Gautsdalur – ábúendatal

. -1699-1700- Þorleifur.

0. -1701-1702 Einar.

1702-1703 Í eyði.

0. -1708- Einar Jónsson og s.k. Ingibjörg Pálsdóttir.

0. -1733-1735- Pétur Sigurðsson.

0. -1737-1741- Marteinn Jónsson og Þorbjörg. – Bjuggu síðar í Hvammi á Laxárdal.

0. -1744-1746- Ingimundur Guðmundsson og Steinunn Egilsdóttir. – Brugðu búi, voru í Hofsprestakalli 1755, reistu bú í Kurfi í Vindhælishreppi 1757.

0. -1751-1754- Jannes Narfason og Helga. – Brugðu búi, voru í Holtastaðasókn 1755.

0. -1755-1756 Steingrímur Guðmundsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Brenniborg í Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1756-1763- Egill Þorbjörnsson og Anna Sveinsdóttir. -Brugðu búi, fóru í Vindhælishrepp. Anna dó á árunum 1781-1785. Egill dó 19. mars 1785 á Höskuldsstöðum í Vindhælishreppi.

0. -1773-1783- Jón Þorsteinsson.

0. -1784-1785 Guðrún Jónsdóttir [ekkja Jóns Þorsteinssonar í Gautsdal?]

0. 1785-1802 Jón Þorkelsson og Solveig Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Litla-Vatnsskarði í Engihlíðarhreppi.

0. 1802-1821 Jóhannes Jónsson og Helga Jónsdóttir. – Höfðu jafnframt bú í Hvammi á Laxárdal 1810-1815 og 1816-1821. Skildu 1821. Jóhannes fór búferlum að Hvammi á Laxárdal. Helga bjó áfram.

0. 1821-1836 Helga Jónsdóttir, skilin við Jóhannes Jónsson í Hvammi, og ráðsm. Oddur Jónsson. – Oddur fór í vinnumennsku að Auðólfsstöðum 1833, reisti bú á Auðólfsstöðum 1836. Helga brá búi, var kyrr á sama stað. Hún dó 10. maí 1849 á Svaðastöðum í Viðvíkurhreppi, Skagafjarðarsýslu.

0. 1836-1845 Rannveig Jóhannesdóttir, kona Þorkels Jónssonar á Svaðastöðum, og ráðsm. Daði Níelsson. – Brugðu búi. Rannveig fór í húsmennsku að Ríp í Rípurhreppi, Skagafjarðarsýslu, settist að búi með manni sínum á Svaðastöðum 1854. Daði fór í vinnumennsku að Húsabakka í Seyluhreppi, Skagafjarðarsýslu. Hann dó 8. desember 1856 í Höskuldsstaðasókn.

0. 1845-1846 Guðmundur Bjarnason og ráðsk. Konkordía Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Syðri-Leifsstöðum.

0. 1846-1852 Sigurður Þorleifsson og s.k. Signý Sigfúsdóttir. – Sigurður dó 29. október 1852 í Gautsdal. Signý bjó áfram.

0. 1852-1854 Signý Sigfúsdóttir, ekkja Sigurðar Þorleifssonar í Gautsdal, og ráðsm. Erlendur Erlendsson og sonur hennar Jónas Frímann Sigurðsson. – Erlendur reisti bú á sama stað 1853. Signý brá búi, fór í húsmennsku á sama stað. Hún dó 16. nóvember 1881 á Ytri-Brekkum í Akrahreppi, Skagafjarðarsýslu. Jónas bjó áfram.

0. 1853-1854 Erlendur Guðmundsson og Sigríður Símonsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað, reistu bú í Grundarkoti 1855.

0. 1853-1854 Erlendur Erlendsson og Ingibjörg Sigurðardóttir. – Brugðu búi, fóru í vinnumennsku að Tindum í Svínavatnshreppi, reistu bú í Grundarkoti 1855.

0. 1854-1855 Jónas Frímann Sigurðsson og Sigurlaug Sölvadóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Hvammi á Laxárdal, reistu bú í Finnstungu 1860.

0. 1855-1867 Sigurður Sigurðsson og Guðrún Pálmadóttir. – Sigurður dó 20. júlí 1867 í Gautsdal. Guðrún bjó áfram.

0. 1867-1868 Jóhannes Guðmundsson og Solveig Benediktsdóttir. – Höfðu jafnframt bú í Ytri-Mjóadal 1867-1868. Fóru búferlum að Syðri-Mjóadal.

0. 1867-1869 Guðrún Pálmadóttir, ekkja Sigurðar Sigurðssonar í Gautsdal, og ráðsm. Björn Guðmundsson. – Guðrún giftist Birni.

0. 1869-1877 Björn Guðmundsson og Guðrún Pálmadóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað, reistu bú á sama stað 1881.

0. 1869-1870 Jón Sigvaldason og ráðsk. Sigríður Jónsdóttir. – Fóru búferlum að Vesturá í Engihlíðarhreppi.

0. 1873-1874 Jónas Jónsson og Vigdís Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Móbergsseli í Engihlíðarhreppi.

0. 1875-1877 Jósafat Grímsson og ráðsk. Hlíf Guðmundsdóttir. – Fóru búferlum að Kirkjuskarði í Engihlíðarhreppi.

0. 1877-1895 Pálmi Sigurðsson og Sigríður Gísladóttir. – Fóru búferlum að Æsustöðum.

0. 1881-1882 Björn Guðmundsson og Guðrún Pálmadóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku á sama stað, reistu bú á Sneis í Engihlíðarhreppi 1887.

0. 1895-1914 Guðmundur Björnsson og Margrét Gísladóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Blöndubakka í Engihlíðarhreppi, reistu bú í Bakkakoti í Engihlíðarhreppi 1916.

0. 1914-1918 (Jóhannes) Jón Pálmason og María Amalía Eyjólfsdóttir. – Brugðu búi, fóru í húsmennsku að Æsustöðum, bjuggu síðar á Blönduósi. Skildu. Jón dó 2. desember 1929 á Blönduósi. María varð síðar ráðskona hjá Vilberg Jónssyni í Reykjavík. Hún dó 31. ágúst 1976.

0. 1918-1929 Lárus Stefánsson og Valdís Jónsdóttir. – Valdís dó 25. maí 1929 á Torfastöðum í Biskupstungnahreppi, Árnessýslu. Lárus brá búi, fór í lausamennsku að Auðkúlu í Svínavatnshreppi árið eftir. Hann dó 3. janúar 1974 á Blönduósi.

0. 1929-1957- Haraldur Karl Georg Eyjólfsson og Sigurbjörg Jónsdóttir. – Höfðu jafnframt bú í Mjóadal 1939-1940 og á Stóru-Mörk 1944-1946. Sigurbjörg dó 28. nóvember 1970 á Blönduósi. Haraldur dó 31. júlí 1979 á Blönduósi.

0. 1946-2012- Jón Ragnar Haraldsson og (Elín) Valgerður Jónatansdóttir. – Jón hafði jafnframt bú á Stóru-Mörk 1946-1952. Jón og Valgerður höfðu jafnframt bú á Stóru-Mörk 1952-1995. Valgerður dó 20. október 1995 í Gautsdal.