Daði Níelsson (1809-1856) – Ráðsmaður í Gautsdal .
F. 22. júlí 1809 á Kleifum í Gilsfirði, d. 8. des. 1856 í Höskuldsstaðasókn. For.: Níels Sveinsson b. á Kleifum og k.h. Sesselja Jónsdóttir. Smali í Hvítuhlíð í Bitrufirði 1825-1831. Vinnupiltur á Grænanesi í Steingrímsfirði 1831-1832-. Vinnumaður á Víðidalsá í Steingrímsfirði -1834-1837, á Stað í Hrútafirði 1837-1838, í Blöndudalshólum 1838-1839 og á Gunnsteinsstöðum 1839-1840. Ráðsmaður í Gautsdal 1840-1845. Vinnumaður á Húsabakka á Glaumbæjareyjum 1845-1847, í Dæli í Sæmundarhlíð 1847-1848, á Hólum í Hjaltadal 1848-1849, á Fjalli í Kolbeinsdal 1849-1850, í Hvammi í Hjaltadal 1850-1851, á Hringveri í Hjaltadal 1851-1852 og á Fjalli í Kolbeinsdal 1852-1853. Búsettur á Akureyri 1853 til æviloka og var um skeið næturvörður þar. Daði var meðalmaður að vexti, nokkuð herðalotinn, gulleitur á hár og slétthærður, skeggið nokkuð ljósara. Hár sitt lét hann vaxa á mitti niður og hafði hárpíska. Hann var bláeygur og lágu augun fast, toginleitur, munnfríður, nefið hátt og var liður á. Hann var léttur á fæti og raulaði oft fyrir munni sér á gangi, skemmtinn og fræðandi í viðræðu, glaðlyndur að eðlisfari, en andstreymi lífsins og ýmislegar kringumstæður gerðu hann oft annarlegan í skapi. Hann var trúmaður og vandaði ráð sitt. Daði var afburðagreindur, fræðimaður og skáld, og varð honum ótrúlega mikið ágengt á þeim sviðum, þrátt fyrir óblíð ævikjör. Hann ritaði prestasagnasafnið Hungurvöku, ævisagnasafnið Andvöku, sögu prentverks á Íslandi, annála, kvæði og rímur. Einnig fékkst hann nokkuð við þýðingar úr dönsku. Daði varð úti í bóksöluferð í Húnavatnssýslu á leið frá Breiðavaði í Langadal að Spákonufellshöfða á Skagaströnd. Spurðist ekki til hans fyrr en sumarið eftir, að lík hans fannst við Laxárós í Refasveit. Hann var jarðsettur á Höskuldsstöðum á Skagaströnd 4. júlí 1857. Skáldin Grímur Thomsen á Bessastöðum og Hjálmar Jónsson á Minni-Ökrum ortu um hann fögur eftirmæli. Ókvæntur og barnlaus.
Athugasemdir: 1) Daði er sagður fæddur 22. júlí 1809 við skírn í Garpsdalssókn í Barðastrandarsýslu, en taldi sig sjálfur fæddan 29. júlí 1809. 2) Af Æfum lærðra manna og Prestaæfum Sighvats Grímssonar Borgfirðings má ráða að Daði hefur í fræðaiðkan sinni stuðst við Tíundarreikninga úr Bólstaðarhlíðarhreppi frá átjándu öld, og er alls óljóst hvort þær merku heimildir hafa varðveist til þessa dags.
(Íslenzkar æviskrár I, 303; Dalamenn II, 514-515 og III, 34; Strandamenn, 604; Rímnatal II, 30-31; Merkir íslendingar – nýr flokkur II, 79-101; Saga Skagstrendinga og Skagamanna, 180-182; Menn og minjar II, 7-105; Sagnaþættir Fjallkonunnar, 87; Úr fórum Jóns Árnasonar I, 99-101 og 102-106; Brandsstaðaannáll, 209; Annáll nítjándu aldar II, 393, 430 og 435; Skiptab. Hún. 6. nóv. 1847; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 309; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 5801).
Dagbjört Bjarnadóttir (1798-1938) – Bústýra á Brandstöðum.
F. 1798 í Fagranessókn í Skagafjarðarsýslu, d. 21. sept. 1838 í Núpsöxl á Laxárdal fremri. For.: Bjarni Hákonarson vm. á Stóra-Vatnsskarði á Skörðum 1801 og barnsm.h. Solveig Guðmundsdóttir vk. í Fagranessókn, síðar g. Jóni Einarssyni vm. á Stóru-Langeyri við Hafnarfjörð 1801. Var í fóstri hjá föðurafa sínum Hákoni Hákonarsyni í Brekku hjá Víðimýri 1801. Vinnukona í Vík í Staðarhreppi -1824-1825, á Skíðastöðum í Laxárdal ytri 1825-1829 og í Núpsöxl 1829-1834. Bústýra á Brandsstöðum 1834-1835. Síðast vinnukona í Núpsöxl. Við húsvitjun í Hvammsprestakalli 1826 er Dagbjört sögð rösk og dygg. – Barnsfaðir: Hallgrímur Sigurðsson, f. um 1796 í Skagafjarðarsýslu, d. 19. janúar 1843 á Sölvabakka í Refasveit, b. á Sölvabakka. For.: Sigurður Þorsteinsson b. á Ytra-Mallandi á Skaga og barnsm.h. Guðrún Konráðsdóttir vk. í Skagafjarðarsýslu, síðar g. Jóni Magnússyni b. á Hóli í Tungusveit. Börn: stúlka, f. 20. sept. 1827 á Skíðastöðum. Hún fæddist andvana. Dagbjört, f. 10. mars 1829 á Skíðastöðum, d. 20. nóv. 1900 í Dalkoti á Vatnsnesi g. Jónasi Jónsson vm. á Höskuldsstöðum á Skagaströnd, átti einnig dóttur með Jóni Skúlasyni b. á Hafgrímsstöðum í Tungusveit og son með Jóhanni Halldórssyni b. og skyttu í Látravík á Hornströndum. Barnsfaðir: Jón Bjarnason, f. 19. mars 1815 á Þorbrandsstöðum í Langadal, d. 10. júlí 1868 í Tungu í Gönguskörðum, b. í Móbergsseli í Litla-Vatnsskarði. Faðir: Bjarni Guðlaugsson b. í Núpsöxl. Barn: María, f. 2. júní 1833 í Núpsöxl, g. Jóni Mikael Magnússyni b. á Syðri-Leifsstöðum, átti áður dóttur með (Jens) Frederik Hillebrandt b. á Vindhæli á Skagaströnd.
(Grunnvíkingabók II, 227; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 II, 190-191 og V, 155-157; Saga frá Skagfirðingum II, 39, 60 og 164; Æfisaga Gísla Konráðssonar, 29; Dómab. Skag. 8. og 15. apríl 1807, 6. mars 1809, 16. og 28. júlí 1810 og 1. maí 1811; Skiptab. Hún. 12. des. 1843; Guðlaugsætt – Handrit Magnúsar Björnssonar á Syðra-Hóli; Ættatölub. Jóns Espólíns, 1632-1633, 3804 og 5084-5085; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 683).
Dagbjört Kráksdóttir (1838-1895) – Húskona Gili.
F. 28. ágúst 1838 á Steiná, d. 31. maí 1895 á Brandsstöðum. For.: Krákur Jónsson b. í Steinárgerði og k.h. Helga Þórðardóttir. Var hjá foreldrum sínum í Steinárgerði 1850 og fermdist í Bergsstaðasókn 1854. Vinnukona á Steiná 1854-1856 og á Gili 1856-1859. Húskona á Gili 1859-1860. Vinnukona í Þverárdal 1860-1861, í Kálfárdal 1861-1862, í Bólstaðarhlíð 1862-1867, hjá Ingigerði systur sinni í Steinárgerði 1867-1868 og í Bólstaðarhlíð aftur 1868-1869. Húskona hjá Ingigerði systur sinni í Steinárgerði 1869-1870. Vinnukona í Finnstungu 1870-1871 og hjá Ingigerði systur sinni í Steinárgerði aftur 1871-1873. Bústýra í Steinárgerði 1873-1886. Húskona hjá Guðrúnu dóttur sinni á Brandsstöðum 1886 til æviloka. – Sambýlismaður: Björn Guðmundsson. F. 22. apríl 1825 í Rugludal, d. 14. sept. 1886 í Steinárgerði, b. í Steinárgerði. For.: Guðmundur Magnússon b. í Bólstaðarhlíð og k.h. Ingibjörg Jóhannesdóttir. Börn: Þorlákur, f. 21. júlí 1872 í Steinárgerði, d. 7. ágúst 1872 á sama stað. Björn, f. 3. júlí 1874 í Steinárgerði, d. 11. febr. 1875 á sama stað. Sveinbjörg Ingigerður, f. 9. ágúst 1875 í Steinárgerði, d. 1. júní 1914 í Reykjavík, g. Eggert Leví Snæbjörnssyni verslunarm. í Reykjavík. Barnsfaðir: Jónas Einarsson, f. 8. mars 1801 í Þverárdal, d. 8. des. 1859 á Gili, b. á Gili. For.: Einar Jónsson b. í Þverárdal og f.k.h. Valgerður Jónsdóttir. Barn: Guðrún, f. 27. ágúst 1859 á Gili, g. Ólafi Jónssyni b. í Stafni. Barnsfaðir: Einar Jónasson, f. 28. jan. 1833 á Gili, d. 5. nóv. 1899 á Botnastöðum, b. á Gili. For.: Jónas Einarsson b. á Gili og k.h. Guðrún Illugadóttir. Barn: Jónas, f. 3. sept. 1866 í Bólstaðarhlíð, b. á Kúfustöðum, kv. Margréti Guðmundsdóttur. Jónas var við skírn lýstur sonur Einars Jakobssonar vm. á Botnastöðum. Barnsfaðir: Gunnlaugur Jónsson, f. 29. maí 1849 á Gauksstöðum á Skaga, dr. 15. apríl 1868 í Svartá, vm. á Syðri-Leifsstöðum. For.: Jón Sigurðsson b. á Lágmúla á Skaga og k.h. Elísabet Þorláksdóttir. Barn: Sveinn, f. 1. nóv. 1868 í Bólstaðarhlíð, fór vestur um haf frá Bergsstöðum 1874.
(Íslenzkar æviskrár V, 414-415; Skagfirzkar æviskrár 1850-1890 I, 30, II, 32-34 og 82-84 og V, 196-198; Feðraspor og fjörusprek, 53; Troðningar og tóftarbrot, 40; Húnavaka 1979, 109-110; Skiptab. Hún. 29. apríl 1858, 30. des. 1884 og 17. des. 1887; Skiptab. Skag. 27. maí 1841; Ábúendatal í Staðarhreppi – Handrit Jóns Sigurðssonar á Reynistað, 258; Eiðsstaðaætt – Handrit Björns Bjarnasonar á Brandsstöðum; Skeggsstaðaætt – Handrit Björns Bjarnasonar á Brandsstöðum; Guðmundur í Hvammi – Handrit Kristínar Sigvaldadóttur á Skeggsstöðum; Steinárætt – Handrit Péturs Sigurðssonar á Skeggsstöðum; Ættatölub. Jóns Espólíns, 3929; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 37; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 5433).
Davíð Erlendsson (1778-1863) – Bóndi í Hólabæ.
F. 1778 á Undirfelli í Vatnsdal, d. 15. jan. 1863 í Sólheimum í Svínavatnshreppi. For.: Erlendur Guðmundsson b. og formaður á Holtastöðum í Langadal og barnsm.h. Guðrún Sigurðardóttir vk. á Undirfelli. Var í fóstri í Þórormstungu í Vatnsdal -1786-1788, en hjá föður sínum á Holtastöðum 1801. Bóndi í Hólabæ 1815-1822. Ráðsmaður hjá Helgu Jónsdóttur í Hólabæ 1822-1830 og stóð fyrir dánarbúi hennar á sama stað 1830-1831. Búsettur í Gafli í Svínadal 1831-1836, á Rútsstöðum í Svínadal 1836-1850, á Ásum á Bakásum 1850-1851, í Finnstungu 1851-1853 og á Höllustöðum í Blöndudal 1853-1858, en í skjóli frændfólks síns í Sólheimum 1860 til æviloka. Davíð var í áhöfn með föður sínum haustið 1796. Þeir réru frá Ásbúðum á Skaga, hrepptu hið versta veður og hrakti alla leið norður að Flatey á Skjálfanda. Andaðist einn skipverja úr kulda og vosbúð á leiðinni, en hinir náðu landi í Vík á Flateyjardal eftir þriggja sólarhringa hrakning, og fengu bestu aðhlynningu hjá hjónunum í Vík, Hjálmari Finnbogasyni og Ólöfu Bjarnadóttur. Ekki er borið lof á Davíð í Húnvetningasögu. – Barnsmóðir: Guðrún Jósefsdóttir, f. 13. sept. 1786 á Bollastöðum, d. 19. mars 1848 á Árbakka á Skagaströnd, vk. í Hólabæ. For.: Jósef Jónsson vm. á Njálsstöðum á Skagaströnd og barnsm.h. Elín Sveinsdóttir vk. á Bollastöðum, síðar g. Guðmundi Jónssyni b. í Harastaðakoti á Skagaströnd. Guðrún fermdist í Höskuldsstaðasókn 1802. Hún var bústýra á Blálandi í Hallárdal 1829-1830. Barn: Helga, f. 8. nóv. 1823 í Hólabæ, g. Guðmundi Sigurðssyni b. í Steinárgerði.
(Íslenzkar æviskrár V, 316; Húnvetningasaga II, 360, 386-389 og 615; Saga Skagstrendinga og Skagamanna, 59-62; Búsæld og barningur, 146; Dómab. Hún. 16. júní 1787; Ættatölub. Jóns Espólíns, 3372 og 4777; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 312-313 (innskotsblöð), 337 og 543).