Syðra-Tungukot (Brúarhlíð) – ábúendatal

0. -1699-1700- Björn [Erlendsson?]

0. -1701-1702 Helga Björnsdóttir. – Fór búferlum að Höllustöðum í Svínavatnshreppi.

0. 1702-1703- Þórður Eiríksson og Guðrún Jónsdóttir.

0. -1708-1709- Guðmundur Illugason og Guðrún Geirmundsdóttir. – Guðmundur var í Svínavatnshreppi 1721.

0. -1734-1739- Pétur Ketilsson og Þuríður Benediktsdóttir. – Pétur dó á árunum 1739-1741. Þuríður bjó áfram.

0. -1740-1741- Þuríður Benediktsdóttir, ekkja Péturs Ketilssonar í Syðra-Tungukoti. – Þuríður giftist Ólafi Þorsteinssyni.

0. -1744-1756 Ólafur Þorsteinsson og Þuríður Benediktsdóttir. – Fóru búferlum að Blöndudalshólum.

0. 1756-1757 Vilhjálmur Símonsson og Steinunn Árnadóttir. – Fóru búferlum að Sólheimum í Svínavatnshreppi.

0. 1757-1774 Ólöf Tómasdóttir, ekkja Ásmundar Jónssonar á Úlfsstöðum í Akrahreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1774-1776 Magnús Hálfdanarson og ráðsk. Margrét Einarsdóttir. – Magnús dó 1775 eða 1776 í Syðra-Tungukoti.

0. 1776-1781 Magnús Jónsson og Guðrún Einarsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Eyvindarstöðum, bjuggu síðar í Eiríksstaðakoti.

0. 1781-1785 Guðmundur Guðmundsson og Sigríður Ólafsdóttir. – Sigríður dó 19. desember 1784 í Syðra-Tungukoti. Guðmundur brá búi, fór í húsmennsku að Finnstungu, var í vinnumennsku í Sellandi 1801. Hann dó 23. október 1804 í Holti í Svínavatnshreppi.

0. 1785-1805 Björn Jónsson. – Brá búi, var á Eyvindarstöðum 1808. Björn dó 31. maí 1821 á Eyvindarstöðum.

0. 1805-1807 Björn Magnússon og Guðrún Kráksdóttir. – Bjuggu síðar í Hvammi í Engihlíðarhreppi, reistu bú í Skyttudal 1811.

0. 1807-1809 Halldóra Jónsdóttir, ekkja Auðuns Jónssonar í Blöndudalshólum. – Brá búi, var í húsmennsku á Syðri-Leifsstöðum 1811. Halldóra dó 12. júlí 1834 á Eyjólfsstöðum í Áshreppi.

0. 1809-1810 Vigfús Þorkelsson og Þorbjörg Nikulásdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Brún, voru í húsmennsku á Ystagili í Engihlíðarhreppi 1813. Þorbjörg dó 21. júlí 1821 á Torfalæk í Torfalækjarhreppi. Vigfús dó 16. júlí 1828 á Skinnastöðum í Torfalækjarhreppi.

0. 1810-1813 Jón Jónsson og Sigríður Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Þröm í Svínavatnshreppi.

0. 1813-1827 Þorsteinn Erlendsson og Sigríður Jónsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað. Þorsteinn dó 4. ágúst 1829 í Syðra-Tungukoti. Sigríður var á Stóru-Giljá í Torfalækjarhreppi 1835. Hún dó 29. ágúst 1837 á Litlu-Giljá í Sveinsstaðahreppi.

0. 1827-1836 Jón Jónsson og Solveig Ketilsdóttir. – Fóru búferlum að Rugludal.

0. 1836-1839 Bjarni Sveinsson og Sigurlaug Bjarnadóttir. – Fóru búferlum að Eiríksstaðakoti.

0. 1839-1844 Halldór Jónasson og 1.k. Oddný Halldórsdóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku að Staðarbakka í Torfustaðahreppi. Skildu. Oddný giftist síðar Jóni Þorsteinssyni vinnumanni á Ytri-Kárastöðum í Kirkjuhvammshreppi, reistu bú á Saurum í Torfustaðahreppi 1855. Halldór reisti bú í Syðra-Tungukoti 1850.

0. 1844-1845 Sveinn Bjarnason og Ólöf Oddsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Brandsstöðum, reistu bú á Syðri-Leifsstöðum 1857.

0. 1845-1847 Hallgrímur Jónsson og s.k. Arnbjörg Eiríksdóttir. – Fóru búferlum að Hafsteinsstöðum í Staðarhreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1845-1849 Árni Pétursson og f.k. Sigurbjörg Ólafsdóttir. – Brugðu búi og skildu. Árni fór í vinnumennsku að Stóradal í Svínavatnshreppi, reisti bú í Litladal í Svínavatnshreppi 1857. Sigurbjörg fór í húsmennsku á sama stað, varð síðar ráðskona á Frostastöðum í Akrahreppi, Skagafjarðarsýslu, reisti bú með syni sínum í Eyvindarstaðagerði 1866.

0. 1849-1854 Jóhannes Hannesson og f.k. Margrét Andrésdóttir. – Fóru búferlum að Kálfárdal.

0. 1850-1853 Halldór Jónasson. – Varð ráðsmaður í Kóngsgarði, nytjaði jörðina áfram.

0. 1853-1854 Halldór Jónasson. – Búsettur í Kóngsgarði, nytjaði hluta af jörðinni.

0. 1854-1859 Halldór Jónasson og 2.k. Sigríður Gísladóttir. – Fóru búferlum að Hvammi í Svartárdal. Halldór reisti bú í Syðra-Tungukoti 1861.

0. 1859-1861 Guðrún Þorkelsdóttir, ekkja Jóns Sigurðssonar í Málmey í Hofshreppi, Skagafjarðarsýslu. – Brá búi, fór úr Blöndudalshólaprestakalli, var í húsmennsku í Syðra-Tungukoti 1863. Guðrún dó 28. janúar 1865 á Eiríksstöðum.

0. 1859-1860 Stefán Sigurðsson og Guðríður Gísladóttir. – Fóru búferlum að Hvammsseli.

0. 1861-1863 Halldór Jónasson og 3.k. Una Jóhannesdóttir. – Halldór dó 17. maí 1863 í Syðra-Tungukoti. Una bjó áfram.

0. 1861-1862 Hjörleifur Einarsson og f.k. Guðlaug Eyjólfsdóttir. – Búsett í Blöndudalshólum, nytjuðu hluta af jörðinni.

0. 1863-1864 Una Jóhannesdóttir, ekkja Halldórs Jónassonar í Syðra-Tungukoti. – Fór búferlum að Sellandi.

0. 1864-1865 Björn Jónsson og Guðrún Einarsdóttir. – Fóru búferlum að Bergsstaðaseli.

0. 1864-1865 Hjörleifur Einarsson og f.k. Guðlaug Eyjólfsdóttir. – Búsett í Blöndudalshólum, nytjuðu hluta af jörðinni.

0. 1865-1870 Hjörleifur Einarsson og f.k. Guðlaug Eyjólfsdóttir. – Búsett í Blöndudalshólum, nytjuðu jörðina.

0. 1865-1867 Hjalti Sigurðsson og Guðlaug Guðvarðsdóttir. – Í húsmennsku. – Guðlaug fór í húsmennsku að Finnstungu. Reistu bú í Kóngsgarði 1872.

0. 1867-1868 Jónas Ísleifsson og Sigríður Þorsteinsdóttir. – Í húsmennsku. – Fóru í húsmennsku að Mjóadal árið eftir, reistu bú í Gilhagaseli í Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu 1878, fóru í húsmennsku að Strjúgsstaðaseli 1885.

0. 1868-1869 Halldór Jónsson og Ingibjörg Jónatansdóttir. – Í húsmennsku. – Ingibjörg fór í vinnumennsku að Bollastöðum. Fóru síðar til Vesturheims, bjuggu í Fljótsbyggð í Nýja-Íslandi, Kanada. Halldór dó 30. apríl 1912 í Fljótsbyggð. Ingibjörg dó 15. maí 1922 í Geysirbyggð í Nýja-Íslandi.

0. 1869-1870 Sigríður Guðmundsdóttir, kona Gunnars Einarssonar vinnumanns í Blöndudalshólum. – Í húsmennsku. – Gunnar var skráður fyrir búinu næsta ár.

0. 1870-1874 Markús Gíslason og Metta Einarsdóttir. – Búsett í Blöndudalshólum, nytjuðu hluta af jörðinni.

0. 1870-1871 Gunnar Einarsson og 1.k. Sigríður Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Breiðargerði í Lýtingsstaðahreppi.

0. 1871-1874 Guðmundur Árnason og ráðsk. Ingiríður Þorbergsdóttir. – Fóru búferlum að Víðimýrarseli í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1874-1875 Markús Gíslason og Metta Einarsdóttir. – Búsett í Blöndudalshólum, nytjuðu jörðina.

0. 1874-1875 Guðrún Jónsdóttir. – Í húsmennsku. – Guðrún dó 8. mars 1875 í Syðra-Tungukoti.

0. 1875-1881 Markús Gíslason og Metta Einarsdóttir. – Búsett í Blöndudalshólum, nytjuðu hluta af jörðinni.

0. 1875-1877 Árni Frímann Friðgeirsson og ráðsk. Guðríður Guðmundsdóttir. – Brugðu búi. Árni fór í vinnumennsku að Finnstungu. Hann drukknaði á Húnaflóa 8. nóvember 1879. Guðríður fór í vinnumennsku að Vesturá í Engihlíðarhreppi. Hún dó 21. desember 1913 í Mjóadal.

0. 1877-1880 Jón Þorleifsson og ráðsk. Vigdís Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Blöndubakka í Engihlíðarhreppi.

0. 1880-1902 Jakob Benjamínsson og s.k. (Anna) Lilja Finnbogadóttir. – Lilja dó 15. júlí 1901 í Syðra-Tungukoti. Jakob brá búi, fór í húsmennsku á sama stað. Hann dó 23. október 1908 á Steiná.

0. 1902-1903 Jónas Illugason og Guðrún Sigurðardóttir. – Fóru búferlum að Eiríksstaðakoti.

0. 1903-1904 Sigfús Ferdínand Eyjólfsson og Kristvina Kristvinsdóttir. – Fóru búferlum að Bólstaðarhlíð.

0. 1904-1905 Andrés Gíslason og Margrét Sigríður Jónsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Hóli, reistu bú í Steinárgerði 1907.

0. 1905-1927 Stefán Árnason og ráðsk. Guðrún Bjarnadóttir. – Guðrún fór til Akureyrar 1908. Hún dó 29. júní 1911 á Akureyri. Stefán dó 4. desember 1927 í Syðra-Tungukoti.

0. 1908-1909 Björn Jónasson og Björg Steinsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað. Björn dó 3. mars 1924 í Syðra-Tungukoti. Björg dó 8. desember 1930 á Skeggsstöðum.

0. 1915-1954- Þorgrímur Jónas Stefánsson og ráðsk. Guðrún Jónsdóttir og Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir. – Guðrún Jónsdóttir varð ráðskona á Ytri-Löngumýri í Svínavatnshreppi 1916. Þorgrímur og Guðrún Björnsdóttir brugðu búi, voru kyrr á sama stað. Þorgrímur dó 13. ágúst 1955 í Syðra-Tungukoti. Guðrún dó 31. júlí 1971 á Blönduósi.

0. 1953-1982 Guðmundur Eyþórsson og Emelía Svanlaug Þorgrímsdóttir. – Emelía dó 14. apríl 1982 á Blönduósi. Guðmundur dó 26. desember 1982 á Blönduósi.

0. 1982-1997 Haraldur Róbert Eyþórsson og ráðsk. (Ingibjörg) Steinunn Guðmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru til Blönduóss. Steinunn dó 10. júní 2001 á Blönduósi. Haraldur dó 25. nóvember 2008 á Blönduósi.

0. 1997-2012- Þór Sævarsson og Guðmunda Sigrún Guðmundsdóttir.