Björn Halldórsson bóndi á Ytra-Þverfelli f. 23.júní 1834 í Hvammi á Laxárdal fremri, d. 3.mars 1887 í Vatnshlíð á Skörðum.
Foreldrar hans voru Halldór Snæbjarnarson vinnum. í Hvammi síðar bóndi Þorleifsstöðum í Blönduhlíð og barnsmóðir hans, Þuríður Þorsteinsdóttir ógift vinnuk. í Hvammi.
Foreldrar Björns höfðu ekki staðfestu til að ala hann upp á sínum vegum og var hann því á framfæri Bólstaðarhlíðarhrepps fyrstu árin. 1840 er hann komin til Guðmundar Magnússonar bónda í Vatnshlíð og ólst þar upp.Fermdist frá þeim með sæmilegum vitnisburði. Björn var í vinnumennsku í Vatnshlíð þar til að hann hóf sjálfstæðan búskap. Bóndi í Steinárgerði 1865-1866, aftur vinnum. í Vatnshlíð 1866-1867, húsmaður á Brenniborg 1867-1868,á Daufá 1868-1869, vinnum. á Gili í Svartárdal 1869-1870, bóndi á Ytra-Þverfelli 1870-1877, á Leifsstöðum í Svartárdal 1877-1878, húsmaður í Finnstungu í Blöndudal 1878-1880, vinnum. á Eldjárnsstöðum í Blöndudal 1880-1883, í Blöndudalshólum 1883-1885, í Vatnshlíð 1885 til æviloka. Björn mun ekki hafa verið umsvifamikill bóndi og átt erfitt með afkomu enda ætíð með lítin bústofn.
Kona hans 4.maí 1861 Súlíma Jónsdóttir f. 4.feb.1833 á Mörk í Laxárdal d. 1.júlí 1903 á Yðstagili í Langadal.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi á Mörk í Laxárdal og k.h. Þuríður Vormsdóttir
Súlíma missti föður sinn ung að árum og ólst upp hjá móður sinni á Illugastöðum á Laxárdal. Vinnuk. í Geldinaholti 1850, í Vatnshlíð 1855 – 1865, fylgdi manni sínum eftir það , þangað til hann lést. Ráðskona hjá Árna Árnasyni á Kúfastöðum 1887-1895, vinnuk. hjá Guðmundi syni sínum í Gautsdal 1895-1898 á Yðstagili í Langadal 1898 til æviloka.
Börn Björns og Súlímu voru
Margrét f. 25.nóv. 1864 í Vatnshlíð
Guðmundur f. 14.okt.1867 á Brenniborg, d. 8.mars 1940 á Blönduósi. Bóndi í Gautsdal á Laxárdal, á Bakkakoti á Neðribyggð síðast á Blönduósi.
Heimildir: Kirkjubækur og manntöl, Skagfirskar æviskrár 1850-1890 2. bindi.
(SigBj)