Kúfustaðir – ábúendatal

0. -1699-1707- Grímur Jónsson og Þórunn Björnsdóttir. – Bjuggu síðar á Syðri-Leifsstöðum.

0. 1708-1709- Egill Illugason. – Hafði jafnframt bú á Fossum -1708-1709- og í Hvammi í Svartárdal 1708-1709-. Bjó síðar í Hvammi í Svartárdal.

0. -1734-1746- Jón Árnason [og Guðrún Þorleifsdóttir?] – Jón dó á árunum 1746-1771.

0. -1737-1740 Þorleifur Sæmundsson og f.k. Engilráð Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Sellandi.

0. -1751-1753 Ingunn Þorsteinsdóttir, ekkja Árna Egilssonar í Vatnshlíð. Ingunn dó á árunum 1753-1771.

0. 1753-1754- Pétur Pétursson og Solveig Jónsdóttir.

0. -1755-1759- Jón Egilsson og Ingibjörg Jónsdóttir. – Bjuggu síðar í Hvammi í Svartárdal.

0. -1762-1763- Björn Ólafsson og Ingiríður Jónsdóttir. – Bjuggu síðar á Geitaskarði í Engihlíðarhreppi, svo í Stafni.

0. -1771-1785 Páll Hallgrímsson og Steinunn Illugadóttir. – Páll dó 1785 eða 1786. Steinunn bjó áfram.

0. 1785-1790 Steinunn Illugadóttir, ekkja Páls Hallgrímssonar á Kúfustöðum. – Brá búi, var kyrr á sama stað. Steinunn var á Kúfustöðum 1801.

0. 1790-1793 Ólafur Bjarnason og Steinunn Pálsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku í Bólstaðarhlíðarhreppi, reistu bú á Litla-Vatnsskarði í Engihlíðarhreppi 1794 og í Hólabæ 1796.

0. 1793-1800 Þorsteinn Steindórsson og f.k. Margrét Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Gilsstöðum í Áshreppi.

0. 1800-1803 Ólafur Jónsson og 3.k. Sigríður Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Brúnastöðum í Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu, reistu bú í Króki í Vindhælishreppi 1813.

0. 1803-1821 Þórður Jónsson og Hólmfríður Bjarnadóttir. – Brugðu búi, voru í húsmennsku á Fossum 1823. Þórður dó 19. febrúar 1828 á Barkarstöðum. Hólmfríður var í Hvammi í Svartárdal 1835. Hún dó 6. ágúst 1846 í Steinárgerði.

0. 1815-1837 Björn Jónsson og Helga Ásgrímsdóttir. – Brugðu búi og skildu. Björn var á Hofi í Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu 1840. Hann dó 6. júlí 1846 á Rútsstöðum í Svínavatnshreppi. Helga var á Framnesi í Akrahreppi, Skagafjarðarsýslu 1840. Hún dó 27. nóvember 1847 á Unastöðum í Hólahreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1831-1850 Bjarni Jónsson og Sigríður Styrsdóttir. – Fóru búferlum að Höll.

0. 1850-1851 Guðmundur Magnússon og Björg Þórðardóttir. – Fóru búferlum að Selhaga.

0. 1850-1851 Stefán Ásmundsson og 1.k. Svanborg Oddsdóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku að Torfustöðum. Svanborg dó 10. september 1852 í Bjarnastaðahlíð í Lýtingsstaðahreppi. Stefán reisti bú í Grænhóli í Sauðárhreppi, Skagafjarðarsýslu 1859.

0. 1850-1851 Jóhannes Þorláksson og s.k. Sigurbjörg Sigurðardóttir. – Búsett í Stafni, nytjuðu hluta af jörðinni.

0. 1851-1878 Árni Árnason og Konkordía Jónsdóttir og ráðsk. Guðrún Pétursdóttir. – Konkordía dó 25. apríl 1877 á Kúfustöðum. Árni og Guðrún brugðu búi. Árni fór í húsmennsku á sama stað, reisti bú á sama stað 1886. Guðrún fór í vinnumennsku að Valadal í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu, reisti bú með syni sínum í Giljárseli í Torfalækjarhreppi 1882.

0. 1861-1862 Ólafur Árnason og Rósa Halldórsdóttir. – Fóru búferlum að Brandsstöðum.

0. 1878-1886 Stefán Árnason og ráðsk. Solveig Stefánsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað. Stefán reisti bú í Rugludal 1888. Solveig reisti bú á Skottastöðum 1887.

0. 1886-1891 Árni Árnason og ráðsk. Súlíma Jónsdóttir. – Árni brá búi, fór í húsmennsku á sama stað. Hann dó 10. september 1894 í Rugludal. Súlíma varð ráðskona hjá Guðmundi Guðmundssyni.

0. 1891-1899 Guðmundur Guðmundsson og ráðsk. Súlíma Jónsdóttir og Guðríður Einarsdóttir. – Súlíma fór í vinnumennsku að Valadal í Seyluhreppi 1895. Hún dó 1. júlí 1903 á Ystagili í Engihlíðarhreppi. Guðmundur og Guðríður fóru búferlum að Syðri-Leifsstöðum.

0. 1899-1922 Jónas Einarsson og Margrét Guðmundsdóttir. – Margrét dó 26. desember 1921 á Kúfustöðum. Jónas brá búi, fór í vinnumennsku að Skeggsstöðum. Hann dó 16. maí 1943 á Akureyri.

0. 1922-1923 Stefán Nikódemusson og (Guðrún) Sigurbjörg Jónasdóttir. – Brugðu búi, reistu bú á Bessahlöðum í Skriðuhreppi, Eyjafjarðarsýslu 1925.

0. 1923-1924 (Þorsteinn) Hjálmar Sigurðsson og Stefanía Lilja Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Stafni.

0. 1924-1934 Sigvaldi Halldórsson og (Elísabet) Steinunn Björnsdóttir. – Fóru búferlum að Stafni.

0. 1934-1935 Þorsteinn Eggertsson og systur hans Guðbjörg Eggertsdóttir og Ingibjörg Eggertsdóttir. – Búsett í Vatnahverfi í Engihlíðarhreppi, nytjuðu jörðina.

0. 1935-1943 Ólafur Sigurðsson og Guðrún Jónasdóttir. – Ólafur dó 22. nóvember 1943 á Kúfustöðum. Guðrún bjó áfram.

0. 1943-1944 Guðrún Jónasdóttir, ekkja Ólafs Sigurðssonar á Kúfustöðum. – Brá búi, fór í húsmennsku að Mjóadal, varð síðar ráðskona hjá syni sínum á Brandsstöðum.

0. 1944-1949 Sigvaldi Halldórsson og (Elísabet) Steinunn Björnsdóttir. – Búsett í Stafni, nytjuðu jörðina.

0. 1949-1981 Sigurður Fanndal Sigvaldason. – Búsettur í Stafni, nytjaði jörðina. Sigurður dó 24. apríl 1981 í Reykjavík.

0. 1981-1992 Þórir Hólm Sigvaldason. – Búsettur í Stafni, nytjaði jörðina.

0. 1992-2012- Sigursteinn Bjarnason og ráðsk. Elsa Heiðdal. – Búsett í Stafni, nytja jörðina.