Guðmundur Frímann Sigurðsson bóndi á Ytra-Þverfelli f. 17.feb.1841 í Miðhúsum í Vatnsdal d. 12. jan. 1911 í Winnipeg.
Foreldrar hans voru Sigurður Ólafsson bóndi í Miðhúsum í Vatnsdal og síðar á Strjúgsstöðum í Langadal og s.k.h. Kristín Halldórsdóttir.
Ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, en fermdist frá Fremstagili í Langadal, smali á Sæunnarstöðum í Hallárdal 1855- 1858, vinnum. á Vakursstöðum í Hallárdal 1858- 1861, vinnum. á Dúki í Sæmundarhlíð 1870, húsmaður í Holtsmúla á Langholti 1879, á Kárastöðum í Hegranesi 1879 -1880, í Hróarsdal í Hegranesi 1880 – 1881, bóndi á Ytra-Þverfelli á Skörðum 1881 – 1883, á Íbishóli 1883 – 1884, á Tjörn í Borgarsveit 1884 – 1889 en flutti þá til Vesturheims. Settist að í Winnipeg og var þar til æviloka.
Guðmundur var afar fátækur þegar hann var við búskap hér heima .Á Tjarnarárum sínum hann var ferjumaður á vestari ós Héraðsvatna ásamt því að sækja vinnu til Sauðárkróks. Guðmundur var vel greindur og vinamargur, greiðasamur og hvarvetna vel látinn. Þrek og starfsmaður mikill líkt og Sigurður bróðir hans á Skeggsstöðum. Eftir að vestur kom vegnaði Guðmundi allvel og komst mun betur af en verið hafði hér á landi. Falleg eftirmæli um Guðmund birtust í Lögbergi 2.feb. 1911, eftir skáldið Sigurð Júl Jóhannesson.
Kona hans 1874 ( Giftinardagur finnst ekki) Helga Gísladóttir f. 11.mars 1851 í Skinþúfu (Vallanesi) í Hólmi. d. eftir 1926 í Vesturheimi.
Foreldrar hennar voru Gísli Jónsson bóndi í Skinþúfu og s. k.h. Ingunn Steingrímsdóttir.
Helga ólst upp hjá foreldrum sínum og fermdist frá þeim með góðum vitnisburði. Vinnuk. í Fagranesi á Reykjaströnd 1870, og fylgdi Guðmundi manni sínum eftir að þau gengu í hjónaband. Helga var mannkosta kona, dável greind og vel að sér í mörgu.
Börn þeirra voru:
Albert Júlíus f. 1877 (fæðingardagur og staður finnst ekki) nefndi sig A.J. Goodman í Kanada d. 11.apríl 1858. Starfsmaður Manitoba fylkis
Elías Frímann f. 1880, talið að hann hafi dáið sama ár.
Elísabet f. 15. maí 1882 á Ytra Þverfelli d. í Vesturheimi. Búsett í Winnipeg
Sigurður Bergmann f. 1888 á Tjörn í Borgarsveit, flutti til Vesturheims með foreldrum sínum.
Heimildir: Kirkjubækur og manntöl, Skgafirskar æviskrár 1850- 1890 3.bindi, ábúendatal Bólstaðarhlíðarhrepps (handrit) ofl.
(SigBj)