Selhagi
0. 1798-1813 Helga Þorleifsdóttir. – Helga dó 24. apríl 1813 í Selhaga.
0. 1813-1826 Sigfús Oddsson og ráðsk. Björg Þorkelsdóttir og Björg Jónasdóttir. – Sigfús og Björg Jónasdóttir höfðu jafnframt bú í Geitagerði í Staðarhreppi, Skagafjarðarsýslu 1817-1821 og í Stóru-Gröf í Staðarhreppi 1821-1823. Björg Þorkelsdóttir reisti bú í Hvammi á Laxárdal 1815. Sigfús og Björg Jónasdóttir skildu 1826. Sigfús fór búferlum að Fjósum, nytjaði jörðina áfram. Björg fór í húsmennsku á sama stað.
0. 1826-1827 Sigfús Oddsson og ráðsk. Málfríður Jónatansdóttir. – Búsett á Fjósum, nytjuðu hluta af jörðinni.
0. 1826-1827 Eyjólfur Jónasson og ráðsk. Guðrún Sigfúsdóttir. – Búsett á Fjósum, nytjuðu hluta af jörðinni.
0. 1826-1827 Björg Jónasdóttir, skilin við Sigfús Oddsson á Fjósum. – Í húsmennsku. – Fór í húsmennsku að Nesi í Helgastaðahreppi, Þingeyjarsýslu, reisti bú í Bólstaðarhlíð 1834.
0. 1827-1842 Guðvarður Hallsson og Salbjörg Sumarliðadóttir. – Skildu. Guðvarður fór búferlum að Geldingaholti í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu. Salbjörg fór í húsmennsku að Fjósum. Hún dó 9. júní 1866 á Miklabæ í Akrahreppi, Skagafjarðarsýslu.
0. 1828-1829 Eyjólfur Jónasson og ráðsk. Guðrún Sigfúsdóttir. – Brugðu búi. Eyjólfur fór í vinnumennsku að Auðólfsstöðum, reisti bú á Ytra-Þverfelli 1849. Hafði bú í Selhaga 1851-1852. Guðrún fór í vinnumennsku til Hafnarfjarðar. Hún dó 4. desember 1838 í Hafnarfirði.
0. 1842-1843 Sveinn Tómasson og ráðsk. Margrét Arnórsdóttir. – Fóru búferlum að Reykjum í Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu.
0. 1843-1847 Tómas Tómasson og Björg Þorkelsdóttir. – Fóru búferlum að Fjalli í Seyluhreppi og í húsmennsku að Selhaga 1848.
0. 1845-1847 Flóvent Þórðarson og Helga Guðmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru að Fjósum, reistu bú í Svínadal í Kelduneshreppi, Þingeyjarsýslu 1849.
0. 1847-1851 Jónas Einarsson og Guðrún Illugadóttir. – Búsett á Gili, nytjuðu jörðina.
0. 1848-1849 Tómas Tómasson og Björg Þorkelsdóttir. – Í húsmennsku. – Fóru í vinnumennsku að Þverárdal, reistu bú í Kálfárdal 1850.
0. 1848-1849 Aðalbjörg Eiríksdóttir, kona Everts Jónssonar vinnumanns á Fjósum. – Í húsmennsku. – Fór í vinnumennsku að Víðimýri í Seyluhreppi. Aðalbjörg dó 7. apríl 1883 á Stafshóli í Hofshreppi, Skagafjarðarsýslu.
0. 1849-1851 Jón Árnason og Guðrún Gísladóttir. – Í húsmennsku. – Reistu bú á Torfustöðum 1851.
0. 1849-1851 Þórey Auðunsdóttir. – Í húsmennsku. – Þórey dó 15. febrúar 1851 í Skagafjarðarsýslu.
0. 1851-1853 Guðmundur Magnússon og Björg Þórðardóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Reykjaseli í Lýtingsstaðahreppi. Guðmundur dó 29. maí 1854 í Reykjaseli. Björg reisti bú í Grænhól í Sauðárhreppi, Skagafjarðarsýslu 1861.
0. 1851-1852 Eyjólfur Jónasson og ráðsk. Málhildur Gísladóttir. – Búsett á Ytra-Þverfelli, nytjuðu hluta af jörðinni.
0. 1853-1855 Friðrik Björnsson og Sigurlaug Sigurðardóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku að Öxl í Sveinsstaðahreppi. Friðrik dó 20. febrúar 1856 í Öxl. Sigurlaug var á Skeggsstöðum 1860. Hún dó 28. maí 1870 á Ytra-Þverfelli.
0. 1855-1857 Sveinn Jónsson og Þuríður Ásmundsdóttir. – Fóru búferlum að Holti í Svínavatnshreppi, reistu bú í Hvammi í Svartárdal 1868.
0. 1857-1858 Helgi Steinn Jónsson og f.k. Anna Rafnsdóttir. – Fóru búferlum að Syðri-Mjóadal.
0. 1858-1859 Ólafur Björnsson og Björg Guðmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku að Stokkhólma í Akrahreppi, reistu bú í Hringey í Akrahreppi 1862.
0. 1859-1862 Gunnlaugur Guðmundsson og Sigurbjörg Eyjólfsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Húsey í Seyluhreppi, reistu bú í Húsey 1863.
0. 1862-1870 Gísli Gíslason og Margrét Gottskálksdóttir. – Skildu 1869. Margrét fór í vinnumennsku að Sólheimum í Staðarhreppi 1869 og síðar til Vesturheims. Gísli brá búi, fór í vinnumennsku að Húsey í Seyluhreppi, reisti bú í Mikley í Akrahreppi 1872.
0. 1870-1871 Guðmundur Eiríksson og Jórunn Guðmundsdóttir. – Guðmundur dó 9. apríl 1871 í Selhaga. Jórunn brá búi, var kyrr á sama stað, reisti bú á sama stað 1872.
0. 1871-1872 Guðmundur Guðmundsson og systir hans Margrét Guðmundsdóttir. – Brugðu búi. Guðmundur fór í vinnumennsku að Bergsstöðum árið eftir, reisti bú í Finnstungu 1875. Margrét fór í vinnumennsku að Stóru-Ökrum í Akrahreppi, giftist síðar Sigfúsi Jónassyni í Hringey í Akrahreppi.
0. 1872-1873 Jórunn Guðmundsdóttir, ekkja Guðmundar Eiríkssonar í Selhaga. – Brá búi, fór í vinnumennsku að Bergsstöðum. Jórunn dó 6. janúar 1874 á Bergsstöðum.
0. 1873-1874 Jón Jóhannesson. – Búsettur á Stóru-Ökrum í Akrahreppi, nytjaði jörðina.
0. 1873-1874 Guðrún Pétursdóttir, skilin við Jón Brandsson húsmann á Ytri-Löngumýri í Svínavatnshreppi. – Í ráðsmennsku. – Fór í húsmennsku að Gili, varð síðar ráðskona á Kúfustöðum.
0. 1874-1883 Sigurður Finnbogason og f.k. María Bjarnadóttir og ráðsk. Guðlaug Hjálmsdóttir. – María dó 8. júní 1882 í Selhaga. Sigurður fór búferlum að Auðnum í Staðarhreppi, reisti bú í Kálfárdal 1886. Guðlaug fór í Skagafjarðarsýslu, reisti bú með syni sínum á Kúskerpi í Akrahreppi 1894.
0. 1883-1886 Sveinn Sigvaldason og Ingibjörg Hannesdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Vatnshlíð, reistu bú á Steini í Sauðárhreppi 1887.
0. 1886-1887 Jónas Jónsson og s.k. Björg Jónsdóttir. – Brugðu búi, fóru til Vesturheims, bjuggu á Gimli í Nýja-Íslandi, Kanada. Jónas dó 1888 í Selkirk í Manitoba, Kanada. Björg dó 12. október 1920 í Winnipeg í Manitoba.
0. 1887-1888 Gísli Björnsson og ráðsk. Lilja Ásmundsdóttir. – Fóru búferlum að Ytra-Þverfelli.
0. 1888-1890 Jónas Jónasson og ráðsk. (Solveig) Sigríður Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Torfmýri í Akrahreppi.
0. 1890-1891 Sigurjón Jónsson og Björg Runólfsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Hafsteinsstöðum í Staðarhreppi, reistu bú á Þröm í Staðarhreppi 1892.
0. 1891-1892 Jón Eyjólfsson. – Búsettur í Kálfárdal, nytjaði jörðina.
0. 1892-1901 Danival Kristjánsson og ráðsk. Ingibjörg Guðmundsdóttir og Jóhanna Jónsdóttir. – Ingibjörg fór í vinnumennsku að Ábæ í Akrahreppi 1894. Hún dó 17. júní 1924 á Sauðárkróki. Danival og Jóhanna fóru búferlum að Úlfagili í Engihlíðarhreppi.
0. 1901-1907 Þorvaldur Jónasson og Sigríður Sigmundsdóttir. – Fóru búferlum að Kárahlíð.
0. 1907-1908 Konráð Bjarnason og Rósa Magnúsdóttir. – Fóru búferlum að Borgarey í Lýtingsstaðahreppi.
0. 1908-1918 Halldór Hjálmarsson og Solveig Guðrún Guðmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku að Bergsstöðum. Guðrún dó 31. desember 1943 á Akureyri. Halldór dó 25. júní 1958 í Reykjavík.
0. 1918-1923 (Þorsteinn) Hjálmar Sigurðsson og Stefanía Lilja Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Kúfustöðum.
0. 1923-1924 Sveinn Hannesson og Elín Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Refsstöðum í Engihlíðarhreppi.
0. 1924-1928 Valdimar Stefán Sigurgeirsson og Jóhanna Magnúsdóttir. – Fóru búferlum að Gunnfríðarstöðum í Svínavatnshreppi.
0. 1928-1929 Hjálmar Jónsson og ráðsk. (Guðlaug) Ingibjörg Bjarnadóttir. – Búsett á Fjósum, nytjuðu jörðina,
0. 1929-1930 Sveinbjörn Sveinsson og (Stefanía) Ragnhildur Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Efra-Lýtingsstaðakoti í Lýtingsstaðahreppi.
0. 1930-1933 Hjálmar Jónsson og ráðsk. (Guðlaug) Ingibjörg Bjarnadóttir. – Búsett á Fjósum, nytjuðu jörðina.
0. 1933-1934 Hjálmar Jónsson. – Búsettur á Fjósum, nytjaði jörðina.
1934-1937 Í eyði.
0. 1937-1938 Hjálmar Jónsson. – Búsettur á Fjósum, nytjaði jörðina.
0. 1943-1944 Dánarbú Hjálmars Jónssonar / Jón Hjálmarsson.