Mjóidalur – ábúendatal

. -nál. 1670- Jón Magnússon og Jórunn Jónsdóttir. – Jórunn dó á árunum 1660-1703. Jón var í húsmennsku á Æsustöðum 1703.

0. 1869-1875 Jóhann Frímann Sigvaldason og Guðrún Jónsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað, reistu bú á sama stað 1876.

0. 1869-1870 Jóhannes Guðmundsson og Solveig Benediktsdóttir. – Fóru búferlum að Hólabæ.

0. 1870-1871 Guðrún Jónsdóttir, ekkja Bjarna Bjarnasonar í Kóngsgarði, og ráðsm. Jón Jónsson. – Brugðu búi. Guðrún fór að Hvarfi í Þorkelshólshreppi. Hún dó 21. maí 1880 á Reykjum í Torfalækjarhreppi. Jón fór í vinnumennsku að Björnólfsstöðum í Engihlíðarhreppi, reisti bú á Balaskarði í Vindhælishreppi 1874.

0. 1874-1875 Guðmundur Jónsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað, reistu bú í Hnausaseli í Torfalækjarhreppi 1878.

0. 1875-1876 Jón Jónsson og ráðsk. (Anna) Margrét Stefánsdóttir. – Fóru búferlum að Veðramóti í Sauðárhreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1876-1882 Jóhann Frímann Sigvaldason og Guðrún Jónsdóttir. – Guðrún var skráð fyrir búinu næsta ár.

0. 1876-1879 Jónas Jónsson og (Aðalheiður) Rósa Sigurðardóttir. – Fóru búferlum að Finnstungu.

0. 1879-1880 Ragúel Jóhannsson og f.k. (Solveig) Guðbjörg Björnsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað. Guðbjörg dó 11. mars 1881 í Mjóadal. Ragúel reisti bú í Mjóadal 1886.

0. 1879-1880 Benjamín Frímannsson og Ingiríður Jónasdóttir. – Fóru búferlum að Breiðavaði í Engihlíðarhreppi.

0. 1881-1883 Sigurður Sigurðsson og systir hans Ingiríður Ósk Sigurðardóttir. – Brugðu búi. Sigurður fór í vinnumennsku til Seyðisfjarðar, reisti bú á Karlsstöðum í Helgustaðahreppi, Múlasýslu 1900. Ingiríður fór í vinnumennsku að Gautsdal. Hún dó 20. nóvember 1929 á Stóru-Mörk.

0. 1882-1883 Guðrún Jónsdóttir og Jóhann Frímann Sigvaldason. – Jóhann var skráður fyrir búinu næstu ár.

0. 1883-1895 Jóhann Frímann Sigvaldason og Guðrún Jónsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað. Jóhann dó 3. nóvember 1903 í Finnstungu. Guðrún dó 9. febrúar 1910 í Þverárdal.

0. 1884-1885 Ingimundur Sveinsson og (Júlíana) Ingibjörg Ólafsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað, voru síðar í húsmennsku í Skyttudal.

0. 1886-1887 Ragúel Jóhannsson og s.k. Soffía Hansína Guðmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru til Vesturheims, bjuggu í Wynyard í Saskatchewan, Kanada. Ragúel dó 2. apríl 1932 í Wynyard. Soffía dó 17. júlí 1936 í Wynyard.

0. 1895-1922 Guðmundur Erlendsson og Ingibjörg Guðrún Sigurðardóttir. – Guðmundur dó 2. mars 1922 í Mjóadal. Ingibjörg dó 6. mars 1922 í Mjóadal.

0. 1909-1922 Stefán Sigurðsson og Elísabet Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Gili.

0. 1922-1924 Róshildur Jónsdóttir, ekkja Jóhanns Jóhannssonar húsmanns í Kastala í Mjóafjarðarhreppi, Múlasýslu. – Brá búi, fór til Akureyrar. Róshildur dó 30. september 1968.

0. 1922-1923 Kristófer Remigíus Pétursson og Jensína Ingibjörg Antonsdóttir. – Fóru búferlum að Glaumbæ í Engihlíðarhreppi.

0. 1924-1928 Björn Eiríkur Geirmundsson og Guðrún Jónína Þorfinnsdóttir. – Fóru búferlum að Holti í Torfalækjarhreppi.

0. 1927-1928 Ágúst Andrésson og ráðsk. Sóley Klara Þorvaldsdóttir. – Brugðu búi, fóru í lausamennsku að Brandsstöðum, bjuggu síðar á Blönduósi. Sóley dó 11. mars 1941 á Kristneshæli í Hrafnagilshreppi, Eyjafjarðarsýslu. Ágúst dó 4. ágúst 1994 á Blönduósi.

0. 1928-1929 Björn Stefánsson og Sigurbjörg Pétursdóttir. – Brugðu búi, voru kyrr á sama stað. Björn dó 14. desember 1949 á Móbergi í Engihlíðarhreppi. Sigurbjörg dó 23. febrúar 1950 á Móbergi.

0. 1928-1929 Lárus Bjarnason. – Búsettur á Akureyri, nytjaði hluta af jörðinni.

0. 1929-1937 Pétur Hafsteinn Björnsson. – Fór búferlum að Móbergi.

1937-1938 Í eyði.

0. 1938-1939 Eigendur nytjuðu jörðina.

0. 1939-1940 Haraldur Karl Georg Eyjólfsson og Sigurbjörg Jónsdóttir. – Búsett í Gautsdal, nytjuðu jörðina.

0. 1940-1943 Guðmundur Ingimarsson og ráðsk. Arnbjörg Guðjónsdóttir. – Brugðu búi, fóru úr Bergsstaðaprestakalli. Guðmundur varð síðar ráðsmaður á Þóroddsstöðum í Grímsneshreppi, Árnessýslu. Arnbjörg giftist síðar Stefáni Benediktssyni í Reykjavík. Hún dó 2. ágúst 1995 í Reykjavík.

0. 1942-1944 Örn Gunnarsson. – Búsettur í Þverárdal, nytjaði hluta af jörðinni.

0. 1943-1953 Guðlaugur Guðmundsson Pétursson og Soffía Ólafsdóttir. – Höfðu jafnframt bú á Stóru-Mörk 1943-1944. Brugðu búi og skildu. Guðlaugur fór úr Bergsstaðaprestakalli. Hann dó 11. maí 1987 í Reykjavík. Soffía varð ráðskona á Æsustöðum.

0. 1944-1949 Sigmar Ólafsson. – Fór búferlum að Brandsstöðum.

0. 1944-1949 Sigurjón Ólafsson. – Fór búferlum að Brandsstöðum.

0. 1953-1962 Sverrir Haraldsson. – Búsettur í Gautsdal, nytjaði jörðina.

0. 1962-1964 Sverrir Haraldsson og Jóhanna Ásta Þórarinsdóttir. – Fóru búferlum að Æsustöðum, nytjuðu jörðina áfram.

0. 1964-1994 Sverrir Haraldsson og Jóhanna Ásta Þórarinsdóttir. – Búsett á Æsustöðum, nytjuðu jörðina.