0. -nál. 1665- Jón Bjarnason og Geirlaug Þorbjörnsdóttir.
0. -nál. 1690- Bjarni Jónsson og Kristín Eiríksdóttir. – Bjuggu síðar í Hvammi í Svartárdal.
0. -1699-1708- Jón Björnsson og Þóra Jónsdóttir.
0. -1729-1730- Bergur Brandsson og Ólöf Sveinsdóttir. – Bjuggu síðar í Sölvanesi í Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu.
0. 1733-1734 Þorsteinn Björnsson og Guðríður Tómasdóttir. – Fóru búferlum að Björnólfsstöðum í Engihlíðarhreppi.
0. 1734-1738 Bjarni Þorvarðsson og Helga Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Skottastöðum.
0. -1737-1739 Jón Jónsson og ráðsk. Ólöf Egilsdóttir. – Jón dó 1739. Ólöf bjó áfram.
0. 1739-1741- Ólöf Egilsdóttir. – Bjó síðar á Skeggsstöðum.
0. 1739-1741- Sveinn Ívarsson og Þórunn Illugadóttir. – Bjuggu síðar á Gili.
0. -1744-1754- Þorleifur Sæmundsson og f.k. Engilráð Jónsdóttir. – Bjuggu síðar á Fjalli í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu.
0. -1755-1756 Árni Jónsson og Guðrún Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Kjalarlandi í Vindhælishreppi.
0. 1756-1759- Ólafur Sigurðsson og Valgerður Guðmundsdóttir. – Valgerður dó á árunum 1733-1762. Ólafur brá búi, var í húsmennsku á sama stað 1762. Hann dó á árunum 1762-1771.
0. 1757-1763- Pétur Ólafsson og Solveig Egilsdóttir. – Bjuggu síðar í Hvammi í Svartárdal.
0. -1768-1777 Björn Ólafsson og Ingiríður Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Bólstaðarhlíð.
0. -1773-1774 Ólafur Björnsson og Guðrún Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Barkarstöðum.
0. 1777-1779 Jón Gunnarsson og s.k. Margrét Eggertsdóttir. – Bjuggu síðar í Sölvanesi í Lýtingsstaðahreppi.
0. 1779-1781 Gísli Þórðarson Thorlacius og ráðsk. Guðrún Benediktsdóttir. – Fóru búferlum að Sólheimum í Svínavatnshreppi.
0. 1781-1790 Krákur Sveinsson og s.k. Kristín Sveinsdóttir. – Fóru búferlum að Syðri-Leifsstöðum.
0. 1790-1806 Sigurður Jónsson og s.k. Helga Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Völlum í Seyluhreppi, reistu bú í Stafni 1809.
0. 1798-1799 Helgi Árnason og f.k. Guðrún Höskuldsdóttir. – Fóru búferlum að Holtsmúla í Staðarhreppi, Skagafjarðarsýslu.
0. 1801-1802 Magnús Magnússon og Guðrún Stefánsdóttir. – Fóru búferlum að Djúpadal í Akrahreppi, Skagafjarðarsýslu.
0. 1804-1805 Eggert Jónsson og Halldóra Einarsdóttir. – Fóru búferlum að Syðri-Leifsstöðum.
0. 1806-1808 Gottskálk Egilsson og f.k. Jófríður Björnsdóttir. – Fóru búferlum að Völlum í Seyluhreppi.
0. 1808-1809 Magnús Snæbjörnsson og f.k. Kristín Tómasdóttir. – Fóru búferlum að Héraðsdal í Lýtingsstaðahreppi.
0. 1809-1815 Sigurður Jónsson og s.k. Helga Jónsdóttir. – Sigurður dó í júlí 1815 í Stafni. Helga bjó áfram
0. 1815-1820 Helga Jónsdóttir, ekkja Sigurðar Jónssonar í Stafni, og ráðsm. Bjarni Jónsson. – Helga giftist Bjarna.
21. 1820-1827 Bjarni Jónsson og f.k. Helga Jónsdóttir og s.k. Margrét Magnúsdóttir. Helga dó 30. júní 1824 í Stafni. Bjarni og Margrét fóru búferlum að Álfgeirsvöllum í Lýtingsstaðahreppi.
0. 1826-1848 Jón Sigurðsson og f.k. Margrét Guðmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað. Margrét dó 15. nóvember 1848 í Stafni. Jón reisti bú í Stafni 1850.
0. 1836-1838 Jón Pálsson og Margrét Halldórsdóttir. – Fóru búferlum að Álfgeirsvöllum í Lýtingsstaðahreppi.
0. 1848-1851 Jóhannes Þorláksson og s.k. Sigurbjörg Sigurðardóttir. – Höfðu jafnframt bú á Kúfustöðum 1850-1851. Fóru búferlum að Sveinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi.
0. 1850-1859 Jón Sigurðsson og s.k. Ingibjörg Ólafsdóttir. – Brugðu búi. Jón fór í húsmennsku á sama stað. Hann dó 7. janúar 1862 á Steiná. Ingibjörg fór að Syðri-Leifsstöðum. Hún dó 15. júní 1869 í Litluhlíð í Lýtingsstaðahreppi.
0. 1859-1892 Bjarni Ólafsson og Margrét Magnúsdóttir. – Brugðu búi. Bjarni fór í húsmennsku að Torfustöðum. Hann dó 19. október 1897 á Torfustöðum. Margrét fór í húsmennsku að Gilhaga í Lýtingsstaðahreppi. Hún dó 5. febrúar 1922 á Skeggsstöðum.
0. 1892-1908 Eyjólfur Hansson og s.k. Guðrún Jónsdóttir. – Höfðu jafnframt bú í Kóngsgarði 1896-1897. Eyjólfur dó 7. júní 1908 í Stafni. Guðrún brá búi, fór að Blöndudalshólum. Hún dó 8. maí 1913 í Stafni.
0. 1898-1899 Lýtingsstaðahreppur í Skagafjarðarsýslu nytjaði hluta af jörðinni.
0. 1899-1921 Upprekstrarfélagið Eyvindarstaðaheiði nytjaði hluta af jörðinni.
0. 1907-1920 Ólafur Jónsson og Guðrún Jónasdóttir. – Brugðu búi, voru kyrr á sama stað. Guðrún dó 24. september 1923 í Stafni. Ólafur dó 7. janúar 1930 á Skeggsstöðum.
0. 1920-1924 Halldór Guðmundur Ólafsson og systir hans Ingibjörg Dagbjört Ólafsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Syðri-Leifsstöðum, voru í lausamennsku á Skeggsstöðum 1930. Halldór dó 2. mars 1945 í Reykjavík. Ingibjörg dó 3. apríl 1976 á Blönduósi.
0. 1924-1934 (Þorsteinn) Hjálmar Sigurðsson og Stefanía Lilja Guðmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru til Sauðárkróks. Hjálmar dó 31. maí 1949 á Sauðárkróki. Stefanía dó 2. júní 1950 á Sauðárkróki.
0. 1934-1975 Sigvaldi Halldórsson og (Elísabet) Steinunn Björnsdóttir. – Höfðu jafnframt bú á Kúfustöðum 1944-1949. Brugðu búi, voru kyrr á sama stað. Sigvaldi dó 16. maí 1979 á Blönduósi. Steinunn dó 7. febrúar 1994 á Blönduósi.
0. 1955-1992 Þórir Hólm Sigvaldason. – Hafði jafnframt bú á Kúfustöðum 1981-1992. Þórir dó 11. júní 1992 í Reykjavík.
0. 1979-2012- Sigursteinn Bjarnason og ráðsk. Elsa Heiðdal. Hafa jafnframt haft bú á Kúfustöðum 1992-2012-.