Grundarkot (Grundargerði) – ábúendartal

0. 1852-1855 Skúli Friðrik Hjálmarsson og Solveig Jónsdóttir. – Solveig dó 8. maí 1855 í Grundarkoti. Skúli brá búi, fór í vinnumennsku að Beinakeldu í Torfalækjarhreppi, reisti bú í Giljárseli í Torfalækjarhreppi 1859.

0. 1855-1860 Erlendur Guðmundsson og Sigríður Símonsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað. Sigríður dó 7. ágúst 1867 á Litla-Vatnsskarði í Engihlíðarhreppi. Erlendur dó 13. desember 1886 í Eyjarkoti í Vindhælishreppi.

0. 1855-1856 Erlendur Erlendsson og Ingibjörg Sigurðardóttir. – Fóru búferlum að Tungubakka í Engihlíðarhreppi, reistu bú á Strjúgsstöðum 1860 og í Grundarkoti 1864.

0. 1860-1864 Jóhannes Erlendsson og Ásta Björnsdóttir. – Fóru búferlum að Gunnfríðarstöðum í Svínavatnshreppi, reistu bú í Strjúgsstaðaseli 1869.

0. 1864-1865 Erlendur Erlendsson og Ingibjörg Sigurðardóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Blöndudalshólum, reistu bú í Mýrarhúsum í Engihlíðarhreppi 1873.

0. 1865-1866 Jón Sigvaldason og ráðsk. Sigríður Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Ytri-Mjóadal.

0. 1866-1867 Sveinn Eiríksson og Ósk Gunnlaugsdóttir. – Fóru búferlum að Þorbrandsstöðum í Engihlíðarhreppi.

0. 1867-1870 Jónas Frímann Sigurðsson og Sigurlaug Sölvadóttir. – Fóru búferlum að Skyttudal.

0. 1870-1871 Steinn Guðmundsson og Jórunn Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Eyrarlandi í Engihlíðarhreppi, reistu bú á Ytra-Þverfelli 1877.

0. 1871-1874 Sigríður Sigurðardóttir, ekkja Sveinbjörns Sveinssonar í Glaumbæ í Engihlíðarhreppi. – Brá búi, fór að Eiríksstaðakoti. Sigríður dó 11. maí 1874 í Eiríksstaðakoti.

0. 1873-1875 Þorleifur Jóhannesson og Guðbjörg Þórðardóttir. – Fóru búferlum að Refsstöðum í Engihlíðarhreppi, reistu bú á Syðri-Leifsstöðum 1876.

0. 1875-1886 Ólafur Bjarnason og ráðsk. Þorbjörg Pétursdóttir og ráðsk. Sigurbjörg Einarsdóttir. – Þorbjörg fór í vinnumennsku að Neðri-Mýrum í Engihlíðarhreppi 1876 og síðar til Vesturheims. Ólafur og Sigurbjörg brugðu búi, fóru í vinnumennsku að Gunnsteinsstöðum. Ólafur dó 18. apríl 1887 á Gunnsteinsstöðum. Sigurbjörg varð síðar ráðskona í Mýrarkoti í Engihlíðarhreppi.

0. 1886-1887 Engilráð Margrét Sigurðardóttir, ekkja Sigfúsar Péturssonar á Eiríksstöðum. – Brá búi, fór til Vesturheims, bjó í Pembina í Norður-Dakota, Bandaríkjunum. Engilráð dó 28. maí 1922 í Pembina.

0. 1887-1888 Björn Björnsson og f.k. Kristín Sveinsdóttir. – Fóru í húsmennsku að Kirkjuskarði í Engihlíðarhreppi, nytjuðu jörðina áfram, reistu bú í Mýrarkoti í Engihlíðarhreppi 1890.

0. 1888-1889 Björn Björnsson og f.k. Kristín Sveinsdóttir. – Búsett á Kirkjuskarði, nytjuðu jörðina.

0. 1889-1890 Erlendur Guðmundsson. – Búsettur á Stóru-Mörk, nytjaði jörðina.

1890- Í eyði.