F

Finnbogi Þorkelsson (1747-1835) – Bóndi á Syðri-Leifsstöðum og Vatnshlíð.

F. um 1747 á Framnesi í Blönduhlíð, d. 10. febr. 1835 á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð. For.: Þorkell Jónsson b. á Stóra-Vatnsskarði á Skörðum og k.h. Ragnhildur eða Rannveig (heimildum ber ekki saman um eiginnafnið) Sigfúsdóttir. Bóndi á Syðri-Leifsstöðum 1776-1777. Virðist hafa verið á Valabjörgum á Skörðum -1779-1780-. Bóndi í Valadal á Skörðum -1781-1783, í Brekku hjá Víðimýri 1783-1785 og í Vatnshlíð -1790-1791. Búlaus í Vatnshlíð 1791-1792. Bóndi í Saurbæ á Neðribyggð 1792-1802 og á Daufá á Neðribyggð 1802-1820, en var í skjóli Þorláks sonar síns á Syðri-Brekkum 1820 til æviloka. Finnbogi var afburðahraustmenni. Sagt var, að hann hafi tekið stöpulhurðina í Hólakirkju með annarri hendi af hjörum og látið hana aftur á hjarirnar, eins með annarri hendi. Hann var kallaður hinn rammi. – Kona: Sigríður Gísladóttir, f. um 1754, d. 22. júní 1813 á Daufá. For.: Gísli Jónsson b. á Bjarnastöðum í Blönduhlíð og k.h. Guðrún Gísladóttir. Börn: Þorkell, f. um 1775, d. 9. apríl 1785 í Brekku. Þorsteinn, f. um 1780, d. 11. apríl 1785 í Brekku. Una, f. um 1783, d. 13. nóv. 1788 í Syðra-Vallholti í Vallhólmi. Finnbogi, f. um 1791, d. 18. sept. 1802 á Daufá. Þorlákur, f. 1. nóv. 1795 í Saurbæ, b. á Syðri-Brekkum, kv. Valgerði Jónsdóttur.

Athugasemd: Finnbogi er talinn 49 ára í Manntali á Íslandi 1801, en 69 ára í Manntali á Íslandi 1816.

(Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 V, 374-376; Ritsafn Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum I, 70 og IV, 14-15 og 57-58; Skiptab. Skag. 22. mars 1844; Verslunarb. Hofsóskaupstaðar 1782, 88; Ættatölub. Jóns Espólíns, 1847 og 2127; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 508 og 670; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 100-101 og 4829).

Flóvent Þórðarson (1815-1902) – Bóndi í Selhaga.

F. 1815 (sk. 3. sept. 1815) á Möðruvöllum í Hörgárdal, d. 2. jan. 1902 á Hafursstöðum í Öxarfirði. For.: Þórður Þórðarson b. í Ási í Kelduhverfi og f.k.h. María Oddsdóttir. Var hjá foreldrum sínum í Hvammi á Galmaströnd 1835. Vinnumaður í Litla-Dunhaga í Hörgárdal -1837-1838, í Dagverðartungu í Hörgárdal 1838-1840 og í Vatnshlíð 1840-1845. Bóndi í Selhaga 1845-1847. Búsettur á Fjósum 1847-1848 og í Ási 1848-1849. Bóndi í Svínadal í Kelduhverfi 1849-1857 og í Heiðarmúla í Þistilfirði 1857-1858. Húsmaður í Sandfellshaga í Öxarfirði 1858-1859 og á Hafursstöðum 1859-1860. Bóndi á Hafursstöðum 1860-1886, en var í skjóli Gunnlaugs sonar síns á Hafursstöðum 1886-1893, í skjóli Þórðar sonar síns í Krossdal í Kelduhverfi 1893-1894 og í skjóli Gunnlaugs sonar síns á Hafursstöðum 1894 til æviloka. – Kona, g. 17. okt. 1840, Helga Guðmundsdóttir, f. um 1820 í Bólstaðarhlíðarsókn, d. 20. júní 1894 í Krossdal. For.: Guðmundur Magnússon b. í Vatnshlíð og f.k.h. Helga Oddsdóttir. Helga fermdist í Bólstaðarhlíðarsókn 1834. Flóvent og Helga voru systkinabörn. Börn: Helga María, f. 4. ágúst 1841 í Vatnshlíð, d. 11. ágúst 1841 á sama stað. Guðmundur, f. 27. ágúst 1844 í Vatnshlíð, b. á Austaralandi í Öxarfirði, kv. Kristínu Hansdóttur. Þórður, f. 9. júlí 1850 í Svínadal, b. í Svartárkoti í Bárðardal, kv. fyrr Jóhönnu Björgu Jóhannesdóttur, síðar Jakobínu Jóhannsdóttur. Gunnlaugur Þorsteinn, f. 8. jan. 1860 á Hafursstöðum, b. á Hafursstöðum, kv. Jakobínu Rakel Sigurjónsdóttur. Barnsmóðir: Sesselja Rafnsdóttir, f. 20. jan. 1836 á Bangastöðum í Kelduhverfi, d. 24. sept. 1905 í Vestdal í Seyðisfirði, vk. í Heiðarmúla. For.: Rafn Jónsson b. í Garði í Kelduhverfi og k.h. Þórdís Hákonardóttir. Sesselja giftist síðar Hjálmari Þorsteinssyni vm. á Ásgeirsstöðum í Eiðaþinghá 1880. Barn: Júlíana, f. 18. febr. 1858 í Heiðarmúla, d. 1. júlí 1881 á Hafursstöðum, vk. á Hafursstöðum, óg.

(Sýslumannaæfir III, 159; Frændgarður II – Ættmeiður, 190; Ættir Austfirðinga, 566; Ættir Þingeyinga I, 350-351 og 359; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 390-391; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 5272 og 5273).

Friðrik Björnsson (1810-1856) – Bóndi í Selhaga.

F. um 1810 í Hvammi í Langadal, d. 20. febr. 1856 í Öxl í Þingi. For.: Björn Magnússon b. í Skyttudal og k.h. Guðrún Kráksdóttir. Var hjá móður sinni í Skyttudal 1816, en fermdist í Holtastaðasókn 1826. Vinnupiltur á Syðri-Löngumýri í Blöndudal 1827-1828. Vinnumaður á Kúfustöðum 1829-1832, á Brún 1832-1834, á Guðlaugsstöðum í Blöndudal 1834-1835, í Hvammi í Svartárdal 1835-1836-, í Bólstaðarhlíð -1839-1842, í Holtastaðakoti í Langadal 1842-1843 og á Höllustöðum í Blöndudal 1843-1845. Ráðsmaður í Finnstungu 1845-1846. Húsmaður á Ytri-Löngumýri í Blöndudal 1846-1847, á Tindum á Ásum 1847-1848, í Ljótshólum í Svínadal 1848-1852 og á Ytri-Löngumýri aftur 1852-1853. Bóndi í Selhaga 1853-1855. Vinnumaður í Öxl 1855 til æviloka. – Kona, g. 30. sept. 1844, Sigurlaug Sigurðardóttir, f. 28. mars 1803 í Efra-Nesi á Skaga, d. 28. maí 1870 á Ytra-Þverfelli. For.: Sigurður Jónsson b. í Efra-Nesi og k.h. Ástríður Hákonardóttir. Sigurlaug var hjá foreldrum sínum í Efra-Nesi 1816 og fermdist í Ketusókn í Skagafjarðarsýslu 1819. Hún var vinnukona á Skottastöðum 1822-1829, á Steiná 1829-1834, í Þverárdal 1834-1835-, á Gili -1838-1839, á Reykjavöllum á Neðribyggð 1839-1840, í Bólstaðarhlíð 1840-1842, í Holtastaðakoti 1842-1843, á Höllustöðum 1843-1845, í Finnstungu 1845-1846, í Öxl 1855-1856, á Hólabaki í Þingi 1856-1859, á Torfustöðum 1859-1860 og á Skeggsstöðum 1860-1861. Húskona á Eyrarlandi á Laxárdal fremri 1861-1862. Vinnukona í Sellandi 1862-1863, í Steinárgerði 1863-1865, á Skottastöðum 1865-1866, á Fossum 1866-1867, í Hvammi í Svartárdal 1867-1868 og á Ytra-Þverfelli 1868 til æviloka. Barn: Klemens, f. 17. des. 1850 í Ljótshólum, b. á Nautabúi í Hjaltadal, kv. Áslaugu Ásgrímsdóttur.

Athugasemd: Friðrik er sagður fæddur 6. okt. 1811 við fermingu í Holtastaðasókn 1826. Ártalið er rangt, en dagsetningin kann að vera rétt.

(Skagfirzkar æviskrár 1890-1910 III, 209-210; Sjómenn og sauðabændur, 205-206; Skiptab. Hún. 23. jan. 1857).

Freygerður Önundardóttir (1646-1726) – Húsmóðir á Eyvindarstöðum.

F. um 1646, d. 1726. Faðir: Önundur Oddsson b. á Ingveldarstöðum í Hjaltadal. Húsmóðir á Eyvindarstöðum 1702-1703-. – Ókunnugt um mann og börn.

(Sýslumannaæfir IV, 845; Vorþeyr og vébönd, 227-228; Annálar 1400-1800 I, 635).