K

Kári Arngrímsson (1600-1635?) Bóndi í Vatnshlíð.

F. nál. 1600, á lífi í Bólstaðarhlíðarhreppi 1635. For.: Arngrímur Ljótsson b. í Húnavatnssýslu og k.h. Margrét Kársdóttir. Bóndi í Vatnshlíð -1634-1635-. – Ókunnugt um kvonfang, en dætur hans voru: Guðrún, f. um 1629, g. Jóni Jessasyni b. í Ketu á Skaga. Solveig, f. um 1633, g. Steingrími Guðmundssyni b. á Hofi í Vesturdal. Ragnheiður, f. nál. 1630, g. Þorsteini Jónssyni pr. á Hofi á Skagaströnd.

Athugasemd: Í sumum ættatölubókum er greint frá því, að Guðrún dóttir Kárs hafi verið kona Sigurðar Þorleifssonar, Jónssonar lögmanns á Reynistað, Sigurðssonar.

(Saga I, 204-208; Dómab. Hún. 27. sept. 1634 og 24. apríl 1635; Ættatölub. Jóns Espólíns, 2100-2133, 6051, 6134-6154 og 6850; Ættatölub. Jóns Magnússonar, 496-498; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 532 og 536-539; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 3598-3599).

Ketill Einarsson (1730-1785) Bóndi á Stóru-Mörk, Sellandi og Auðólfsstaðakoti.

f. um 1730, d. 1785 eða 1786. For.: Einar Torfason b. í Hólabæ og k.h. Sigríður Magnúsdóttir. Vinnumaður í Holtastaðasókn -1755-1756-. Bóndi á Stóru-Mörk -1762-1763-, í Sellandi -1773-1783- og í Auðólfsstaðakoti -1784-1785. – Kona: Ingiríður Jónsdóttir, f. um 1728, á lífi á Bollastöðum í Blöndudal 1801. For.: Jón Jónsson b. á Stóru-Mörk og k.h. Guðríður Hannesdóttir. Ingiríður var búlaus í Hvammi á Laxárdal fremri 1785-1786, en bjó ekkja á Ytra-Hóli á Skagaströnd 1786-1789 og á Kjalarlandi á Skagaströnd 1789-1792. Hún var í skjóli bróðurdóttur sinnar Þórunnar Helgadóttur á Bollastöðum -1800-1801-. Barn: Einar, f. um 1766, b. á Kjalarlandi, kv. Helgu Jónsdóttur, þau systrabörn. Barnsmóðir: Þórdís (föðurnafn ótilgreint), f. nál. 1725, vk. í Húnavatnssýslu. For. ókunnir. Barn: Jón, f. um 1750, b. í Syðri-Mjóadal, kv. fyrr Valgerði Pétursdóttur, síðar Guðrúnu Sveinsdóttur, átti einnig dætur með Þóru Bjarnadóttur og Kristínu Jónsdóttur, eina með hvorri.

Athugasemd: Þórdís, barnsmóðir Ketils, var látin 1755.

(Húnvetningasaga II, 359-360; Búsæld og barningur, 146; Biskupsskjalasafn B VII; Hjónabandsleyfi úr Hólabiskupsdæmi 1791 (Einar Ketilsson og Helga Jónsdóttir); Ættatölub. Jóns Espólíns, 4772 og 5495; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 312-313 (innskotsblöð) og 337; Ættatölub. Sighvats Grímssonar Borgfirðings, 2424).

Ketill Eyjólfsson (1756-1802) Bóndi í Hólabæ.

F. um 1756, d. 1802 á Strjúgsstöðum. For.: Eyjólfur Eyjólfsson b. á Strjúgsstöðum og k.h. Helga Jónsdóttir. Bóndi í Hólabæ 1794-1796 og á Strjúgsstöðum 1796 til æviloka. Ketill varð snemma ötull og starfssamur. Hann var stilltur maður, góðgjarn og gætinn, vel gáfaður, skáldmæltur og skemmtinn, söngmaður og kvæðamaður. Hann reri suður margar vertíðir. Kvað hann þá oft rímur fyrir mönnum í verferðum þeim til skemmtunar og var því kallaður Kvæða-Ketill. Hann andaðist úr krabbameini í vör. – Kona, g. 7. júní 1792, Guðrún Hallsdóttir, f. um 1772 á Stafshóli í Deildardal, d. 7. jan. 1863 í Hvammi í Langadal. For.: Hallur Kársson b. á Stafshóli og s.k.h. Guðrún Jónsdóttir. Guðrún bjó ekkja á Geitaskarði í Langadal 1802-1803, á Núpi á Laxárdal fremri 1803-1818 og í Núpsöxl á Laxárdal fremri 1818-1821, en giftist þá Bjarna Guðlaugssyni b. í Núpsöxl. Guðrún var vel gáfuð og hneigð fyrir allan fróðleik, guðrækin og vel innrætt, nokkuð lundstór, en stillti sig jafnan vel. Hún var mikil draumakona. Börn: Guðmundur, f. í maí 1792 í Holtastaðasókn, b. og skáld á Illugastöðum á Vatnsnesi, kv. fyrr Helgu Markúsdóttur, síðar Auðbjörgu Jóelsdóttur, átti einnig dóttur með Guðrúnu Gunnarsdóttur. Natan, f. um 1793 á Móbergi í Langadal, b. og smáskammtalæknir á Illugastöðum á Vatnsnesi, ókv., en átti börn með ýmsum konum. Hann tók sér nafnið Lyngdahl. Ketilríður, f. um 1794 í Hólabæ, g. Árna Jónssyni b. á Tungubakka á Laxárdal fremri. Jón, f. um 1798 á Geitaskarði, d. 23. mars 1828 í Núpsöxl, var hjá móður sinni á Núpi 1817, en síðast í Núpsöxl, ókv. Guðrún, f. um 1799, dó í æsku. Ketill, f. 3. sept. 1802 á Strjúgsstöðum, b. á Þverá í Norðurárdal, kv. Hallveigu Þorkelsdóttur. Þá herma sagnir að Ketill og Guðrún hafi ennfremur átt tvö börn, sem dóu ung, einhvern tíman á árabilinu 1799-1802.

Athugasemdir: 1) Í Manntali á Íslandi 1816 er Natan Ketilsson, sonur Ketils og Guðrúnar, talinn fæddur á Strjúgsstöðum og virðist það ótrúverðugt, því foreldrar hans voru ekki komin að Strjúgsstöðum um það leyti sem hann fæddist. Í Sóknarmannatali Breiðabólstaðarprestakalls 1824 er hann sagður fæddur á Móbergi. 2) Eiginnafn Guðrúnar Ketilsdóttur hefur misritast í Manntali á Íslandi 1801. Þar er hún ranglega skráð Guðný.

(Íslenzkar æviskrár II, 168 og III, 487; Jóelsætt I, 297-298; Saga frá Skagfirðingum II, 111 og 174; Hrakhólar og höfuðból, 97-98; Æfisaga Gísla Konráðssonar, 6; Saga Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu, 4-20; Sagan af Natan Ketilssyni, 3-9; Húnavaka 1976, 90-91; Sýsluskj. Hún. XV, 4, 18. maí 1802 (dánarbú Ketils Eyjólfssonar á Strjúgsstöðum); Skiptab. Hún. 28. sept. 1802 og 3. mars, 24. júní og 24. des. 1830; Ættatölub. Jóns Espólíns, 2131-2132 og 3808; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 529, 533 og 542).

Ketill Jónsson (1674-1728) Íbúi í Bólstaðarhlíðarhreppi.

F. um 1674, d. 1728 í Húnavatnssýslu. For.: Jón Marteinsson b. í Hvammsvík í Kjós og k.h. Anna Arngrímsdóttir. Vinnumaður á Knerri í Breiðuvík -1702-1703-, en síðar á Gunnsteinsstöðum. Bóndi í Bólstaðarhlíðarhreppi -1722-1723-. Ketill undirritaði hluta jarðabókarskýrslu úr Bólstaðarhlíðarhreppi 14. nóv. 1708. – Kona: Valgerður Jónsdóttir, f. nál. 1675, á lífi í Hólabæ 1735. For. ókunnir. Ættatölur herma að Ketill og Valgerður hafi fyrst átt saman barn í lausaleik, síðan hafi hún gifst öðrum manni og eftir það hafi hún gengið að eiga Ketil (Ættatölub. Jóns Halldórssonar, 248; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 1884). Hún var búlaus í Hólabæ -1734-1735-. Börn hans voru: Pétur, f. um 1698, b. í Syðra-Tungukoti, kv. Þuríði Benediktsdóttur. Þorsteinn, f. nál. 1705, b. í Auðólfsstaðakoti. Ketill. (Ættatölub. Jóns Espólíns, 1383; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 203). – Fyrri maður eða barnsfaðir Valgerðar: Magnús. For. ókunnir. – Barn: Sigríður, f. um 1705, g. Einari Torfasyni b. í Hólabæ.

Athugasemdir: 1) Hægt er að láta sér til hugar koma að Ketill hafi búið í Hólabæ. 2) Trúlega er hér um að ræða Valgerði Jónsdóttur, sem var í vinnumennsku í Hítardal í Hraunhreppi 1703, sögð 29 ára. 3) Í ættatölubókum er greint frá því, að dóttir Ketils hafi verið kona Einars Torfasonar b. í Hólabæ. Það fær ekki staðist, því hún hét Sigríður Magnúsdóttir, en hún mun hafa verið stjúpdóttir Ketils.

(Annálar 1400-1800 IV, 347; Dómab. Hún. 12. maí 1723; Ættatölub. Jóns Espólíns, 813, 1383-1384 og 4321; Ættatölub. Jóns Halldórssonar, 113 og 248; Ættatölub. Jóns Magnússonar, 402; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 203, 208 og 410; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 481-482 og 1884).

Klemens Jónsson (1763-1839) Bóndi á Auðólfsstöðum.

F. um 1763, d. 26. mars 1839 í Hofssókn. For.: Jón Jónsson b. á Gilsstöðum í Vatnsdal og s.k.h. Valgerður Sigurðardóttir. Vinnumaður á Haukagili í Vatnsdal -1785-1788. Bóndi á Auðólfsstöðum 1788-1789- og í Höfnum á Skaga 1790-1826, en var í skjóli Jóns sonar síns á sama stað 1826 til æviloka. Hann varð hreppstjóri í Vindhælishreppi 1794. Klemens var í hærra lagi á vöxt og þrekinn, allmikill burðamaður. Hann var hæglátur og óhlutdeilinn, eljusamur um bú sitt og starfsmaður mikill. Löngum var hann fálátur og óþýður í framkomu, en útlátagóður og rausnarsamur við nauðleitamenn, bóngóður og hjálpsamur. – Kona, g. 2. okt. 1788, Margrét Guðmundsdóttir, f. um 1761, d. 1. ágúst 1804 í Höfnum. For.: Guðmundur Björnsson b. á Auðólfsstöðum og k.h. Margrét Björnsdóttir. Margrét var fönguleg og myndarleg kona, glaðlynd og léttlynd, og góð húsmóðir. Börn: Valgerður, f. 17. maí 1790 í Höfnum, g. fyrst Birni Jónssyni pr. í Bólstaðarhlíð, svo Birni Árnasyni b. í Kálfárdal, síðast Jóni Árnasyni b. í Sólheimum í Sæmundarhlíð. Ingibjörg, f. 1. ágúst 1791 í Höfnum. Jón, f. 1793 í Höfnum, b. á Kaldrana á Skaga, kv. Björgu Sigurðardóttur, átti einnig dóttur með Kristínu Guðmundsdóttur. Klemens, f. 1795 í Höfnum, b. í Bólstaðarhlíð, kv. Ingibjörgu Þorleifsdóttur. Sumarliði, f. 18. júní 1797 í Höfnum, d. 12. apríl 1798 á sama stað. Hann var skírður í Höskuldsstaðasókn. Oddný, f. 1798 (sk. 27. okt. 1798) í Höfnum, d. 1798 (gr. 15. nóv. 1798) á sama stað. stúlka, f. í okt. 1798 í Höfnum. Hún fæddist andvana. Margrét, f. 1800 í Höfnum, g. Ólafi Jónssyni b. á Tjörn í Nesjum, átti áður dóttur með Magnúsi Björnssyni vm. á Gunnfríðarstöðum á Bakásum. drengur, f. í júlí 1802 í Höfnum. Hann fæddist andvana. Málfríður. (Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 126).

(Íslenzkar æviskrár I, 227-228 og V, 334; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 IV, 172-177; Saga Skagstrendinga og Skagamanna, 43-44, 50 og 54; Búsæld og barningur, 133-135 og 136-139; Hlynir og hreggviðir, 44; Merkir Íslendingar III, 165; Blanda I, 203-204 og 286-287; Húnavaka 1988, 112-113; Dómab. Hún. 28. júní 1794; Skiptab. Hún. 21. apríl 1845; Ættatölub. Jóns Espólíns, 552-553; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 126 og 543; Ættatölub. Sighvats Grímssonar Borgfirðings, 559-560).

Klemens Klemensson (1795-1883) Bóndi í Bólstaðarhlíð.

F. 1795 í Höfnum á Skaga, d. 2. maí 1883 í Bólstaðarhlíð. For.: Klemens Jónsson b. á Auðólfsstöðum og k.h. Margrét Guðmundsdóttir. Var hjá foreldrum sínum í Höfnum 1801 og fermdist í Hofsprestakalli 1810 eða 1811. Vinnumaður á Auðólfsstöðum -1816-1817-. Húsmaður í Bólstaðarhlíð -1824-1825 og í Stóradal í Svínavatnshreppi 1825-1826. Bóndi á Holtastöðum í Langadal 1826-1828 og í Bólstaðarhlíð 1828-1881, en var í skjóli Guðmundar sonar síns á sama stað 1881 til æviloka. Hann var meðhjálpari og forsöngvari í Bólstaðarhlíðarkirkju. Klemens var lágur vexti en þrekinn og herðabreiður, fótsmár, en í handstærra lagi, skollitur á hár en skeggið ljósrautt og heldur þunnt, sléttur á vanga og nokkuð nefstór, hakan framstæð. Hann var kraftamaður og harðfengur, snarpur glímumaður og mikill fjörmaður, mjög iðjusamur og kappsfullur, hirðusamur og reglufastur. Klemens var mikill smiður á tré, járn og kopar, góður búhöldur og efnaðist vel. Hann byggði upp Bólstaðarhlíðarbæ, svo hann varð einn hinn reisulegasti á sinni tíð. Einnig reisti hann nýja kirkju á staðnum, sem þótti hin fegursta, og aðra á Holtastöðum. Klemens keypti Bólstaðarhlíð á uppboði fyrir 1510 ríkisdali 15. febr. 1828. Hann átti einnig Botnastaði, Kálfárdal, Ytra-Tungukot, Ytra-Þverfell og þriðjung í Mánavík á Skaga. – Kona, g. 31. maí 1826, Ingibjörg Þorleifsdóttir, f. 28. sept. 1804 í Stóradal, d. 1. ágúst 1886 í Bólstaðarhlíð. For.: Þorleifur Þorkelsson b. og hreppstj. í Stóradal og k.h. Ingibjörg Guðmundsdóttir. Ingibjörg var hjá foreldrum sínum í Stóradal 1816 og fermdist í Svínavatnssókn 1819. Hún var í skjóli Guðmundar sonar síns í Bólstaðarhlíð 1881 til æviloka. Ingibjörg var í meðallagi há en þrekvaxin, rjóð í andliti, ætíð glöð og viðmótsþýð. Hún var góðgjörn og gjöful að eðlisfari en hafði nokkurt aðhald af manni sínum. Börn: Þorleifur, f. 9. júlí 1827 á Holtastöðum, d. 25. nóv. 1827 á sama stað. Ingibjörg Guðrún, f. 21. nóv. 1828 í Bólstaðarhlíð, d. 16. maí 1833 á sama stað. Margrét Valgerður, f. 26. mars 1830 í Bólstaðarhlíð, g. Sigurði Benediktssyni b. á Botnastöðum. Ingibjörg Guðrún, f. 24. sept. 1833 í Bólstaðarhlíð, g. Guðmundi Einarssyni b. á Botnastöðum. Elísabet Klementína, f. 7. des. 1836 í Bólstaðarhlíð, d. 28. okt. 1837 á sama stað. Elísabet Sigríður, f. 9. febr. 1838 í Bólstaðarhlíð, g. Magnúsi Brynjólfssyni b. í Bólstaðarhlíð. Þorleifur Klemens, f. 4. júní 1839 í Bólstaðarhlíð, b. á Botnastöðum, kv. Þórunni Dýrborgu Eyjólfsdóttur. Ingiríður Ingibjörg, f. 14. nóv. 1842 í Bólstaðarhlíð, d. 20. nóv. 1842 á sama stað. Ingiríður Ingibjörg, f. 25. maí 1844 í Bólstaðarhlíð, d. 11. apríl 1865 á sama stað, heimasæta í Bólstaðarhlíð, óg. Guðmundur Jónas, f. 19. ágúst 1846 í Bólstaðarhlíð, d. 26. ágúst 1846 á sama stað. Guðmundur Jónas, f. 5. okt. 1847 í Bólstaðarhlíð, b. í Bólstaðarhlíð, kv. (Ósk) Ingiríði Erlendsdóttur.

(Íslenzkar æviskrár V, 345-346 og 527-528; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 VI, 220-223; Skagfirzkar æviskrár 1890-1910 III, 253-254; Búsæld og barningur, 133-135; Hlynir og hreggviðir, 44-45; Föðurtún, 113-114; Húnavaka 1978, 60-65 og 1988, 112-125; Brandsstaðaannáll, 99; Skiptab. Hún. 28. maí 1839, 21. apríl 1845, 1. og 26. maí 1860, 2. des. 1862, 24. maí, 19. júní og 13. okt. 1884 og 19. des. 1887; Skeggsstaðaætt – Handrit Björns Bjarnasonar á Brandsstöðum; Ættatölub. Jóns Espólíns, 552-553 og 3932; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 126, 336 og 341-342; Ættatölub. Sighvats Grímssonar Borgfirðings, 1365).

Koðrán (1606-?) Ábúandi á Litlu-Mörk

hét búandi á Litlu-Mörk -1606-1607-. Árið 1607 var hann dæmdur til sektargreiðslu.

Kort Jónsson (1797-1862) Bóndi í Hólabæ, Blöndudalshólum og Laxárdal ytri.

F. 1797 eða 1798 í Miklagarði á Langholti, d. 17. jan. 1862 á Lágmúla á Skaga. For.: Jón Jónsson b. í Miklagarði og k.h. Elín Jónsdóttir. Var í fóstri í Vatnshlíð -1813-1818- og fermdist í Bólstaðarhlíðarsókn 1818. Vinnumaður á Víðimýri í Seyluhreppi 1822-1823 og í Hvammi í Laxárdal ytri 1823-1824. Húsmaður í Skrapatungu á Laxárdal fremri 1824-1825 og á Efri-Mýrum í Refasveit 1825-1826. Vinnumaður í Neðri-Lækjardal í Refasveit 1826-1827- og á Fremstagili í Langadal -1828-1829. Húsmaður á Móbergi í Langadal 1829-1830. Vinnumaður á Örlygsstöðum á Skagaströnd 1830-1831. Bóndi í Hólabæ 1831-1835, í Blöndudalshólum 1835-1836, á Litla-Vatnsskarði á Laxárdal fremri 1836-1837, í Hafursstaðakoti á Skagaströnd 1837-1838, á Hrafnagili í Laxárdal ytri 1838-1849 og í Höskuldsstaðaseli á Sléttárdal 1849-1852. Húsmaður á Fjalli í Sæmundarhlíð 1852-1853. Bóndi á Reykjarhóli hjá Víðimýri 1853-1854 og á Lágmúla 1854 til æviloka. Kort komst tvívegis í klandur þegar glæpaöldin gekk yfir Húnavatnssýslu. – Kona, g. 25. nóv. 1823, Sigríður Þórðardóttir, f. um 1794 á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd, d. 13. des. 1864 á Fjalli í Sæmundarhlíð. For.: Þórður Þorleifsson b. í Dæli í Sæmundarhlíð 1801, en síðar á Efri-Mýrum, og f.k.h. Ingibjörg Sveinsdóttir. Sigríður var hjá foreldrum sínum í Dæli 1801. Hún var vinnukona í Vatnshlíð -1816-1818- og í Selhaga -1822-1823, en húskona í Hvammi í Laxárdal ytri 1823-1824. Hún var húskona á Hvalnesi á Skaga 1862-1863 og á Selnesi á Skaga 1863-1864, en síðast í skjóli Ingibjargar dóttur sinnar á Fjalli. Börn: Sigfús, f. 10. okt. 1822 í Bólstaðarhlíðarsókn, d. 20. júní 1849 í Höskuldsstaðaseli, vm. í Höskuldsstaðaseli, ókv. Jón, f. 23. júlí 1825 á Efri-Mýrum, d. 11. jan. 1826 á sama stað. Guðbjörg, f. 10. des. 1831 í Hólabæ, d. 1. apríl 1834 á sama stað. Barnsmóðir: Helga Kristjánsdóttir, f. 22. okt. 1799 í Ytri-Villingadal í Saurbæjarhreppi, d. 16. júlí 1881 á Grenjaðarstað í Aðaldal, vk. í Hvammi í Laxárdal ytri. For.: Kristján Magnússon b. á Einarsstöðum í Kræklingahlíð og k.h. Kristrún Halldórsdóttir. Helga giftist síðar Salómoni Jónssyni b. á Máná á Tjörnesi og svo Jóni Jónssyni pr. og lækni á Grenjaðarstað. Hún gegndi ljósmóðurstörfum um margra ára skeið. Barn: Jónas, f. 28. júní 1825 í Hvammi, b. í Ystahvammi í Aðaldal, kv. Margréti Sveinsdóttur. Kort vildi ekki gangast við Jónasi og var hann skrifaður Helguson við skírn, en síðar fullum fetum Kortsson. – Barnsfaðir Sigríðar: Guðmundur Magnússon, f. um 1792 í Ytra-Tungukoti, d. 10. júní 1866 í Vatnshlíð, b. í Vatnshlíð. For.: Magnús Ásgrímsson b. í Vatnshlíð og k.h. Hallfríður Gunnarsdóttir. Barn: Ingibjörg, f. 31. ágúst 1817 í Vatnshlíð, g. Grími Jónssyni b. og pósti á Fjalli, átti einnig son með Gísla Sigurðssyni b. í Neðra-Ási í Hjaltadal.

Athugasemd: Kort og Sigríður kunna að hafa verið viðloðandi á Fremstagili um sumarmál 1824.

(Íslenzkar æviskrár III, 192-193; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 II, 64-66; Skagfirzkar æviskrár 1890-1910 I, 80-81; Saga Íslendinga í Norður-Dakota, 426; Kennaratal á Íslandi I, 371; Ljósmæður á Íslandi I, 269; Söguþættir landpóstanna II, 30-35; Frændgarður II – Ættmeiður, 190; Húnvetningasaga II, 651, 662-663 og 678 og III, 703; Saga frá Skagfirðingum II, 32, 34-35, 37, 91-96, 112-113, 161 og 174; Saga Skagstrendinga og Skagamanna, 76; Syrpa úr handritum Gísla Konráðssonar II, 284; Æfisaga Gísla Konráðssonar, 106-107; Landsyfirréttardómar II, 370-372, III, 136-143 og IV, 35-47; Dómab. Skag. 31. okt. 1822 og 13. og 16. jan. 1823; Skiptab. Eyj. 8. mars 1845; Skiptab. Skag. 8. febr. 1808, 12. júní 1824 og 11. mars 1841; Ábúendatal í Staðarhreppi – Handrit Jóns Sigurðssonar á Reynistað, 8).

Krákur Jónsson (1796-1868) Bóndi á Steiná og Steinárgerði.

F. um 1796 á Steiná, d. 30. maí 1868 í Steinárgerði. For.: Jón Jónsson b. á Steiná og 2.k.h. Margrét Bjarnadóttir. Var hjá foreldrum sínum á Steiná 1801. Vinnupiltur á Skottastöðum -1816-1817-. Vinnumaður á Hóli -1821-1822 og á Bergsstöðum 1822-1824. Bóndi á Þröm í Blöndudal 1824-1826. Vinnumaður á Eldjárnsstöðum í Blöndudal 1826-1827, á Eiðsstöðum í Blöndudal 1827-1830-, á Eyvindarstöðum -1833-1834 og á Eiðsstöðum aftur 1834-1836. Bóndi á Steiná 1836-1839 og í Steinárgerði 1839-1857. Húsmaður í Steinárgerði 1857-1859. Búsettur á Bergsstöðum 1859-1861. Húsmaður í Steinárgerði aftur 1861-1865. Bóndi í Steinárgerði aftur 1865-1867, en var í skjóli Ingigerðar dóttur sinnar á sama stað 1867 til æviloka. Hann var gangnaforingi á Eyvindarstaðaheiði. – Kona, g. 10. okt. 1835, Helga Þórðardóttir, f. um 1793 í Bólstaðarhlíð, d. 18. júní 1856 í Steinárgerði. For.: Þórður Jónsson b. á Kúfustöðum og k.h. Hólmfríður Bjarnadóttir. Helga var hjá foreldrum sínum í Eyvindarstaðagerði 1801. Hún var vinnukona í Álftagerði hjá Víðimýri -1814-1830, á Barkarstöðum 1830-1834 og á Eiðsstöðum 1834-1836. Börn: Ingigerður, f. 5. júní 1836 á Steiná, g. Birni Guðmundssyni b. í Steinárgerði, átti áður dóttur með Eyjólfi Guðmundssyni b. á Barkarstöðum. Dagbjört, f. 28. ágúst 1838 á Steiná, ráðsk. í Steinárgerði, bjó með Birni Guðmundssyni b. í Steinárgerði, átti áður dóttur með Jónasi Einarssyni b. á Gili og syni með Einari Jónassyni b. á Gili og Gunnlaugi Jónssyni vm. á Syðri-Leifsstöðum, einn með hvorum. Þórður, f. 23. apríl 1840 í Steinárgerði, d. 25. ágúst 1840 á sama stað. Barnsmóðir: Sigurbjörg Sigurðardóttir, f. um 1801 í Stafni, d. 18. júlí 1866 á Varmavatnshólum í Öxnadal, vk. í Stafni. For.: Sigurður Jónsson b. í Stafni og s.k.h. Helga Jónsdóttir. Sigurbjörg giftist síðar Guðmundi Guðmundssyni b. í Stokkhólma í Vallhólmi og svo Jóhannesi Þorlákssyni b. í Stafni. Hún var bústýra hjá Kráki á Þröm 1824-1825. Barn: Ólafur, f. 17. júlí 1825 í Stafni, d. 25. okt. 1825 á sama stað. Barnsmóðir: Guðfinna Einarsdóttir, f. 30. apríl 1811 í Reynistaðarsókn í Skagafjarðarsýslu, d. 13. okt. 1876 á Merkigili í Austurdal, vk. á Eyvindarstöðum. For.: Einar Brynjólfsson b. í Vík í Staðarhreppi og k.h. Hallfríður Ófeigsdóttir. Guðfinna var vinnukona á Ystu-Grund í Blönduhlíð 1850. Barn: Benedikt, f. 29. ágúst 1833 á Eyvindarstöðum, d. 27. febr. 1845 í Steinárgerði. – Barnsfaðir Helgu: Finnur Finnsson, f. 14. júní 1799 á Höskuldsstöðum í Blönduhlíð, d. 31. maí 1865 í Finnsbúð á Langholti, b. á Hafsteinsstöðum í Staðarhreppi. For.: Finnur Finnsson b. á Hafursstöðum á Skagaströnd og k.h. Guðrún Jónsdóttir. Barn: Anna, f. 8. okt. 1830 í Álftagerði, d. 21. maí 1906 í Stóradal í Svínavatnshreppi, vk. í Stóradal 1870, óg. Barnsfaðir Helgu: Guðmundur Eyjólfsson, f. um 1790 á Bergsstöðum, d. 21. júlí 1843 í Valadal á Skörðum, ráðsm. á Barkarstöðum. For.: Eyjólfur Jónsson ráðsm. á Eiríksstöðum og barnsm.h. Sigurlaug Björnsdóttir húsm. á Barkarstöðum. Barn: Jón, f. 21. mars 1833 á Barkarstöðum, d. 20. okt. 1835 á Eiðsstöðum.

(Íslenzkar æviskrár V, 414-415; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 I, 30 og II, 41-42, 42-44, 124-126 og 143-144; Feðraspor og fjörusprek, 53-54; Göngur og réttir III, 321; Föðurtún, 122-123 og 124-125; Húnavaka 1969, 58-59, 1979, 109-110 og 1988, 136-147; Skiptab. Hún. 5. ágúst 1844, 29. apríl 1858 og 30. des. 1884; Skiptab. Skag. 27. maí 1841; Ábúendatal í Staðarhreppi – Handrit Jóns Sigurðssonar á Reynistað, 109 og 258; Steinárætt – Handrit Péturs Sigurðssonar á Skeggsstöðum; Ættatölub. Jóns Espólíns, 466-467, 3807-3808, 3929, 4605, 4760 og 5463; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 37, 335, 390, 412, 535 og 543; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 5433 og 5866).

Krákur Jónsson (1807-1880) Bóndi á Syðri-Leifsstöðum og Kóngsgarði.

f. um 1807 á Leifsstöðum, d. 28. jan. 1880 í Villinganesi í Tungusveit. For.: Jón Auðunsson b. á Syðri-Leifsstöðum og k.h. Helga Kráksdóttir. Var hjá foreldrum sínum á Syðri-Leifsstöðum 1816 og fermdist í Bergsstaðasókn 1822. Bóndi á Syðri-Leifsstöðum 1840-1841 og í Kóngsgarði 1841-1843. Vinnumaður á Bollastöðum 1843-1845, í Steinárgerði 1845-1849, á Sveinsstöðum í Tungusveit 1849-1851, á Brúnastöðum í Tungusveit 1851-1852 og á Hóli í Tungusveit 1852-1855. Húsmaður á Hóli í Tungusveit 1855-1859, í Ytri-Svartárdal í Svartárdal 1859-1864, í Sölvanesi á Fremribyggð 1864-1867 og í Breiðargerði í Tungusveit 1867-1871, en var á meðgjöf í Villinganesi 1871 til æviloka. – Kona, g. 9. okt. 1839, Kristrún Daníelsdóttir, f. 25. febr. 1799 í Litlu-Brekku í Hörgárdal, d. 13. júní 1867 í Neðra-Lýtingsstaðakoti í Tungusveit. For.: Daníel Jónsson b. í Litlu-Brekku og k.h. Ingibjörg Rögnvaldsdóttir. Kristrún var hjá foreldrum sínum í Litlu-Brekku 1801 og fermdist í Möðruvallaklausturssókn í Eyjafjarðarsýslu 1815. Hún var vinnukona í Pétursborg í Kræklingahlíð 1822-1823, í Garði í Hegranesi 1823-1825, á Miklabæ í Blönduhlíð 1825-1826, í Syðra-Vallholti í Vallhólmi 1826-1827, á Reykjum í Tungusveit 1827-1831, á Eyvindarstöðum 1831-1832, á Steiná 1832-1834 og á Syðri-Leifsstöðum 1834-1840. Barnlaus. – Barnsfaðir Kristrúnar: Magnús Magnússon, f. 14. júlí 1792 á Starrastöðum á Fremribyggð, dr. 24. júní 1859 á Stokkhólmavaði í Héraðsvötnum, b. í Ytra-Vallholti í Vallhólmi. For.: Magnús Magnússon b. í Stafni og k.h. Guðrún Stefánsdóttir. Barn: Guðmundur, f. 7. des. 1825 á Miklabæ, d. 12. des. 1825 á sama stað.

(Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 I, 185-186; Ritsafn Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum III, 28-29; Húnavaka 1976, 96; Skagfirzkur annáll 1847-1947 I, 53-54; Ættatölub. Jóns Espólíns, 477, 577 og 2778; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 342, 534 og 824-825; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 117, 251 og 4930).

Krákur Sveinsson (1731-1805) Bóndi í Stafni og Syðri-Leifsstöðum.

F. um 1731, d. í júní 1805. For.: Sveinn Pálsson pr. í Goðdölum í Vesturdal og k.h. Guðrún Þorsteinsdóttir. Bóndi í Dalkoti í Vesturdal -1764-1765-, í Stafni 1781-1790 og á Syðri-Leifsstöðum 1790 til æviloka. Hann var meðhjálpari í Bergsstaðakirkju. Krákur var mikill athafnamaður og þjóðhagasmiður. Er sú saga til um hagleik hans, að eitt sinn á alþingi hafi höfðingjar tveir slegið í kappmæli um það, hvor þeirra mundi með betri smíðisgrip geta komið úr sínum fjórðungi á næsta alþing og veðjuðu um. Var annar af Norðurlandi, en hinn af Suðurlandi. Var það ákveðið að smíða skyldi hamar. Norðlendingurinn fékk Krák til smíðisgerðarinnar, og lauk hann því fyrir tilsettan tíma. Fengu höfðingjar menn til að dæma um smíðina. Þóttu báðir góðir, og varð þeim ógreitt um úrskurð. Smiður sá hinn sunnlenski var þar, og kvað hann, að hér um þyrfti ei lengi að vefja álit manna. Væri gripur Kráks það betri en sinn, að þar sem hann sjálfur hefði þurft að nota þjölina til að fegra grip sinn, þá hefði Krákur aðeins notað hamarinn, því gripur Kráks kæmi fyrir sjónir eins og þá hann hefði frá smiðjuaflinum komið. Krákur skrifaði undir verslunarkærubéf í Bólstaðarhlíð 20. sept. 1797. – Fyrri kona: Helga eða Þórunn (heimildum ber ekki saman um eiginnafnið) Jónsdóttir, f. nál. 1735. For.: Jón Bjarnason b. í Syðra-Vallholti í Vallhólmi og k.h. Þórunn Magnúsdóttir. Barn: Þórunn, f. um 1765 í Dalkoti, g. fyrr Jóni Halldórssyni b. í Köldukinn á Ásum, síðar Guðmundi Jónssyni b. og skáldi í Köldukinn, en áður í Ytra-Tungukoti, átti einnig son með Níels Bjarnasyni vm. á Höllustöðum í Blöndudal. Seinni kona: Kristín Sveinsdóttir, f. um 1747, d. 1797 á Syðri-Leifsstöðum. For.: Sveinn Ívarsson b. á Hóli og k.h. Þórunn Illugadóttir. Kristín var hjá móður sinni á Eiríksstöðum 1762. Börn: Helga, f. um 1783 í Stafni, g. Jóni Auðunssyni b. á Syðri-Leifsstöðum. Guðrún, f. um 1786 í Stafni, g. Birni Magnússyni b. í Skyttudal. Barnsmóðir: Guðrún Ólafsdóttir, f. nál. 1750, vk. í Bergsstaðasókn. For. ókunnir. Barn þeirra fæddist 1781 í Bergsstaðasókn.

Athugasemd: Hægt er að láta sér til hugar koma að Guðrún Ólafsdóttir kunni að hafa verið dóttir Solveigar Egilsdóttur vk. í Vatnshlíð, síðar g. Pétri Ólafssyni b. í Hvammi í Svartárdal.

(Íslenzkar æviskrár II, 164 og IV, 372; Saga frá Skagfirðingum I, 55 og 117; Ritsafn Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum I, 140-141 og IV, 77; Sagnablöð hin nýju, 148; Húnaþing I, 492-495; Húnavaka 1977, 79; Sýsluskj. Hún. XV, 4, 19. maí 1797 (dánarbú Kristínar Sveinsdóttur á Leifsstöðum); Dómab. Skag. 10. maí 1765; Lbs. 696, 8vo (Minnisbók Jóns Espólíns); Ættatölub. Jóns Espólíns, 476-478, 2146 og 3929; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 235 og 342; Ættatölub. Sighvats Grímssonar Borgfirðings, 1119 og 1363; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 251-252, 1096 og 4783).

Kristín Guðmundsdóttir (1800-1884) Bústýra á Stóru-Mörk.

F. 22. mars 1800 á Nýlendi á Höfðaströnd, d. 8. jan. 1884 í Mjóadal. For.: Guðmundur Þorsteinsson vm. í Skagafjarðarsýslu og barnsm.h. Þorgerður Jónsdóttir vk. á Nýlendi, áður g. Skúla Sigurðssyni b. á Fyrirbarði í Fljótum, síðar g. Jóni Skúlasyni b. á Naustum á Höfðaströnd. Var hjá móður sinni í Ártúni á Höfðaströnd 1803 og fermdist í Hofssókn í Skagafjarðarsýslu 1820. Vinnukona á Bræðraá í Sléttuhlíð 1824-1825, í Efra-Haganesi í Fljótum 1825-1826, í Tungu í Stíflu 1826, á Hamri í Fljótum 1826-1827-, í Glæsibæ í Staðarhreppi -1828-1829, í Ytra-Tungukoti 1829-1831-, í Finnstungu -1834-1835-, í Hvammi í Langadal -1836-1837, á Æsustöðum 1837-1838 og á Álfgeirsvöllum á Efribyggð 1838-1839. Lausakona í Villinganesi í Tungusveit 1839-1840. Húskona í Strjúgsstaðaseli 1840-1841, í Gautsdal 1841-1842, á Strjúgsstöðum 1842-1843, í Eiríksstaðakoti 1843-1844, í Syðra-Tungukoti 1844-1845, í Gautsdal 1845-1846- og í Hvammi á Laxárdal -1848-1849. Bústýra á Stóru-Mörk 1849-1850. Húsmóðir í Kofa 1850-1851-. Húskona á Sneis á Laxárdal fremri -1855-1856. Bústýra á Stóru-Mörk aftur 1856-1857. Húsmóðir í Kristínarkofa 1857-1859. Húskona í Móbergsseli í Litla-Vatnsskarði 1859-1860, í Hvammi á Laxárdal 1860-1861 og á Stóru-Mörk 1861-1862. Húsmóðir á Kristínarhóli 1862-1866. Húskona í Hvammi á Laxárdal 1866-1868, í Skyttudal 1868-1870, á Botnastöðum 1870-1874 og á Æsustöðum 1874-1876. Hún var í skjóli Guðbjargar dóttur sinnar í Mjóadal 1876-1881, en þurfakona á sama stað 1881 til æviloka. Kristín var vart í meðallagi há en gildvaxin, einkum um herðar og mjaðmir, réttleit með nokkuð hátt nef, dökkhærð og gráeygð. Hún var mesti vinnuþjarkur og hafði gott vit á algengum erfiðisverkum, var göngukona með afbrigðum og kölluð Hlaupa-Kristín. Hún hélt stundum til í kofum, sem voru í túni eða við tún bóndabæjanna, meðal annars í Kofa sem hún byggði sér í landi Auðólfsstaða, í Kristínarkofa í landi Stóru-Merkur og á Kristínarhóli í landi Skyttudals. – Barnsfaðir: Guðmundur Þorsteinsson, f. um 1779 í Mælifellssókn í Skagafjarðarsýslu, d. 14. sept. 1857 á Heiði í Sléttuhlíð, vm. á Höfða á Höfðaströnd 1835. For. ókunnir. Barn: Sölvi, f. 23. jan. 1826 í Efra-Haganesi, d. 16. maí 1826 á Bakka á Bökkum. Barnsfaðir: Hafliði Hafliðason, f. 16. okt. 1807 í Ási í Hegranesi, d. 8. sept. 1862 í Skálahnjúki í Gönguskörðum, b. í Skálahnjúki. For.: Hafliði Jónsson b. í Ögmundarstaðakoti í Staðarhreppi og barnsm.h. Guðrún Þorvaldsdóttir vk. í Ási, síðar g. Árna Egilssyni b. í Steinneskoti í Þingi. Barn: Guðbjörg, f. 2. mars 1831 í Ytra-Tungukoti. Barnsfaðir: Jón Jónsson, f. um 1790, vm. á Kárastöðum á Bakásum 1835. For. ókunnir. Barn: Guðbjörg, f. 14. okt. 1834 í Finnstungu, d. 14. nóv. 1836 í Hvammi í Langadal. Barnsfaðir: Baldvin Jónsson, f. 6. febr. 1820 í Stapa í Tungusveit, d. 29. des. 1898 á Giljum í Vesturdal, b. í Efra-Lýtingsstaðakoti í Tungusveit. For.: Jón Guðmundsson b. í Stapa og barnsm.h. Solveig Sighvatsdóttir ráðsk. í Stapa, síðar g. Ólafi Ólafssyni b. í Villinganesi. Barn: Baldvin, f. 9. okt. 1839 í Villinganesi, dr. 23. ágúst 1863 í Vatnsdalsá, síðast vm. í Hvammi í Vatnsdal, ókv. Barnsfaðir: Björn Guðmundsson, f. 22. apríl 1825 í Rugludal, d. 14. sept. 1886 í Steinárgerði, b. í Steinárgerði. For.: Guðmundur Magnússon b. í Bólstaðarhlíð og k.h. Ingibjörg Jóhannesdóttir. Barn: Solveig Guðbjörg, f. 7. nóv. 1845 í Gautsdal, g. Ragúel Jóhannssyni b. í Mjóadal.

Athugasemdir: 1) Í Svipum og sögnum er Kristínu ruglað saman við Kristínu Guðmundsdóttur sem fermdist í Knappsstaðasókn í Skagafjarðarsýslu 1811. Hún var fædd um 1798, dóttir hjónanna Guðmundar Guðmundssonar og Kristínar Þorsteinsdóttur, sem bjuggu í Höfn í Fljótum 1800-1801. 2) Föðurnafn Sölva Guðmundssonar hefur misritast í kirkjubók við greftrun. Þar er hann ranglega skráður Þorsteinsson.

(Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 I, 30, II, 82-84, IV, 4-6 og 120-122, V, 269-271 og VII, 140; Skagfirzkar æviskrár 1890-1910 III, 19-20; Saga frá Skagfirðingum II, 67-68 og 165-166; Svipir og sagnir, 159-169; Dómab. Skag. 2. og 9. júní 1812; Ábúendatal í Staðarhreppi – Handrit Jóns Sigurðssonar á Reynistað, 110 og 307).

Kristján Guðmundsson (1812-1844) Bóndi á Litla-Vatnsskarði og Strjúgsstöðum.

F. 18. nóv. 1812 á Vesturá á Laxárdal fremri, dr. 14. des. 1844 í Blöndu. For.: Guðmundur Höskuldsson b. á Vesturá og k.h. Sigríður Magnúsdóttir, síðar húsm. í Strjúgsstaðaseli. Var hjá foreldrum sínum á Vesturá 1816, en fermdist í Tjarnarsókn 1830. Vinnumaður á Illugastöðum á Vatnsnesi 1830-1833, á Sauðadalsá á Vatnsnesi 1833-1836, á Stöpum á Vatnsnesi 1836-1837 og í Hindisvík á Vatnsnesi 1837-1839. Bóndi á Litla-Vatnsskarði á Laxárdal fremri 1839-1841 og á Strjúgsstöðum 1841 til æviloka. Kristján fórst í vök á Blöndu suður og niður undan Holtastöðum ásamt sambýlismanni sínum Bjarna Sveinssyni bónda á Strjúgsstöðum og bróður hans Sveini Sveinssyni bónda í Hólabæ. Voru þeir að flytja stóra og þunga eikarkistu á sleða frá Geitaskarði að Strjúgsstöðum. – Kona, g. 13. júní 1841, María Guðmundsdóttir, f. 13. apríl 1808 á Gunnfríðarstöðum á Bakásum, d. 28. mars 1858 á Selá á Skaga. For.: Guðmundur Gunnlaugsson b. á Hamri á Bakásum og k.h. Guðrún Guðmundsdóttir. María var hjá foreldrum sínum á Hamri 1816 og fermdist í Auðkúlusókn 1825. Hún var vinnukona á Snæringsstöðum í Svínadal -1826-1829, á Hamri -1834-1837 og á Litla-Vatnsskarði 1837-1838-, en bústýra hjá Kristjáni á sama stað -1840-1841. Hún bjó ekkja á Strjúgsstöðum 1844-1846 með ráðsmanni, Jóni Rafnssyni, sem hún gekk síðar að eiga, var húskona á Sneis á Laxárdal fremri -1847-1848, en reisti þá bú með seinni manni sínum á Balaskarði á Laxárdal fremri. Börn: Jóhann, f. 11. júlí 1840 á Litla-Vatnsskarði, d. 28. apríl 1841 á sama stað. Valdimar, f. 20. júní 1841 á Strjúgsstöðum, d. 19. okt. 1841 á sama stað. drengur, f. 28. apríl 1843 á Strjúgsstöðum. Hann fæddist andvana. Danival, f. 15. febr. 1845 á Strjúgsstöðum, b. í Selhaga, kv. Jóhönnu Jónsdóttur, bjó áður með Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Kristján, f. 15. febr. 1845 á Strjúgsstöðum, d. 1. des. 1917 í Reykjavík, form. í Hvammi í Vogum, kv. Guðbjörgu Nikulásdóttur. Barnsmóðir: Sigríður Einarsdóttir, f. um 1808, d. 30. júlí 1843 á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, vk. í Strjúgsstaðaseli. For.: Einar Brynjólfsson b. í Vík í Staðarhreppi og k.h. Hallfríður Ófeigsdóttir. Hún var vinnukona á Fannlaugarstöðum í Laxárdal ytri 1840. Barn: stúlka, f. 2. sept. 1839 í Strjúgsstaðaseli. Hún fæddist andvana.

Athugasemd: Í Manntali á Íslandi 1816 er María talin fædd á Hamri. Það stangast á við kirkjubækur.

(Skagfirzkar æviskrár 1890-1910 IV, 36-37; Húnvetningasaga III, 883-885 og 888-889; Saga frá Skagfirðingum III, 114; Sagnir um slysfarir í Skefilsstaðahreppi, 56-58; Húnavaka 1989, 161-163; Brandsstaðaannáll, 150; Annáll nítjándu aldar II, 206-207 og 225-226; Skiptab. Hún. 5. ágúst 1844 og 9. og 30. des. 1845; Ábúendatal í Staðarhreppi – Handrit Jóns Sigurðssonar á Reynistað, 109; Ættatölub. Jóns Espólíns, 5463; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 390 og 535; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 5866).

Kristján Jónasson (1813-1869) Bóndi á Strjúgsstöðum.

F. 8. okt. 1813 í Byrgisvík í Víkursveit, d. 21. sept. 1869 í Kolbeinsvík í Víkursveit. For.: Jónas Jónsson b. í Litlu-Ávík í Víkursveit og s.k.h. Jóhanna Gottfreðlína Jónsdóttir. Var hjá foreldrum sínum í Bæ í Trékyllisvík 1816, en fermdist í Reykhólasókn í Barðastrandarsýslu 1827. Vinnumaður á Reykjanesi í Víkursveit 1834-1835, á Finnbogastöðum í Trékyllisvík 1835-1837, í Enni í Refasveit 1837-1839, í Krossanesi á Vatnsnesi 1839-1841-, á Mosfelli í Svínadal 1844-1846, á Tindum á Ásum 1847-1848 og á Holtastöðum í Langadal 1848-1849. Bóndi á Strjúgsstöðum 1849-1850. Vinnumaður á Miðgili í Langadal 1850-1851 og á Brún 1851-1852. Húsmaður á Stóru-Mörk 1852-1853. Bóndi á Stóru-Mörk 1853-1854. Húsmaður á Krossnesi í Víkursveit 1854-1855 og í Bæ í Trékyllisvík 1855-1858-. Bóndi í Kolbeinsvík 1860 til æviloka. Við húsvitjun í Tjarnarsókn 1839 er Kristján sagður montinn og vel að sér. – Kona, g. 21. nóv. 1852, Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 9. apríl 1830 á Hrafnagili í Hrafnagilshreppi, d. 8. febr. 1872 á Finnbogastöðum. For.: Þorsteinn Kristjánsson b. á Stóru-Mörk og f.k.h. Helga Jónsdóttir. Sigríður var hjá foreldrum sínum á Ytra-Hóli í Kræklingahlíð 1840 og fermdist í Lögmannshlíðarsókn í Eyjafjarðarsýslu 1844. Hún var vinnukona á Ásláksstöðum í Kræklingahlíð 1845-1846, á Hraunshöfða í Öxnadal 1846-1847, í Hólabæ 1847-1851 og á Brún 1851-1852. Hún bjó ekkja í Kolbeinsvík 1869-1870, var húskona á sama stað 1870-1871, en átti heima á Finnbogastöðum 1871 til æviloka. Börn: Guðbjörg, f. 22. sept. 1851 á Brún, d. 5. sept. 1863 í Kolbeinsvík. Jónas, f. 30. ágúst 1852 á Stóru-Mörk, d. 18. febr. 1943 á Ísafirði, húsmaður í Hlíð í Álftafirði 1901, kv. Lovísu Sturludóttur. Helga Sigurbjörg, f. 12. des. 1853 á Stóru-Mörk, d. 10. júní 1854 á Stóra-Ósi í Miðfirði. Stefán Bjarni, f. 19. mars 1855 á Krossnesi, d. 23. febr. 1931 í Stykkishólmi, húsmaður í Bráðræði í Ólafsvík 1901, kv. Guðbjörgu Hannesdóttur. Sigurður, f. 16. júlí 1856 í Bæ, d. 1. maí 1920 á Kjörvogi í Víkursveit, húsmaður í Kúvíkum í Víkursveit 1901, kv. Ragnheiði Þórðardóttur. Kristján Mikael, f. 29. sept. 1857 í Bæ, d. 14. apríl 1874 á sama stað. Rósant, f. 6. maí 1862 í Kolbeinsvík, d. 12. sept. 1863 á sama stað. Guðbjörg Rósanna, f. 21. maí 1864 í Kolbeinsvík, d. 23. júlí 1864 á sama stað. Guðbjörn Rósant, f. 21. apríl 1868 í Kolbeinsvík, d. 15. mars 1874 á Felli í Víkursveit.

Athugasemdir: 1) Í Manntali á Íslandi 1845 er Kristján talinn vinnandi á Grund í Svínadal. Það stangast á við sóknarmannatal. 2) Kristján og Sigríður eru sögð koma úr Húnavatnssýslu að Bæ í Trékyllisvík 1854 í skrám yfir innkomna í Prestsþjónustubók Árnessóknar.

(Dalamenn III, 139; Strandamenn, 439, 472 og 482-483; Vestfirzkar ættir II, 716 og III, 348; Lífvörður Jörundar Hundadagakóngs, 7-75 og 89-97; Skiptab. Hún. 12. og 31. ágúst 1854; Ættatölub. Jóns Espólíns, 404 og 3100; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 310).

Kristján Konráð Ólafsson (1817-1862) Bóndi á Eyvindarstöðum.

F. 24. ágúst 1817 á Eyvindarstöðum, d. 23. sept. 1862 á Eyvindarstöðum. For.: Ólafur Tómasson b. á Eyvindarstöðum og f.k.h. Ingiríður Guðmundsdóttir. Fermdur í Blöndudalshólasókn 1832. Vinnumaður á Holtastöðum í Langadal 1848-1850. Bóndi í Holti í Svínadal 1850-1853, á Kagaðarhóli á Ásum 1853-1856 og á Eyvindarstöðum 1856 til æviloka og stóð bú hans til fardaga 1863. – Kona, g. 5. okt. 1847, Sigurbjörg Snæbjörnsdóttir, f. 21. júní 1824 á Gilsstöðum í Vatnsdal, d. 1. okt. 1862 á Eyvindarstöðum. For.: Snæbjörn Snæbjörnsson b. í Forsæludal í Vatnsdal og k.h. Kolfinna Bjarnadóttir. Sigurbjörg var hjá foreldrum sínum á Gilsstöðum 1835 og fermdist í Grímstungusókn 1838. Hún var vinnukona á Eyvindarstöðum 1846-1848 og á Holtastöðum 1848-1850. Börn: Ólafur, f. 9. ágúst 1848 á Holtastöðum, d. 27. sept. 1848 á sama stað. Magnús, f. 20. ágúst 1849 á Holtastöðum, d. 8. okt. 1849 á sama stað. Ingiríður, f. 3. sept. 1850 í Holti, d. 29. jan. 1872 á Ytri-Löngumýri í Blöndudal, húsk. á Barkarstöðum 1870, en síðast á Ytri-Löngumýri, óg. Kolfinna, f. 27. ágúst 1851 í Holti, vk. á Fjósum 1870, en síðar húsk. í Eiríksstaðakoti. Guðrún, f. 14. nóv. 1852 í Auðkúlusókn, d. 18. apríl 1887 í Argylebyggð í Manitoba, g. Guðmundi Guðmundssyni Norðmann b. á Flæðivöllum í Víðirbyggð í Nýja-Íslandi, átti áður dóttur með Ólafi Birni Brynjólfssyni verslunarm. í Willow City í Norður-Dakota. Sigríður, f. 25. ágúst 1853 á Kagaðarhóli, g. Christianssen nokkrum í Danmörku. Hún var í kynnisferð hjá frændfólki sínu á Eyvindarstöðum við Manntal á Íslandi 1880. stúlka, f. 7. sept. 1854 á Kagaðarhóli. Hún fæddist andvana. stúlka, f. 30. mars 1856 á Kagaðarhóli. Hún fæddist andvana. stúlka, f. 29. mars 1857 á Eyvindarstöðum. Hún fæddist andvana. stúlka, f. 6. júlí 1858 á Eyvindarstöðum. Hún fæddist andvana. Björg, f. 2. sept. 1859 á Eyvindarstöðum, d. 4. sept. 1859 á sama stað. drengur, f. 2. sept. 1859 á Eyvindarstöðum. Hann fæddist andvana. stúlka, f. 11. nóv. 1861 á Eyvindarstöðum. Hún fæddist andvana. stúlka, f. 1. okt. 1862 á Eyvindarstöðum. Hún fæddist andvana.

(Vestur-íslenzkar æviskrár III, 33-38; Ættarskrá Bjarna Þorsteinssonar, 359 og 364; Hrakhólar og höfuðból, 186-187; Húnavaka 1978, 67-69; Skiptab. Hún. 29. okt. 1838, 6. júní og 18. sept. 1846, 8. des. 1847, 29. des. 1863 og 3. júní 1864; Skeggsstaðaætt – Handrit Björns Bjarnasonar á Brandsstöðum; Ættatölub. Jóns Espólíns, 275 og 3932-3933; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 336, 342, 477 og 827).