Hólabær
-1699-1703- Í eyði.
0. -1708-1709- Jón Jónsson og Hallbera Guðmundsdóttir. – Búsett á Gunnsteinsstöðum, nytjuðu jörðina.
0. -1734-1739- Einar Torfason og Sigríður Magnúsdóttir. – Einar dó á árunum 1739-1741. Sigríður bjó áfram.
0. -1740-1741- Sigríður Magnúsdóttir, ekkja Einars Torfasonar í Hólabæ. – Var á Kirkjubæ í Vindhælishreppi 1757, reisti bú á Neðra-Skúfi í Vindhælishreppi 1758.
0. -1745-1746- Gottskálk Jónsson. – Bjó síðar á Þorbrandsstöðum í Engihlíðarhreppi.
0. -1751-1754 Marteinn Jónsson og Þorbjörg. – Bjuggu síðar á Móbergi í Engihlíðarhreppi.
0. 1754-1763- Guðmundur Gunnarsson og Guðrún Sæmundsdóttir. – Brugðu búi, voru í húsmennsku á Balaskarði í Vindhælishreppi 1777. Guðmundur dó á árunum 1778-1801. Guðrún var á Refsstöðum í Engihlíðarhreppi 1801.
0. -1773-1783 Guðný Sveinsdóttir, ekkja Guðbrands Þórarinssonar á Strjúgsstöðum. – Guðný dó 19. september 1783 í Hólabæ.
0. -1784-1789- Oddur Guðbrandsson og Snjólaug Jónsdóttir. – Bjuggu síðar á Njálsstöðum í Vindhælishreppi.
0. -1790-1791 Jóhannes Guðmundsson og Jarþrúður Eiríksdóttir. – Búsett á Ytri-Löngumýri í Svínavatnshreppi, nytjuðu jörðina.
0. 1791-1794 Jóhannes Guðmundsson og Jarþrúður Eiríksdóttir. – Fóru búferlum að Hurðarbaki í Torfalækjarhreppi.
0. 1794-1796 Ketill Eyjólfsson og Guðrún Hallsdóttir. – Fóru búferlum að Strjúgsstöðum.
0. 1796-1815 Ólafur Bjarnason og Steinunn Pálsdóttir. – Brugðu búi. Ólafur bjó síðar í Hafnabúðum í Vindhælishreppi.
0. 1815-1822 Davíð Erlendsson og ráðsk. Helga Jónsdóttir. – Helga var skráð fyrir búinu næstu ár.
0. 1816-1818 Arnljótur Árnason og Guðrún Guðmundsdóttir. – Búsett á Gunnsteinsstöðum, nytjuðu helming af jörðinni.
0. 1822-1830 Helga Jónsdóttir, ekkja Guðmundar Sigurðssonar vinnumanns í Kambakoti í Vindhælishreppi, og ráðsm. Davíð Erlendsson. – Helga dó 10. október 1830 í Gafli í Svínavatnshreppi. Davíð bjó áfram.
0. 1830-1831 Dánarbú Helgu Jónsdóttur / Davíð Erlendsson. – Fór að Gafli. Davíð dó 15. janúar 1863 í Sólheimum í Svínavatnshreppi.
0. 1831-1835 Kort Jónsson og Sigríður Þórðardóttir. – Fóru búferlum að Blöndudalshólum.
0. 1835-1838 Guðrún Þorsteinsdóttir, ekkja Sveins Sveinssonar á Hólabaki í Sveinsstaðahreppi. – Brá búi, var í Hvammi í Engihlíðarhreppi 1840. Guðrún dó 5. júní 1850 á Strjúgsstöðum.
0. 1838-1844 Sveinn Sveinsson og Guðbjörg Ingimundardóttir. – Sveinn drukknaði í Blöndu 14. desember 1844. Guðbjörg bjó áfram.
0. 1844-1852 Guðbjörg Ingimundardóttir, ekkja Sveins Sveinssonar í Hólabæ, og ráðsm. Jón Jónsson og ráðsm. Þorsteinn Kristjánsson og ráðsm. Stefán Sveinsson. – Jón var í vinnumennsku á Ytri-Kárastöðum í Kirkjuhvammshreppi 1850. Hann dó 29. júní 1850 á Ytri-Kárastöðum. Þorsteinn reisti bú á Holtastöðum í Engihlíðarhreppi 1851 og á Stóru-Mörk 1852. Guðbjörg giftist Stefáni.
0. 1852-1865 Stefán Sveinsson og Guðbjörg Ingimundardóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað.
0. 1865-1867 Jóhannes Guðmundsson og Solveig Benediktsdóttir. – Búsett á Gunnsteinsstöðum, nytjuðu jörðina.
0. 1864-1867 Jónas Hannesson og Margrét Jónsdóttir. – Í húsmennsku. – Fóru í húsmennsku að Ásum í Svínavatnshreppi, reistu bú á Brandsstöðum 1868.
0. 1865-1867 Stefán Sveinsson og Guðbjörg Ingimundardóttir. – Í húsmennsku. – Reistu bú í Núpsöxl í Engihlíðarhreppi 1867.
0. 1867-1870 Jóhann Lárus Snorrason og María Ólafsdóttir. – Fóru búferlum að Breiðabólsstað í Sveinsstaðahreppi.
0. 1870-1875 Jóhannes Guðmundsson og Solveig Benediktsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Holtastöðum í Engihlíðarhreppi. Solveig dó 18. apríl 1876 á Holtastöðum. Jóhannes dó 7. maí 1879 á Undirfelli í Áshreppi.
0. 1875-1880 Jónas Pétursson og Sigurey Einarsdóttir. – Fóru búferlum að Beinakeldu í Torfalækjarhreppi.
0. 1880-1881 Guðmundur Pétursson og Anna Sigríður Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Hurðarbaki í Torfalækjarhreppi.
0. 1881-1888 Pétur Frímann Jónsson og Guðrún Þorsteinsdóttir. – Pétur dó 26. júní 1888 í Hólabæ. Guðrún bjó áfram.
0. 1888-1890 Guðrún Þorsteinsdóttir, ekkja Péturs Frímanns Jónssonar í Hólabæ. – Brá búi, var kyrr á sama stað. Guðrún dó 18. febrúar 1900 á Mánaskál í Vindhælishreppi.
0. 1890-1891 Ásgrímur Pétursson og f.k. Guðrún Jónsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Nýlendi í Hofshreppi, Skagafjarðarsýslu. Skildu. Ásgrímur dó 22. desember 1930 á Akureyri. Guðrún dó 8. ágúst 1953 í Reykjavík.
0. 1891-1893 Halldór Sigurður Halldórsson og Jakobína Sigríður Klemensdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Strjúgsstöðum, bjuggu síðar á Blönduósi. Halldór dó 1. september 1929 á Blönduósi. Jakobína dó 8. september 1946 á Móbergi í Engihlíðarhreppi.
0. 1893-1894 Ólafur Eyjólfsson og Guðbjörg Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Sæunnarstöðum í Vindhælishreppi.
0. 1894-1899 Sveinn Hallgrímsson og María Steinsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Hjaltabakka í Torfalækjarhreppi. Sveinn dó 28. október 1903 í Mjóadal. María dó 11. júní 1959 á Akranesi.
0. 1899-1908 Jón Magnús Jakobsson Espólín og Björg Jóhannsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Torfalæk í Torfalækjarhreppi árið eftir, reistu bú á Húnsstöðum í Torfalækjarhreppi 1911 og á Auðólfsstöðum 1916.
0. 1908-1913 Einar Pétursson og Guðný Pálína Frímannsdóttir. – Fóru búferlum að Vindhæli í Vindhælishreppi.
0. 1913-1920 Þorvaldur Pétursson og ráðsk. Margrét Sigurðardóttir og ráðsk. Ingibjörg Lárusdóttir og ráðsk. Sigurbjörg Pétursdóttir. – Margrét fór úr Holtastaðasókn 1916. Hún dó 25. febrúar 1962 á Blönduósi. Ingibjörg fór úr Holtastaðasókn 1918. Hún dó 16. maí 1956 á Akureyri. Þorvaldur og Sigurbjörg fóru búferlum að Strjúgsstöðum.
0. 1920-1933 (Pétur) Hafsteinn Pétursson og ráðsk. Hólmfríður Bjarnadóttir. – Búsett á Gunnsteinsstöðum, nytjuðu jörðina.
0. 1920-1924 Gísli Ólafsson og Jakobína Guðrún Þorleifsdóttir. – Í húsmennsku. – Fóru til Blönduóss, bjuggu síðar á Sauðárkróki. Gísli dó 14. janúar 1967 á Sauðárkróki. Jakobína dó 29. maí 1968 á Sauðárkróki.
0. 1933-1934 (Pétur) Hafsteinn Pétursson og Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir. – Búsett á Gunnsteinsstöðum, nytjuðu jörðina.
1934-1957 Í eyði.
0. 1957-1987 Pétur Hafsteinsson og Gerður Aðalbjörnsdóttir. – Pétur dó 9. október 1987 í Hólabæ. Gerður dó 12. júní 2007 á Blönduósi.