Hvammur á Laxárdal – ábúendatal

0. -1688-1689- Jón Þórólfsson. – Jón var í Finnstungu 1696. Hann var á lífi 1699.

0. -1699-1702 Einar.

0. 1702-1708- Guðmundur Jónsson og ráðsk. Guðrún Björnsdóttir.

0. -1733-1740 Sæmundur Teitsson og Guðrún Sveinsdóttir. – Fóru búferlum að Gunnsteinsstöðum.

0. 1734-1735- Helgi Þorkelsson. – Brá búi, var í húsmennsku í Bólstaðarhlíðarhreppi 1737, reisti bú á Ásum í Svínavatnshreppi 1738, bjó síðar í Auðólfsstaðakoti.

0. 1740-1741- Brandur Jónsson. – Brá búi, var í húsmennsku í Engihlíðarhreppi 1745. Brandur var á Holtastöðum í Engihlíðarhreppi 1746.

0. -1744-1746- Marteinn Jónsson og Þorbjörg. – Bjuggu síðar í Hólabæ.

0. -1751-1752 Jón Þorsteinsson [og Sigríður Jónsdóttir?]

0. 1752-1756 Illugi Bjarnason og Guðrún Þorláksdóttir. – Illugi dó 1756 eða 1757. Guðrún fór búferlum að Sæunnarstöðum í Vindhælishreppi.

0. 1756-1759- Bjarni Ísaksson og Solveig Einarsdóttir. – Bjarni dó á árunum 1759-1762. Solveig var á Eiríksstöðum 1762. Hún dó 20. nóvember 1772 í Blöndudalshólasókn.

0. -1762-1763- Björn Ólafsson og f.k. Helga Hallsdóttir. – Bjuggu síðar á Botnastöðum.

0. -1773-1780 Sigurður Jónsson og Guðrún Eilífsdóttir. – Fóru búferlum að Holti í Torfalækjarhreppi.

0. 1780-1794 Jón Ketilsson og f.k. Valgerður Pétursdóttir. – Fóru búferlum að Reykjum í Torfalækjarhreppi, reistu bú í Syðri-Mjóadal 1798.

0. 1794-1805 Sigurður Gíslason og f.k. Oddný Björnsdóttir. – Fóru búferlum að Skyttudal.

0. 1805-1810 Jón Jónsson og Sigríður Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Syðra-Tungukoti.

0. 1810-1815 Jóhannes Jónsson og Helga Jónsdóttir. – Búsett í Gautsdal, nytjuðu jörðina.

0. 1815-1816 Björg Þorkelsdóttir og systir hennar Margrét Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Hvammi í Engihlíðarhreppi. Björg giftist síðar Birni Árnasyni í Rugludal. Margrét reisti bú í Kálfárdal 1829.

0. 1816-1821 Jóhannes Jónsson og Helga Jónsdóttir. – Búsett í Gautsdal, nytjuðu jörðina.

0. 1821-1826 Jóhannes Jónsson, skilinn við Helgu Jónsdóttur, og ráðsk. Guðrún Bjarnadóttir. – Jóhannes fór búferlum að Rútsstöðum í Svínavatnshreppi. Guðrún fór einnig að Rútsstöðum. Hún dó 6. október 1829 á Rútsstöðum.

0. 1826-1828 Jón Markússon og Guðný Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Tungu í Sauðárhreppi, Skagafjarðarsýslu, reistu bú á Sneis í Engihlíðarhreppi 1846.

0. 1828-1831 Guðmundur Jónsson og Halldóra Sigurðardóttir. – Fóru búferlum að Stóru-Mörk.

0. 1829-1839 Benjamín Sveinsson og Guðríður Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Skyttudal.

0. 1839-1846 Sigurður Þorleifsson og s.k. Signý Sigfúsdóttir. – Fóru búferlum að Gautsdal.

0. 1846-1856 Sigurður Sigurðsson og Helga Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Kagaðarhóli í Torfalækjarhreppi.

0. 1856-1857 Guðrún Sigurðardóttir, ekkja Jónasar Kristjánssonar á Brún, og ráðsm. Sigvaldi Sigurðsson. – Guðrún giftist Sigvalda.

0. 1857-1858 Sigvaldi Sigurðsson og Guðrún Sigurðardóttir. – Fóru búferlum að Holtastöðum í Engihlíðarhreppi.

0. 1858-1859 Jóhannes Hannesson og f.k. Margrét Andrésdóttir og s.k. Guðrún Magnúsdóttir. – Margrét dó 10. júní 1858 í Hvammi. Jóhannes dó 17. nóvember 1859 í Hvammi. Guðrún bjó áfram.

0. 1859-1860 Guðrún Magnúsdóttir, ekkja Jóhannesar Hannessonar í Hvammi. – Brá búi, fór að Kálfárdal í Sauðárhreppi. Guðrún dó 17. maí 1865 í Kálfárdal.

0. 1860-1871 Friðgeir Árnason og Hólmfríður Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Refsstöðum í Engihlíðarhreppi.

0. 1871-1873 Jónas Jónsson og Vigdís Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Gautsdal.

0. 1873-1879 Jónas Frímann Sigurðsson og Sigurlaug Sölvadóttir. – Jónas dó 15. maí 1879 í Hvammi. Sigurlaug bjó áfram.

0. 1879-1880 Sigurlaug Sölvadóttir, ekkja Jónasar Frímanns Sigurðssonar í Hvammi, og sonur hennar Steingrímur Jónasson. – Fóru búferlum að Kúskerpi í Engihlíðarhreppi.

0. 1880-1886 Gísli Bjarnason. – Hafði jafnframt bú í Móbergsseli í Engihlíðarhreppi 1882-1884. Brá búi, fór í húsmennsku á sama stað, reisti bú í Strjúgsstaðaseli 1887.

0. 1880-1881 Pálmi Erlendsson og Jórunn Sveinsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Sauðá í Sauðárhreppi, reistu bú í Mýrarkoti í Engihlíðarhreppi 1884.

0. 1881-1882 Jón Björn Stefánsson og Arndís Helga Bjarnadóttir. – Fóru búferlum að Refsstöðum í Engihlíðarhreppi.

0. 1882-1883 Sigvaldi Guðmundsson og ráðsk. Margrét Björnsdóttir. – Fóru búferlum að Hryggjum í Staðarhreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1883-1884 Sveinn Jón Magnússon og ráðsk. Guðrún Jóhanna Sigurðardóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku að Holtastöðum í Engihlíðarhreppi, reistu bú á Tungubakka í Engihlíðarhreppi 1885.

0. 1886-1887 Þorlákur Ásmundsson og ráðsk. Kristín Helgadóttir. – Brugðu búi. Þorlákur fór í vinnumennsku að Gautsdal, reisti bú í Auðkúluseli í Svínavatnshreppi 1899. Kristín fór í húsmennsku á sama stað og síðar til Vesturheims, giftist Páli Jónssyni Nordal í Portage la Prairie í Manitoba, Kanada. Hún dó 5. desember 1937 í Portage la Prairie.

0. 1886-1887 Magnús Björnsson og ráðsk. Málfríður Friðgeirsdóttir. – Fóru búferlum að Gvendarstöðum í Staðarhreppi.

0. 1887-1888 Guðrún Arnþórsdóttir, ekkja Magnúsar Bjarnasonar í Ytra-Tungukoti. – Fór búferlum að Strjúgsstöðum.

0. 1888-1889 Jón Guðmundsson og Anna Pétursdóttir. – Brugðu búi, voru kyrr á sama stað. Jón dó 7. apríl 1890 í Hvammi. Guðmundur sonur þeirra var skráður fyrir búinu næstu ár.

0. 1889-1891 Guðmundur Jóhannes Jónsson og móðir hans Anna Pétursdóttir. – Anna var skráð fyrir búinu næstu ár.

0. 1891-1899 Anna Pétursdóttir, ekkja Jóns Guðmundssonar í Hvammi, og sonur hennar Guðmundur Jóhannes Jónsson. – Fóru búferlum að Gunnsteinsstöðum.

0. 1898-1901 Sigurjón Jóhannsson og Ingibjörg Solveig Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Finnstungu.

0. 1901-1926 Sigurður Semingsson og Elísabet Jónsdóttir og dóttir hans Þorbjörg Sigurðardóttir. – Elísabet dó 12. september 1920 í Hvammi. Sigurður og Þorbjörg brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað. Sigurður dó 5. október 1949 á Blönduósi. Þorbjörg giftist síðar Guðjóni Árna Magnússyni á Ólafsfirði. Hún dó 27. desember 1928 á Ólafsfirði.

0. 1923-1924 Kristján Sigurðsson og Unnur Gíslína Björnsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Refsstöðum í Engihlíðarhreppi, reistu bú á Litla-Vatnsskarði í Engihlíðarhreppi 1925 og í Hvammi 1926.

0. 1926-1938 Kristján Sigurðsson og Unnur Gíslína Björnsdóttir. – Fóru búferlum að Háagerði í Vindhælishreppi.

0. 1938-1939 (Guðmundur) Þorsteinn Sigurðsson og Halldóra Sigríður Ingimundardóttir. – Búsett í Enni í Engihlíðarhreppi, nytjuðu jörðina.

0. 1939-1948 Guðni Sveinsson og (Karítas) Klemensína Klemensdóttir. – Brugðu búi, fóru til Höfðakaupstaðar. Klemensína dó 12. júní 1966 á Blönduósi. Guðni dó 15. nóvember 1971 á Blönduósi.

0. 1948-1950 (Guðmundur) Þorsteinn Sigurðsson og Halldóra Sigríður Ingimundardóttir. – Búsett í Enni, nytjuðu jörðina.