Sigríður Daníelsdóttir húskona í Hólsseli

Sigríður Daníelsdóttir f. 12.ág. 1798 á Þorsteinsstöðum í Laufássókn d. 5. júní 1866 á Steiná í Svartárdal.

Foreldrar Daníel Sveinsson og k.h. Sigríður Þorkelsdóttir ábúendur á Þorsteinsstöðum, en síðar á Auðnum í Sæmurhlíð.

Sigríður ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Þorsteinsstöðum en síðar á Auðnum í Sæmundarhlíð. Vinnukona í Stóru-Gröf á Langholti 1821,Brekkukoti á Efribyggð 1821-1822,á Kúfastöðum í Svarárdal 1822-1823,á Mælifellsá á Efribyggð 1823-1824,í Kolgröf á Efribyggð 1824-1828,aftur á Kúfastöðum 1828-1832, á Bollastöðum í Blöndudal 1832-1833,Valdarási í Víðidal 1833-1835,aftur á Bollastöðum 1835-1838,Eiríksstaðakoti (Brattahlíð) í Svartárdal1838-1839,í Steinárgerði í Svartárdal 1840-1842, á Steiná í Svartárdal 1842-1843,búandi í Hólsseli 1843-1852,húskona í Kúfastaðaseli 1852-1853, húskona á Litla-Vatnsskarði á Laxárdal fremri1853-1855,búandi í Hvammsseli á Svarárdalfjalli 1855-1856,húskona í Steinárseli 1856-1866 en var nýflutt aftur að Steiná þegar hún lést. Sigríður fær þá umsögn hjá sóknarpresti að hún kunni sæmilega og hegðun sé skykkanleg, fari reglulega til altaris og sé hæglát. Sigríður var ógift og barnlaus.

Heimildir: Kirkjubækur og manntöl.

Sig.Bj.