Hóll – ábúendatal

Hóll

0. -1699-1700- Sigurður.

0. -1701-1709- Bjarni Konráðsson og Þórdís Jónsdóttir. – Höfðu jafnframt bú á Steiná -1708-1709- og á Torfustöðum 1708-1709-. Bjuggu síðar á Steiná.

0. -nál. 1720- Ólafur Bjarnason og f.k. Guðrún Björnsdóttir. – Guðrún dó á árunum 1723-1726. Ólafur bjó síðar á Steiná.

0. -1725-1726- Jón Bjarnason. – Jón var í Bólstaðarhlíðarhreppi 1729.

0. -1734-1735 Guðmundur Bjarnason og Helga Jónsdóttir. – Fóru búferlum í Lýtingsstaðahrepp í Skagafjarðarsýslu, bjuggu síðar á Þorsteinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi, reistu bú á Eiðsstöðum í Svínavatnshreppi 1745.

0. -1734-1735- Solveig Sæmundsdóttir og dóttir hennar Þórunn Jónsdóttir. – Solveig dó 20. nóvember 1755 á Eiðsstöðum.

0. -1737-1746- Árni Jónsson. – Fór búferlum úr Bólstaðarhlíðarhreppi 1747, bjó síðar á Hafgrímsstöðum í Lýtingsstaðahreppi.

0. -1750-1756 Ólafur Sigurðsson og Valgerður Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Stafni.

0. 1756-1757 Pétur Ólafsson og Solveig Egilsdóttir. – Fóru búferlum að Stafni.

0. 1757-1758 Björn Ólafsson og Ingiríður Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Eiríksstöðum.

0. 1758-1759- Sveinn Ívarsson og Þórunn Illugadóttir. – Sveinn dó 1762. Þórunn bjó síðar á Eiríksstöðum.

0. -1762-1785 Einar Árnason og Halldóra Jónsdóttir. – Halldóra dó á árunum 1762-1785. Einar dó 1785 á Hóli.

0. 1785-1786 Dánarbú Einars Árnasonar / Guðrún Illugadóttir. – Fór að Þverárdal. Guðrún var í Þverárdal 1787.

0. 1786-1788 Páll Einarsson og Guðrún Ólafsdóttir. – Fóru búferlum að Torfustöðum.

0. 1788-1790 Sigríður Bjarnadóttir, ekkja Einars Jónssonar á Torfustöðum. – Brá búi, fór að Kárastöðum í Rípurhreppi, Skagafjarðarsýslu árið eftir, var á Ytri-Kotum í Akrahreppi, Skagafjarðarsýslu 1801. Sigríður dó 23. janúar 1812 á Hafgrímsstöðum í Lýtingsstaðahreppi.

0. 1790-1792 Margrét Árnadóttir, ekkja Guðmundar Jónssonar á Syðri-Leifsstöðum. – Brá búi, var kyrr á sama stað. Margrét var á Hóli 1814.

0. 1792-1807 Árni Jónsson og Margrét Guðmundsdóttir. – Árni drukknaði í Svartá 18. desember 1807. Margrét bjó áfram.

0. 1807-1816 Margrét Guðmundsdóttir, ekkja Árna Jónssonar á Hóli. – Margrét giftist Jóni Sigurðssyni.

0. 1816-1817 Margrét Guðmundsdóttir og Jón Sigurðsson. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Bollastöðum, reistu bú á Þröm í Svínavatnshreppi 1818 og í Stafni 1826.

0. 1817-1818 Björn Ólafsson og Þórunn Helgadóttir. – Búsett í Sellandi, nytjuðu jörðina.

0. 1818-1829 Guðmundur Björnsson og Valgerður Eyjólfsdóttir. – Fóru búferlum að Torfustöðum.

0. 1829-1835 Sigurður Jónsson og s.k. Marsibil Jónsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Kúfustöðum, reistu bú á Fossum 1836.

0. 1835-1838 Ólafur Björnsson og Sigríður Hinriksdóttir. – Fóru búferlum að Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi.

0. 1837-1838 Halldór Jónasson og 1.k. Oddný Halldórsdóttir. – Fóru búferlum að Steinárgerði.

0. 1838-1852 Guðmundur Jónsson og Ingveldur Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Torfustöðum.

0. 1852-1877 Guðmundur Jónsson og Guðrún Árnadóttir. – Fóru búferlum að Hvammi í Svartárdal.

0. 1852-1854 Jón Rafnsson og Sigurlaug Þórðardóttir. – Fóru búferlum að Rugludal.

0. 1877-1883 Jón Þorsteinsson og Ósk Guðmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku að Eiríksstöðum, reistu bú í Barkarstaðagerði 1885.

0. 1880-1883 Sigurður Sölvason og Rut Ingibjörg Magnúsdóttir. – Brugðu búi, fóru til Vesturheims, bjuggu í Akrabyggð í Norður-Dakota, Bandaríkjunum, síðar á Blönduósi. Sigurður dó 21. ágúst 1916 á Blönduósi. Rut dó 14. nóvember 1929 í Shaunavon í Saskatchewan, Kanada.

0. 1883-1884 Magnús Andrésson og Rannveig Guðmundsdóttir. – Búsett á Steiná, nytjuðu jörðina.

0. 1883-1887 Jón Sigurðsson og Margrét Jónsdóttir. – Í húsmennsku. – Margrét fór í húsmennsku að Ytra-Þverfelli. Reistu bú í Kóngsgarði 1889.

0. 1884-1899 Sigurður Jakobsson og Lilja Sigurðardóttir. – Fóru búferlum að Skeggsstöðum.

0. 1899-1900 Árni Sigurðsson og Guðlaug Jónsdóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku á sama stað. Guðlaug varð síðar ráðskona í Háagerði í Vindhælishreppi. Fóru í húsmennsku að Brandaskarði í Vindhælishreppi 1905.

0. 1900-1906 Sveinn Jónsson og móðir hans María Jónsdóttir. – Brugðu búi. Sveinn fór í húsmennsku að Eiríksstöðum, reisti bú á Hóli 1908. María fór að Hvammi á Laxárdal. Hún dó 11. júlí 1930 á Strjúgsstöðum.

0. 1901-1902 Hjálmar Jónsson og Guðrún Ásta Ingimundardóttir. – Fóru búferlum að Valabjörgum í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1903-1904 Andrés Gíslason og Margrét Sigríður Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Syðra-Tungukoti.

0. 1906-1908 Halldór Jóhannes Halldórsson og Guðrún Gísladóttir. – Fóru búferlum að Kálfárdal.

0. 1908-1926 Sveinn Jónsson og Vilborg Ólafsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað, reistu bú á sama stað 1932.

0. 1910-1911 Jón Guðmundsson og s.k. Guðlaug Sigurðardóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Skeggsstöðum. Jón dó 20. júní 1915 í Hvammi í Svartárdal. Guðlaug dó 30. október 1927 á Blönduósi.

0. 1926-1932 Ólafur Sigurðsson og Guðrún Jónasdóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku að Eyvindarstöðum, reistu bú á Kúfustöðum 1935.

0. 1932-1947 Sveinn Jónsson og Vilborg Ólafsdóttir. – Brugðu búi, voru kyrr á sama stað. Sveinn dó 12. janúar 1951 á Hóli. Vilborg varð ráðskona hjá syni sínum á sama stað.

0. 1947-1959 Torfi Sveinsson og móðir hans Vilborg Ólafsdóttir. – Vilborg dó 18. apríl 1959 á Blönduósi. Torfi brá búi, fór til Reykjavíkur, bjó síðar á Sauðárkróki. Hann dó 13. júlí 2004 á Sauðárkróki.

0. 1959-1991 Jakob Skapti Sigurðsson. – Búsettur á Steiná, nytjaði jörðina. Jakob dó 27. maí 1991 á Blönduósi.

0. 1991-2014- Jakob Sigurjónsson og Sesselja Sturludóttir.