Skottastaðir – ábúendatal

0. -1623-1624- Óttar.

0. -1699-1703- Sigurður Þórðarson og Guðrún Pétursdóttir. – Sigurður var í Bólstaðarhlíðarhreppi 1708.

0. -1734-1735- Jón Jónsson.

0. -1737-1738 Markús Magnússon og f.k. Sunneva Gísladóttir. – Fóru búferlum að Barkarstöðum.

0. 1738-1757 Bjarni Þorvarðsson og Helga Jónsdóttir. – Brugðu búi. Bjarni var í Valadal í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu 1765. Hann var á lífi 1771.

0. 1757-1763- Andrés Björnsson og Ingibjörg Jónsdóttir. – Bjuggu síðar á Álfgeirsvöllum í Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu, reistu bú á Botnastöðum 1775.

0. -1773-1777 Bjarni Ólafsson og Hólmfríður Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Fossum, reistu bú á Skottastöðum 1785.

0. 1777-1785 Einar Jónsson og Guðrún Ólafsdóttir. – Einar dó 1785 á Skottastöðum. Guðrún brá búi, var í Teigakoti í Lýtingsstaðahreppi 1801. Hún dó 16. apríl 1812 í Teigakoti.

0. 1785-1790 Bjarni Ólafsson og Hólmfríður Jónsdóttir. -Fóru búferlum að Steiná.

0. 1790-1796 Jón Jónsson og 2.k. Margrét Bjarnadóttir. – Fóru búferlum að Steiná.

0. 1796-1819 Guðrún Bjarnadóttir, ekkja Ólafs Jónssonar á Ytri-Leifsstöðum, og ráðsm. Lárus Bjarnason. – Lárus dó 7. janúar 1818 á Skottastöðum. Guðrún dó 13. febrúar 1819 á Skottastöðum.

0. 1819-1865 Árni Jónsson og f.k. Herdís Einarsdóttir og s.k. Solveig Pálsdóttir. – Herdís dó 8. nóvember 1823 á Skottastöðum. Árni og Solveig brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað, reistu bú á sama stað 1866.

0. 1865-1866 Jón Hjálmsson og Kristín Gísladóttir. – Fóru búferlum að Fossum.

0. 1866-1869 Árni Jónsson og s.k. Solveig Pálsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað. Solveig dó 30. apríl 1871 á Skottastöðum. Árni dó 27. desember 1874 í Gafli í Svínavatnshreppi.

0. 1867-1868 Steinn Guðmundsson og Jórunn Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Fjósaseli.

0. 1869-1870 Sveinn Jónsson og Þuríður Ásmundsdóttir. – Fóru búferlum að Bergsstöðum.

0. 1870-1883 Ólafur Árnason og Rósa Halldórsdóttir og ráðsk. Sigurrós Hjálmarsdóttir og ráðsk. Ingibjörg Arnþórsdóttir. – Rósa dó 21. janúar 1880 á Skottastöðum. Sigurrós reisti bú á Skottastöðum 1881, varð síðar ráðskona á Skottastöðum. Ingibjörg fór í vinnumennsku að Stóra-Búrfelli í Svínavatnshreppi 1882 og síðar til Vesturheims. Hún var í Argyle í Manitoba, Kanada 1901. Sigurrós fór búferlum að Geitabóli í Sveinsstaðahreppi. Ólafur brá búi, fór í vinnumennsku að Bergsstöðum, reisti bú á Geitabóli 1884, varð síðar ráðsmaður á Skottastöðum, reisti bú á Skottastöðum 1888.

0. 1881-1882 Sigurrós Hjálmarsdóttir, ekkja Jónatans Davíðssonar á Marðarnúpi í Áshreppi. – Varð ráðskona á sama stað.

0. 1883-1884 Anna Lilja Jóhannsdóttir, ekkja Björns Ólafssonar í Finnstungu, og sonur hennar (Jóhannes) Sigvaldi Björnsson. – Fóru búferlum að Eiríksstaðakoti.

0. 1884-1887 Ágúst Jónsson og Margrét Árnadóttir. – Brugðu búi, fóru til Vesturheims, bjuggu í Hallsonbyggð í Norður-Dakota, Bandaríkjunum, síðar á Lundar í Manitoba, Kanada. Ágúst dó 4. desember 1934 á Lundar. Margrét var á Lundar 1928.

0. 1887-1888 Solveig Stefánsdóttir, og ráðsm. Ólafur Árnason. – Solveig fór búferlum að Torfustöðum. Ólafur bjó áfram.

0. 1888-1901 Ólafur Árnason og ráðsk. Málfríður Björnsdóttir. – Ólafur dó 13. mars 1901 á Skottastöðum. Málfríður fór í húsmennsku að Hóli 1897. Hún dó 17. maí 1914 á Ytri-Ey í Vindhælishreppi.

0. 1901-1908 Jón Guðmundsson og s.k. Guðlaug Sigurðardóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku að Hvammi í Svartárdal, reistu bú á Hóli 1910.

0. 1908-1909 Jón Jóhannsson og Ingibjörg Gísladóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Syðri-Leifsstöðum. Ingibjörg dó 17. janúar 1920 á Sauðárkróki. Jón dó 22. október 1939 í Hvammi í Svartárdal.

0. 1908-1918 Árni Ólafsson. – Árni dó 27. júní 1918 á Skottastöðum.

0. 1909-1923 Jón Ólafsson og (Una) Sigríður Jónsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað. Jón dó 27. nóvember 1936 á Steiná. Sigríður dó 26. september 1967 á Blönduósi.

0. 1919-1920 Árni Þorgrímsson og Solveig Ólafsdóttir. – Brugðu búi, fóru að Ásgeirsbrekku í Viðvíkurhreppi, Skagafjarðarsýslu. Árni dó 14. febrúar 1925 í Reykjavík. Solveig dó 24. júlí 1938 í Eyhildarholti í Rípurhreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1923-1938 Halldór Jóhannsson og Guðrún Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Fjósum.

1938-1941 Í eyði.

0. 1941-1950 Sigurður Benediktsson og Ingibjörg Sigurðardóttir. – Búsett á Syðri-Leifsstöðum, nytjuðu jörðina.

1950-1951 Í eyði.

0. 1951-1978- Björn Sigurðsson. – Búsettur á Syðri-Leifsstöðum, nytjaði jörðina.