Syðri-Mjóidalur – ábúendatal

0. -1699-1703- Einar Jónsson og f.k. Þóra Bessadóttir og s.k. Ingibjörg Pálsdóttir. – Þóra dó á árunum 1689-1699. Einar og Ingibjörg bjuggu síðar í Gautsdal.

0. -1708-1709- Einar Árnason. – Bjó síðar á Þorbrandsstöðum í Engihlíðarhreppi.

0. -1733-1734 Oddný Björnsdóttir. – Oddný giftist Þorsteini Illugasyni.

0. -1733-1734 Ari Björnsson og Arndís Björnsdóttir. – Fóru búferlum að Ytri-Mjóadal, reistu bú í Syðri-Mjóadal 1745.

0. -1733-1734 Sveinn Jónsson og Þuríður Einarsdóttir. – Fóru búferlum að Brún.

0. 1734-1735- Þorsteinn Illugason og Oddný Björnsdóttir. – Þorsteinn dó á árunum 1735-1738. Oddný bjó áfram.

0. -1737-1745 Oddný Björnsdóttir, ekkja Þorsteins Illugasonar í Syðri-Mjóadal. – Brá búi, var kyrr á sama stað. Oddný var í húsmennsku í Syðri-Mjóadal 1762.

0. -1744-1745 Sigurður Jónsson og Guðbjörg Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Brún.

0. 1745-1757 Ari Björnsson og Arndís Björnsdóttir. – Ari dó á árunum 1757-1762. Arndís brá búi, var í Syðri-Mjóadal 1762.

0. 1757-1794 Björn Arason og Ingibjörg Illugadóttir. – Brugðu búi, voru kyrr á sama stað. Björn dó 22. september 1805 á Reykjum í Torfalækjarhreppi. Ingibjörg dó 14. júlí 1816 á Beinakeldu í Torfalækjarhreppi.

0. 1794-1798 Ólafur Björnsson og Gróa Ólafsdóttir. – Fóru búferlum að Reykjum í Torfalækjarhreppi.

0. 1798-1811 Jón Ketilsson og f.k. Valgerður Pétursdóttir og s.k. Guðrún Sveinsdóttir. Valgerður dó á árunum 1801-1810. Jón og Guðrún fóru búferlum að Kirkjuskarði í Engihlíðarhreppi.

0. 1811-1816 Sigurður Gíslason og f.k. Oddný Björnsdóttir og s.k. Guðrún Björnsdóttir. – Oddný dó á árunum 1801-1814. Sigurður og Guðrún brugðu búi, voru kyrr á sama stað, reistu bú á sama stað 1819.

0. 1816-1819 Jón Helgason og Ásta Björnsdóttir. – Fóru búferlum að Hróarsstöðum í Vindhælishreppi.

0. 1819-1820 Sigurður Gíslason og s.k. Guðrún Björnsdóttir. – Fóru búferlum að Skyttudal.

0. 1819-1850 Guðmundur Björnsson og Svanhildur Árnadóttir. – Guðmundur dó 8. desember 1850 í Syðri-Mjóadal. Svanhildur bjó áfram.

0. 1850-1851 Svanhildur Árnadóttir, ekkja Guðmundar Björnssonar í Syðri-Mjóadal, og sonur hennar Steinn Guðmundsson. – Brugðu búi. Svanhildur var kyrr á sama stað. Hún dó 30. maí 1862 á Fremstagili í Engihlíðarhreppi. Steinn fór í vinnumennsku að Þverárdal, reisti bú í Hvammi í Svartárdal 1862.

0. 1851-1858 Einar Jónsson og f.k. Guðrún Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Skyttudal, nytjuðu jörðina áfram.

0. 1852-1861 Hjálmar Loftsson og Helga Stefánsdóttir. – Búsett á Æsustöðum, nytjuðu hluta af jörðinni.

0. 1858-1861 Helgi Steinn Jónsson og f.k. Anna Rafnsdóttir. – Fóru búferlum að Neðra-Skúfi í Vindhælishreppi.

0. 1858-1860 Einar Jónsson og f.k. Guðrún Guðmundsdóttir. – Búsett í Skyttudal, nytjuðu hluta af jörðinni.

0. 1860-1861 Guðmundur Eiríksson og Jórunn Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Teigakoti.

0. 1861-1862 Þorleifur Þorleifsson og Ingibjörg Magnúsdóttir. – Fóru búferlum að Skyttudal.

0. 1862-1869 Jóhann Frímann Sigvaldason og Guðrún Jónsdóttir. – Höfðu jafnframt bú í Ytri-Mjóadal 1866-1867.

0. 1867-1868 Jósafat Sigvaldason og ráðsk. Guðný Guðlaugsdóttir. – Fóru búferlum að Gili.

0. 1868-1869 Jóhannes Guðmundsson og Solveig Benediktsdóttir.

Jarðirnar Syðri-Mjóidalur og Ytri-Mjóidalur sameinaðar í eina jörð, Mjóadal.