Selland – ábúendatal

0. -1699-1700- Halldór Guðmundsson og Gróa Hildibrandsdóttir. – Bjuggu síðar á Eldjárnsstöðum í Svínavatnshreppi.

0. -1701-1708- Þorleifur Árnason og Sigríður Oddsdóttir.

0. -1734-1739- Sæmundur Björnsson. – Brá búi, fór í húsmennsku í Bólstaðarhlíðarhreppi. Sæmundur var í Bólstaðarhlíðarhreppi 1741.

0. 1740-1741- Þorleifur Sæmundsson og f.k. Engilráð Jónsdóttir. – Bjuggu síðar í Stafni.

0. -1744-1746- Þorbjörn Tómasson og Sigríður Illugadóttir. – Þorbjörn dó á árunum 1746-1752. Sigríður bjó áfram.

0. -1751-1753 Sigríður Illugadóttir, ekkja Þorbjörns Tómassonar í Sellandi. – Brá búi, fór í húsmennsku að Eldjárnsstöðum í Svínavatnshreppi. Sigríður var á Eldjárnsstöðum 1754.

0. 1753-1754- Jón Egilsson og Ingibjörg Jónsdóttir. – Bjuggu síðar á Kúfustöðum.

0. -1755-1759- Sigurður Ólafsson og f.k. Katrín Jónsdóttir. – Bjuggu síðar á Álfgeirsvöllum í Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu. Sigurður reisti bú í Vatnshlíð 1786.

0. -1762- Jón Bjarnason.

0. -1773-1783- Ketill Einarsson og Ingiríður Jónsdóttir. – Bjuggu síðar í Auðólfsstaðakoti.

0. -1784-1786 Guðmundur Jónsson og Þórunn Helgadóttir. – Fóru búferlum að Bollastöðum, nytjuðu jörðina áfram.

1786-1790 Í eyði.

0. -1790-1793 Guðmundur Jónsson og Þórunn Helgadóttir. – Búsett á Bollastöðum, nytjuðu jörðina.

0. 1793-1794 Þórunn Helgadóttir, ekkja Guðmundar Jónssonar á Bollastöðum. – Búsett á Bollastöðum, nytjaði jörðina.

0. 1794-1799 Björn Ólafsson og Þórunn Helgadóttir. – Búsett á Bollastöðum, nytjuðu jörðina.

0. 1799-1803 Ólafur Tómasson og Guðrún Jónsdóttir. – Ólafur dó 1803 í Sellandi. Guðrún bjó áfram.

0. 1803-1811 Guðrún Jónsdóttir, ekkja Ólafs Tómassonar í Sellandi, og ráðsm. Jón Hallsson og ráðsm. Guðmundur Guðmundsson. – Jón reisti bú í Ytri-Svartárdal í Lýtingsstaðahreppi 1807. Guðrún giftist Guðmundi.

0. 1811-1812 Guðmundur Guðmundsson og Guðrún Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Mýrarkoti í Engihlíðarhreppi.

0. 1812-1827 Björn Ólafsson og Þórunn Helgadóttir. – Höfðu jafnframt bú á Hóli 1817-1818. Björn dó 23. október 1827 í Sellandi. Þórunn bjó áfram.

0. 1827-1828 Þórunn Helgadóttir, ekkja Björns Ólafssonar í Sellandi. – Brá búi, var kyrr á sama stað. Þórunn dó 23. maí 1839 á Torfustöðum.

0. 1828-1835 Ólafur Björnsson og Sigríður Hinriksdóttir. – Höfðu jafnframt bú á Torfustöðum 1828-1829. Fóru búferlum að Hóli.

0. 1835-1840 Sveinn Ólafsson og Ingunn Oddsdóttir. – Fóru búferlum að Balaskarði í Vindhælishreppi.

0. 1840-1845 Jóhannes Björnsson og Halldóra Oddsdóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku að Miðgrund í Akrahreppi, Skagafjarðarsýslu. Jóhannes dó 15. júní 1858 á Meyjarlandi í Sauðárhreppi, Skagafjarðarsýslu. Halldóra dó 22. júlí 1869 á Meyjarlandi.

0. 1845-1852 Jón Rafnsson og Sigurlaug Þórðardóttir. – Fóru búferlum að Hóli.

0. 1852-1864 Jóhann Gíslason og Kristín Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Ytra-Tungukoti.

0. 1864-1883 Una Jóhannesdóttir, ekkja Halldórs Jónassonar í Syðra-Tungukoti, og ráðsm. Sigurður Guðmundsson. – Brugðu búi. Una fór í vinnumennsku að Rugludal. Hún dó 18. janúar 1891 á Fossum. Sigurður fór í húsmennsku á sama stað. Hann dó 8. febrúar 1891 á Fossum.

0. 1883-1886 Illugi Jónasson og Ingibjörg Ólafsdóttir. – Ingibjörg dó 28. nóvember 1885 í Sellandi. Illugi brá búi, fór í vinnumennsku að Skeggsstöðum. Hann dó 11. júlí 1900 í Eiríksstaðakoti.

0. 1886-1887 Jón Guðmundsson og f.k. Þorbjörg Guðmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku að Blöndudalshólum árið eftir. Þorbjörg dó 24. júlí 1894 á Skottastöðum. Jón reisti bú á Steiná 1895.

0. 1887-1891 Guðmundur Gíslason og María Guðmundsdóttir. – Búsett á Bollastöðum, nytjuðu jörðina.

0. 1891-1893 Engilráð Jónsdóttir. – Í húsmennsku. – Fór í húsmennsku að Rugludal. Engilráð dó 6. júlí 1894 á Þröm í Svínavatnshreppi.

0. 1892-1898 Jón Þorsteinsson og Ósk Guðmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru að Eyvindarstöðum. Ósk dó 7. október 1921 í Ytra-Tungukoti. Jón dó 26. mars 1932 á Gili í Sauðárhreppi.

1898-1900 Í eyði.

0. 1900-1903 (Hannes) Ágúst Sigfússon og Sigurlaug Bjarnadóttir. – Fóru búferlum að Kálfárdal.

0. 1903-1914 Pétur Pétursson og Sigurbjörg María Guðmundsdóttir. – Búsett á Bollastöðum, nytjuðu jörðina.

1914-1942 Í eyði.

0. 1942-1943 Pétur Pétursson og Bergþóra Anna Kristjánsdóttir. – Búsett á Brandsstöðum, nytjuðu jörðina.

0. 1949-1950 Pétur Pétursson og Bergþóra Anna Kristjánsdóttir. – Búsett á Blönduósi, nytjuðu jörðina.