0. -1699-1708- Bjarni Jónsson og Kristín Eiríksdóttir.
0. 1708-1709- Egill Illugason. – Búsettur á Kúfustöðum, nytjaði helming af jörðinni.
0. -nál. 1725- Egill Illugason og Engilráð Bjarnadóttir. – Egill dó á árunum 1725-1735. Engilráð bjó áfram.
0. -1734-1741- Engilráð Bjarnadóttir, ekkja Egils Illugasonar í Hvammi.
0. 1739-1745 Guðríður Bjarnadóttir.
0. -1744-1745 Jón Egilsson. – Bjó síðar á Veðramóti í Sauðárhreppi, Skagafjarðarsýslu, reisti bú í Sellandi 1753, bjó síðar í Hvammi.
0. 1745-1759- Sigurður Egilsson. – Sigurður dó á árunum 1759-1762.
0. -1762-1763- Jón Egilsson og Ingibjörg Jónsdóttir. – Bjuggu síðar á Óslandi í Hofshreppi, Skagafjarðarsýslu.
0. -1769-1786 Pétur Ólafsson og Solveig Egilsdóttir. – Solveig dó á árunum 1762-1786. Pétur brá búi, var kyrr á sama stað. Hann dó á árunum 1787-1789.
0. 1786-1787 Eyjólfur Jónsson og Þorbjörg Pétursdóttir. – Fóru búferlum að Eiríksstöðum.
0. 1787-1792 Guðmundur Jónsson og Ingibjörg Andrésdóttir. – Fóru búferlum að Stóradal í Svínavatnshreppi.
0. 1792-1793 Eggert Jónsson og Halldóra Einarsdóttir. – Fóru búferlum að Bergsstöðum.
0. 1793-1843 Magnús Björnsson og f.k. Þuríður Jónsdóttir og s.k. Björg Jónsdóttir. – Þuríður dó 5. júlí 1810 í Hvammi. Magnús dó 28. júlí 1843 í Hvammi. Björg bjó áfram.
0. 1797-1798 Sigurlaug Björnsdóttir. – Brá búi, var í húsmennsku á Barkarstöðum 1799, reisti bú á Barkarstöðum 1802.
0. 1843-1852 Björg Jónsdóttir, ekkja Magnúsar Björnssonar í Hvammi, og ráðsm. Jón Jónsson. – Jón fór í vinnumennsku að Bergsstöðum 1851, reisti bú á Öngulsstöðum í Öngulsstaðahreppi, Eyjafjarðarsýslu 1859. Björg brá búi, fór í húsmennsku á sama stað. Hún dó 21. janúar 1860 í Hvammi.
0. 1851-1859 Pétur Þórðarson og Aðalbjörg Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Steinárseli.
0. 1859-1860 Halldór Jónasson og 2.k. Sigríður Gísladóttir. – Sigríður dó 11. mars 1860 í Hvammi. Halldór brá búi, fór í húsmennsku á sama stað, reisti bú í Syðra-Tungukoti 1861.
0. 1860-1863 Illugi Jónasson og Ingibjörg Ólafsdóttir. – Fóru búferlum að Botnastöðum.
0. 1862-1863 Steinn Guðmundsson og Jórunn Guðmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Kúfustöðum, reistu bú á Skottastöðum 1867.
0. 1863-1868 Sigurður Sölvason og Rut Ingibjörg Magnúsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Bergsstöðum, reistu bú í Hvammi í Svartárdal 1875.
0. 1864-1870 Jón Ásmundsson og Ingibjörg Gísladóttir. – Jón dó 20. febrúar 1870 í Hvammi. Ingibjörg fór búferlum að Eiríksstaðakoti.
0. 1868-1869 Sveinn Jónsson og Þuríður Ásmundsdóttir. – Fóru búferlum að Skottastöðum.
0. 1870-1875 Stefán Magnússon og Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir. – Fóru búferlum að Álfgeirsvöllum í Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu, reistu bú á Steiná 1885.
0. 1875-1877 Sigurður Sölvason og Rut Ingibjörg Magnúsdóttir. – Brugðu búi. Sigurður fór í húsmennsku að Syðri-Löngumýri í Svínavatnshreppi. Rut fór í vinnumennsku að Steiná. Reistu bú á Hóli 1880.
0. 1877-1906 Guðmundur Jónsson og Guðrún Árnadóttir. – Höfðu jafnframt bú í Teigakoti 1889-1890. Guðrún dó 22. september 1906 í Hvammi. Guðmundur brá búi, var kyrr á sama stað. Hann dó 18. júlí 1913 í Hvammi.
0. 1906-1941 Sigurður Guðmundsson og ráðsk. Björg Eiríksdóttir og ráðsk. Margrét Jónsdóttir og ráðsk. Guðríður Einarsdóttir og ráðsk. Elín Skúlína Pétursdóttir. – Björg fór að Naustakoti í Brunnastaðahverfi í Vatnsleysustrandarhreppi, Gullbringusýslu 1908. Hún dó 5. september 1915 í Naustakoti. Margrét dó 9. mars 1912 í Hvammi. Guðríður fór í húsmennsku að Syðri-Leifsstöðum 1913. Hún dó 1. mars 1940 á Fjósum. Sigurður dó 12. mars 1941 í Hvammi. Elín brá búi, fór að Halldórsstöðum í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu. Hún dó 30. október 1954 á Sauðárkróki.
0. 1941-1944 Guðmundur Jónsson og Ingibjörg Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Stapa í Lýtingsstaðahreppi.
0. 1944-1951 Þorleifur Skagfjörð Jóhannesson. – Búsettur á Barkarstöðum, nytjaði jörðina.
0. 1946-1949 Ólafur Pétur Bjarnason. – Í húsmennsku. – Fór í lausamennsku í Bólstaðarhlíðarhreppi. Ólafur dó 6. október 1953 á Skeggsstöðum.
0. 1951-1988 Þorleifur Skagfjörð Jóhannesson og Þóra Sigurðardóttir. – Þorleifur dó 6. nóvember 1988 í Hvammi.
0. 1988-2012- Þóra Sigurðardóttir, ekkja Þorleifs Skagfjörðs Jóhannessonar í Hvammi. – Brá búi, fór til Blönduóss.