörnsson (1776-1839) Bóndi í Stafni.
- Margrét Einarsdóttir (1735-1776?) Bústýra í Syðra Tungukoti.
- Margrét Jónsdóttir (1783-1865) Húskona í Kálfárdal.
- Markús Eiríksson (1688-1750) Sóknarprestur á Bergsstöðum.
- Markús Guðmundsson (1748-1804) Bóndi á Fossum, Syðra-Tungukoti og Bergsstöðum.
- Markús Magnússon (1685-1754) Bóndi í Blöndudalshólum.
- Marteinn Jónsson (1698-1757) Bóndi á Botnastöðum, Gautsdal og Hvammi á Laxárdal.
Magnús Andrésson (1826-1887) Bóndi á Steiná.
F. 14. júní 1823 á Álfgeirsvöllum á Efribyggð, d. 12. sept. 1887 á Steiná. For.: Andrés Ólafsson b. í Kolgröf á Efribyggð og k.h. Rut Konráðsdóttir. Var hjá foreldrum sínum á Álfgeirsvöllum 1835 og fermdist í Reykjasókn í Skagafjarðarsýslu 1837. Bóndi í Kolgröf 1844-1845 og hafði jafnframt bú á Álfgeirsvöllum. Húsmaður í Kolgröf 1845-1846 og hafði jafnframt bú á Álfgeirsvöllum. Bóndi á Ytri-Mælifellsá á Efribyggð 1846-1847 og í Kolgröf aftur 1847-1860 og hafði jafnframt bú á Álfgeirsvöllum 1855-1860. Bóndi á Steiná 1860-1885 og hafði jafnframt bú á Hóli 1883-1884. Húsmaður hjá Ingibjörgu dóttur sinni á Steiná 1885 til æviloka. Magnús var prúðmenni og gildur bóndi, nokkuð fljóthuga og mesti æðikollur í orðum. Hann átti bæði Kolgröf og Steiná, en má hafa selt fyrrnefndu jörðina þegar hann keypti þá síðarnefndu. – Kona, g. 5. okt. 1843, Rannveig Guðmundsdóttir, f. 18. sept. 1818 á Ytri-Mælifellsá, d. 26. jan. 1884 á Steiná. For.: Guðmundur Jónsson b. á Ytri-Mælifellsá og s.k.h. Ingibjörg Björnsdóttir. Rannveig var hjá foreldrum sínum á Ytri-Mælifellsá 1827 og fermdist í Mælifellssókn í Skagafjarðarsýslu 1832. Hún var vinnukona í Kolgröf 1841-1844. Rannveig var mjög há vexti, framúrskarandi að þreki og dugnaði, greind og vel að sér, orðlögð búhyggjukona, gestrisin og gjafmild við fátæka, hreinlynd og berorð. Guðmundur Gíslason bóndi á Bollastöðum ritaði um hana minningargrein í Norðanfara. Börn: Rut Ingibjörg, f. 5. sept. 1844 í Kolgröf, g. Sigurði Sölvasyni b. á Hóli. Margrét, f. 3. mars 1846 í Kolgröf, d. 23. júlí 1846 á Ytri-Mælifellsá. Andrés, f. 23. júlí 1847 í Kolgröf, d. 10. ágúst 1847 á sama stað. Ingibjörg Margrét, f. 3. júlí 1848 í Kolgröf, g. Stefáni Magnússyni b. á Steiná. Andrés, f. 31. júlí 1849 í Kolgröf, d. 21. ágúst 1849 á sama stað. Margrét Ingibjörg, f. 14. febr. 1851 í Kolgröf, d. 8. maí 1874 á Steiná, heimasæta á Steiná, óg. og bl. Þórunn Elísabet, f. 17. des. 1853 í Kolgröf, g. fyrr Jóni Þorsteinssyni b. lengst í Gilhaga á Fremribyggð, en síðast í Brekkukoti á Efribyggð, síðar Bjarna Jónassyni b. í Hallsonbyggð í Norður-Dakota, en áður í Grímstungu í Vatnsdal. Jón Ólafur, f. 10. febr. 1856 í Kolgröf, pr. á Hofi á Skagaströnd, kv. Steinunni Guðrúnu Þorsteinsdóttur. Konráð, f. 11. jan. 1858 í Kolgröf, b. á Syðra-Vatni á Efribyggð, kv. Ingibjörgu Hjálmsdóttur. Magnús, f. 21. des. 1859 í Kolgröf, d. 24. des. 1859 á sama stað. Kristín, f. 23. sept. 1862 á Steiná, d. 19. ágúst 1863 á sama stað.
(Íslenzkar æviskrár III, 224; Borgfirzkar æviskrár V, 28-29 og VI, 140-141; Grímsnes II, 688-689; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 I, 198-199 og III, 147-149, 168-170 og 222-223; Skagfirzkar æviskrár 1890-1910 II, 172-173 og 197-199; Vestur-íslenzkar æviskrár III, 179-185; Saga Íslendinga í Norður-Dakota, 232 og 264-266; Guðfræðingatal II, 557; Niðjatal Þorvalds Böðvarssonar prests í Holti undir Eyjafjöllum og Björns Jónssonar prests í Bólstaðarhlíð, 79-81; Saga frá Skagfirðingum II, 100, 114 og 175 og III, 37 og 124 og IV, 26-27, 60 og 115; Sagnablöð III, 27-28; Föðurtún, 123; Syrpa Ólafs Thorgeirssonar II, 156; Almanak Ólafs Thorgeirssonar 1931, 149; Lögberg 21. nóv. 1929, 23. jan. og 20. febr. 1930 og 13. des. 1934; Norðanfari 21. júlí 1884; Skiptab. Hún. 21. maí 1884; Skeggsstaðaætt – Handrit Björns Bjarnasonar á Brandsstöðum; Ættatölub. Jóns Espólíns, 1843, 3918, 3931 og 3952; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 335, 341, 535, 829 og 830).
Magnús Árnason (1815-1866) Húsmaður á Stóru-Mörk.
F. 13. sept. 1815 á Skottastöðum, d. 23. apríl 1866 á Stóru-Mörk. For.: Árni Jónsson b. á Skottastöðum og f.k.h. Herdís Einarsdóttir. Var hjá föður sínum á Skottastöðum 1827 og fermdist í Bergsstaðasókn 1831. Vinnumaður á Hjallalandi í Vatnsdal 1840-1841, í Melrakkadal í Víðidal 1841-1842, á Grófargili á Langholti 1845-1846, á Hjaltastöðum í Blönduhlíð 1846-1847, á Ystu-Grund í Blönduhlíð 1847-1848, á Syðri-Leifsstöðum 1848-1849, á Hnjúkum á Ásum 1849-1850, á Breið í Tungusveit 1850-1851 og á Hóli í Tungusveit 1851-1852. Húsmaður í Teigakoti 1852-1853. Bóndi í Teigakoti 1853-1861. Vinnumaður hjá föður sínum á Skottastöðum 1861-1862. Húsmaður í Teigakoti aftur 1862-1863. Bóndi í Móbergsseli í Litla-Vatnsskarði 1863-1865. Húsmaður á Gvendarstöðum á Staðarfjöllum 1865-1866 og hafði jafnframt bú í Móbergsseli 1865-1866. Síðast húsmaður á Stóru-Mörk. – Kona, g. 22. okt. 1853, Guðrún Jónsdóttir, f. 22. mars 1820 á Hóli í Tungusveit, d. 21. júní 1873 á Vesturá á Laxárdal fremri. For.: Jón Magnússon b. á Hóli og k.h. Guðrún Konráðsdóttir. Guðrún fermdist í Goðdalaprestakalli í Skagafjarðarsýslu 1834. Hún var vinnukona á Hóli í Tungusveit -1840-1843, á Stóru-Seylu á Langholti 1843-1846, á Ystu-Grund 1846-1848, á Syðri-Leifsstöðum 1848-1849, á Hóli aftur 1849-1853 og á Kúfustöðum 1858-1859. Húskona á sama stað 1859-1860. Vinnukona á Kúfustöðum aftur 1860-1861. Húskona á Skeggsstöðum 1861-1862. Vinnukona í Stafni 1862-1863. Húskona á Gvendarstöðum 1865-1866 og á Stóru-Mörk 1866-1867. Ráðskona á Núpi á Laxárdal fremri 1867-1868. Húskona í Strjúgsstaðaseli 1868-1870 og í Grundarkoti 1870-1873, en síðast á Vesturá. Guðrún var kvenna minnst vexti og nokkuð smámælt, en vel greind. Hún var kölluð Stutta-Gunna. Börn: Arnþrúður Jóhanna, f. 5. nóv. 1848 á Syðri-Leifsstöðum, bjó með Kristjáni Guðlaugssyni í Mýrarkoti á Laxárdal fremri, átti einnig son með Stefáni Hafliðasyni b. á Hamri í Hegranesi. Ingibjörg Konkordía, f. 5. ágúst 1855 í Teigakoti, d. 9. júlí 1895 í Hvammi á Laxárdal, g. Jóhannesi Tómassyni vm. á Torfalæk á Ásum, átti áður dóttur með Jóhanni Frímanni Sigvaldasyni b. í Mjóadal. – Barnsfaðir Guðrúnar: Magnús Hinriksson, f. 31. des. 1805 í Fremri-Svartárdal í Svartárdal, d. 10. mars 1853 á Brúnastöðum í Tungusveit, b. lengst á Hóli í Tungusveit, en síðast á Brúnastöðum. For.: Hinrik Gunnlaugsson b. á Tunguhálsi í Tungusveit og s.k.h. Solveig Magnúsdóttir. Guðrún og Magnús voru systkinabörn. Barn: Jórunn, f. 19. des. 1843 á Stóru-Seylu, d. 18. mars 1844 á Hóli í Tungusveit.
Athugasemd: Magnús Árnason er sagður koma frá Hóli í Tungusveit að Teigakoti 1852 í skrám yfir innkomna í Prestsþjónustubók Bergsstaðaprestakalls. Hann er skráður hjá föður sínum á Skottastöðum við húsvitjun í Bergsstaðaprestakalli 1852, en skrifuð við hann sú athugasemd að hann sé ,,húsmaður á Teigakoti”.
(Íslenzkar æviskrár V, 384-385; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 I, 178 og VI, 229-231; Sjómenn og sauðabændur, 296-299; Saga frá Skagfirðingum III, 91 og 106-107; Troðningar og tóftarbrot, 48; Æfisaga Gísla Konráðssonar, 29; Skiptab. Skag. 7. mars 1844 og 17. des. 1847; Guðmundur í Hvammi – Handrit Kristínar Sigvaldadóttur á Skeggsstöðum; Steinárætt – Handrit Péturs Sigurðssonar á Skeggsstöðum; Ættatölub. Bjarna Jóhannessonar, 666; Ættatölub. Jóns Espólíns, 1632-1633 og 4546; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 553 og 683; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 4057).
Magnús Ásgrímsson (1757-1829) Bóndi í Ytra-Tungukoti.
F. 1757 (sk. 5. okt. 1757) á Mánaskál á Laxárdal fremri, d. 3. sept. 1829 í Vatnshlíð. For.: Ásgrímur Oddsson b. á Mánaskál og k.h. Guðrún Jónsdóttir. Bóndi í Ytra-Tungukoti 1786-1798 og í Vatnshlíð 1798-1828, en var í skjóli Guðmundar sonar síns á sama stað 1828 til æviloka. Magnús var orðheppinn og gamansamur. Hann var dugandi bóndi og góður heim að sækja. – Kona, g. 2. júní 1785, Hallfríður Gunnarsdóttir, f. um 1764 á Syðri-Löngumýri í Blöndudal, d. 1. jan. 1828 í Vatnshlíð. Móðir: Sigríður Björnsdóttir heimasæta á Syðri-Löngumýri, síðar g. Sigurði Sveinssyni b. í Ytra-Tungukoti. Börn: Gunnar, f. 1786 í Blöndudalshólasókn, b. í Stóru-Gröf á Langholti 1835, en síðast í Geitagerði hjá Reynistað, kv. fyrst Guðrúnu Ingjaldsdóttur, svo Bergljótu Jónsdóttur, þá Helgu Gísladóttur, loks Margréti Þorvaldsdóttur, átti einnig son með Sigurbjörgu Þorsteinsdóttur. Guðrún, f. um 1787 í Ytra-Tungukoti, g. Jóni Jónssyni b. á Bakka í Vallhólmi. Guðmundur, f. um 1792 í Ytra-Tungukoti, b. í Vatnshlíð, kv. fyrr Helgu Oddsdóttur, síðar Margréti Jónsdóttur, átti einnig dætur með Sigríði Þórðardóttur og Jóhönnu Kristjánsdóttur, eina með hvorri. Guðbjörg, f. um 1805 í Vatnshlíð, g. Árna Þorbergssyni b. á Fjósum, átti áður son með Gísla Sigurðssyni vm. í Vatnshlíð og dóttur með Guðvarði Hallssyni b. í Selhaga.
Athugasemd: Hægt er að láta sér til hugar koma að faðir Hallfríðar kunni að hafa verið Gunnar Hákonarson b. á Gunnfríðarstöðum á Bakásum 1765-1766.
(Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 I, 83-84 og 88-90; Húnvetningasaga II, 571, 651 og 673; Saga frá Skagfirðingum III, 125; Ættir og óðal, 57-61; Sagnaþættir Gísla Konráðssonar, 183-185; Syrpa úr handritum Gísla Konráðssonar II, 148-150; Húnavaka 1976, 90-91; Ábúendatal í Staðarhreppi – Handrit Jóns Sigurðssonar á Reynistað, 214; Ættatölub. Jóns Espólíns, 4774; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 312-313 (viðbætur með yngri hendi).
Magnús Bjarnason (1758-1798?) Bóndi á Steiná.
F. um 1758, á lífi í Tungukoti í Blöndudal 1798. For.: Bjarni Jónsson b. á Steiná og k.h. Margrét Þórðardóttir. Búlaus á Steiná 1786-1795. Bóndi á Steiná 1795-1796. Búlaus í Tungukoti 1797-1798. Hann andaðist á Skottastöðum. Ókvæntur og barnlaus.
(Dómab. Hún. 27. maí 1793; Dómab. Skag. 22. júní 1807).
Magnús Björnsson (1767-1843) Bóndi í Hvammi í Svartárdal.
F. 1767 eða 1768 á Geitaskarði í Langadal, d. 28. júlí 1843 í Hvammi í Svartárdal. For.: Björn Ólafsson b. á Bergsstöðum og barnsm.h. Jarþrúður Jónsdóttir vk. á Geitaskarði, síðar g. Jóni Jónssyni b. í Engihlíð í Langadal. Ráðsmaður hjá stjúpu sinni á Bergsstöðum 1785-1792 og stóð fyrir dánarbúi hennar á sama stað 1792-1793. Bóndi í Hvammi 1793 til æviloka. Hann var hreppstjóri í Bólstaðarhlíðarhreppi 1813-1823. Einnig var hann meðhjálpari í Bergsstaðakirkju. Magnús var röskleikamaður, góður smiður og fékkst nokkuð við lækningar, merkisbóndi og efnaðist vel. Hann átti þátt í samtökum húnvetnskra bænda um að flytja vörur síðar suður í Reykjavík til sölu vegna óhagstæðrar verslunar í Höfðakaupstað. Getið er viðureignar hans við Jörund hundadagakonung, er þeir hittust á fjallvegi og Jörundur vildi ræna hestum hans, en hætti við, er hann mætti einarðlegri mótstöðu og ásökun. Magnús skrifaði undir verslunarkærubréf í Bólstaðarhlíð 20. sept. 1797. – Fyrri kona: Þuríður Jónsdóttir, f. um 1776, d. 5. júlí 1810 í Hvammi. For.: Jón Hannesson b. á Æsustöðum og barnsm.h. Guðrún Rafnsdóttir vk. í Bólstaðarhlíð. Hún fermdist í Bergsstaðaprestakalli 1792, þá sögð 16 ára. Þuríður og Magnús ólust upp saman á Bergsstöðum og er hermt að hún hafi verið treg til að ganga í hjúskap með honum vegna þess að hann hefði strítt henni í uppvexti. Barn: Guðmundur, f. um 1798 í Hvammi, b. í Bólstaðarhlíð, kv. Ingibjörgu Jóhannesdóttur, bjó síðar með Steinunni Oddsdóttur. Seinni kona, g. 23. okt. 1832, Björg Jónsdóttir, f. um 1792 í Holtastaðasókn, d. 21. jan. 1860 í Hvammi. For.: Jón Jónsson b. á Refsstöðum á Laxárdal fremri og k.h. Ingibjörg Guðmundsdóttir. Björg var hjá móður sinni á Refsstöðum 1801. Hún var vinnukona í Valadal á Skörðum -1816-1817 og í Hvammi 1817-1829, en bústýra hjá Magnúsi á sama stað 1829-1832. Hún bjó ekkja í Hvammi 1843-1852, en var húskona á sama stað 1852 til æviloka. Barnlaus. Barnsmóðir: Guðlaug Jónsdóttir, f. 18. apríl 1794 á Völlum í Vallhólmi, d. 25. júlí 1862 í Neðri-Lækjardal í Refasveit, vk. í Hvammi. For.: Jón Jónsson vm. í Skinþúfu í Vallhólmi og barnsm.h. Guðlaug Björnsdóttir vk. á Völlum, síðar ráðsk. í Vatnshlíð. Guðlaug giftist síðar Guðmundi Ólafssyni b. á Auðunarstöðum í Víðidal. Barn: Ingibjörg, f. 27. ágúst 1815 í Hvammi, d. 18. nóv. 1838 í Valadal, ráðsk. í Valadal, óg.
(Íslenzkar æviskrár V, 436; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 II, 82-84; Sjómenn og sauðabændur, 295 og 301-302; Húnvetningasaga II, 452 og 360; Saga frá Skagfirðingum III, 97 og 150; Sagnaþættir Gísla Konráðssonar, 11-12; Æfisaga Gísla Konráðssonar, 25-26 og 41-43; Föðurtún, 134-135; Húnaþing I, 492-495; Brandsstaðaannáll, 53 og 143-144; Biskupsskjalasafn B VII; Sýsluskj. Hún. XV, 3, 29. apríl og 1. júlí 1794 (dánarbú Jóns Jónssonar á Refsstöðum) og XV, 6, 23. júlí 1810 (dánarbú Þuríðar Jónsdóttur í Hvammi); Dómab. Hún. 26. apríl 1768; Dómab. Skag. 4. sept. 1794; Skiptab. Hún. 29. júní 1811 og 5. okt. 1860; Ættatölub. Jóns Espólíns, 1077, 4546, 4605, 4772 og 4775; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 337, 499, 553 og 831; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 4057 og 4952).
Magnús Gunnlaugsson (1801-1862) Bóndi Bergstaðaseli.
F. 5. mars 1801 á Tunguhálsi í Tungusveit, d. 14. mars 1862 í Hlíð á Vatnsnesi. For.: Gunnlaugur Magnússon b. á Sveinsstöðum í Tungusveit og k.h. Ólöf Jónsdóttir. Var hjá foreldrum sínum í Fremri-Svartárdal í Svartárdal 1816. Vinnumaður á Merkigili í Austurdal 1820-1823, á Þverá í Blönduhlíð 1823-1825, á Tjörnum í Sléttuhlíð 1825-1826, á Ysta-Mói í Flókadal 1826-1827-, í Efra-Haganesi í Fljótum -1829-1830 og á Heiði í Sléttuhlíð 1830-1832. Bóndi á Austara-Hóli í Flókadal 1832-1834. Vinnumaður á Lýtingsstöðum í Tungusveit 1834-1836. Bóndi á Lýtingsstöðum 1836-1839, í Holtsmúla á Langholti 1839-1841 og á Sveinsstöðum í Tungusveit 1841-1842. Húsmaður í Fremri-Svartárdal 1842-1843, á Tunguhálsi 1843-1844 og á Breið í Tungusveit 1844-1845. Bóndi á Breið 1845-1846, í Hvammkoti í Tungusveit 1846-1848, í Bergsstaðaseli 1848-1849, á Mið-Vatni á Efribyggð 1849-1850 og í Saurbæ á Neðribyggð 1850-1852. Húsmaður í Saurbæ 1852-1853. Bóndi á Gilsbakka í Austurdal 1853-1855. Vinnumaður á Bergsstöðum 1855-1856. Bóndi á Saurum í Miðfirði 1856-1858, á Laugarbrekku við Hellna 1858-1861 og á Stóra-Ósi í Miðfirði 1861 til æviloka. – Fyrsta kona, g. 28. sept. 1831, Línanna Símonsdóttir, f. 9. sept. 1808 á Austara-Hóli, d. 20. febr. 1849 í Bergsstaðaseli. For.: Símon Símonsson b. á Austara-Hóli og k.h. Guðný Jónsdóttir. Línanna var hjá foreldrum sínum á Austara-Hóli 1816 og fermdist í Barðssókn í Skagafjarðarsýslu 1822. Hún var vinnukona í Gröf á Höfðaströnd 1825-1826, en á Helgustöðum í Flókadal -1829-1831 og á Minna-Grindli í Fljótum 1831-1832. Línanna var geðprýðiskona og allvel að sér. Börn: Jóhann, f. 13. mars 1832 á Minna-Grindli, d. 9. júní 1834 á Lýtingsstöðum. Gunnlaugur, f. 22. maí 1833 á Austara-Hóli, d. 29. apríl 1838 á Lýtingsstöðum. Jón, f. 6. okt. 1834 á Lýtingsstöðum, d. 5. febr. 1835 á sama stað. Jóhann, f. 30. jan. 1836 á Lýtingsstöðum, d. 26. febr. 1836 á sama stað. Pétur, f. 17. mars 1837 á Lýtingsstöðum, d. 8. okt. 1837 á sama stað. Sveinn, f. 9. des. 1838 á Lýtingsstöðum, d. 22. maí 1839 á sama stað. Ingibjörg, f. 1840 í Reynistaðarsókn í Skagafjarðarsýslu, d. 25. nóv. 1840 í Holtsmúla. Kristján, f. 3. nóv. 1841 á Sveinsstöðum, d. 11. febr. 1842 í Þorsteinsstaðakoti í Tungusveit. Helga, f. 15. nóv. 1844 á Breið, d. 31. maí 1923 á Stóru-Seylu á Langholti, bústýra í Víðimýrarseli hjá Víðimýri, óg., en átti dætur með Sigurði Sigurðssyni b. á Skeggsstöðum og Guðmundi Gíslasyni b. á Hryggjum á Staðarfjöllum, eina með hvorum. Jón, f. 12. febr. 1849 á Bergsstöðum, d. 1. des. 1850 í Kýrholti í Viðvíkursveit. Önnur kona, g. 5. okt. 1849, Guðrún Vigfúsdóttir, f. 21. sept. 1790 á Írafelli í Svartárdal, d. 23. apríl 1851 í Saurbæ, ekkja Jóns Jónssonar b. á Syðsta-Vatni á Efribyggð. For.: Vigfús Sigurðsson b. á Grímsstöðum í Svartárdal og k.h. Ingibjörg Bjarnadóttir. Guðrún var í fóstri hjá föðursystur sinni Hallfríði Sigurðardóttur og manni hennar Jóni Sigurðssyni á Írafelli 1801, og fermdist í Goðdalaprestakalli í Skagafjarðarsýslu 1802. Hún var vinnukona í Gilhaga á Fremribyggð -1816-1818 og í Húsey í Vallhólmi 1818-1819. Bústýra á Mið-Vatni 1819-1820- og á Syðsta-Vatni -1823-1824. Guðrún bjó ekkja á Syðsta-Vatni 1834-1840 og á Mið-Vatni 1840-1849. Barnlaus. Þriðja kona, g. 14. okt. 1852, Helga Jóhannesdóttir, f. um 1810 á Kimbastöðum í Borgarsveit, d. 25. júní 1870 á Skíðastöðum á Neðribyggð. For.: Jóhannes Sigurðsson vm. í Fagranessókn í Skagafjarðarsýslu og k.h. Kristín Sveinsdóttir. Helga var vinnukona í Tungu í Gönguskörðum -1834-1835-, á Hafsteinsstöðum í Staðarhreppi 1836-1838, á Reynistað í Staðarhreppi 1839-1840, að hálfu á Litlu-Seylu á Langholti og að hálfu á Reynistað 1840-1841, á Hóli í Sæmundarhlíð 1841-1842, á Litlu-Seylu aftur 1842-1843-, á Stóra-Vatnsskarði á Skörðum -1844-1851 og í Vatnshlíð -1852-1853. Hún var húskona á Stóra-Ósi 1862-1863. Vinnukona í Brekkukoti á Efribyggð 1863-1864. Búsett á Skíðastöðum 1864-1866. Vinnukona á Miðsitju í Blönduhlíð 1866-1867, á Mælifellsá á Efribyggð 1867-1869 og á Löngumýri í Vallhólmi 1869-1870, en síðast búsett aftur á Skíðastöðum. Börn: Margrét, f. 20. mars 1853 í Vatnshlíð, vk. í Öxl í Þingi 1890, óg. Þorbjörg, f. 8. okt. 1856 á Saurum, d. 29. apríl 1860 á sama stað. – Fyrri maður Guðrúnar, g. 7. nóv. 1824, Jón Jónsson, f. um 1776 á Neðstabæ í Norðurárdal, d. 29. maí 1834 á Syðsta-Vatni, b. á Syðsta-Vatni 1793 til æviloka. For.: Jón Hannesson b. á Neðstabæ og k.h. Guðrún Aradóttir. Jón átti Syðsta-Vatn, Mið-Vatn og Ysta-Vatn. Ekki er borið lof á hann í Sögu frá Skagfirðingum. Barn: Jóhannes, f. 26. okt. 1823 á Syðsta-Vatni, b. á Hafgrímsstöðum í Tungusveit, kv. fyrr Önnu Bjarnadóttur, síðar Oddnýju Sigurðardóttur. – Barnsfaðir Helgu: Jón Markússon, f. 8. júlí 1785 á Skipalóni í Hörgárdal, d. 7. apríl 1849 á Sneis á Laxárdal fremri, b. í Hvammi á Laxárdal. For.: Markús Markússon b. og umboðsmaður í Forsæludal í Vatnsdal og k.h. Guðrún Jónsdóttir. Barn: Guðný, f. 23. apríl 1835 í Tungu, d. 29. maí 1838 á sama stað. Barnsfaðir Helgu: Þorsteinn Gottskálksson, f. 1819 eða 1820 í Flugumýrarsókn í Skagafjarðarsýslu, b. í Ysta-Samtúni í Kræklingahlíð. For.: Gottskálk Gottskálksson Blander b. og ferjumaður á Mið-Grund í Blönduhlíð og barnsm.h. Ásdís Þórðardóttir vk. í Flugumýrarsókn. Börn: Kristján, f. 11. febr. 1840 á Reynistað, b. í Grafarseli í Deildardal, kv. Soffíu Jónsdóttur. Rósa, f. 4. jan. 1841 á Reynistað, d. 20. júlí 1860 á Stóru-Hnausum í Breiðuvík, vk. á Bergsstöðum 1855, en síðast á Stóru-Hnausum, óg. – Fyrri kona Jóns, g. 22. júní 1794, Ásdís Ívarsdóttir, f. 1775 (sk. 14. maí 1775) á Ytri-Mælifellsá á Efribyggð, d. 13. júlí 1843 á Þverá í Hallárdal. For.: Ívar Jónsson b. í Brekkukoti á Efribyggð og f.k.h. Þuríður Magnúsdóttir. Hún fermdist í Reykjasókn í Skagafjarðarsýslu 1790. Jón og Ásdís skildu með dómi 28. apríl 1810. Hún giftist síðar Markúsi Sigurðssyni b. á Hafursstöðum á Skagaströnd. Ekki er borið lof á Ásdísi í Sögu frá Skagfirðingum. Börn: Ívar, f. 1796 (sk. 10. apríl 1796) á Syðra-Vatni, b. í Skjaldarkoti á Vatnsleysuströnd, kv. Ragnheiði Gísladóttur, átti áður son með Ingibjörgu Bjarnadóttur. Bjarni, f. 18. sept. 1797 á Syðra-Vatni, d. 1798 (gr. 12. júní 1798) á sama stað. Sambýliskona Jóns: Sesselja Sturludóttir, f. 1770 (sk. 16. okt. 1770) á Brúnastöðum í Tungusveit, d. 28. jan. 1854 í Efra-Lýtingsstaðakoti í Tungusveit. For.: Sturla Gunnlaugsson b. á Ánastöðum í Svartárdal og k.h. Ingunn Jónsdóttir. Sesselja fermdist í Glaumbæjarprestakalli í Skagafjarðarsýslu 1787. Hún var vinnukona á Víðimýri í Seyluhreppi -1801-1802-, en bústýra hjá Jóni á Syðra-Vatni -1809-1817-. Sesselja bjó á Mið-Vatni -1824-1835 og á Syðsta-Vatni 1835-1836. Hún var bústýra hjá Guðmundi syni sínum á Syðsta-Vatni 1836-1838, en í skjóli hans á sama stað 1838-1841, á Ysta-Vatni 1841-1849 og í Efra-Lýtingsstaðakoti 1849 til æviloka. Barn: Guðmundur, f. 2. sept. 1809 á Syðra-Vatni, b. í Efra-Lýtingsstaðakoti, kv. Önnu Árnadóttur.
(Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 II, 78-79 og 222-224; Skagfirzkar æviskrár 1890-1910 III, 92-93 og IV, 115-116 og 242-243; Svalbarðsstrandarbók, 205; Eyfirðingarit II, 27; Saga frá Skagfirðingum II, 106-107, 122-124, 125-127, 173, 178, 179 og 180 og III, 36, 78-79 og 90; Saga Skagstrendinga og Skagamanna, 80 og 140; Misskipt er manna láni II, 13 og III, 9-42; Ritsafn Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum II, 27-28 og IV, 19-25 og 78-80; Saga Jóns Espólíns, 154-157 og 159-160; Sagnablöð hin nýju, 159; Sýsluskj. Hún. XV, 3, 14. júlí og 1. og 3. sept. 1804 (samantekt um ættmenni Eyjólfs Gunnarssonar); Dómab. Skag. 28. apríl 1810, 24. mars og 13. og 21. apríl 1829 og 21. nóv. og 27. og 28. des. 1833; Skiptab. Hún. 23. okt. 1849; Skiptab. Skag. 1. júlí 1794, 5. maí 1813, 12. sept. 1834 og 17. og 30. des. 1847; Ábúendatal í Staðarhreppi – Handrit Jóns Sigurðssonar á Reynistað, 201; Ættatölub. Jóns Espólíns, 1087-1088, 2109, 3064, 3330, 3953 og 5656; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 552, 557 og 830; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 4944).
Magnús Gunnsteinsson (1520-1579?) Bóndi á Strjúgsstöðum.
F. nál. 1520, á lífi í Húnavatnssýslu 1579. Faðir hans kann að hafa verið Gunnsteinn Oddsson b. í Eyjafjarðarsýslu. Bóndi í Hvassafelli í Saurbæjarhreppi nál. 1555 og á Strjúgsstöðum nál. 1565. Magnús var lögréttumaður úr Vaðlaþingi og Húnavatnsþingi. – Kona: Halldóra Þórðardóttir, f. nál. 1520. For. ókunnir. Börn: Guðrún, f. nál. 1550, g. Bessa Einarssyni b. á Auðólfsstöðum. Þórður, f. nál. 1550, b. á Strjúgsstöðum, kv. Ragnhildi Einarsdóttur. Hallfríður.
Athugasemd: Magnús bjó í Hvassafelli um þriggja ára skeið.
(Íslenzkar æviskrár V, 107; Rímnatal II, 144; Lögréttumannatal, 369; Menn og menntir IV, 578-588; Alþingisb. I, 397-398).
Magnús Hálfdanarson (1725-1776) Bóndi í Syðra-Tungukoti.
F. 1725 (sk. 14. apríl 1725) í Grjótgarði á Þelamörk, d. 1775 eða 1776 í Syðra-Tungukoti. For.: Hálfdan Magnússon b. í Grjótgarði og k.h. Solveig Jónsdóttir. Lausamaður á Hólum í Hjaltadal -1762-1763-. Bóndi í Öxl í Þingi -1773-1774 og í Syðra-Tungukoti 1774 til æviloka. Magnús keypti Öxl af Ólafi Eggertssyni bónda í Brekku í Þingi fyrir 90 ríkisdali 3. júlí 1771 og Hnjúka á Ásum 29. des. 1773. Síðar keypti hann Syðra-Tungukot í makaskiptum. – Ókvæntur og barnlaus.
(Alþingisb. XV, 317; Dómab. Skag. 23. maí 1772; Skiptab. Hún. 8. jan. og 24. apríl 1776; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 514).
Magnús Ingimundarson (1745-1805) bóndi í Ytra-Tungukoti.
F. um 1745, d. 1804 eða 1805. For.: Ingimundur Guðmundsson b. í Gautsdal og k.h. Steinunn Egilsdóttir. Vinnupiltur á Hóli -1762-1763-. Ráðsmaður á Úlfagili á Laxárdal fremri -1784-1785. Búlaus á Úlfagili 1785-1787-. Bóndi á Neðri-Mýrum í Refasveit 1788-1790, á Illugastöðum á Laxárdal fremri 1790-1802 og í Ytra-Tungukoti 1802 til æviloka. – Kona, g. 5. okt. 1787, Þórdís Jónsdóttir, f. 1753 (sk. 1. des. 1753) á Ytri-Ey á Skagaströnd, d. 27. nóv. 1829 á Kárastöðum á Bakásum. For.: Jón Þorláksson b. á Ytri-Ey og k.h. Helga Sveinsdóttir. Þórdís bjó ekkja í Ytra-Tungukoti 1805-1807. Hún var húskona í Höfðahólum á Skagaströnd -1816-1817-, en barnfóstra á Ásum á Bakásum 1826-1829. Börn: Solveig, f. 12. maí 1788 á Neðri-Mýrum, vk. í Holti á Ásum 1835, óg., en átti börn með Hallgrími nokkrum, Guðmundi Eiríkssyni b. í Höfðahólum á Skagaströnd og Guðmundi Jónssyni vm. í Enni í Refasveit, eitt með þeim fyrstnefnda og tvö með hvorum þeirra síðarnefndu. Gísli, f. 24. júlí 1789 á Neðri-Mýrum, b. í Svangrund í Refasveit, kv. Önnu Jónsdóttur. Steinunn, f. 2. nóv. 1791 á Illugastöðum, g. Bjarna Gíslasyni b. í Saurbæ í Vatnsdal, átti einnig börn með Skafta Tómassyni b. á Syðri-Þverá í Vesturhópi og Jóni Einarssyni b. á Gunnfríðarstöðum á Bakásum, eitt með hvorum. Helga, f. 9. apríl 1794 á Illugastöðum, g. Jóni Þorkelssyni húsmanni í Klofa við Hafnarfjörð 1835. Jón, f. 8. okt. 1796 á Illugastöðum, b. í Króki á Skagaströnd, kv. fyrr Oddnýju Guðmundsdóttur, síðar Kristínu Grímsdóttur, átti einnig son með Önnu Erlendsdóttur. Barnsmóðir: Helga Gunnarsdóttir, f. um 1756 á Eldjárnsstöðum í Blöndudal, d. 9. okt. 1819 á Efri-Mýrum í Refasveit, heimasæta á Úlfagili. For.: Gunnar Andrésson b. í Blöndudalshólum og k.h. Solveig Pétursdóttir. Barn: Sigurður, f. 1778 (sk. 21. sept. 1778) á Úlfagili, b í Blöndudalshólum, kv. Sigurlaugu Teitsdóttur.
(Ættir Skagfirðinga, 322; Troðningar og tóftarbrot, 108; Biskupsskjalasafn B VII; Skiptab. Hún. 14. júní 1785, 1. okt. 1814 og 28. apríl 1840; Eiðsstaðaætt – Handrit Björns Bjarnasonar á Brandsstöðum; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 724-725).
Magnús Jónsson (1751-?) Vatnshlíð
hét búandi í Vatnshlíð -1751-1752.
Magnús Jónsson (1740-1814) Bóndi í Syðra-Tungukoti og Eiríkstaðakoti.
F. um 1740, d. 20. júní 1814 í Eiríksstaðakoti. For.: Jón Tómasson b. á Eyvindarstöðum og k.h. Ingibjörg Sæmundsdóttir. Var hjá foreldrum sínum í Blöndudalshólaprestakalli 1754, þá sagður 14 ára. Bóndi í Syðra-Tungukot 1776-1781. Búlaus á Eyvindarstöðum 1781-1783-. Bóndi í Eiríksstaðakoti -1784 til æviloka. – Kona, ls. 1775 / g. 30. nóv. 1775, Guðrún Einarsdóttir, f. 1740 eða 1741 í Tungunesi á Bakásum, d. 4. ágúst 1824 í Eiríksstaðakoti. For.: Einar Vigfússon b. í Blöndudalshólum og s.k.h. Valgerður Jónsdóttir. Hún bjó ekkja í Eiríksstaðakoti 1814 til æviloka. Magnús og Guðrún áttu saman barn í lausaleik í Blöndudalshólaprestakalli 1775, og var það fyrsta frillulífisbrot beggja. Börn: Guðrún, f. 1775 á Eyvindarstöðum, húsm. í Eiríksstaðakoti, óg. og bl. Einar, f. um 1779, var hjá foreldrum sínum í Eiríksstaðakoti 1790.
Athugasemd: Það er afar freistandi að geta sér þess til að Magnús og Guðrún muni hafa verið réttir þremenningar að frændsemi, en staðfesting á því hefur ekki fundist í skjallegum heimildum.
(Húnavaka 1976, 90-91; Biskupsskjalasafn B VII; Sýsluskj. Hún. XV, 7, 28. sept. 1814 (dánarbú Magnúsar Jónssonar í Eiríksstaðakoti); Skiptab. Hún. 23. júní 1815 og 19. maí og 29. ágúst 1826).
Magnús Magnússon (1760-1813) Bóndi í Stafni.
F. 1760 (sk. 15. sept. 1760) á Kúskerpi í Blönduhlíð, d. 22. sept. 1813 í Garði í Hegranesi. For.: Magnús Þórarinsson b. á Sveinsstöðum í Tungusveit og k.h. Þóranna Jónsdóttir. Bóndi í Litluhlíð í Vesturdal -1781-1783, á Sveinsstöðum í Tungusveit 1783-1786, í Efra-Lýtingsstaðakoti í Tungusveit 1786-1789, á Starrastöðum á Fremribyggð 1789-1801, í Stafni 1801-1802, í Djúpadal í Blönduhlíð 1802-1803, í Stokkhólma í Vallhólmi -1805-1812 og í Garði 1812 til æviloka. Við húsvitjun í Goðdalasókn 1785 er Magnús sagður vel lesandi og skrifandi og fínlega vinnandi. – Kona: Guðrún Stefánsdóttir, f. um 1762 á Skatastöðum í Austurdal, d. 8. maí 1826 í Garði. For.: Stefán Stefánsson b. á Skatastöðum og k.h. Sólborg Bjarnadóttir. Guðrún var í skjóli Magnúsar sonar síns í Garði 1813 til æviloka. Við húsvitjun í Goðdalasókn 1785 er hún sögð hæglynd. Börn: Þóranna, f. um 1781 í Litluhlíð, g. Eyjólfi Gunnlaugssyni b. í Keldudal í Hegranesi. Sólborg, f. 10. apríl 1786 á Sveinsstöðum, d. 24. júlí 1787 í Efra-Lýtingsstaðakoti. Stefán, f. 1. maí 1787 í Efra-Lýtingsstaðakoti, d. 9. maí 1787 á sama stað. Þorgerður, f. 26. ágúst 1788 í Efra-Lýtingsstaðakoti, d. 18. apríl 1867 í Stokkhólma, vk. í Eyhildarholti í Hegranesi 1816, óg., en átti son með Halli Jónssyni b. á Reykjum í Hjaltadal 1835 og dóttur með Friðriki Jónssyni vm. á Krossum á Árskógsströnd 1835. Rósa, f. 15. ágúst 1790 á Starrastöðum, d. 6. okt. 1790 á sama stað. Magnús, f. 14. júlí 1792 á Starrastöðum, b. í Ytra-Vallholti í Vallhólmi, kv. fyrr Margréti Sigurðardóttur, síðar Guðbjörgu Sveinsdóttur, átti einnig son með Kristrúnu Daníelsdóttur. Brynjólfur, f. 16. jan. 1794 á Starrastöðum, b. á Álfgeirsvöllum á Efribyggð, kv. fyrr Sigríði Magnúsdóttur, síðar Sigríði Hinriksdóttur, átti áður dóttur með Guðnýju Jónsdóttur. Bríet, f. 28. júlí 1798 á Starrastöðum, d. 1798 (gr. 13. ágúst 1798) á sama stað. Lilja, f. 4. sept. 1807 í Stokkhólma, d. 5. okt. 1807 á sama stað. Ennfremur kann sonur þeirra að hafa verið: Kristján Magnússon, f. 1804, d. 28. nóv. 1804 í Stokkhólma.
Athugasemd: Magnús kynni að vera sami maður og bjó í Syðra-Vallholti í Vallhólmi 1803-1805. Þá bjó þar maður með Magnúsarnafni, ásamt nafna sínum, en föðurnafn hans er ekki tilgreint.
(Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 I, 185-186, II, 109-112 og VI, 30-34; Ritsafn Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum III, 28-29 og 35-36; Skiptab. Hún. 1. des. 1860; Ættatölub. Jóns Espólíns, 475-476 og 1085-1086).
Magnús Magnússon (1821-1881) Bóndi á Steiná og Eiríksstöðum.
F. 28. okt. 1821 í Garði í Hegranesi, d. 15. apríl 1881 í Holti í Svínadal. For.: Magnús Magnússon b. í Ytra-Vallholti í Vallhólmi og f.k.h. Margrét Sigurðardóttir. Var hjá foreldrum sínum í Garði 1835 og fermdist í Rípursókn í Skagafjarðarsýslu sama ár. Bóndi á Víðimýri í Seyluhreppi 1844-1847, á Grófargili á Langholti 1847-1851, á Steiná 1851-1854, á Eiríksstöðum 1854-1864 og í Holti 1864 til æviloka. – Fyrri kona, g. 19. okt. 1843, Margrét Jónsdóttir, f. 11. sept. 1814 á Kroppi í Hrafnagilshreppi, d. 7. júní 1862 á Eiríksstöðum. For.: Jón Jónsson b. á Víðimýri og k.h. Sigríður Davíðsdóttir. Margrét var hjá foreldrum sínum á Kroppi 1816 og fermdist í Hrafnagilssókn í Eyjafjarðarsýslu 1828. Börn: Margrét Sigríður, f. 19. ágúst 1844 á Víðimýri, d. 1. maí 1920 í Reykjavík, húsm. í Reykjavík, óg. og bl. Björg, f. 21. mars 1847 á Víðimýri, d. 23. júní 1847 á Grófargili. Björg, f. 10. sept. 1849 á Grófargili, g. Guðmundi Þorsteinssyni b. í Holti. Anna Guðrún, f. 31. ágúst 1851 á Steiná, g. Pétri Péturssyni b. á Gunnsteinsstöðum. Magnús, f. 11. mars 1855 á Eiríksstöðum, d. 22. maí 1858 á sama stað. Seinni kona, g. 25. okt. 1864, Sigríður Björnsdóttir, f. 24. okt. 1823 í Bakkaseli í Fnjóskadal, d. 30. júlí 1895 á Rútsstöðum í Svínadal, ekkja Árna Péturssonar b. í Litladal í Svínavatnshreppi, en áður í Syðra-Tungukoti. For.: Björn Guðmundsson b. í Bakkaseli og k.h. Sigríður Jónsdóttir. Sigríður bjó ekkja í Litladal 1862-1863 og hafði jafnframt bú í Holti 1862-1863. Hún bjó ekkja í Holti 1863-1864 og 1881-1886, en var bústýra á Geitaskarði í Langadal 1886-1894. Hún var í skjóli Sigurðar sonar síns á Rútsstöðum 1894 til æviloka. Barn: Árni, f. 21. nóv. 1865 í Holti, d. 13. febr. 1868 á sama stað.
(Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 I, 185-186 og VI, 233-236; Skagfirzkar æviskrár 1890-1910 II, 246-249; Eyfirskar ættir I, 182-183 og 196-198; Frændgarður II – Ættmeiður, 185-186; Saga frá Skagfirðingum IV, 13 og 122-123; Ritsafn Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum III, 28-29; Föðurtún, 158-159; Húnavaka 1979, 103-104; Skiptab. Hún. 1. des. 1860 og 29. des. 1864; Ábúendatal í Inn-Eyjafirði – Handrit Stefáns Aðalsteinssonar í Reykjavík, 387-389; Ættatölub. Bjarna Jóhannessonar, 483 og 1049; Ættatölub. Jóns Espólíns, 476, 2774, 4734, 5255 og 6881-6882; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 827).
Magnús Sigurðsson (1642-1713) Bóndi og Prestur á Bergsstöðum.
F. um 1642, d. 1713 á Bergsstöðum. For.: Sigurður Magnússon pr. á Auðkúlu í Svínadal og k.h. Guðríður Egilsdóttir. Vígðist 4. apríl 1670 að Reynistaðarklaustri í Skagafjarðarsýslu. Bóndi á Bergsstöðum 1680 til æviloka. Hann var sóknarprestur í Reynistaðarklaustursprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi 1670-1680 og í Bergsstaðaprestakalli 1680 til æviloka. Hin forna deila milli Bergsstaðapresta og Stafnsmanna um Fossadal raknaði aftur við í prestsskapartíð séra Magnúsar og stóð í því stappi 1688-1696, en á alþingi 1696 var Bergsstaðakirkju dæmdur hálfur dalurinn. Í þjóðsögum er sagt frá skiptum hans við sóknarbarn sitt Halldóru Erlendsdóttur húsmóður í Bólstaðarhlíð. – Fyrri kona, km. 30. mars 1676, Steinunn Skúladóttir, f. nál. 1650. For.: Skúli Magnússon pr. í Goðdölum í Vesturdal og k.h. Arnþrúður Björnsdóttir. Börn: Sigurður, f. um 1675, pr. á Tunguhálsi í Tungusveit, kv. Sesselju Jónsdóttur. Sigfús, f. um 1683, b. í Skinþúfu í Vallhólmi, kv. Guðrúnu Ingjaldsdóttur. Markús, f. um 1685, b. á Barkarstöðum, kv. fyrr Sunnevu Gísladóttur, síðar Sigríði Þorláksdóttur, átti áður barn með Guðrúnu Eiríksdóttur. Arnþrúður, f. um 1690, vk. á Norðurlandi, óg., en átti barn. Sesselja, f. um 1691, var hjá föður sínum á Bergsstöðum 1703. Björn, f. um 1693, var hjá föður sínum á Bergsstöðum 1703, síðar búsettur í Hollandi, kv. konu sem heimildir nafngreina ekki. Seinni kona: Ólöf Jónsdóttir, f. um 1665, á lífi á Bergsstöðum 1713. For. ókunnir. Ólöf bjó ekkja á Bergsstöðum 1713-1714. Barn: Steinunn, f. um 1706, g. Eiríki Jónssyni b. í Núpsdalstungu í Miðfirði.
Athugasemdir: 1) Ólöf er sögð 38 ára í frumriti af Manntali á Íslandi 1703, en í prentuðu útgáfunni er hún ranglega talin 31 árs. 2) Magnús og Ólöf voru komin í hjúskap við Manntal á Íslandi 1703.
(Íslenzkar æviskrár II, 208, III, 453 og 471-472 og IV, 245-246, 246 og 291; Svarfdælingar II, 334-335; Feðraspor og fjörusprek, 121-124; Vorþeyr og vébönd, 219; Söguþættir Gísla Konráðssonar, 125-127; Syrpa úr handritum Gísla Konráðssonar I, 186-187; Húnavaka 1994, 76-78; Annálar 1400-1800 I, 614 og II, 388; Alþingisb. VIII, 550; Prestastefnudómar og bréfab. Gísla biskups Þorlákssonar, 270-271; Lbs. 787, 4to (30. mars 1676), 191-192; Æfir lærðra manna (þáttur Magnúsar Sigurðssonar á Bergsstöðum); Prestaæfir Sighvats Grímssonar Borgfirðings (þáttur Magnúsar Sigurðssonar á Bergsstöðum); Ættatölub. Jóns Espólíns, 3361-3367 og 4961; Ættatölub. Jóns Magnússonar, 302, 475 og 491-492; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 552 og 696; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 85 og 687-688).
Magnús Snæbjörnsson (1776-1839) Bóndi í Stafni.
F. um 1776 á Þönglabakka í Þorgeirsfirði, dr. 12. ágúst 1839 í Héraðsvötnum í Skagafjarðarsýslu. For.: Snæbjörn Halldórsson pr. í Grímstungu í Vatnsdal og k.h. Sigríður Sigvaldadóttir. Fermdur í Möðruvallaklausturssókn í Eyjafjarðarsýslu 1790. Bóndi í Héraðsdal í Tungusveit 1801-1808, í Stafni 1808-1809, í Héraðsdal 1809-1824 og á Hofi í Vesturdal 1824-1836. Húsmaður í Héraðsdal 1836-1837. Bóndi á Minni-Ökrum í Blönduhlíð 1837-1838 og á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð 1838-1839, en síðast á Uppsölum í Blönduhlíð. Hann var hreppstjóri í Lýtingsstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu 1802-1803. Magnús var manna gervilegastur á allan hátt og hið mesta karlmenni. Hann hafði makaskipti á Héraðsdal fyrir Hof við feðgana Jón Eiríksson og Eirík Jónsson bændur á Hofi. Hann seldi Hof Jóhannesi Jónssyni bónda á Rútsstöðum í Svínadal fyrir 700 spesíur vorið 1836. – Fyrri kona, g. 27. sept. 1801, Kristín Tómasdóttir, f. 1754 (sk. 10. maí 1754) á Uppsölum, d. 4. nóv. 1828 á Hofi, ekkja Ásmundar Jónssonar b. á Silfrastöðum í Blönduhlíð. For.: Tómas Björnsson b. á Reykjum í Tungusveit og f.k.h. Hallfríður Þorkelsdóttir. Kristín bjó ekkja í Héraðsdal 1799-1801. Barnlaus. Seinni kona, g. 3. okt. 1837, Gunnvör Rafnsdóttir, f. 11. apríl 1790 á Grýtu á Staðarbyggð, d. 10. júní 1840 á Uppsölum, ekkja Páls Þorsteinssonar b. á Grænhóli í Borgarsveit. For.: Rafn Rafnsson b. á Rifkelsstöðum í Öngulsstaðahreppi og k.h. Jórunn Þorkelsdóttir. Gunnvör var hjá foreldrum sínum á Grýtu 1801, en vinnukona á Úlfsstöðum í Blönduhlíð -1816-1817-. Hún bjó ekkja á Grænhóli 1828-1830 og á Kjartansstöðum á Langholti 1830-1831, var vinnukona í Brekkukoti á Efribyggð 1831-1832, en bústýra hjá Magnúsi á Hofi 1832-1836 og bústýra hjá Jóni Jónssyni á Bjarnastöðum í Blönduhlíð 1836-1837. Hún bjó ekkja á Uppsölum 1839 til æviloka. Barnlaus. Barnsmóðir: Ingiríður Sigurðardóttir, f. 2. sept. 1788 á Hamri í Hegranesi, d. 7. mars 1868 á Páfastöðum á Langholti, vk. í Héraðsdal. For.: Sigurður Sigurðsson b. á Hamri og 1.k.h. Sigríður Bjarnadóttir. Ingiríður giftist síðar Ólafi Helgasyni b. í Sveinskoti á Reykjaströnd. Börn: Sigríður, f. 21. maí 1817 í Héraðsdal, d. 21. febr. 1821 á sama stað. Margrét, f. 6. júlí 1820 í Rípursókn í Skagafjarðarsýslu, vk. í Gilhaga á Fremribyggð 1835. Barnsmóðir: Þóra Gunnlaugsdóttir, f. 16. sept. 1799 á Féeggsstöðum í Barkárdal, d. 20. sept. 1843 á Holtastöðum í Langadal, húsm. í Móbergsseli í Litla-Vatnsskarði. For.: Gunnlaugur Magnússon b. í Baugaseli í Barkárdal og k.h. Guðrún Grímólfsdóttir. Börn: Magnús, f. 9. mars 1823 í Héraðsdal, b. á Gili í Öxnadal, kv. Sæunni Pétursdóttur, átti einnig son með Margréti Rannveigu Þorláksdóttur. Guðrún, f. 19. nóv. 1829 í Stapa í Tungusveit, g. Árna Jónssyni b. á Stóru-Mörk, átti einnig börn með öðrum mönnum. Magnús Snæbjörnsson var ásamt Sigurði Markússyni orðaður við faðerni barns Herdísar Magnúsdóttur, f. 1774 (sk. 22. ágúst 1774) í Skriðu í Sölvadal, d. 13. mars 1830 í Jaðri á Langholti, vk. í Héraðsdal. For.: Magnús Magnússon b. í Skriðu og k.h. Þórunn Bjarnadóttir. Herdís var vinnukona á Hafgrímsstöðum í Tungusveit -1800-1801-. Barn: Kristján, f. 18. ágúst 1806 í Héraðsdal, d. 17. febr. 1817 í Glaumbæjarprestakalli í Skagafjarðarsýslu, síðast ómagi á Brenniborg á Neðribyggð. Hann varð úti í kafaldsbyl. – Fyrri maður Kristínar, g. 10. júní 1776, Ásmundur Jónsson, f. um 1749, d. 19. jan. 1799 á Silfrastöðum, b. á Ytri-Ingveldarstöðum á Reykjaströnd -1781-1784, í Litladal í Blönduhlíð 1784-1787, á Úlfsstöðum í Blönduhlíð 1787-1791 og á Silfrastöðum 1791 til æviloka. For.: Jón Ásmundsson b. á Vöglum í Blönduhlíð og k.h. Guðrún Þorleifsdóttir. Hann var hreppstjóri í Akrahreppi í Skagafjarðarsýslu 1785 til æviloka. Ásmundur var gróðamaður og gjarn á hestakaup, og varð einn ríkasti bóndi í Blönduhlíð um sína daga. Hann keypti Þorleifsstaði í Blönduhlíð með hjáleigunum Grundarkoti og Vaglagerði af feðgunum Þorbirni Bjarnasyni bónda í Skildinganesi í Skerjafirði og Þorfinni Þorbjörnssyni bónda á Seli við Reykjavík fyrir 184 ríkisdali 2. ágúst 1790, og fylgdi 1 kúgildi með í kaupunum. Hann keypti 20 hrundruð í Litladal í Tungusveit, 10 hundruð í Héraðsdal og 5 hundruð í hjáleigunni Stapa af Símoni Teitssyni bónda á Hæli í Flókadal fyrir 160 ríkisdali 22. júlí 1793. Hann hafði makaskipti á Landamóti í Köldukinn fyrir 20 hundruð í Héraðsdal og 5 hundruð í hjáleigunni Stapa við Gunnlaug Gunnlaugsson aðstoðarprest á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal 5. des. 1793, og lét hann auk þess hafa 54 ríkisdali í milligjöf. Ennfremur átti Ásmundur Borgargerði í Norðurárdal, Litladalskot í Tungusveit, Undhól í Óslandshlíð og Þorsteinsstaði í Tungusveit. Börn: Guðrún, f. 1778 (sk. 17. júní 1778) í Litladal, g. Þorláki Hallgrímssyni pr. á Presthólum í Núpasveit. Jón, f. 17. apríl 1790 á Úlfsstöðum, b. og spítalahaldari á Hallbjarnareyri í Eyrarsveit, kv. Rósu Guðmundsdóttur. barn, f. 12. júlí 1791 á Silfrastöðum. Það fæddist andvana. Tómas, f. 27. febr. 1793 á Silfrastöðum, b. og hreppstj. á Steinsstöðum í Öxnadal, kv. Rannveigu Hallgrímsdóttur. Ásmundur, f. 14. jan. 1796 á Silfrastöðum, b. á Írafelli í Svartárdal, kv. Sesselju Gísladóttur, átti einnig son með Helgu Stefánsdóttur húsm. á Æsustöðum. – Fyrri maður Gunnvarar, g. 27. okt. 1818, Páll Þorsteinsson, f. 6. maí 1795 á Reykjavöllum á Neðribyggð, d. í júní 1828 í Fagranesprestakalli í Skagafjarðarsýslu, b. á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð 1818-1819, á Ögmundarstöðum í Víkurtorfu 1819-1820, í Pottagerði á Víkurengjum 1820-1826 og á Grænhóli 1826 til æviloka. For.: Þorsteinn Pálsson b. og skáld á Reykjavöllum og k.h. Ingibjörg Skúladóttir. Páll var hjá foreldrum sínum á Reykjavöllum 1801 og fermdist í Reykjasókn í Skagafjarðarsýslu 1809. Hann fór ungur til sjóróðra við Suðurland. Páll var góðlyndur og vinsæll, en lengst af fátækur og skuldugur. Hann var skáldmæltur og gat kveðið viðstöðulaust af munni fram, og var sjaldan betra þó hann hugsaði sig um. Í Landsbókasafni er varðveittur kveðskapur eftir hann. Síðasta vorið sem Páll lifði, ætlaði hann að róa frá Drangey, en veiktist í fjörunni þar og var fluttur fársjúkur að Reykjum á Reykjaströnd. Börn: Sumarrós, f. 23. apríl 1818 á Stóru-Ökrum, g. Jónasi Rögnvaldssyni b. í Uppsölum í Svarfaðardal. Rafn, f. um 1819, d. 16. des. 1822 í Pottagerði. Þorlákur, f. um 1819, b. á Ytri-Brekkum í Blönduhlíð, kv. Sigurlaugu Sveinsdóttur. Þorsteinn, f. 1820, d. 26. apríl 1820. Ingibjörg, f. 6. apríl 1823 í Pottagerði, d. 24. febr. 1843 á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð, var hjá móður sinni á Hofi 1835. Hún varð blind á öðru ári. Eiríkur, f. 21. apríl 1825 í Pottagerði, b. í Uppsölum í Svarfaðardal, kv. Margréti Gunnlaugsdóttur. Páll, f. 10. nóv. 1828 í Sjávarborgarsókn í Skagafjarðarsýslu, b. á Kjartansstöðum, kv. Guðbjörgu Björnsdóttur. Barnsfaðir Gunnvarar: Jón Jónsson, f. um 1800 á Syðra-Skörðugili á Langholti, dr. 21. nóv. 1859 í Héraðsvötnum, húsmaður á Marbæli á Langholti 1835. For.: Jón Jónsson b. á Syðra-Skörðugili og k.h. Guðrún Jónsdóttir. Jón var hjá foreldrum sínum á Syðra-Skörðugili 1801. Hann var fríður sýnum, karlmenni til burða, mikill hestamaður og góður tamningamaður. Hann var kallaður skarði. Barn: Aron, f. 13. júlí 1831 á Syðra-Skörðugili, d. 24. mars 1837 á Miklabæ í Blönduhlíð, var í fóstri á Starrastöðum á Fremribyggð 1835, en síðast á Miklabæ.
(Íslenzkar æviskrár IV, 149 og 309 og V, 159-160 og 225; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 I, 147-148, 174-175 og 199-200, II, 4-5, V, 59-62 og VII, 220-223; Svarfdælingar I, 94-95 og 294-295; Rímnatal II, 149-150; Ættarskrá Bjarna Þorsteinssonar, 359 og 367; Saga frá Skagfirðingum I, 117 og 175 og II, 14, 42, 46, 90, 115, 127, 158, 162 og 175 og III, 22-23, 24, 25, 66-67, 80, 85, 105, 139, 144, 154, 166, 172 og 173; Ritsafn Eiðs Guðmundssonar á Þúfnavöllum I, 143 og III, 64-69; Ritsafn Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum I, 140 og 176, II, 29-30 og 84-85 og III, 58 og 136-138; Sagnaþættir Gísla Konráðssonar, 162; Syrpa úr handritum Gísla Konráðssonar II, 147; Æfisaga Gísla Konráðssonar, 5, 108-113 og 136-138; Sagnablöð hin nýju, 153-156; Refskinna I, 75-86; Norðri 1855 (nr. 21), 84; Skagfirzkur annáll 1847-1947 I, 57-59; Alþingisb. XVII, 43 og 182; Dómab. Skag. 11. maí 1785, 9. júní 1802, 9. maí 1803, 23. maí og 21. ágúst 1807, 16. júní og 5. júlí 1808, 21. júní 1817 og 28. júní 1823; Skiptab. Hún. 4. des. 1845; Skiptab. Skag. 3. des. 1788, 16. apríl 1799, 14. júlí og 1. okt. 1818, 9. júní 1830, 24. apríl 1835, 15. mars 1842, 13. maí 1845, 11. febr. 1848 og 16. mars 1861; Lbs. 1121, 4to, 217-121; Lbs. 696, 8vo (Minnisbók Jóns Espólíns); Ábúendatal í Staðarhreppi – Handrit Jóns Sigurðssonar á Reynistað, 247, 261 og 284; Ábúendatal í Inn-Eyjafirði – Handrit Stefáns Aðalsteinssonar í Reykjavík, 1693-1695 og 2073-2076; Ættatölub. Jóns Espólíns, 273-276, 472, 1081, 1176, 1631, 3791, 4407-4408 og 6862; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 235, 282, 476-477, 548, 574 og 639; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 182, 574, 965, 3902, 4873 og 5258).
Margrét Einarsdóttir (1735-1776?) Bústýra í Syðra Tungukoti.
F. nál. 1735, á lífi í Syðra-Tungukoti 1776. For. ókunnir. Bústýra í Öxl í Þingi 1773-1774 og í Syðra-Tungukoti 1774-1776.
Athugasemd: Hægt er að láta sér til hugar koma að hér muni vera um að ræða Margréti Einarsdóttur, sem var í vinnumennsku í Hindisvík á Vatnsnesi 1762, sögð 24 ára.
(Skiptab. Hún. 8. jan. og 24. apríl 1776).
Margrét Jónsdóttir (1783-1865) Húskona í Kálfárdal.
F. um 1783 í Kálfárdal, d. 19. mars 1865 í Bólstaðarhlíð. For.: Jón Jónsson b. í Kálfárdal og k.h. Ingiríður Jónsdóttir. Var hjá foreldrum sínum í Kálfárdal 1801. Vinnukona í Selhaga -1813-1815, en bjó með Björgu systur sinni í Hvammi á Laxárdal 1815-1816 og í Hvammi í Langadal 1816-1817. Vinnukona í Rugludal 1817-1822 og í Kálfárdal 1822-1829. Húsmóðir í Kálfárdal 1829-1830. Bústýra á Auðnum í Sæmundarhlíð 1830-1831. Húskona í Kálfárdal 1831-1854. Húsmóðir í Kálfárdal aftur 1854-1856. Húskona í Kálfárdal aftur 1856-1860. Próventukona í Bólstaðarhlíð 1860 til æviloka. Ógift og barnlaus.
(Hlynir og hreggviðir, 25; Skeggsstaðaætt – Handrit Björns Bjarnasonar á Brandsstöðum).
Markús Eiríksson (1688-1750) Sóknarprestur á Bergsstöðum.
F. um 1688, d. 6. febr. 1750 í Hvammi í Norðurárdal. For.: Eiríkur Guðmundsson pr. á Fagranesi á Reykjaströnd og k.h. Halldóra Jónsdóttir. Var hjá foreldrum sínum á Fagranesi 1703. Lærði í Hólaskóla. Vígðist 10. apríl 1712 aðstoðarprestur séra Magnúsar Sigurðssonar á Bergsstöðum. Bóndi á Ytri-Leifsstöðum 1712-1713, á Bergsstöðum 1713-1715 og í Hvammi 1715 til æviloka. Hann var aðstoðarprestur í Bergsstaðaprestakalli 1712-1713, sóknarprestur í sama prestakalli 1713-1715, aðstoðarprestur í Hvammsprestakalli í Mýraprófastsdæmi 1715-1718 og sóknarprestur í sama prestakalli 1718 til æviloka. Séra Markús var mikill búsýslumaður og efnaðist vel, en var talinn miður laginn til prestsverka. Hann átti Gunnsteinsstaði, en þá jarðeign mun kona hans hafa fengið í heimanmund eða arf frá foreldrum sínum. Hann keypti Hreimsstaði í Norðurárdal af Margréti Sæmundsdóttur húsfreyju á Staðastað í Staðarsveit fyrir 96 ríkisdali 15. nóv. 1723, Brúsholt í Flókadal af Oddi Sigurðssyni bónda á Syðri-Rauðamel í Kolbeinsstaðahreppi fyrir 128 ríkisdali 31. ágúst 1733, Geitaberg í Svínadal af Hannesi Hákonarsyni bónda á Ytra-Hólmi á Akranesi fyrir rúma 100 ríkisdali 16. maí 1735 og Kvígsstaði í Andakíl af Gunnari Hannessyni bónda í Kvíum í Þverárhlíð fyrir 80 ríkisdali og 11 hundruð og 30 álnir í gildum landaurum 12. okt. 1739. Ennfremur keypti hann 10 hundruð í Kvíum af Eyjólfi Jónssyni bónda á Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum fyrir 10 hundruð og 150 álnir í peningum 22. jan. 1742 og 19 hundruð í Kvíum af Þorsteini Eiríkssyni djákna á Reynistað í Staðarhreppi fyrir 25 hundruð og 80 álnir í peningum 14. júní 1742. Þá keypti hann 10 hundruð í Hermundarstöðum í Þverárhlíð af Þorkeli Jónssyni fyrir 10 hundruð í ótiltekinni fasteign 10. júlí 1744. – Kona: Steinunn Jónsdóttir, f. um 1687. For.: Jón Jónsson b. á Gunnsteinsstöðum og k.h. Hallbera Guðmundsdóttir. Steinunn var hjá foreldrum sínum á Knerri í Breiðuvík 1703. Hún mun hafa lifað bónda sinn. Barn: Sigríður, f. um 1713, g. Sigurði Jónssyni pr. í Stafholti í Stafholtstungum.
(Íslenzkar æviskrár I, 405, III, 468-469 og IV, 236-237; Borgfirzkar æviskrár VII, 477 og X, 164; Sýslumannaæfir I, 367 og 577; Ættir Austfirðinga, 818-819; Söguþættir Gísla Konráðssonar, 127-128; Annálar 1400-1800 III, 605 og VI, 74; Alþingisb. XI, 291 og XII, 195, 249 og 582, XIII, 111 og 282-283; Bréfab. Jóns prófasts Halldórssonar 3. okt. 1714 og 21. okt. 1717; Æfir lærðra manna (þáttur Markúsar Eiríkssonar í Hvammi); Prestaæfir Sighvats Grímssonar Borgfirðings (þáttur Markúsar Eiríkssonar í Hvammi); Ættatölub. Jóns Espólíns, 1398-1399 og 1653-1654; Ættatölub. Jóns Halldórssonar, 250-251; Ættatölub. Jóns Magnússonar, 222 og 403; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 204 og 577; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 395 og 1888; Ættatölub. Þórðar Jónssonar, 359).
Markús Guðmundsson (1748-1804) Bóndi á Fossum, Syðra-Tungukoti og Bergsstöðum.
F. um 1748, á lífi í Bólstaðarhlíðarhreppi 1804. For. ókunnir. Búlaus á Bollastöðum -1773-1776, á Barkarstöðum 1776-1777, í Blöndudalshólum 1777-1778, á Brandsstöðum 1778-1779, á Barkarstöðum 1781-1782, í Blöndudalshólum 1782-1783-, á Torfustöðum 1785-1786 og á Eiríksstöðum 1786-1787-. Bóndi á Fossum -1790-1791. Búlaus á Hóli 1791-1792, í Bólstaðarhlíðarhreppi 1792-1793, í Syðra-Tungukoti 1793-1795, í Bólstaðarhlíðarhreppi 1795-1797, á Guðlaugsstöðum í Blöndudal 1797-1798, í Bólstaðarhlíðarhreppi 1798-1799, í Vatnshlíð 1799-1800, á Bergsstöðum 1800-1801-, á Fossum -1803-1804 og í Bólstaðarhlíðarhreppi 1804-. Ókvæntur.
Athugasemd: Markús er skráður búlaus á Brandsstöðum fardagaárið 1800-1801 í Hreppsbók Bólstaðarhlíðarhrepps 1790-1822, en húsmaður á Bergsstöðum við Manntal á Íslandi 1. febr. 1801.
Markús Magnússon (1685-1754) Bóndi í Blöndudalshólum.
F. um 1685, d. 21. sept. 1754 á Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði. For.: Magnús Sigurðsson pr. á Bergsstöðum og f.k.h. Steinunn Skúladóttir. Var í fóstri hjá móðurafa sínum séra Skúla Magnússyni í Goðdölum í Vesturdal -1702-1703- og lærði hjá honum undir skóla. Lærði í Hólaskóla og varð stúdent þaðan 1709. Vígðist sama ár aðstoðarprestur afa síns í Goðdölum, en missti prestskaparréttindi 1709 eða 1710 vegna lausaleiksbarneignar. Bóndi í Blöndudalshólum 1710-1711, í Goðdölum -1712-1713, í Blöndudalshólum 1713-1716, á Strjúgsstöðum -1717-1722, á Torfustöðum 1722-1727, á Skeggsstöðum 1727-1728-, í Ytri-Mjóadal -1733-1735-, á Skottastöðum -1737-1738, á Barkarstöðum 1738-1739, í Skinþúfu í Vallhólmi -1740-1742, í Skarði í Gönguskörðum 1742-1743 og á Upsum á Upsaströnd 1743 til æviloka, en andaðist á ferð á Sigríðarstöðum. Hann var sóknarprestur í Upsaprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi 1743 til æviloka. Séra Markús var karlmenni að burðum og kappgjarn í lund, en engar sögur fara af búmannshæfileikum eða kennimannshæfileikum hans. – Fyrri kona: Sunneva Gísladóttir, f. um 1691, d. 1746 (gr. 4. ágúst 1746). For.: Gísli Bjarnason pr. í Blöndudalshólum og k.h. Steinunn Þorvaldsdóttir. Sunneva var hjá foreldrum sínum í Blöndudalshólum 1703. Börn: Skúli, f. um 1712, b. á Hóli í Hörðudal, kv. Helgu Teitsdóttur, átti einnig son með Guðrúnu Tómasdóttur. Guðný, f. um 1717, g. Þorgeiri Þorlákssyni b. í Haga í Aðaldal. Björn, f. um 1720, b. og meðhjálpari á Seljalandi í Hörðudal, kv. Guðrúnu Bjarnadóttur. Steinunn, f. um 1721, d. 19. mars 1809 á Möðruvöllum í Hörgárdal, síðast próventukona á Möðruvöllum, óg. og bl. Bjarni, f. um 1724, búsettur í Reykjavík 1762, ókv. og bl. Guðmundur, f. um 1739, búsettur í Reykjavík 1762, ókv. og bl. Magnús, f. nál. 1715, b. á Beinakeldu á Reykjabraut, kv. Sigríði Þorsteinsdóttur. Gísli, f. nál. 1720, vm. á Upsum, kv. Hallfríði Jónsdóttur. Sesselja, f. nál. 1720, búsett á Arnarstapa. (Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 552). Seinni kona, km. 22. júlí 1748 / g. 16. sept. 1748, Sigríður Þorláksdóttir, f. um 1718, d. 24. okt. 1781 í Haga. Faðir: Þorlákur Jónsson b. í Haga. Sigríður bjó ekkja á Upsum 1754-1755, en átti heima í Tjarnargarðshorni í Svarfaðardal 1755-1757. Hún bjó ekkja í Efstakoti á Upsaströnd 1757-1765, en var í skjóli Þorgeirs bróður síns og Guðnýjar stjúpdóttur sinnar í Haga 1769 til æviloka. Sigríður var fróm og ráðvönd. Árið 1762 voru hjá henni tvær stúlkur 11 og 10 ára. Börn: Sunneva, f. um 1751 á Upsum, d. 3. maí 1833 á Ketilsstöðum á Völlum, vk. á Möðruvöllum 1801, en síðast barnfóstra á Ketilsstöðum, óg. og bl. Hildur, f. um 1752 á Upsum, g. Arnþóri Árnasyni b. í Hrauni í Aðaldal. Ástríður, f. 1754 (sk. 5. okt. 1754), d. 25. mars 1758 í Efstakoti, var hjá móður sinni í Efstakoti. Barnsmóðir: Guðrún Eiríksdóttir, f. um 1686, vk. í Mælifellsprestakalli í Skagafjarðarsýslu. For.: Eiríkur Guðmundsson b. á Lýtingsstöðum í Tungusveit og s.k.h. Ragnheiður Jónsdóttir. Guðrún var hjá móður sinni á Steinsstöðum í Tungusveit 1703. Hún giftist síðar Guðmundi Björnssyni b. á Írafelli í Svartárdal. Markús og Guðrún voru þremenningar að frændsemi. Barn þeirra fæddist 1709 eða 1710 í Mælifellsprestakalli.
Athugasemd: Hægt er að láta sér til hugar koma að barn Markúsar og Guðrúnar kunni að hafa verið Gunnvör Markúsdóttir sem var búsett á Ípishóli á Langholti 1753 og í Hvammkoti í Tungusveit 1757. Henni var úthlutað gjafakorni 26. jan. 1757.
(Íslenzkar æviskrár II, 42-43 og III, 453 og 471-472; Dalamenn I, 56 og 63; Laxdælir, 123; Svarfdælingar II, 334-335 og 358; Ættir Þingeyinga I, 174 og VIII, 13-14; Skagfirðingabók 2014, 137; Annálar 1400-1800 III, 624, IV, 494 og VI, 91; Dómab. Hún. 30. okt. 1754; Dómab. Skag. 27. jan. 1753; Skiptab. Eyj. (klerkdómur) 29. maí 1755; JS. 163, fol., 615; Æfir lærðra manna (þáttur Markúsar Magnússonar á Upsum); Prestaæfir Sighvats Grímssonar Borgfirðings (þáttur Markúsar Magnússonar á Upsum); Ættatölub. Jóns Espólíns, 1697, 3361, 3362-3364 og 4952; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 552, 558, 694 og 908; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 688, 756, 2149, 3992-3993 og 4776).
Marteinn Jónsson (1698-1757) Bóndi á Botnastöðum, Gautsdal og Hvammi á Laxárdal.
F. um 1698, d. 1757 (gr. 5. des. 1757) í Höskuldsstaðasókn. For.: Jón Jónsson b. á Æsustöðum og f.k.h. Sigríður Halldórsdóttir. Tökubarn í Bólstaðarhlíð -1702-1703-. Bóndi á Botnastöðum -1733-1735-, í Gautsdal -1737-1741-, í Hvammi á Laxárdal fremri -1744-1746-, í Hólabæ -1751-1754 og á Móbergi í Langadal -1755-1757, en síðast á Neðstabæ í Norðurárdal. – Kona: Þorbjörg (föðurnafn ótilgreint), f. nál. 1705, á lífi á Neðstabæ 1758. For. ókunnir. Hún bjó ekkja á Neðstabæ 1757-1758. Börn: Margrét, f. um 1730, g. Páli Jónssyni b. á Ystagili í Langadal. Hallur, f. nál. 1735, ómagi í Bólstaðarhlíðarhreppi 1767. Sigurður, f. nál. 1735, var á Æsustöðum 1762. Guðrún, f. nál. 1745, ómagi á Hóli 1779, óg., en átti dóttur með Magnúsi Guðbrandssyni b. í Bakkakoti í Víðidal. Hún var í Holtastaðasókn 1755. Barnsmóðir: Þóra Einarsdóttir, f. um 1688, á lífi í Bergsstaðasókn 1729, vk. í Blöndudalshólaprestakalli. For.: Einar Jónsson b. í Gautsdal og f.k.h. Þóra Bessadóttir. Barn þeirra fæddist 1722 eða 1723 í Blöndudalshólaprestakalli. Barnsmóðir: Þuríður Jónsdóttir, f. nál. 1700, vk. í Blöndudalshólaprestakalli. For. ókunnir. Barn þeirra fæddist 1727 eða 1728 í Blöndudalshólaprestakalli. Barnsmóðir: Guðlaug Gísladóttir, f. 1702 eða 1703, d. 1753 (gr. 20. júlí 1753) í Höskuldsstaðasókn, vk. í Bergsstaðasókn. For.: Gísli Árnason b. í Hvammi í Langadal og k.h. Guðrún Runólfsdóttir. Barn: Einar, f. 1729 eða 1730 í Bergsstaðasókn, b. á Þorbrandsstöðum í Langadal, kv. Vilborgu Jónsdóttur.
(Biskupsskjalasafn B VII; Dómab. Hún. 12. maí 1723, 21. maí 1761 og 30. apríl 1767; Ættatölub. Jóns Espólíns, 3321 og 5168; Ættatölubók Ólafs Snóksdalíns, 213 og 651; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 3600).