Strjúgstaðir (Strjúgur) – ábúendatal

0. -nál. 1645- Jón Bessason og Gunnvör Egilsdóttir. – Jón dó 1656.

0. -1658 Tómas Árnason. – Tómas dó 1658 í Vindhælishreppi.

0. -1699-1703- Guðrún Tómasdóttir, ekkja Runólfs Jónssonar.

0. -1708-1709- Jón Bjarnason og Solveig Runólfsdóttir. – Höfðu jafnframt bú í Kárahlíð -1708-1709-. Jón bjó síðar á Fjósum.

0. -1717-1722 Markús Magnússon og f.k. Sunneva Gísladóttir. – Fóru búferlum að Torfustöðum.

0. -1721-1723 Sigmundur Helgason og Guðríður Gunnarsdóttir. – Sigmundur dó 27. október 1723. Guðríður bjó áfram.

0. 1723-1735- Guðríður Gunnarsdóttir, ekkja Sigmundar Helgasonar á Strjúgsstöðum.

0. -1733-1734 Margrét Guðmundsdóttir, ekkja Eyjólfs Ormssonar á Kirkjuskarði í Engihlíðarhreppi. – Fór búferlum að Refsstöðum í Engihlíðarhreppi, bjó síðar á Strjúgsstöðum.

0. 1734-1735 Ingibjörg Jónsdóttir.

0. -1737-1745 Guðmundur Sigmundsson og Guðrún Jónsdóttir. – Guðmundur dó 1745 eða 1746. Guðrún bjó áfram.

0. -1737-1741- Margrét Guðmundsdóttir, ekkja Eyjólfs Ormssonar á Kirkjuskarði. – Bjó síðar á Refsstöðum.

0. -1744-1745 Sæmundur Teitsson og Guðrún Sveinsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku í Torfalækjarhreppi. Sæmundur var í Torfalækjarhreppi 1746. Hann dó á árunum 1746-1752.

0. 1745-1762- Guðrún Jónsdóttir, ekkja Guðmundar Sigmundssonar á Strjúgsstöðum.

0. 1745-1746- Jón Jónsson og Helga Jónsdóttir. – Jón dó á árunum 1746-1751. Helga giftist Eyjólfi Eyjólfssyni.

0. -1751-1758 Eyjólfur Eyjólfsson og Helga Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Sneis í Engihlíðarhreppi, reistu bú á Strjúgsstöðum 1778.

0. 1758-1762- Guðbrandur Þórarinsson og Guðný Sveinsdóttir. – Guðbrandur dó á árunum 1762-1774. Guðný bjó síðar í Hólabæ.

0. -1773-1778 Guðmundur Guðmundsson og Agnes Halldórsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Geitaskarði í Engihlíðarhreppi, reistu bú á Hamri í Svínavatnshreppi 1781.

0. 1778-1785 Eyjólfur Eyjólfsson og Helga Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Móbergi í Engihlíðarhreppi.

0. 1785-1796 Bjarni Einarsson og Guðrún Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Torfustöðum.

0. 1796-1802 Ketill Eyjólfsson og Guðrún Hallsdóttir. – Ketill dó 1802 á Strjúgsstöðum. Guðrún fór búferlum að Geitaskarði í Engihlíðarhreppi.

0. 1802-1806 Sveinn Sveinsson og Sigurlaug Sigurðardóttir. – Fóru búferlum að Syðri-Löngumýri í Svínavatnshreppi.

0. 1806-1816 Jón Sveinsson og Guðrún Guðmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað. Guðrún dó 3. mars 1827 á Strjúgsstöðum. Jón reisti bú á sama stað 1829.

0. 1816-1824 Halldór Jónsson og Helga Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Hólabaki í Sveinsstaðahreppi.

0. 1819-1820 Árni Jónsson og ráðsk. Sigríður Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Kirkjubæ í Vindhælishreppi.

0. 1824-1830 Bjarni Sveinsson og Sigríður Jónsdóttir. – Sigríður dó 19. nóvember 1826 á Strjúgsstöðum. Bjarni brá búi, fór í vinnumennsku að Örlygsstöðum í Vindhælishreppi, reisti bú á Strjúgsstöðum 1844.

0. 1824-1835 Guðrún Þorsteinsdóttir, ekkja Sveins Sveinssonar á Hólabaki, og sonur hennar Sveinn Sveinsson. – Guðrún fór búferlum að Hólabæ. Sveinn fór í vinnumennsku að Glaumbæ í Engihlíðarhreppi, reisti bú á Hafursstöðum í Vindhælishreppi 1836 og í Hólabæ 1838.

0. 1829-1839 Jón Sveinsson og ráðsk. Helga Magnúsdóttir. – Jón brá búi, fór í húsmennsku á sama stað. Hann dó 14. júlí 1843 á Strjúgsstöðum. Helga bjó áfram.

0. 1830-1831 Jóhannes Hannesson og f.k. Margrét Andrésdóttir. – Fóru búferlum að Finnstungu.

0. 1832-1834 Þorsteinn Jónsson og f.k. Guðrún Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Litlu-Giljá í Sveinsstaðahreppi.

0. 1838-1841 Vilhjálmur Ingimundarson og Þórunn Eyvindsdóttir. – Fóru búferlum að Holtastöðum í Engihlíðarhreppi.

0. 1839-1844 Helga Magnúsdóttir, skilin við Guðmund Daníelsson í Ytra-Krossanesi í Glæsibæjarhreppi, Eyjafjarðarsýslu. – Fór búferlum að Bakkakoti í Engihlíðarhreppi.

0. 1841-1844 Kristján Guðmundsson og María Guðmundsdóttir. – Kristján drukknaði í Blöndu 14. desember 1844. María bjó áfram.

0. 1844 Bjarni Sveinsson. – Bjarni drukknaði í Blöndu 14. desember 1844.

0. 1844-1846 María Guðmundsdóttir, ekkja Kristjáns Guðmundssonar á Strjúgsstöðum, og ráðsm. Jón Rafnsson. – Brugðu búi. María fór í húsmennsku að Sneis í Engihlíðarhreppi árið eftir. Jón fór í vinnumennsku að Refsstöðum í Engihlíðarhreppi árið eftir. Reistu bú á Balaskarði í Vindhælishreppi 1848.

0. 1845-1847 Sigurður Ólafsson og s.k. Kristín Halldórsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Stóru-Mörk, reistu bú á Stóru-Mörk 1849.

0. 1846-1853 Jón Bjarnason og ráðsk. Ólöf Jónsdóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku að Vesturá í Engihlíðarhreppi, reistu bú í Selhólum í Sauðárhreppi, Skagafjarðarsýslu 1854.

0. 1847-1860 Stefán Halldórsson og Anna Sveinsdóttir. – Stefán brá búi, fór í vinnumennsku að Höllustöðum í Svínavatnshreppi. Anna fór búferlum að Holtastöðum í Engihlíðarhreppi. Reistu bú á Kirkjuskarði í Engihlíðarhreppi 1862.

0. 1849-1850 Kristján Jónasson og ráðsk. Solveig Guðmundsdóttir. – Brugðu búi. Kristján fór í vinnumennsku að Miðgili í Engihlíðarhreppi, reisti bú á Stóru-Mörk 1853. Solveig fór í vinnumennsku að Höllustöðum í Svínavatnshreppi, var í vinnumennsku í Litladal í Svínavatnshreppi 1855. Hún dó 20. maí 1866 í Gröf í Þorkelshólshreppi.

0. 1850-1851 Jón Guðmundsson og Guðrún Einarsdóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku á sama stað, reistu bú í Auðkúluseli í Svínavatnshreppi 1853. Guðrún varð síðar ráðskona í Teigakoti.

0. 1858-1859 Friðfinnur Guðmundsson. – Brá búi, fór í húsmennsku að Gunnsteinsstöðum, reisti bú í Gunnsteinsstaðaseli 1860 og á Strjúgsstöðum 1864.

0. 1860-1861 Erlendur Erlendsson og Ingibjörg Sigurðardóttir. – Fóru búferlum að Gunnsteinsstaðaseli.

0. 1861-1862 Jósafat Sigvaldason og f.k. Ragnheiður Stefánsdóttir. – Ragnheiður dó 17. apríl 1862 á Strjúgsstöðum. Jósafat brá búi, fór í húsmennsku að Tjörn í Vindhælishreppi, reisti bú á Skeggjastöðum í Vindhælishreppi 1864 og í Strjúgsstaðaseli 1865.

0. 1862-1864 Guðmundur Erlendsson og Hólmfríður Stefánsdóttir. – Fóru búferlum að Refsstöðum í Engihlíðarhreppi.

0. 1864-1866 Friðfinnur Guðmundsson og Sigurbjörg Björnsdóttir. – Fóru búferlum að Móbergi.

0. 1866-1880 Halldór Konráðsson og Ósk Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Móbergi.

0. 1880-1888 Jón Guðmundsson og Anna Pétursdóttir. – Höfðu jafnframt bú í Strjúgsstaðaseli 1885-1887. Fóru búferlum að Hvammi á Laxárdal.

0. 1888-1889 Guðrún Arnþórsdóttir, ekkja Magnúsar Bjarnasonar í Ytra-Tungukoti. – Brá búi, fór að Stóru-Gröf í Staðarhreppi, Skagafjarðarsýslu. Guðrún dó 1. júní 1894 í Stóru-Gröf.

0. 1889-1918 Jón Konráð Stefánsson og Helga Jónsdóttir. – Höfðu jafnframt bú á Móbergi 1907-1908. Jón dó 4. apríl 1918 á Strjúgsstöðum. Helga brá búi, var kyrr á sama stað. Hún dó 9. október 1923 á Bollastöðum.

0. 1918-1920 Björn Eiríkur Geirmundsson og Guðrún Jónína Þorfinnsdóttir. – Fóru búferlum að Bollastöðum.

0. 1920-1957- Þorvaldur Pétursson og ráðsk. Sigurbjörg Pétursdóttir og María Sigurðardóttir og ráðsk. Sigrún Theodóra Jakobsdóttir. – Sigurbjörg fór í lausamennsku að Botnastöðum 1923, reisti bú með manni sínum í Mjóadal 1928. María dó 17. júní 1935 á Strjúgsstöðum. Sigrún fór úr Bergsstaðaprestakalli 1937, bjó síðar í Reykjavík, svo á Hesti í Andakílshreppi, Borgarfjarðarsýslu. Hún dó 13. nóvember 1969 í Hafnarfirði. Þorvaldur dó 20. febrúar 1977 á Blönduósi.

0. 1953-1957- Þorbjörn Sigurður Þorvaldsson. – Þorbjörn dó 28. janúar 1987 á Blönduósi.

0. 1969-1973 Björn Kristinsson og Elsa Ingibjörg Þorvaldsdóttir. – Brugðu búi, fóru til Sandgerðis.