Gil – ábúendatal

0. -nál. 1695- Sigurður Bessason og Steinunn Halldórsdóttir. – Bjuggu síðar í Þverárdal.

0. -1699-1721- Árni Þorsteinsson og Valgerður Jannesdóttir. – Bjuggu síðar í Þverárdal.

0. -1732-1735- Jón Jónsson.

0. -1737-1738 Gísli Jónsson.

0. 1738-1741- Jón Illugason og Herdís Andrésdóttir. – Bjuggu síðar á Stóru-Giljá í Torfalækjarhreppi.

0. -1744-1746- Sveinn Ívarsson og Þórunn Illugadóttir. – Bjuggu síðar á Eiríksstöðum.

0. -1751-1762- Jón Jónsson og Guðrún Ólafsdóttir. – Jón dó á árunum 1762-1771. Guðrún giftist Bessa Þorbergssyni.

0. -1771-1780 Bessi Þorbergsson og s.k. Guðrún Ólafsdóttir. – Bessi dó 1780 eða 1781. Guðrún bjó áfram.

0. 1780-1785 Guðrún Ólafsdóttir, ekkja Bessa Þorbergssonar á Gili.

0. 1781-1782 Guðmundur Jónsson og Ingibjörg Andrésdóttir. – Fóru búferlum að Þverárdal.

0. 1785-1787 Guðmundur Guðmundsson og f.k. Freygerður Önundardóttir. – Fóru búferlum að Eldjárnsstöðum í Svínavatnshreppi.

0. 1787-1794 Gísli Jónsson og Guðrún Símonsdóttir. – Fóru búferlum að Hvammi í Engihlíðarhreppi.

0. 1794-1795 Benedikt Jónsson og f.k. Katrín Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Ytri-Ey í Vindhælishreppi.

0. 1795-1818 Jónas Jónsson og Ingibjörg Jónsdóttir. – Jónas dó í júní 1818 á Njálsstöðum í Vindhælishreppi. Ingibjörg bjó áfram.

0. 1818-1820 Ingibjörg Jónsdóttir, ekkja Jónasar Jónssonar á Gili. – Hafði jafnframt bú á Fjósum 1819-1820. Brá búi, var kyrr á sama stað, reisti bú á Geithömrum í Svínavatnshreppi 1821.

0. 1819-1823 Eyjólfur Jónasson og f.k. Björg Einarsdóttir. – Höfðu jafnframt bú á Fjósum 1819-1822. Eyjólfur hafði jafnframt bú á Fjósum 1822-1823. Björg dó 8. ágúst 1822 á Gili. Eyjólfur brá búi, fór í húsmennsku á sama stað, reisti bú á sama stað 1824. Hafði bú á Fjósum 1823-1824.

0. 1823-1824 Jónas Einarsson og Guðrún Illugadóttir. – Fóru búferlum að Stóru-Mörk, reistu bú á Gili 1831.

0. 1824-1825 Eyjólfur Jónasson. – Hafði jafnframt bú á Fjósum 1824-1825. Fór búferlum að Fjósum.

0. 1825-1831 Pétur Skúlason og s.k. Guðrún Halldórsdóttir. – Fóru búferlum að Ytri-Löngumýri í Svínavatnshreppi.

0. 1826-1829 Jónas Kristjánsson og Guðrún Ólafsdóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku að Botnastöðum. Jónas dó 22. maí 1829 á Botnastöðum. Guðrún var á Barkarstöðum 1835. Hún dó 6. september 1846 í Litluhlíð í Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1827-1828 Sigurður Jónsson og Kristín Magnúsdóttir. – Fóru búferlum að Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi, reistu bú í Kóngsgarði 1838.

0. 1831-1856 Jónas Einarsson og Guðrún Illugadóttir. – Höfðu jafnframt bú á Holtastöðum í Engihlíðarhreppi 1846-1847 og 1855 og í Selhaga 1847-1851. Jónas hafði jafnframt bú á Holtastöðum 1855-1856. Guðrún dó 14. nóvember 1855 á Gili. Jónas brá búi, fór í húsmennsku á sama stað. Hann dó 8. desember 1859 á Gili.

0. 1856-1860 Illugi Jónasson og Ingibjörg Ólafsdóttir. – Fóru búferlum að Hvammi í Svartárdal.

0. 1860-1861 Arnljótur Jónsson og Solveig Kristjánsdóttir. – Fóru búferlum að Brún.

0. 1861-1863 Dýrborg Árnadóttir, ekkja Jónasar Eyjólfssonar á Fjósum, og ráðsm. Þorsteinn Þorsteinsson. – Dýrborg dó 1. mars 1863 á Gili. Þorsteinn fór í vinnumennsku að Bergsstöðum, settist að búi í Breiðargerði í Lýtingsstaðahreppi 1864.

0. 1863-1864 Einar Guðmundsson og Björg Jónasdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað, reistu bú á Botnastöðum 1866.

0. 1864-1868 Einar Jónasson og systir hans Sigríður Jónasdóttir. – Brugðu búi. Einar fór í húsmennsku að Botnastöðum, var síðar í húsmennsku í Skyttudal. Sigríður fór í húsmennsku á sama stað. Hún dó 5. janúar 1893 á Sauðanesi í Sauðaneshreppi, Þingeyjarsýslu.

0. 1864-1868 Björn Guðmundsson og Sigríður Pétursdóttir. – Fóru búferlum að Reykjum í Lýtingsstaðahreppi.

0. 1868-1884 Jósafat Sigvaldason og s.k. Guðný Guðlaugsdóttir. – Brugðu búi. Jósafat fór í húsmennsku að Syðra-Vallholti í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu og síðar til Vesturheims. Guðný fór í húsmennsku á sama stað og síðar til Vesturheims. Bjuggu í Pembina í Norður-Dakota, Bandaríkjunum. Jósafat dó 27. febrúar 1891 í Pembina. Guðný dó 6. febrúar 1921 í Pembina.

0. 1869-1870 Björn Halldórsson og Súlíma Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Ytra-Þverfelli.

0. 1884-1885 Bjarni Árnason og Ásta Solveig Jósafatsdóttir. – Fóru búferlum að Steinárgerði.

0. 1884-1886 Aron Sigurðsson og Anna Bjarnadóttir. – Fóru búferlum að Mælifellsá í Lýtingsstaðahreppi.

0. 1885-1886 Lárus Jón Árnason og ráðsk. Sigríður Jónsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað, reistu bú á sama stað 1890.

0. 1886-1890 Árni Jónsson og Ingibjörg Björnsdóttir. – Fóru búferlum að Víðimýri í Seyluhreppi, reistu bú á Ytra-Þverfelli 1893.

0. 1890-1895 Lárus Jón Árnason og Sigríður Jónsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað, reistu bú á sama stað 1896.

0. 1894-1895 Þórður Jónsson og Dýrfinna Jónasdóttir. – Fóru búferlum að Auðólfsstöðum.

0. 1895-1896 Jón Eyjólfsson og systir hans Elísabet Eyjólfsdóttir. – Jón fór búferlum að Krithóli í Lýtingsstaðahreppi. Elísabet fór í vinnumennsku að Kálfárdal og síðar til Vesturheims, var í Þingvallabyggð í Saskatchewan, Kanada 1915. Hún dó 7. september 1954 í Churchbrigde í Saskatchewan.

0. 1896-1908 Lárus Jón Árnason og Sigríður Jónsdóttir. – Brugðu búi og skildu. Lárus fór í lausamennsku að Marbæli í Seyluhreppi. Hann dó 22. ágúst 1913 í Geldingaholti í Seyluhreppi. Sigríður var á Blönduósi 1910. Hún dó 25. ágúst 1919 í Höfðakaupstað.

0. 1896-1897 Jónas Illugason og systir hans Margrét Illugadóttir. – Brugðu búi. Jónas fór í lausamennsku að Brún, reisti bú í Eiríksstaðakoti 1900. Margrét fór í húsmennsku að Eyvindarstöðum, reisti bú á Brandsstöðum 1898.

0. 1906-1908 Halldór Hjálmarsson og Solveig Guðrún Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Selhaga.

0. 1908-1922 Sigurjón Helgason og Sigrún Tobíasdóttir. – Fóru búferlum að Geldingaholti í Seyluhreppi.

0. 1922-1954 Stefán Sigurðsson og Elísabet Guðmundsdóttir. – Brugðu búi, fóru til Blönduóss. Elísabet dó 7. júlí 1969 á Blönduósi. Stefán dó 30. ágúst 1971 á Blönduósi.

0. 1932-1945 Þorsteinn Jónsson og Ingibjörg Stefánsdóttir. – Brugðu búi, fóru til Blönduóss. Þorsteinn dó 15. júlí 1958 á Blönduósi. Ingibjörg dó 11. apríl 1997 í Reykjavík.

0. 1945-1957- Björn Jónsson og Sigþrúður Friðriksdóttir. – Björn dó 18. febrúar 1991 á Blönduósi. Sigþrúður dó 16. júní 2002 á Blönduósi.

0. 1954-2007 Friðrik Björnsson og Erla Hafsteinsdóttir. – Friðrik dó 3. janúar 2007 á Blönduósi.