Húnaver – ábúendatal

0. 1957-1960 Guðmundur Jónsson og Anna Guðrún Bjarnadóttir. – Höfðu jafnframt bú á Botnastöðum 1957-1958-. Brugðu búi, fóru til Reykjavíkur. Guðmundur dó 25. desember 1988 í Reykjavík. Anna dó 26. febrúar 1993 í Reykjavík.

0. 1960-1965 Sigfús Kristmann Guðmundsson og Jóhanna Björnsdóttir. – Brugðu búi, fóru að Bólstaðarhlíð, bjuggu síðar á Blönduósi. Sigfús dó 16. júní 2008 á Blönduósi.

0. 1965-1973 Gestur Aðalgeir Pálsson og Kristín Halldórsdóttir. – Fóru búferlum að Bólstað, reistu bú í Húnaveri 1989.

0. 1973-1976 Tryggvi Þór Jónsson og Jóhanna Magnúsdóttir. – Fóru búferlum að Ytra-Tungukoti.

0. 1976-1983 Guðmundur Tryggvason og dóttir hans Svanhildur Finndal Guðmundsdóttir. – Bjuggu síðar í Sölvatungu.

0. 1983-1986 Óskar Leifur Guðmundsson og ráðsk. Alda Jónsdóttir. Brugðu búi. Óskar fór að Syðri-Leifsstöðum, bjó síðar á Eyvindarstöðum. Alda fór að Úlfsstöðum í Akrahreppi, Skagafjarðarsýslu, bjó síðar með Pétri Kolbeinssyni öryggisverði í Reykjavík.

0. 1986-1989 Soffía Jóhannesdóttir, ekkja Guðmundar Dalmann Ólafssonar skrifstofumanns í Reykjavík. – Brá búi, fór til Reykjavíkur.

0. 1989-1992 Gestur Aðalgeir Pálsson og Kristín Halldórsdóttir. – Brugðu búi, fóru til Blönduóss, bjuggu síðar í Kópavogi. Kristín dó 8. október 2007 í Reykjavík.

0. 1992-1997 Guðmundur Guðbrandsson og ráðsk. Sigþrúður Friðriksdóttir. – Fóru búferlum að Bergsstöðum.

0. 1997-1998 Eyjólfur Guðmundsson og Sigríður Björg Grímsdóttir. – Brugðu búi, fóru til Blönduóss.

0. 1998-1999 Sverrir Haraldsson og Jóhanna Ásta Þórarinsdóttir. – Brugðu búi, fóru til Kópavogs. Sverrir dó 24. október 2002 í Kópavogi.

0. 1999-2002 Kristinn Viðar Sverrisson og ráðsk. Sigríður Soffía Þorleifsdóttir. – Brugðu búi, fóru til Blönduóss.

0. 2002-2007 Páll Stefánsson og Bergrún Gígja Sigurðardóttir. – Brugðu búi, fóru til Reyðarfjarðar.

0. 2007-2008 Rut Guðfinnsdóttir. – Brá búi, fór til Blönduóss.

0. 2008-2009 Jónína Baldursdóttir. – Brá búi, fór til Blönduóss.

0. 2009-2012- Þórhalli Haraldsson og Turid Rós Gunnarsdóttir.