Kóngsgarður – ábúendatal

0. -1699-1700- Sveinn Gunnlaugsson og Jarþrúður Hrómundsdóttir. – Bjuggu síðar í Finnstungu.

0. -1701-1709- Brandur Eiríksson og Þorbjörg Jónsdóttir. – Bjuggu síðar á Kárastöðum í Svínavatnshreppi.

-1734-1834 Í eyði.

0. 1834-1839 Þorsteinn Gíslason og f.k. Ingibjörg Sveinsdóttir. – Brugðu búi og skildu. Þorsteinn fór í húsmennsku á sama stað, reisti bú á sama stað 1840. Ingibjörg var í Hvammi í Áshreppi 1840. Hún dó 27. janúar 1847 í Hvammi.

0. 1838-1841 Sigurður Jónsson og Kristín Magnúsdóttir. – Fóru búferlum að Bergsstöðum.

0. 1840-1853 Þorsteinn Gíslason og systir hans Sigríður Gísladóttir og s.k. Guðrún Sigurðardóttir. – Sigríður varð vinnukona á sama stað 1852, reisti bú á sama stað 1853. Guðrún dó 4. apríl 1853 í Kóngsgarði. Þorsteinn brá búi, fór í húsmennsku á sama stað, reisti bú á sama stað 1859.

0. 1841-1843 Krákur Jónsson og Kristrún Daníelsdóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku að Bollastöðum. Kristrún dó 13. júní 1867 í Neðra-Lýtingsstaðakoti í Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu. Krákur dó 28. janúar 1880 í Villinganesi í Lýtingsstaðahreppi.

0. 1853-1854 Sigríður Gísladóttir og ráðsm. Halldór Jónasson. – Fóru búferlum að Syðra-Tungukoti.

0. 1854-1859 Árni Jónsson og Sigurlaug Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Syðri-Leifsstöðum.

0. 1859-1860 Þorsteinn Gíslason og ráðsk. Ragnhildur Finnsdóttir. – Ragnhildur dó 8. mars 1860 í Kóngsgarði. Þorsteinn brá búi, fór í húsmennsku á sama stað.

0. 1860-1863 Gísli Þorsteinsson og Kristín Guðlaugsdóttir. – Fóru búferlum að Kleif í Skefilsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1863-1864 Pétur Þórðarson og Aðalbjörg Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Fossum, nytjuðu jörðina áfram.

0. 1864-1865 Pétur Þórðarson og Aðalbjörg Guðmundsdóttir. – Búsett á Fossum, nytjuðu jörðina.

0. 1863-1870 Þorsteinn Gíslason. – Í húsmennsku. – Fór í húsmennsku að Eiríksstaðakoti. Þorsteinn dó 18. október 1871 í Eiríksstaðakoti.

0. 1865-1868 Bjarni Bjarnason og Guðrún Jónsdóttir. – Bjarni dó 23. mars 1868 í Bergsstaðasókn. Guðrún brá búi, fór í húsmennsku að Skottastöðum, reisti bú í Mjóadal 1870.

0. 1868-1869 Þorkell Kristjánsson og ráðsk. Margrét Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Nautabúi í Lýtingsstaðahreppi.

0. 1869-1872 Ólafur Jónsson og Margrét Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Steinhóli í Holtshreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1872-1874 Hjalti Sigurðsson og Guðlaug Guðvarðsdóttir. – Brugðu búi. Hjalti varð ráðsmaður í Finnstungu. Guðlaug fór einnig að Finnstungu. Reistu bú í Eyvindarstaðagerði 1878.

0. 1874-1875 Guðmundur Þorkelsson og Kristbjörg Snjólfsdóttir. – Búsett á Fossum, nytjuðu jörðina.

1875-1878 Í eyði.

0. 1878-1889 Jóhann Guðmundsson og 3.k. Helga Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Hryggjum í Staðarhreppi, Skagafjarðarsýslu, reistu bú í Auðkúluseli í Svínavatnshreppi 1894.

0. 1889-1892 Jón Sigurðsson og Margrét Jónsdóttir. – Brugðu búi, voru kyrr á sama stað, reistu bú á sama stað 1894.

0. 1892-1894 Andrés Jónsson og Sigurlaug Friðriksdóttir. – Brugðu búi. Andrés fór í húsmennsku að Botnastöðum. Reistu bú á Búrfellshóli í Svínavatnshreppi 1895 og á Ytra-Þverfelli 1896.

0. 1894-1896 Jón Sigurðsson og Margrét Jónsdóttir. – Brugðu búi, fóru að Eyvindarstöðum. Margrét dó 24. október 1899 á Skottastöðum. Jón dó 1. apríl 1903 á Valabjörgum í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1896-1897 Eyjólfur Hansson og s.k. Guðrún Jónsdóttir. – Búsett í Stafni, nytjuðu jörðina.

0. 1897-1898 Lýtingsstaðahreppur í Skagafjarðarsýslu nytjaði jörðina.

1898-1899 Í eyði.

0. 1899-1921 Upprekstrarfélagið Eyvindarstaðaheiði nytjaði jörðina.