0. -nál. 1685- Ólafur Jónsson og Málfríður Árnadóttir. – Ólafur dó á árunum 1687-1700. Málfríður bjó áfram.
0. -1699-1703- Björn Snorrason og Kristín Bjarnadóttir. – Bjuggu síðar á Breiðavaði í Engihlíðarhreppi.
0. -1699-1700- Málfríður Árnadóttir, ekkja Ólafs Jónssonar á Skeggsstöðum. – Bjó síðar á Stóra-Búrfelli í Svínavatnshreppi.
0. 1708-1738 Sveinn Eiríksson og Guðrún Jónsdóttir. – Bjuggu síðar á Illugastöðum í Skefilsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu.
0. 1727-1728- Markús Magnússon og Sunneva Gísladóttir. – Bjuggu síðar í Ytri-Mjóadal.
0. 1738-1741- Þorbjörn Tómasson og Sigríður Illugadóttir. – Bjuggu síðar í Sellandi.
0. -1744-1782 Jón Jónsson og Björg Jónsdóttir. – Jón dó 1782 eða 1783 á Skeggsstöðum. Björg bjó áfram.
0. -1744-1745 Ólöf Egilsdóttir. – Fór búferlum að Eiríksstöðum.
0. -1751-1752 Þórunn Þorsteinsdóttir. – Brá búi, fór í húsmennsku að Þverárdal. Þórunn var í Þverárdal 1755.
0. 1782-1787 Björg Jónsdóttir, ekkja Jóns Jónssonar á Skeggsstöðum. – Fór búferlum að Þverárdal.
0. 1787-1805 Jón Sigurðsson og f.k. Sigríður Björnsdóttir. – Fóru búferlum að Torfustöðum.
0. 1788-1789 Sólrún Benediktsdóttir, ekkja Jóns Jónssonar í Holti í Torfalækjarhreppi. – Brá búi, var í húsmennsku á Gili 1791, en í vinnumennsku í Litladal í Svínavatnshreppi 1804. Sólrún var á Hrafnabjörgum í Svínavatnshreppi 1816. Hún dó 27. júní 1827 á Brandsstöðum.
0. 1794-1796 Árni Jónsson og Helga Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Botnastöðum.
0. 1805-1818 Bjarni Einarsson og Guðrún Jónsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað. Bjarni dó 6. apríl 1820 á Skeggsstöðum. Guðrún reisti bú á Skeggsstöðum 1821.
0. 1805-1806 Ingimundur Jónsson og Kristín Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Glaumbæ í Engihlíðarhreppi.
0. 1818-1825 Þorkell Jónsson og Rósa Bjarnadóttir. – Fóru búferlum að Fjósum, reistu bú á Skeggsstöðum 1826.
0. 1818-1820 Þorkell Jónsson og Þórunn Egilsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Botnastöðum, bjuggu síðar í Lambhaga í Mosfellshreppi, Kjósarsýslu.
0. 1821-1825 Guðrún Jónsdóttir, ekkja Bjarna Einarssonar á Skeggsstöðum. – Guðrún dó 18. október 1825 á Skeggsstöðum.
0. 1825-1827 Guðmundur Magnússon og Ingibjörg Jóhannesdóttir. – Fóru búferlum að Bólstaðarhlíð.
0. 1825-1826 Dánarbú Guðrúnar Jónsdóttur.
0. 1826-1836 Þorkell Jónsson og Rósa Bjarnadóttir. – Brugðu búi, voru kyrr á sama stað. Rósa dó 29. október 1841 í Syðra-Tungukoti. Þorkell dó 16. júlí 1846 á Brún.
0. 1827-1834 Þorsteinn Gíslason og f.k. Ingibjörg Sveinsdóttir. – Fóru búferlum að Kóngsgarði.
0. 1834-1837 Jón Sigurðsson og Guðrún Þorkelsdóttir. – Fóru búferlum að Brún.
0. 1837-1851 Einar Hannesson og f.k. Ingibjörg Arnljótsdóttir og s.k. Sigurlaug Eyjólfsdóttir. – Ingibjörg dó 8. mars 1839 á Skeggsstöðum. Einar og Sigurlaug fóru búferlum að Víðimýri í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu.
0. 1851-1859 Þorkell Þorsteinsson og Björg Pétursdóttir. – Fóru búferlum að Barkarstöðum.
0. 1859-1860 Hallgrímur Jóhannsson og Hólmfríður Hallsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað, reistu bú á Löngumýri í Seyluhreppi 1864.
0. 1859-1863 Hallgrímur Hallgrímsson og Guðbjörg Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Löngumýri í Seyluhreppi.
0. 1863-1865 Ólafur Gunnarsson og Guðrún Guðvarðsdóttir. – Fóru búferlum að Barkarstöðum.
0. 1865-1874 Brynjólfur Brynjólfsson og Þórunn Ólafsdóttir. – Brugðu búi, fóru til Vesturheims, bjuggu í Marklandi í Nova Scotia, Kanada, síðar í Mountainbyggð í Norður-Dakota, Bandaríkjunum. Þórunn dó 27. september 1892 í Mountainbyggð. Brynjólfur dó 2. janúar 1917 í Mountainbyggð.
0. 1874-1876 Sigurður Sigurðsson og s.k. Margrét Þorsteinsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað, reistu bú á sama stað 1877. Höfðu bú í Eiríksstaðakoti 1876-1877.
0. 1876-1877 Jón Bjarnason og s.k. Helga Þorláksdóttir. – Fóru búferlum að Eiríksstöðum.
0. 1877-1895 Sigurður Sigurðsson og s.k. Margrét Þorsteinsdóttir og ráðsk. Ingibjörg Sigurðardóttir. – Margrét dó 21. september 1893 á Skeggsstöðum. Ingibjörg dó 12. maí 1894 á Skeggsstöðum. Sigurður brá búi, fór til Sauðárkróks. Hann dó 2. maí 1897 á Sauðárkróki.
0. 1893-1895 (Þorsteinn) Hjálmar Sigurðsson og systir hans Þórunn Ingibjörg Sigurðardóttir. – Brugðu búi, fóru úr Bergsstaðaprestakalli. Hjálmar reisti bú á Skeggsstöðum 1897. Þórunn giftist síðar Halldóri Bjarnasyni í Gröf í Miklaholtshreppi, Hnappadalssýslu.
0. 1895-1897 Gísli Benedikt Hjálmarsson og Guðrún Gísladóttir. – Fóru búferlum að Þverárdal.
0. 1895-1897 Björn Sveinsson og Guðbjörg Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Valadal í Seyluhreppi, reistu bú á Stóru-Mörk 1899.
0. 1896-1899 Jónas Einarsson og Margrét Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Kúfustöðum.
0. 1897-1898 (Þorsteinn) Hjálmar Sigurðsson og Stefanía Lilja Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Vatnshlíð.
0. 1899-1901 Sigurður Jakobsson og Lilja Sigurðardóttir. – Fóru búferlum að Steiná.
0. 1899-1900 Pétur Ólafsson. – Brá búi, fór í lausamennsku á sama stað, varð síðar ráðsmaður í Blöndudalshólum.
0. 1899-1900 Guðmundur Björnsson og móðir hans Medonía Guðmundsdóttir. – Brugðu búi. Guðmundur fór í vinnumennsku að Höllustöðum í Svínavatnshreppi, reisti bú á Brandsstöðum 1903. Medonía fór til Vesturheims. Hún dó 31. júlí 1913 við Mozart í Saskatchewan, Kanada.
0. 1900-1933 (Jóhannes) Sigvaldi Björnsson og Hólmfríður Bjarnadóttir og dóttir hans Kristín Sigvaldadóttir. – Hólmfríður dó 19. mars 1926 á Skeggsstöðum. Kristín giftist Sigurði Þorfinnssyni. Sigvaldi brá búi, var kyrr á sama stað. Hann dó 13. nóvember 1947 á Skeggsstöðum.
0. 1933-1966 Sigurður Þorfinnsson og s.k. Kristín Sigvaldadóttir. – Sigurður dó 11. júlí 1966 í Reykjavík. Kristín brá búi, var kyrr á sama stað. Hún dó 1. janúar 1976 á Blönduósi.
0. 1966-1979 Pétur Sigurðsson og ráðsk. Guðrún Bergþóra Þorbjarnardóttir. – Brugðu búi. Pétur var kyrr á sama stað. Hann dó 11. maí 2000 á Blönduósi. Guðrún fór til Blönduóss. Hún dó 30. ágúst 2002 á Blönduósi.
0. 1979-2000- Hrafn Þórisson og Valgerður Jóna Sigurðardóttir.