Vatnshlíð – ábúendatal

0. -1634-1635- Kár Arngrímsson.

0. -1699-1703- Jón Þorbjörnsson og Guðrún Jónsdóttir.

0. -1708-1709- Andrés Þorbjarnarson. – Bjó síðar á Víðimýri í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu, svo í Höfnum í Vindhælishreppi.

0. -1733-1745 Árni Egilsson og Ingunn Þorsteinsdóttir. – Árni drukknaði í Vatnshlíð í desember 1745. Ingunn bjó áfram.

0. 1745-1746- Ingunn Þorsteinsdóttir, ekkja Árna Egilssonar í Vatnshlíð. – Bjó síðar á Kúfustöðum.

0. -1751-1752 Magnús Jónsson.

0. -1751-1756 Skúli Björnsson og Svanhildur Þorgrímsdóttir. – Fóru búferlum að Geitaskarði í Engihlíðarhreppi.

0. 1752-1754 Illugi Jónsson. – Fór búferlum að Árnesi í Árneshreppi, Strandasýslu.

0. 1756-1759 Björn Þorleifsson og Ólöf Ólafsdóttir. – Björn dó 22. janúar 1759 í Vatnshlíð. Ólöf dó í janúar 1759 á Stóra-Vatnsskarði í Seyluhreppi.

0. -1762-1763- Guðlaugur Einarsson og Guðrún Bjarnadóttir. – Bjuggu síðar á Breiðavaði í Engihlíðarhreppi.

0. -1772-1783- Jón Bjarnason og s.k. Sigríður Erlendsdóttir.

0. -1784-1785 Guðmundur Guðmundsson og f.k. Freygerður Önundardóttir. – Fóru búferlum að Gili.

0. 1785-1786 Sveinn Erlendsson og Sesselja Helgadóttir. – Búsett á Valabjörgum í Seyluhreppi, nytjuðu jörðina.

0. 1786-1800 Sigurður Ólafsson og s.k. Gróa og ráðsk. Guðlaug Björnsdóttir. – Gróa dó á árunum 1795-1799. Sigurður dó 1799 eða 1800. Guðlaug fór í vinnumennsku að Flugumýri í Akrahreppi, Skagafjarðarsýslu, var í vinnumennsku á Skottastöðum 1814, reisti bú með dóttur sinni á Torfalæk í Torfalækjarhreppi 1832.

0. -1790-1791 Finnbogi Þorkelsson og Sigríður Gísladóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað, reistu bú í Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu 1792.

0. 1796-1798 Guðmundur Jónsson og f.k. Katrín Sigurðardóttir. – Fóru búferlum að Ytra-Tungukoti.

0. 1798-1828 Magnús Ásgrímsson og Hallfríður Gunnarsdóttir. – Hallfríður dó 1. janúar 1828 í Vatnshlíð. Magnús brá búi, var kyrr á sama stað. Hann dó 3. september 1829 í Vatnshlíð.

0. 1815-1816 Helga Oddsdóttir og Guðmundur Magnússon. – Guðmundur var skráður fyrir búinu næstu ár.

0. 1816-1820 Guðmundur Magnússon og f.k. Helga Oddsdóttir. – Fóru búferlum að Vatnsenda, reistu bú í Vatnshlíð 1828.

0. 1828-1866 Guðmundur Magnússon og f.k. Helga Oddsdóttir og s.k. Margrét Jónsdóttir. – Guðmundur og Helga höfðu jafnframt bú á Vatnsenda 1828-1829. Helga dó 25. júlí 1843 í Vatnshlíð. Guðmundur dó 10. júní 1866 í Vatnshlíð. Margrét bjó áfram.

0. 1866-1870 Margrét Jónsdóttir, ekkja Guðmundar Magnússonar í Vatnshlíð, og ráðsm. Jósef Gíslason. – Margrét dó 5. júní 1870 í Vatnshlíð. Jósef fór í vinnumennsku að Fagranesi í Sauðárhreppi, Skagafjarðarsýslu, reisti bú á Gvendarstöðum í Staðarhreppi, Skagafjarðarsýslu 1872.

0. 1867-1868 Hannes Gíslason og s.k. Sigríður Einarsdóttir. – Fóru búferlum að Fjósum.

0. 1868-1869 Baldvin Einarsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Brandsstöðum.

0. 1869-1880 Stefán Einarsson og Lilja Kristín Jónsdóttir. – Lilja dó 13. september 1876 í Vatnshlíð. Stefán brá búi, fór í húsmennsku á sama stað. Hann dó 8. júní 1883 í Vatnshlíð.

0. 1880-1916 Guðmundur Sigurðsson og (Lilja) Þuríður Stefánsdóttir. – Brugðu búi, voru kyrr á sama stað. Guðmundur dó 26. maí 1919 í Vatnshlíð. Þuríður dó 16. október 1938 á Sauðárkróki.

0. 1880-1888 Lárus Jón Stefánsson og f.k. Guðrún Þorbjörg Sigurðardóttir og ráðsk. Sigríður Björg Sveinsdóttir. – Guðrún dó 17. janúar 1886 í Vatnshlíð. Lárus og Sigríður fóru búferlum að Skarði í Sauðárhreppi.

0. 1898-1899 (Þorsteinn) Hjálmar Sigurðsson og Stefanía Lilja Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Valadal í Seyluhreppi, reistu bú í Fjósahúsum 1917.

0. 1916-1938 Pétur Guðmundsson og Herdís Grímsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað, bjuggu síðar á Sauðárkróki. Herdís dó 15. september 1971 á Sauðárkróki. Pétur dó 19. mars 1987 á Sauðárkróki.

0. 1938-1957- Eiríkur Sigurgeirsson og Kristín Karólína Vermundsdóttir. – Kristín dó 11. nóvember 1973 á Sauðárkróki. Eiríkur dó 13. maí 1974 á Sauðárkróki.

0. 1942-1957- (Jónas) Skarphéðinn Eiríksson. – Skarphéðinn dó 12. október 1973 á Sauðárkróki.

0. -1957-1958- Haukur Hlíðdal Eiríksson.

0. 1963-2012- Karl Eiríksson og Margrét Guðlaug Þórhallsdóttir.