0. -1692-1693 Ólafur Jónsson. – Fór búferlum í Skagafjarðarsýslu.
0. -1699-1703- Oddur Þorsteinsson og Málfríður Einarsdóttir.
-1707-1708 Í eyði.
0. 1708-1709- Grímur Jónsson og Þórunn Björnsdóttir. – Bjuggu síðar á Stóra-Vatnsskarði í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu.
0. 1708- Jón Jónsson. – Búsettur á Ytri-Leifsstöðum, nytjaði helming af jörðinni.
0. -1734-1739 Jón Ólafsson og Elín Gísladóttir. – Jón dó 1739 eða 1740. Elín bjó áfram.
0. 1739-1746- Elín Gísladóttir, ekkja Jóns Ólafssonar á Syðri-Leifsstöðum.
0. -1750- Jón Jónsson.
0. -1751-1754- Hallgrímur Egilsson og Engilráð Auðunsdóttir. – Brugðu búi, voru í vinnumennsku á Ballará í Skarðsstrandarhreppi, Dalasýslu 1759, reistu bú í Miðhúsum í Bitruhreppi, Strandasýslu 1760.
0. 1753-1776 Illugi Björnsson og Þorbjörg Sæmundsdóttir. – Bjuggu síðar á Krithóli í Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu.
0. 1774-1779 Guðmundur Símonsson og Valgerður Illugadóttir. – Guðmundur dó 1779 eða 1780. Valgerður bjó áfram.
0. 1776-1777 Finnbogi Þorkelsson og Sigríður Gísladóttir. – Bjuggu síðar í Valadal í Seyluhreppi, svo í Vatnshlíð.
0. 1777-1781 Jón Oddason og Helga Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Eiríksstöðum.
0. 1779-1780 Valgerður Illugadóttir, ekkja Guðmundar Símonssonar á Syðri-Leifsstöðum. – Brá búi, giftist síðar Ásmundi Höskuldssyni á Krithóli.
0. 1780-1783- Ólafur Sveinsson og s.k. Guðrún Benediktsdóttir. – Höfðu jafnframt bú á Ytri-Leifsstöðum 1782-1783-. Bjuggu síðar í Finnstungu.
0. -1784-1786 Guðmundur Jónsson og Margrét Árnadóttir. – Guðmundur dó 1786 eða 1787. Margrét bjó áfram.
0. 1786-1790 Margrét Árnadóttir, ekkja Guðmundar Jónssonar á Syðri-Leifsstöðum. – Fór búferlum að Hóli.
0. 1790-1805 Krákur Sveinsson og s.k. Kristín Sveinsdóttir og ráðsk. Steinunn Árnadóttir. – Kristín dó 1797 á Syðri-Leifsstöðum. Krákur dó í júní 1805. Steinunn giftist síðar Ólafi Jónssyni á Æsustöðum.
0. 1805-1806 Helga Kráksdóttir og ráðsm. Ögmundur Ögmundsson. – Helga giftist Jóni Auðunssyni. Ögmundur reisti bú í Hnausum í Sveinsstaðahreppi 1806.
0. 1805-1808 Eggert Jónsson og Halldóra Einarsdóttir. – Fóru búferlum að Völlum í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu.
0. 1806-1837 Jón Auðunsson og Helga Kráksdóttir. – Jón dó 4. apríl 1837 á Syðri-Leifsstöðum. Helga bjó áfram.
0. 1837-1839 Helga Kráksdóttir, ekkja Jóns Auðunssonar á Syðri-Leifsstöðum. – Brá búi, var kyrr á sama stað. Helga dó 17. júlí 1845 á Syðri-Leifsstöðum.
0. 1839-1846 Stefán Jónsson og Steinunn Björnsdóttir. – Fóru búferlum að Sveinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi.
0. 1840-1841 Krákur Jónsson og Kristrún Daníelsdóttir. – Fóru búferlum að Kóngsgarði.
0. 1846-1848 Guðmundur Bjarnason og ráðsk. Konkordía Jónsdóttir og ráðsk. Guðný Eiríksdóttir. – Konkordía reisti bú á Syðri-Leifsstöðum 1847. Guðmundur og Guðný fóru búferlum að Brenniborg í Lýtingsstaðahreppi.
0. 1847-1848 Konkordía Jónsdóttir og Árni Árnason. – Árni var skráður fyrir búinu næstu ár.
0. 1848-1851 Árni Árnason og Konkordía Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Kúfustöðum.
0. 1848-1853 Valgerður Jónsdóttir, ekkja Páls Halldórssonar á Bergsstöðum, og ráðsm. Andrés Jónsson. – Valgerður giftist Andrési.
0. 1851-1855 Ólafur Pálsson og Ingibjörg Gísladóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Skottastöðum. Ólafur dó 27. júlí 1855 á Skottastöðum. Ingibjörg giftist síðar Jóni Ásmundssyni vinnumanni á Bergsstöðum, reistu á Syðri-Leifsstöðum 1863.
0. 1853-1857 Andrés Jónsson og Valgerður Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Víðimýrarseli í Seyluhreppi.
0. 1855-1857 Jón Hjálmsson og Kristín Gísladóttir. – Fóru búferlum að Steinárgerði.
0. 1857-1859 Jón Árnason og Guðrún Gísladóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Kóngsgarði. Jón dó 6. mars 1860 í Kóngsgarði. Guðrún dó 15. mars 1860 í Kóngsgarði.
0. 1857-1858 Sveinn Bjarnason og Ólöf Oddsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Kárastöðum í Rípurhreppi, Skagafjarðarsýslu, reistu bú á Álfgeirsvöllum í Lýtingsstaðahreppi 1859.
0. 1858-1859 Jón Bjarnason og Hólmfríður Kristjánsdóttir. – Fóru búferlum að Forsæludalsseli í Áshreppi.
0. 1858-1859 Jón Guðmundsson og s.k. Solveig Hannesdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Teigakoti, reistu bú á Brún í Seyluhreppi 1861.
0. 1859-1867 Árni Jónsson og Sigurlaug Guðmundsdóttir og ráðsk. Elísabet Magnúsdóttir. – Sigurlaug dó 6. mars 1861 á Syðri-Leifsstöðum. Árni og Elísabet brugðu búi. Árni fór í vinnumennsku að Framnesi í Akrahreppi, Skagafjarðarsýslu. Hann dó 17. maí 1876 í Borgarseli í Sauðárhreppi, Skagafjarðarsýslu. Elísabet fór að Geitagerði í Staðarhreppi, Skagafjarðarsýslu. Hún dó 29. desember 1908 á Hjaltabakka í Torfalækjarhreppi.
0. 1861-1862 Jón Björnsson og Ingibjörg Hinriksdóttir. – Búsett á Bergsstöðum, nytjuðu hluta af jörðinni.
0. 1863-1864 Jón Ásmundsson og Ingibjörg Gísladóttir. – Fóru búferlum að Hvammi í Svartárdal.
0. 1864-1870 Jón Jónsson og Sigurbjörg Sigurðardóttir. – Fóru búferlum að Bergsstöðum.
0. 1867-1869 Pétur Björnsson og Rannveig Magnúsdóttir. – Fóru búferlum að Hafsteinsstöðum í Staðarhreppi. Rannveig reisti bú með syni sínum á Gunnsteinsstöðum 1880.
0. 1869-1870 Einar Guðmundsson og Björg Jónasdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Þverárdal. Einar dó 3. maí 1875 í Hítardal í Hraunhreppi, Mýrasýslu. Björg dó 21. janúar 1897 í Garðbæ í Eyrarbakkahreppi, Árnessýslu.
0. 1869-1870 Jónas Hannesson og Margrét Jónsdóttir. – Brugðu búi. Jónas dó á árunum 1870-1880. Margrét fór í húsmennsku að Torfustöðum. Hún dó 29. október 1916 á Brandsstöðum.
0. 1869-1870 Markús Gíslason og Metta Einarsdóttir. – Búsett á Bergsstöðum, nytjuðu hluta af jörðinni.
0. 1870-1873 Stefán Stefánsson og Þorbjörg Jónsdóttir. – Stefán dó 27. september 1873 á Syðri-Leifsstöðum. Þorbjörg bjó áfram.
0. 1873-1874 Þorbjörg Jónsdóttir, ekkja Stefáns Stefánssonar á Syðri-Leifsstöðum. – Brá búi, fór í vinnumennsku að Mið-Vatni í Lýtingsstaðahreppi og síðar til Vesturheims, giftist Sigurði Stefánssyni í Geysirbyggð í Nýja-Íslandi, Kanada. Þorbjörg dó 17. janúar 1933 í Blaine í Washington, Bandaríkjunum.
0. 1874-1876 Sveinn Sigvaldason og ráðsk. Ingibjörg Hannesdóttir og ráðsk. Anna Lilja Jóhannsdóttir. – Ingibjörg fór í húsmennsku að Kálfárdal 1875, reisti bú með Sveini á Syðri-Leifsstöðum 1880. Sveinn brá búi, fór í húsmennsku á sama stað, reisti bú á sama stað 1880. Anna var skráð fyrir búinu næsta ár.
0. 1876-1877 Þorleifur Jóhannesson og Guðbjörg Þórðardóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Bólstaðarhlíð, reistu bú í Móbergsseli í Engihlíðarhreppi 1880.
0. 1876-1877 Anna Lilja Jóhannsdóttir, ekkja Björns Ólafssonar í Finnstungu. – Fór búferlum að Eiríksstaðakoti.
0. 1877-1897 Jón Mikael Magnússon og María Jónsdóttir. – Jón dó 4. nóvember 1897 á Syðri-Leifsstöðum. María bjó áfram.
0. 1877-1878 Björn Halldórsson og Súlíma Jónsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Finnstungu, reistu bú í Eyvindarstaðagerði 1879.
0. 1880-1882 Sveinn Sigvaldason og Ingibjörg Hannesdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Gili, reistu bú í Selhaga 1883.
0. 1882-1883 Þorsteinn Þorkelsson og Guðrún Björnsdóttir. – Brugðu búi, fóru til Vesturheims.
0. 1883-1886 Stefán Magnús Jónsson og f.k. Þorbjörg Halldórsdóttir. – Búsett á Bergsstöðum, nytjuðu hluta af jörðinni.
0. 1897-1899 Árni Sigurðsson og Guðlaug Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Hóli.
0. 1897-1898 María Jónsdóttir, ekkja Jóns Mikaels Magnússonar á Syðri-Leifsstöðum. – Brá búi, var kyrr á sama stað, reisti bú með syni sínum á Hóli 1900.
0. 1899-1907 Guðmundur Guðmundsson og Guðríður Einarsdóttir. – Guðmundur dó 9. júní 1907 á Syðri-Leifsstöðum. Guðríður brá búi, fór í húsmennsku á sama stað, varð síðar ráðskona á Brandsstöðum.
0. 1907-1908 Jósafat Jónsson og ráðsk. Ingibjörg Helgadóttir. – Jósafat fór búferlum að Brandsstöðum. Ingibjörg fór í húsmennsku að Kúfustöðum. Hún dó 22. maí 1925 í Hvammi í Svartárdal.
0. 1908-1909 Sigfús Pétursson og ráðsk. Helga Jóhannesdóttir. – Brugðu búi. Sigfús fór að Torfustöðum. Hann dó 24. júní 1922 í Grænuborg í Reykjavík. Helga var í Unuhúsi í Reykjavík 1910. Hún dó 14. mars 1941.
0. 1909-1947 Sigurður Benediktsson og systir hans Guðrún Jónasdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir. – Sigurður og Ingibjörg höfðu jafnframt bú í Steinárgerði 1923-1934 og 1941-1946 og á Skottastöðum 1941-1947. Guðrún giftist Ólafi Sigurðssyni vinnumanni á Syðri-Leifsstöðum, reistu bú í Brekku í Seyluhreppi 1917 og á Eiríksstöðum 1919. Sigurður og Ingibjörg brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað. Höfðu bú á Skottastöðum 1947-1950. Ingibjörg dó 2. febrúar 1959 á Blönduósi. Sigurður dó 2. júní 1974 á Blönduósi.
0. 1946-1996 Guðmundur Sigurðsson og Sonja Sigurðardóttir Wium. – Guðmundur hafði jafnframt bú í Steinárgerði 1946-1947. Guðmundur og Sonja skildu. Guðmundur dó 4. janúar 1996 á Syðri-Leifsstöðum. Sonja giftist síðar Hannesi Stephensen Péturssyni járnsmið í Reykjavík. Hún dó 31. janúar 2010 á Blönduósi.
0. 1947-1984 Sigurður Sigurðsson og María Karólína Steingrímsdóttir. – Sigurður dó 5. júlí 1984 á Syðri-Leifsstöðum.
0. 1953-1957- Aðalsteinn Sigurðsson. – Aðalsteinn dó 21. ágúst 2005 á Syðri-Leifsstöðum.
0. 1953-1957- Björn Sigurðsson. – Hafði jafnframt bú á Skottastöðum 1953-1978-. Björn dó 6. desember 1988.