0. 1815-1816 Gísli Jónsson og Halldóra Ólafsdóttir. – Fóru búferlum að Engihlíð í Engihlíðarhreppi, reistu bú í Blöndudalshólum 1827.
0. 1816-1817 Sigríður Jónsdóttir, ekkja Þorvalds Björnssonar á Njálsstöðum í Vindhælishreppi. – Brá búi, fór í vinnumennsku að Stóradal í Svínavatnshreppi, reisti bú í Hólaborg í Svínavatnshreppi 1826.
1817-1827 Í eyði.
0. 1827-1828 Sigríður Magnúsdóttir, kona Guðmundar Höskuldssonar húsmanns á Vesturá í Engihlíðarhreppi. – Sigríður var í Strjúgsstaðaseli 1835. Hún dó 27. maí 1853 á Strjúgsstöðum.
1828-1833 Í eyði.
0. 1833-1834 Jón Jónsson og Kristín Ingimundardóttir. – Fóru búferlum að Geitaskarði í Engihlíðarhreppi.
0. 1834-1850 Jón Guðmundsson og Guðrún Einarsdóttir. – Fóru búferlum að Strjúgsstöðum.
1850-1865 Í eyði.
0. 1865-1867 Jósafat Sigvaldason og ráðsk. Guðný Guðlaugsdóttir. – Fóru búferlum að Syðri-Mjóadal.
0. 1867-1869 Guðmundur Guðmundsson og Halldóra Þórðardóttir. – Fóru búferlum að Sneis í Engihlíðarhreppi.
0. 1869-1879 Jóhannes Erlendsson og Ásta Björnsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Skyttudal. Ásta dó 13. maí 1880 í Skyttudal. Jóhannes var á Kirkjuskarði í Engihlíðarhreppi 1901, en á Valabjörgum í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu 1913.
0. 1879-1885 Gísli Guðmundsson og Ingibjörg Björnsdóttir. – Fóru búferlum að Núpsöxl í Engihlíðarhreppi.
0. 1885-1887 Jón Guðmundsson og Anna Pétursdóttir. – Búsett á Strjúgsstöðum, nytjuðu jörðina.
0. 1885-1887 Gísli Einarsson og ráðsk. Helga Sveinsdóttir. – Í húsmennsku. – Reistu bú á Eyrarlandi í Engihlíðarhreppi 1887.
0. 1885-1886 Jónas Ísleifsson og Sigríður Þorsteinsdóttir. – Í húsmennsku. – Jónas dó 17. febrúar 1886 í Strjúgsstaðaseli. Sigríður fór í húsmennsku að Mánaskál í Vindhælishreppi. Hún dó 12. mars 1907 á Sauðárkróki.
0. 1887-1888 Gísli Bjarnason og ráðsk. María Ásmundsdóttir. – Gísli fór búferlum að Balaskarði í Vindhælishreppi. María fór í vinnumennsku að Vatnsleysu í Viðvíkurhreppi, Skagafjarðarsýslu. Hún dó 21. apríl 1907 á Sauðárkróki.
0. 1888-1891 Pétur Pétursson og Anna Guðrún Magnúsdóttir. – Búsett á Gunnsteinsstöðum, nytjuðu jörðina.
1891- Í eyði.