Gunnsteinsstaðir – ábúendatal

0. -1635-1637- Jón Bessason og Gunnvör Egilsdóttir. – Bjuggu síðar á Strjúgsstöðum.

0. -1678-1679- Halldór Jónsson og Halldóra Benediktsdóttir. – Bjuggu síðar á Geitaskarði í Engihlíðarhreppi.

0. -1699-1703- Guðmundur Jónsson og ráðsk. Rannveig Samsonsdóttir og Sigríður Jósefsdóttir. – Guðmundur dó á árunum 1703-1706. Sigríður giftist Erlendi Guðbrandssyni á Kvíabekk í Þóroddsstaðahreppi, Eyjafjarðarsýslu.

0. 1707-1712- Jón Jónsson og Hallbera Guðmundsdóttir. – Höfðu jafnframt bú í Gunnsteinsstaðakoti -1708-1709-, í Gunnsteinsstaðaseli -1708-1709- og í Hólabæ -1708-1709-. Brugðu búi. Hallbera dó 1722 í Hvammi í Norðurárdalshreppi, Mýrasýslu.

0. -nál. 1730- Pétur Ketilsson og Þuríður Benediktsdóttir. – Bjuggu síðar í Syðra-Tungukoti.

0. -1734-1735- Bessi Oddsson og Gróa Árnadóttir.

0. -1734-1738 Jón Jónsson.

0. -1737-1739- Guðmundur Jónsson.

0. 1740-1741- Sæmundur Teitsson og Guðrún Sveinsdóttir. – Bjuggu síðar á Strjúgsstöðum.

0. -1745-1779 Sigurður Þorláksson og Elín Sigmundsdóttir. – Elín dó 1. janúar 1779 á Gunnsteinsstöðum. Sigurður brá búi, var kyrr á sama stað. Hann dó 1781 á Gunnsteinsstöðum.

0. 1779-1815 Árni Sigurðsson og Elín Arnljótsdóttir. – Árni dó 1815. Elín brá búi, var kyrr á sama stað. Hún dó 30. júlí 1839 á Gunnsteinsstöðum.

0. 1815-1816 Páll Árnason. – Fór búferlum að Syðri-Þverá í Þverárhreppi.

0. 1816-1848 Arnljótur Árnason og Guðrún Guðmundsdóttir. – Höfðu jafnframt bú í Hólabæ 1816-1818. Brugðu búi, fóru að Guðlaugsstöðum í Svínavatnshreppi. Arnljótur dó 7. desember 1865 á Guðlaugsstöðum. Guðrún dó 12. janúar 1884 á Guðlaugsstöðum.

0. 1848-1867 Jóhannes Guðmundsson og Solveig Benediktsdóttir. – Höfðu jafnframt bú í Hólabæ 1865-1867. Fóru búferlum að Gautsdal.

0. 1861-1862 Jón Guðmundsson og Anna Pétursdóttir. – Fóru búferlum að Refsstöðum í Engihlíðarhreppi, reistu bú á Strjúgsstöðum 1880.

0. 1864-1867 Jakob Hákonarson Espólín og Rannveig Skúladóttir. – Fóru búferlum að Ásum í Svínavatnshreppi.

0. 1867-1871 Hjalti Ólafsson Thorberg og Guðrún Jóhannesdóttir. – Fóru búferlum að Vesturhópshólum í Þverárhreppi.

0. 1867-1868 Sigríður Árnadóttir. – Brá búi, fór í húsmennsku á sama stað, reisti bú á sama stað 1874.

0. 1871-1874 Jón Þórðarson og Guðrún Kristmundsdóttir. – Fóru búferlum að Auðólfsstöðum.

0. 1874-1880 Sigríður Árnadóttir. – Brá búi, fór í húsmennsku á sama stað. Sigríður dó 29. október 1900 í Reykjavík.

0. 1874-1875 Jónas Pétursson og Sigurey Einarsdóttir. – Fóru búferlum að Hólabæ.

0. 1875-1880 Guðmundur Pétursson og ráðsk. Anna Sigríður Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Hólabæ.

0. 1880-1895 Pétur Pétursson og Anna Guðrún Magnúsdóttir. – Höfðu jafnframt bú í Strjúgsstaðaseli 1888-1891. Fóru til Sauðárkróks, nytjuðu jörðina áfram, reistu bú á Gunnsteinsstöðum 1902. Höfðu bú í Kárahlíð 1900-1902.

0. 1880-1881 Rannveig Magnúsdóttir, ekkja Péturs Björnssonar á Reynistað í Staðarhreppi, Skagafjarðarsýslu, og sonur hennar Sigurður Jakobsson. – Brugðu búi. Rannveig fór í húsmennsku á sama stað. Hún dó 23. desember 1885 á Hóli. Sigurður fór í vinnumennsku að Halldórsstöðum í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu, reisti bú á Brenniborg í Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu 1882 og á Hóli 1884.

0. 1895-1900 Pétur Pétursson og Anna Guðrún Magnúsdóttir. – Búsett á Sauðárkróki, nytjuðu hluta af jörðinni.

0. 1895-1896 Þorsteinn Frímann Pétursson og Anna Jóhannsdóttir. – Fóru búferlum að Mánaskál í Vindhælishreppi, reistu bú í Þverárdal 1908.

0. 1896-1899 Stefán Halldór Eiríksson og Svanfríður Bjarnadóttir. – Fóru búferlum að Refsstöðum í Engihlíðarhreppi.

0. 1899-1900 Guðmundur Jóhannes Jónsson og móðir hans Anna Pétursdóttir. – Fóru búferlum að Auðólfsstöðum. Anna dó 7. janúar 1925 í Finnstungu.

0. 1900-1902 Pétur Pétursson og Anna Guðrún Magnúsdóttir. – Búsett á Sauðárkróki, nytjuðu jörðina.

0. 1897-1901 Jóhann Frímann Jóhannsson og Ingibjörg Jónsdóttir. – Í húsmennsku. – Fóru í húsmennsku að Kúskerpi í Engihlíðarhreppi, voru í Óseyrarkoti við Hafnarfjörð 1910. Jóhann dó 15. júlí 1916. Ingibjörg dó 11. nóvember 1935 í Reykjavík.

0. 1900-1903 Ingimundur Sveinsson. – Í húsmennsku. – Fór í húsmennsku að Stóra-Búrfelli í Svínavatnshreppi. Ingimundur dó 10. mars 1929 á Litla-Búrfelli í Svínavatnshreppi.

0. 1901-1902 Björn Björnsson og Ingibjörg Pétursdóttir. – Í húsmennsku. – Reistu bú Holtastaðakoti í Engihlíðarhreppi 1902.

0. 1901-1903 Björn Frímannsson. – Í lausamennsku. – Fór í lausamennsku að Auðólfsstöðum, bjó síðar á Sauðárkróki. Björn dó 12. október 1960 á Sauðárkróki.

0. 1902-1907 Pétur Pétursson og Anna Guðrún Magnúsdóttir. – Höfðu jafnframt bú í Kárahlíð 1902-1907. Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað, reistu bú á sama stað 1908.

0. 1907-1908 (Pétur) Hafsteinn Pétursson. – Brá búi, var kyrr á sama stað, reisti bú á sama stað 1910.

0. 1908-1910 Pétur Pétursson og Anna Guðrún Magnúsdóttir. – Höfðu jafnframt bú í Kárahlíð 1909-1910. Pétur brá búi, fór til Blönduóss. Hann dó 28. apríl 1922 á Blönduósi. Hafsteinn sonur þeirra var skráður fyrir búinu næstu ár.

0. 1910-1957- (Pétur) Hafsteinn Pétursson og móðir hans Anna Guðrún Magnúsdóttir og ráðsk. Hólmfríður Bjarnadóttir og Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir. – Hafsteinn og Anna höfðu jafnframt bú í Kárahlíð 1910-1914. Hafsteinn og Hólmfríður höfðu jafnframt bú í Hólabæ 1920-1933 og í Kárahlíð 1928-1929. Hafsteinn og Guðrún höfðu jafnframt bú í Hólabæ 1933-1934 og í Kárahlíð 1942-1943 og 1944-1945. Anna fór til Blönduóss 1915. Hún dó 16. janúar 1938 á Gunnsteinsstöðum. Hólmfríður dó 19. apríl 1934 á Gunnsteinsstöðum. Hafsteinn dó 28. ágúst 1961 á Blönduósi. Guðrún dó 11. ágúst 1974 á Blönduósi.

0. 1949-1957 Pétur Hafsteinsson og Gerður Aðalbjörnsdóttir. – Fóru búferlum að Hólabæ.

0. 1966-1978- Stefán Hafsteinsson. – Brá búi, fór til Blönduóss.