Þverárdalur – ábúendatal

Þverárdalur

0. -1650-1666- Jón Þorvaldsson og Sesselja Jónsdóttir.

0. -1688-1689 Jón [Jónsson og Hallfríður Þorvaldsdóttir?]

0. 1689-1690- Sigurður.

0. -1699-1703- Sigurður Bessason og Steinunn Halldórsdóttir. – Bjuggu síðar á Reykjum í Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu, svo á Botnastöðum.

0. -1708- Guðmundur Þorsteinsson og Guðrún Benediktsdóttir. – Höfðu jafnframt bú í Þverárdalskoti -1708-.

0. -1722-1723- Árni Þorsteinsson og Valgerður Jannesdóttir.

0. -1733-1738 Tómas Þorvaldsson og Sigríður Hallsdóttir. – Fóru búferlum að Þverá í Hallárdal, Vindhælishreppi.

0. -1733-1746- Eiríkur Jónsson og f.k. Guðlaug Jónsdóttir. – Bjuggu síðar í Dæli í Staðarhreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1745-1746- Jón Árnason.

0. -1751-1764- Gísli Sveinsson og Ingibjörg Gunnarsdóttir. – Gísli var í Bólstaðarhlíðarhreppi 1767.

0. -1762-1782 Helgi Jónsson og Sigþrúður Árnadóttir. – Fóru búferlum að Fjalli í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1782-1787 Guðmundur Jónsson og Ingibjörg Andrésdóttir. – Fóru búferlum að Hvammi í Svartárdal.

0. 1787-1791 Björg Jónsdóttir, ekkja Jóns Jónssonar á Skeggsstöðum. – Brá búi, var kyrr á sama stað. Björg var í Þverárdal 1801.

0. 1791-1835 Einar Jónsson og f.k. Valgerður Jónsdóttir og ráðsk. Steinunn Björnsdóttir. – Valgerður dó 20. júlí 1834 í Þverárdal. Einar og Steinunn brugðu búi. Einar var kyrr á sama stað, settist að búi á Stóra-Vatnsskarði í Seyluhreppi 1837. Steinunn fór í vinnumennsku á sama stað, giftist síðar Stefáni Jónssyni á Syðri-Leifsstöðum.

0. 1821-1822 Guðmundur Einarsson og Margrét Jónasdóttir. – Fóru búferlum að Litla-Búrfelli í Svínavatnshreppi, reistu bú í Þverárdal 1824.

0. 1822-1823 Jónas Einarsson og Guðrún Illugadóttir. – Fóru búferlum að Gili.

0. 1824-1861 Guðmundur Einarsson og Margrét Jónasdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað. Margrét dó 11. júní 1862 í Þverárdal. Guðmundur dó 9. júní 1863 á Gili.

0. 1853-1861 Einar Guðmundsson og Björg Jónasdóttir. – Fóru búferlum að Kálfárdal.

0. 1858-1859 Jón Ólafsson og Ingibjörg Hannesdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Blöndudalshólum, reistu bú í Blöndudalshólum 1860.

0. 1859-1860 Ólafur Frímann Arason og Steinunn Jóhannesdóttir. – Fóru búferlum að Finnstungu.

0. 1861-1866 Hjálmar Loftsson og s.k. Helga Stefánsdóttir. – Hjálmar dó 20. ágúst 1866 í Þverárdal. Helga bjó áfram.

0. 1866-1867 Helga Stefánsdóttir, ekkja Hjálmars Loftssonar í Þverárdal. – Brá búi, fór í húsmennsku að Sauðanesi í Torfalækjarhreppi. Helga dó 13. maí 1878 í Sauðanesi.

0. 1867-1875 Pálmi Hjálmarsson og f.k. Helga Jónsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað og síðar til Vesturheims, bjuggu í Nýja-Íslandi í Manitoba, Kanada. Helga dó 1876 eða 1877 í Nýja-Íslandi. Pálmi dó 11. september 1910 í Grand Forks í Norður-Dakota, Bandaríkjunum.

0. 1872-1874 Gísli Benedikt Hjálmarsson og Guðrún Gísladóttir. – Fóru búferlum að Æsustöðum, reistu bú í Þverárdal 1897.

0. 1875-1880 Jónatan Jónatansson og 3.k. Kristbjörg Bjarnadóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Geitaskarði í Engihlíðarhreppi, reistu bú í Engihlíð í Engihlíðarhreppi 1882.

0. 1880-1888 Sigurður Sigurðsson og María Guðmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru til Vesturheims, bjuggu í Garðarbyggð í Norður-Dakota. Sigurður dó 1890 í Garðarbyggð. María dó 1891 í Garðarbyggð.

0. 1888-1908 Brynjólfur Benedikt Bjarnason og Steinunn Guðmundsdóttir og ráðsk. Ingibjörg Ólafsdóttir. – Steinunn dó 25. janúar 1896 í Þverárdal. Brynjólfur og Ingibjörg brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað, reistu bú á sama stað 1911.

0. 1897-1898 Gísli Benedikt Hjálmarsson og Guðrún Gísladóttir. – Gísli dó 7. maí 1898 í Þverárdal. Guðrún bjó áfram.

0. 1898-1899 Guðrún Gísladóttir, ekkja Gísla Benedikts Hjálmarssonar í Þverárdal. – Brá búi, fór í húsmennsku að Æsustöðum. Guðrún dó 25. apríl 1907 á Sauðárkróki.

0. 1908-1910 Þorsteinn Frímann Pétursson og Anna Jóhannsdóttir. – Fóru búferlum að Eyvindarstaðagerði.

0. 1910-1911 Þorvaldur Guðmundsson og (Ingibjörg) Salóme Pálmadóttir. – Fóru búferlum að Stóru-Mörk.

0. 1911-1912 Jónas Sveinsson og f.k. Björg Björnsdóttir. – Fóru búferlum að Uppsölum í Akrahreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1911-1915 Brynjólfur Benedikt Bjarnason og ráðsk. Ingibjörg Ólafsdóttir og ráðsk. Þórunn Dýrborg Eyjólfsdóttir. – Ingibjörg fór í vinnumennsku að Gunnsteinsstöðum 1914. Hún dó 26. ágúst 1957. Brynjólfur og Þórunn brugðu búi. Brynjólfur fór úr Bergsstaðaprestakalli. Hann dó 5. desember 1928 í Reykjavík. Þórunn fór í húsmennsku að Valabjörgum í Seyluhreppi, reisti bú með syni sínum í Fjósahúsum 1918.

0. 1913-1915 Jón Jóhann Þorfinnsson og Guðrún Árnadóttir. – Fóru búferlum að Valabjörgum.

0. 1915-1921 Björn Sveinsson og Guðbjörg Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Sjávarborg í Sauðárhreppi.

0. 1917-1921 Jón Björnsson og Finney Reginbaldsdóttir. – Fóru búferlum að Sjávarborg.

0. 1921-1925 Ásbjörn Árnason og 3.k. Gunnlaug Gestsdóttir. – Fóru búferlum að Æsustöðum.

0. 1921-1922 Gunnar Árnason og Ísgerður Pálsdóttir. – Fóru búferlum að Refsstöðum í Engihlíðarhreppi, reistu bú á Æsustöðum 1924 og í Þverárdal 1925.

0. 1925-1947 Gunnar Árnason og Ísgerður Pálsdóttir. – Brugðu búi, fóru til Akureyrar. Gunnar dó 22. mars 1969 á Akureyri. Ísgerður dó 24. nóvember 1971 á Akureyri.

0. 1930-1936 Páll Gunnarsson. – Brá búi, var kyrr á sama stað, bjó síðar á Akureyri. Páll dó 24. nóvember 1991.

0. 1932-1933 Árni Gunnarsson. – Brá búi, var kyrr á sama stað, reisti bú á sama stað 1936.

0. 1936-1937 Árni Gunnarsson. – Fór búferlum að Botnastöðum, reisti bú í Þverárdal 1944.

0. 1941-1944 Örn Gunnarsson. – Hafði jafnframt bú í Mjóadal 1942-1944. Brá búi, var kyrr á sama stað, bjó síðar í Reykjavík. Örn dó 15. september 1996.

0. 1944-1978 Árni Gunnarsson og Margrét Elísabet Jóhannesdóttir. – Brugðu búi, fóru til Sauðárkróks. Árni dó 16. júní 1991 á Sauðárkróki. Margrét dó 16. október 2000 á Sauðárkróki.

1978- Í eyði.