Kárahlíð – ábúendatal

-1699-1703- Í eyði.

0. -1708-1709- Jón Bjarnason og Solveig Runólfsdóttir. – Búsett á Strjúgsstöðum, nytjuðu jörðina.

-1733-1891 Í eyði.

0. 1891-1894 Halldór Tryggvi Halldórsson og Ingibjörg Bjarnadóttir. – Fóru búferlum að Mýrarkoti í Engihlíðarhreppi.

1894-1895 Í eyði.

0. 1895-1897 Hallgrímur Hallgrímsson og s.k. Jakobína Kristín Bjarnadóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Hólabæ, reistu bú á Tjörn í Sauðárhreppi, Skagafjarðarsýslu 1898.

0. 1895-1897 Hallgrímur Hallgrímsson og Anna Guðrún Guðmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Hamri í Svínavatnshreppi og síðar til Vesturheims, bjuggu í Foam Lake í Saskatchewan, Kanada. Hallgrímur dó 22. apríl 1954 í Foam Lake. Anna var á Gimli í Nýja-Íslandi, Kanada 1967.

0. 1897-1899 Jón Ágúst Jónatansson og ráðsk. Björg Jónasdóttir. – Fóru búferlum að Núpi í Vindhælishreppi.

0. 1899-1900 Davíð Jónatansson og ráðsk. Sigríður Jónsdóttir. – Brugðu búi. Davíð fór í lausamennsku að Auðólfsstöðum. Sigríður fór í vinnumennsku að Kirkjuskarði í Engihlíðarhreppi. Voru á Geitaskarði í Engihlíðarhreppi 1901. Sigríður dó 18. júní 1933. Davíð dó 17. janúar 1939.

0. 1900-1902 Pétur Pétursson og Anna Guðrún Magnúsdóttir. – Búsett á Sauðárkróki, nytjuðu jörðina.

0. 1902-1907 Pétur Pétursson og Anna Guðrún Magnúsdóttir. – Búsett á Gunnsteinsstöðum, nytjuðu jörðina.

0. 1907-1909 Þorvaldur Jónasson og Sigríður Sigmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Hvammi í Engihlíðarhreppi, reistu bú á Þorbrandsstöðum í Engihlíðarhreppi 1911.

0. 1909-1910 Pétur Pétursson og Anna Guðrún Magnúsdóttir. – Búsett á Gunnsteinsstöðum, nytjuðu jörðina.

0. 1910-1914 (Pétur) Hafsteinn Pétursson og móðir hans Anna Guðrún Magnúsdóttir. – Búsett á Gunnsteinsstöðum, nytjuðu jörðina.

1914-1917 Í eyði.

0. 1917-1918 Páll Friðriksson og s.k. Solveig Danivalsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Sjávarborg í Sauðárhreppi, reistu bú á Gili í Sauðárhreppi 1920.

0. 1918-1928 Guðni Sveinsson og (Karítas) Klemensína Klemensdóttir. – Fóru búferlum að Vesturá í Engihlíðarhreppi, reistu bú í Hvammi á Laxárdal 1939.

0. 1928-1929 (Pétur) Hafsteinn Pétursson og ráðsk. Hólmfríður Bjarnadóttir. – Búsett á Gunnsteinsstöðum, nytjuðu jörðina.

0. 1929-1931 Guðmundur Finnbogi Jakobsson og (Jóhanna) Bjarnveig Jóhannesdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Stóru-Mörk, reistu bú í Eiríksstaðakoti 1936.

0. 1931-1934 Erlendur Jónas Jóhannesson og ráðsk. (Guðbjörg) Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. – Ingibjörg dó 21. desember 1934 í Kárahlíð. Erlendur brá búi, fór í lausamennsku að Brandsstöðum. Hann dó 30. ágúst 1964 á Sauðárkróki.

1934-1942 Í eyði.

0. 1942-1943 (Pétur) Hafsteinn Pétursson og Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir. – Búsett á Gunnsteinsstöðum, nytjuðu jörðina.

1943-1944 Í eyði.

0. 1944-1945 (Pétur) Hafsteinn Pétursson og Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir. – Búsett á Gunnsteinsstöðum, nytjuðu jörðina.