Lárus Bjarnason (1749-1818) Ráðsmaður á Skottastöðum.
F. 1749 (sk. 14. nóv. 1749) í Akurgerði í Hafnarfirði, d. 7. jan. 1818 á Skottastöðum. For.: Bjarni Ásbjörnsson b. á Hvaleyri við Hafnarfjörð og k.h. Jórunn Bragadóttir. Fermdur í Garðasókn í Gullbringusýslu 1764. Mun hafa verið ráðsmaður hjá móður sinni á Hvaleyri 1769-1773. Bóndi á Hvaleyri 1773-1774 og á Löndum hjá Hvaleyri -1778-1780-. Húsmaður á Hvaleyri -1783-1785- og á Dysjum á Álftanesi -1787-1789-. Ráðsmaður á Skottastöðum -1799-1814-. Þurfamaður á sama stað -1816 til æviloka. Við húsvitjun í Bergsstaðaprestakalli 1814 er Lárus sagður skýr og fróður. – Kona, g. 13. nóv. 1777, Ingunn Ormsdóttir, f. 1750 (sk. 16. ágúst 1750) á Hvaleyri, d. 16. ágúst 1788 á Dysjum. For.: Ormur Magnússon b. á Dysjum og k.h. Oddný Þorsteinsdóttir. Hún fermdist í Garðasókn 1764. Lárus og Ingunn trúlofuðust í Bessastaðasókn í Gullbringusýslu 1. okt. 1777. Börn: Bjarni, f. 1778 (sk. 4. nóv. 1778) á Hvaleyri, d. 1778 (gr. 11. nóv. 1778) á Löndum. Bjarni, f. 1780 (sk. 12. jan. 1780) á Hvaleyri, d. 1780 (gr. 24. jan. 1780) á Löndum. Þórný, f. um 1783, d. 18. jan. 1785 á Hvaleyri. Hálfdan, f. 14. mars 1784 á Hvaleyri, d. 18. mars 1784 á sama stað. Guðleif, f. 1787 (sk. 28. apríl 1787) í Garðasókn, d. 28. sept. 1787 á Dysjum. Guðleif, f. 1788 (sk. 11. ágúst 1788) í Garðasókn.
(Líf og þjóðhættir í Hafnarfirði frá 14. öld, 30 og 32-35).
Lárus Erlendsson (1834-1934) Bóndi í Eyvindarstaðargerði.
F. 2. febr. 1834 í Engihlíð í Langadal, d. 22. nóv. 1934 á Blönduósi. For.: Erlendur Guðmundsson b. í Grundarkoti og k.h. Sigríður Símonsdóttir. Ólst upp hjá hjónunum Pálma Jónssyni og Ósk Erlendsdóttur í Sólheimum í Svínavatnshreppi og fermdist í Svínavatnssókn 1848. Húsmaður á Svínavatni í Svínavatnshreppi 1855-1857. Bóndi á Kagaðarhóli á Ásum 1857-1859. Vinnumaður hjá Birni bróður sínum á Stóra-Búrfelli í Svínavatnshreppi 1859-1860. Bóndi í Eyvindarstaðagerði 1860-1861 og á Holtastöðum í Langadal 1861-1862. Húsmaður hjá Guðmundi bróður sínum á Strjúgsstöðum 1862-1864. Bóndi á Smyrlabergi á Ásum 1864-1872 og í Holtastaðakoti í Langadal 1872-1895. Búsettur á Blönduósi 1895-1904, en var í skjóli barna sinna í Forsæludal í Vatnsdal 1904-1907 og í Saurbæ í Vatnsdal 1907-1909. Búsettur á Blönduósi aftur 1909 til æviloka. Lárus var greindur, hæglátur og yfirlætislaus, þéttur fyrir og þybbinn. – Kona, g. 19. okt. 1856, Sigríður Hjálmarsdóttir, f. 21. jan. 1834 í Bólu í Blönduhlíð, d. 25. febr. 1907 í Forsæludal. For.: Hjálmar Jónsson b. og skáld á Minni-Ökrum í Blönduhlíð og k.h. Guðný Ólafsdóttir. Sigríður var hjá foreldrum sínum í Bólu 1840 og fermdist í Miklabæjarprestakalli í Skagafjarðarsýslu 1848. Hún var vinnukona í Sólheimum 1850-1854 og á Svínavatni 1854-1855, en bústýra hjá Lárusi á sama stað 1855-1857. Hún var húskona á Stóra-Búrfelli 1859-1860, en í skjóli barna sinna í Forsæludal 1904 til æviloka. Sigríður var vel meðalkona á hæð og þrekvaxin, myndarleg í sjón. Hún var gáfuð, skapmikil og skörungur, og sópaði að henni. Hún var ljósmóðir í Engihlíðarhreppsumdæmi 1884-1900, dugmikil og vinsæl í því starfi. Hjónaband Lárusar og Sigríðar var gott, en oftast kvað meira að húsfreyjunni. Börn: Ingibjörg, f. 5. jan. 1855 á Svínavatni, d. 17. júní 1855 á sama stað. Lárus, f. 26. ágúst 1856 á Svínavatni, d. 11. nóv. 1856 á sama stað. Ósk, f. 1. okt. 1857 á Kagaðarhóli, g. í British Columbia í Kanada. Ingibjörg, f. 3. des. 1860 í Eyvindarstaðagerði, d. 19. júní 1949 á Blönduósi, g. Ólafi Ólafssyni vefara og pósti á Blönduósi. Þau voru í húsmennsku á Miðgili í Langadal 1887-1888 og á Björnólfsstöðum í Langadal 1888-1889. Guðný, f. 21. ágúst 1863 á Strjúgsstöðum, ráðsk. í Forsæludal, óg. Pálmi, f. 6. mars 1865 á Smyrlabergi, d. 18. júlí 1957 í Winnipeg í Manitoba, fiskim. á Gimli í Nýja-Íslandi, kv. Guðrúnu Steinsdóttur. Hjálmar, f. 22. okt. 1868 á Smyrlabergi, d. 10. ágúst 1927 í Reykjavík, tréskeri og kvæðam. á Blönduósi, kv. Önnu Halldóru Bjarnadóttur. Lárus, f. 27. ágúst 1870 á Smyrlabergi, d. 4. okt. 1944 á Sauðárkróki, fjárm. á Haukagili í Vatnsdal 1910, en lausam. á Orrastöðum á Ásum 1920, ókv. Jón, f. 26. des. 1873 í Holtastaðakoti, b. og kvæðam. í Hlíð á Vatnsnesi, kv. Halldóru Margréti Guðmundsdóttur.
Athugasemd: Lárus Erlendsson var af sumum talinn launsonur Pálma Jónssonar b. í Sólheimum.
(Íslenzkar æviskrár II, 355-356; Vestur-íslenzkar æviskrár II, 105-106 og 214 og IV, 189-190; Önfirðingar, 113; Ljósmæður á Íslandi I, 542; Bólu-Hjálmar – Niðjar og ævi, 75-154; Pálsætt á Ströndum II, 490-501; Vestfirzkar ættir I, 193-195 og III, 66; Ritsafn Bólu-Hjálmars III, 265-268; Ritsafn Eiðs Guðmundssonar á Þúfnavöllum II, 61; Föðurtún, 148 og 195; Silfurplötur Iðunnar, 251-252, 256, 262 og 264; Heimskringla 24. júlí 1957; Lögberg 25. júlí og 31. okt. 1957; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 725).